Þjóðviljinn - 04.12.1962, Síða 1

Þjóðviljinn - 04.12.1962, Síða 1
Þriðjudagur 4. desember 1962 — 27. árgangur — 266. tölublað. j 68353 Nú hefur verið dregið um annan aukavinning í Skyndi- happdrætti Þjóðviljans, vegg- húsgögn frá Axeli Eyjólssyni, og kom upp númerið 68353. Ennþá er ósóttur fyrsti aukavinningur, Axminster- teppið, og kom það á númer 4042. Menn eru beðnir að at- huga vel hjá sér miðana og setja sig sem fyrst í samband við skrifstofu happdrættisins Þórsgötu 1, ef þeir reynast hinir heppnu vinningshafar. I Q33 Wa I Seinni borholan gagnlaus Ólafsfirði 3/12 — Nýlokið er borun seinni holunnar, sem Norðurlandsborinn boraði hér á Ólafsfirði, og varð árangur enginn. Seinni holan er 560—570 metrar á dýpt. Hitinn í henni er 59 gráður, en vatn fékkst nálega ekkert, 1—3 sekúndulítrar. Segja má, að þetta komi ekki mjög að sök, þar sem fyrri holan, sem boruð var (280 metra djúp) gefur 40—50 sek- úndulítra af u.þ.b. 50 gráða heitu vatni, og nægir það bænum fyllileg„ til sams konar notkunar og verið hefur. En allur sá tími, sem fór í að bora seinni holuna, nær tveir mánuðir, fór til einskis, en þrjár vikur tók að bora þá fyrri. Drangur var hér í gær að lesta hluta úr bomum, en nú á hann að fara til Húsa- víkur og á að bora þar eft- ir heitu vatni, eins og Þjóð- viljinn hefur skýrt frá. SJ. ! „Viðreisnarlið" á Alþingi: Fellir að auka láns- fé til íbúðabygginga í gær fór fram á Al- þingi atkvæðagreiðsla um frumvarp nokkurra þingmanna Alþýðu- bandalagsins um aukið lánsfé til húsæðismála, en aðalefni frumvarps- ins var að lækka vexti á i.ánum til íbúðabygginga, stórauka lánsfé til þess- ^ra framkvæmda og hækka lánin og útvega Byggingarsjóði verka- manna lánsfé til starf- semi sinnar, en sjóður- Mestaferðaár / söau F. L inn hefur verið svo til óstarfhæfur vegna láns- fjárskorts í tíð „viðreisn- arstjórnarinnar ‘ Stuðningsmenn „við- reisnarstjórnarinnar“ á þingi sameinuðust um að fella þessar tillögur til úrbóta í húsnæðismál- um. Var frumvarpið fellt með 18 atkv. stjómar- liðsins gegn 7 atkv. þing- manna Alþýðubanda- lagsins. Þingmenn Fram- sóknar sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Sl. sumar tóku á þriðja þúsund manns þátt í ferðum Ferðafélags ís- Fékk járnstykki ofan á ristina I gærmorgun kl. 8.40 varð það slys á Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjömssonar að Skúlatúni 6, að jámstykki féll ofan á rist- ina á hægra fæti á manni sem var þar að vinna. Var maðurinn sem heitir örn Guðmannsson fluttur í slysavarðstofuna. Fundur Kvenfé-^ lags sésíalista I haldinn i kvöld | Kvenfélag sósíalista held- H ur félagsfund í Tjarnar- J götu 20 í kvöld þriðjudag- n inn 4. desember, kl. 9 J stundvíslega. Dagskrá: 1. Sagt frá aðalfundi Bandalags kvenna. 2. Frá 28. þingi Alþýðu- ^ sambands lslands (Hulda k Ottesen). tj 3. Kvikmyndasýning. 4. önnur mál. 5. Kaffi. Félagskonur! Mætið vel ® og stundvíslega. — Stjórn- n in. " lands, og er það mesfa þátttaka í sögu félagsins. í 5 af 8 sæluhúsum þess hafa gist 50 þús. manns frá því það fyrsta var reist en félagið er ný- orðið 35 ára. Sjá síðu 00 HART í BAK ...og Esja renndi é grunnið Strandferðaskipið Esja strandaði á aðfaranótt sunnudags rétt við túnfótin á bænum Gásum (Gæsum) við Eyjafjörð. Hér er um að ræða eitt- hverf furðulegasta strand í íslenzkri siglingasögu. Skipið stefnir nær þvert af siglingaleiðinni, sem er austantil á firðinum, og strandstaðurinn er um lVz mílu frá henni. Gárungar á Akureyri segja, að skipið muni hafa ætlað að stytta sér leið og vippa sér yfir Öxnadalsheiði! Bazar KRFÍ Kvenréttindafélag Islands held- Vél 1 Sp 1 12. síða ur bazar í dag, þriðjudag, í Góð- templarahúsinu og hefst hann kl. síðd. Þama verða seldir marg- ir handunnir munir, fallegar jólagjafir. Um miðnætti aðfaranótt sunnu- dags lagði Esja frá bryggju á Akureyri og ætlaði vestur um með viðkomu á Siglufirði. Tíu farþegar voru með skipinu, en áhöfn 40 manns. En Esja komst ekki langt í þetta skiptið, því að þetta varð sannkölluð strand- ferð; um eitt-leytið strapdaði skipið í fjörunni hjá Gásum, eina til tvær skipslengdir frá landi. Veður var gott er þetta varð, norðaustan gola og smá- vegis mugga annað slagið. Til allrar lukku var sandbotn þar fyrir, sem skipið kom að landi, annars hefði verr getað farið, því það sigldi á íullri ferð upp í fjöruna og hófst um einn metra frá venjulegri ristu, þeg- ar það renndi á grunnið. Skemmdir urðu smávægilegar, lítilsháttar leki kom að botn- geymum. Háflæði var, þegar Esja strand- aði, og þegar skipshöfninni varð Ijóst, hvemig komið var, brá hún við og tæmdi alla tanka skipsins og var síðan reynt að ná því út með eigin vélarafli. Það tókst þó ekki. Skipið stóð ömggt og óbifanlegt í sand- f jörunni, hallaðist ekki einu sinni. Farþegar voru um borð um nóttina, en á sunnudag voru þeir fluttir í land og til Akur- eyrar. Þá var gerð önnur til- raun til að ná skipinu fram á síðdegisflóðinu, en hún mistókst sem hin fyrri. En á flóðinu á mánudagsnótt var m.s. Stapa- fell komið Esju til aðstoðar og tókst þá loks að flota henni. Var henni síðan siglt til Akur- eyrar, þar sem skoðun mun hafa farið fram í gær. Síðan átti að sigla henni til Reykjavíkur, en þar eiga sjópróf að fara fram. Framhald á 2. síðu. Kortið sýnir innanverðan, Eyjafjörð. Brotna línan sýnir venjulcga siglingalcið um f jörðinn, en örin sýnir staðinn, þar sem Esja renndi á land. Á Gásum var skipalægi og verzlunarstaður til forna. Kannski hefur afturgengin fornkappi tekið stýrisvölinn og viljað leita á gamlar slóðir. Fyrsta flugið Þáttaskil í samgöngumálum Norðfirðinga Neskaupstað 3/12 — 1 dag urðu þáttaskil í samgöngumálum Norðfirðinga, þegar fyrsta Dak- ota-flugvélin settist á flugbraut- ina nýju. Hér var um reynsluflug að Tvö anferðar- slys um helgina Á laugardagskvöldið varð ölv- aður maöur fyrir bifreið á mót- um Reykjanesbrautar og Digra- nesvegar. Hlaut hann nokkra á- verka og var fluttur í Landspít- alann en meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg. Síðdegis á sunnudag var fólksbifreið ekið aftan á strætisvagn á Laugavegi rétt vestan Klapparstígs og kast- aðist stúlka er sat í framsæti fólksbifreiðarinnar á framrúðuna og kvartaðl um eymsli í höfði. Var hún flutt í sylsavarðstofuna, meiðsli hennar reyndust lítil. iódagar ~ ^ Eftir sex daga verður dreg- ið um þriðja aukavinning í ^ skyndihappdrætti Þjóðvilj- h ans og er það ferð með SlS * skipi til Evrópu, 25 til 30 dag- h ar. Þannif heldur áfram að " rigna aukavinningum, en B menn skvldu hafa í huga, að Jl aðeins er dregið úr seldum ■ miðum. 1 dag er skrifstofa har i- ■ drættisins á Þórsgötu 1 opin J kl. 10 til 12 og 1 til 7. Símar H 22396 og 19113. Það borgar sig að gera skil I strax. ræða. Flugfélag Islands sendi hingað Dakota-flugvélina „Gljá- faxa“ til að reyna brautina. Flugstjóri var Jóhannes Snorra- son, og tókst lending og flugtak með ágætum, enda veður hið á- kjósanlegasta. Auk áhafnar voru með vél- inni flugmálastjóri, Agnar IIooí- ed Hansen, framkvæmdastjóri Fluefélags Islands, öm O. John- sen, og framkvæmdastjóri inn- anlandsflugs, Hilmar Sigurðsson og auk þeirra Júh'us Þórarins- son, sem verið hefur fram- k\ - ’astjóri við flugvallargerð- ina. Bæjarstjórinn á Neskaup- stað, Bjami Þórðarson, og for- seti bæjarstjómar, Jóhannes Stefánsson, tóku á móti flugvél- inni. Ekki mun enn ákveðið, hvenær reglulegt áætlunarflug hefst milli Reykjavikur og Norðfjarðar, en talað er um, aö beint áætlunar- flug verði á sunnudögum. Norð- firðingar eru mjög ánægðir að fá flugvöllinn og áætlunarflugið, því nú er vetrareinangrun stað- arins rofin, en hún hefur verið mikil. RS.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.