Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 5. desember 1962 Orðhákurlnn Clay „Er ég ekki fallegur?“ mun gera út af við hann il átta lotum“. Þessu spáði Clay þegar að loknum sigrinum yfir Moore. Liston var í þriðju röð frá pall- inum. Hann er ekki vanur að tala tæpitungu fremur en Clay, og svaraði: „Þessi kjafthákur verður sá næsl'. Ef hann stend- ur á löppin- eftir átta sek- úndur, þá si- ég hætta af frjálsum vilja“. Staðan á mótinu L. U. T. J. M. St Fram 5 4 0 1 63:62 9 IR 5 S 1 1 71:74 7 Víklngur 5 3 2 0 61:71 6 Þróttur 6 2 2 2 67:71 6 Ármann 5 2 3 0 53:52 1 KR 5 1 4 0 57:65 2 Valur 5 0 3 2 55:70 2 Ingemar á undan Clay fyrirfram í hvaða lotu hann myndi greiða rothöggið. Löngu fyrir keppnina við Moore sagði Clay: „Hann mun falla í rot í fjórðu lotu. Ef hann stendur lengur, þá skal ég leggjast fyrir fætur hans í hringnum og kyssa fætur hans“. Það þarf ekki að taka það fram, að Moore féll á rothöggi í 4. lotu. Cassius Clay er mesti orð- hókur og er frægur fyrir að storka andstæðingum sínum. Allt gort hans er kænlega skipulagt i þeim tilgangi ein- um að vekja sem mesta at- hygli á sjálfum honum og draga að sér athygli blaða og almei.n- ings. Hann skýrir spámar...s- hæfileika sína aðeins með þess- um orðum: „Ég er mesti hnefa- leikari i heimi. Ég hef meiri þekkingu á hnefaleikum en nokkur annar maður“. „Er ég ekki fallegur?" „Auðvitað var ég þegar í Róm ákveðinn að gerast atvinnubox- ari“, segir Clay núna. „En ég sá, að það mundi vekja meiri athygli í blöðunum ef ég þætt- ist ætla að fara að keppa við Elvis Presle^*’., „Konum þykir gaman að horfa á mig keppa, vegna þess að ég fæ aldrei skeinu. Konur þola ekki að sjá blóð, og þess- vegum læt ég andstæðingana aldrei' koma höggi á mig“, seg- ir Clay. Með vgl upp byggðu auglýsingaskrumi, frábærum keppnisárangri og furðulegum spódómshæfileikum gat Clay sett sig á svo háan hest að kref'ast tveggja milljóna króna •■Ir leikinn við Archie Moore. Þegar hann gékk út úr hringn- um, sagði hann við stúlku i að- dáendahópnum: „Er ég ekki laglegur?" Sigrar hann Liston? Nú miðast allur áróður Clays að því að bera hann sjálfan ^aman við heimsmeistarann, Charles „Sonny“ Liston, rétt eins og aðrir hnefaleikarar en þeir tveir væru ekki til. í þeim hamagangi leggur Clay áherzlu á að gera litið úr Liston, og ségir að hann sé ffumstæður og kunnáttulítill bardagamaður. — „Ef ég mætti ráða, myndi ég nú þegar berjast við Liston“, sagðl Clay í sjónvarpi nýlega Og Clay lætur ekkl standa á spádóminum um úrslitin: „Ég Handknattleiksmót Reykjavíkur Þróttarar höfðu nær því sigrað Islandsmeistarana Það voru 18 sekúnd- ur eítir og Þróttur hafði eitt mark yfir. Háloga- land var að rifna af fagnaðarlátum því ekk- ert Reykjavíkurfélag- anna hafði staðið Fram svo á sporði um langan tíma. En Ingólfur Ösk- arsson varð bjargvættur Fram að þessu sinni og tókst honum að jafna leikinn með sinni al- kunnu snilld. Þróttur — Fram 13:13 Þróttur hafði yfirhöndina nær allan leikinn, sem annars var mjög jafn og skemmtilegur. Á því leikur enginn vafi að þetta er einn sá bezti leikur sem Þróttur hefur sýnt frá stofnun félagsins (1949), enda er hið unga lið þeirra í mikilli fram- för. Það má segja að Framar- amir hafi fallið á sjálfs síns bragði því Þróttur lék nákvæm- lega sömu leikaðferð og Fram hefur leikið undanfarið og kunnu Framarar við því ehg- an mótleik. Ekki áttu Framararnir neitt lélegri leik en þeir hafa sýnt nú upp á síðkastið en hinsveg- ar hefur þessi mótstaða Þróttar komið þeim mjög á óvart. Leiknum lauk með jafntefli 13:13 og geta báðir vel við un- að þeim úrslitum. í leikhléi var staðan 6:6. eftir 8 ÞRÖXTUR — FRAM. Karl Benediktsson, Fram, skýtur að markl Þróttara, en úr liði þeirra sjást Haukur og Þórður. Valgeir Ársælsson dæmdi ■ikinn. Valur — ÍR 16:16 Þetta urðu einnig mjög óvænt úrslit. iR-ingar, sem skipa ann- að sætið, en Valur í sjöunda o neðsta sæti, leiddu sarr.an hesta sína KOg ' '-útkomon c. varð jöfn. Varla mun nokkrum hafa dottið slíkt í hug fyrir leikinn og er það ekki að ástæðulausu. iR-ingar hafa verið harðari af sér með Gunnlaug cg Hermann í fararbroddi, en þeir virkuðu ekki sem skyldi í þessum leik. Markverðir þeirra eru ekki sem beztir og háir það liðinu mjög. Valsmenn komu mjög á óvart með að hafa;óslitna forustu all- an leikinn, að því undanskildu þegar ÍR-ingum tókst að jáfna. Sigurður Dagsson var drif- fjöðrin í liðinu, mjög efnilegur unglingur sem á eflaust eftir að koma mikið við sögu er fram líða tlmar. Bergur Guðnason (lög unga fólksins) átti einnig ágætan leik, svo og öm Ing- ólfsson. I leikhléi var staðan 8:7 Val i vil. Daniel Benjaminsson dæmdi leikinn. Vík. — KR 19:15 Vikingar höfðu óslitna for- ustu og voru vel að sigrin- um komnir, þó leika þeir ekki eins vel og undanfarin ár hverju sem þar er um að kenna. KR-ingar mega muna fífil sinn fegurri. Einnig fóru fram tveir leikir í yngri fl.: Valur—Fram í 2. fl. K.B. 9:6 og Ármann—KR ' i 3. 11. K.A. 5:5. Aipj ooa-nnefaleikasambandið hefur birt nýja skrá um það í hvaða röð hnefaleikarar skuli hafa rétt til að keppa um heims meistaratignina í hnefaleikum. Helztu breytingamar eru þær, að Cassius Clay flyzt úr 7. sæti í 4. Það vekur nokkra furðu að Eddie Machen skuli hafa fyrsta rétt til að keppa við heims- meistarann, eftir að Liston og Patterson hafa keppt öðru sinni. Röðin í þungavigt er þessi: Heimsmeistari Sonny Liston. Áskorendur: 1) Eddie Machen, 2) Floyd Patterson, 3) Ingemar Johannsson, 4) Cassius Clay, 5) Cleveland Williams, 6) Zora Folley, 7) Henry Cooper, 8) Billy Daniels, 9) Roger Rischer, 10) Archie Moore. Allir þessir menn eru frá USA nema Jo- hannsson og Bretinn Cooper. 1 léttþungavigt er listinn þannig: Heimsmeistari Harold Johnson (USA). Áskorendur: 1) Maure Mine (Perú), 2) Eddie Cotton (USA), 3) Willi Pastarno (USA), 4) Giulie Rinaldi (ítal- íu), 5) Doug Jones USÁ). „íþréHamað- ur ársins" Sovézki heimsmethafinn í há- stökki, Valeri Brumel, hefur verið kjörinn „Iþróttamaður ársins“ í alþjóðlegri atkvæða- greiðslu. Það er vesturþýzka íþróttablaðið „Intemationale Sport Korrespondenz", sem út- gefið er í Stuttgart, sem skipu- leggur atkvæðagreiðsluna, en í henni tóku þátt íþróttafrétta- ritarar frá 26 löndum. Þetta er annað árið í röð sem Brumel hlýtur þennan alþjóðlega virö- ingartitil. Norræn félagakeppni í frjálsum íþróttum í undirbúningi er keppni milli beztu íþrótta- félaga í frjálsum íþróttum á Norðurlöndum. íslenzk íþróttafélög munu ekki taka þátt í þess- ari keppni, a.m.k. ekki á næsta ári. Blöð í Noregi greina frá þess- ari keppni nýlega, og er frá því skýrt að málið hafi verið rætt á Norðurlöndum, en af „praktískum“ ástæðum sé ekki hægt að hafa Island með í keppninni. Ekki er ennþá ákveðið hve mörg íþróttafélög í Sviþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku muni taka þátt í þessari keppni né heldur í hvaða greinum keppt verður. Áformað er að fleiri félög en eitt frá hverju landi taki þátt í mótinu. Frá Noregi er gert ráð fyrir keppn- isflokkum frá félögunum „Tielve“, „Bull“ og jafnvel „FYeidig". Rætt á Stokkhólmsþingi Ingi Þorsteinsson, formaður FRl, tjáir íþróttasíðunni að mál þetta hafi komið á dagskrá þings frjálsíþróttaleiðtoga Norður- landa í Stokkhólmi sl. haust. Hafi þinginu borizt bréf frá sænsku íþróttafélagi með til- lögu um að efnt yrði til slíkr- ar keppni. TUlagan hafi hins- vegar verið svo almenns eðlis og ónákvæm, að þingið hafi ekki treyst sér til að taka neina ákvörðun í málinu. f tillögunni var ekkert kveðið á um fyrir- komulag eða framkvæmdir slíks móts, en það þarf lang- an tíma til að kanna allt slikt. Fámennið hér íslenzku fuUtrúamir á þing- inu, Ingi Þorsteinsson og öm Eiðsson, bentu á að ef taka ætti úrvalslið beztu félaganna héð- an, þá yrði þar um að ræða næstum því alveg sömu menn- ina og skipa landslið fslands. Þessi mismunur á aðstæðum, vegna fámennis hér og fárra íþróttafélaga miðað við hin Norðurlöndin, veldur því að fs- lendingar eiga erfitt með að taka þátt í keppni sem skipu- lögð er á þennan hátt. Ingi Þorsteinsson kvað það hinsvegar mjög æskilegt að komið yrði á fót keppni félaga á Norðurlöndum, sem yrði þannig skipulögð að íslenzkt í- þróttafélag eða íslenzk íþrótta- félög gætu sent þangað lið. Hvor sigrar? Clay eftir 8 lotur — eða Liston „Ég ætla að verða slagara-söngvari eins og Elvis Presley”, sagði Cassius Clay í Rómar-út- varpið, aðspurður um það hvað hann ætlaði sér í framtíðinni. Þetta var fyrir tveim árum þegar Clay sigraði í þungavigt á olympíuleikunum, að- eins 18 ára gamall. Sérhvert orð þessa 92 kílóa og 1,90 metra unglings miðar aðþvíað auglýsa sjálfan hann, draga áhorfendur að kappleikj- um hans og fjölga dollurum í vasa hans. Fyrir kappleiki læt- ur hann aka sér í rósrauðum kádiljáki urp borgina, brosir og veifar á bæði borð. Heimsmeistarinn Liston „Ef hann stendur eftir 8 sek- úndur, þá gef ég leikinn"! En þessi vöðvastælti ungling- ur fór ekkert að fitla við gítar eða vagga sér og velta með fjálglegu rauli eins og Presley. Þegar á olympíuárinu gerði hann samning sem atvinnu- maður í hnefaleikum, lét skikkj- una falla og gekk vígreifur í hringinn. Síðan hefur hann keppt 16 sinnum og alltaf sigr- að, þar af 13 sinnum á rot- : höggi. Nú fyrir skömmu komst hann efst á dagskrá í frétta- heiminum fyrir að sigra Archie Moore, sem árum saman hefur verið heimsmeistari í léttþu-.ea- vigt. Þar með er Clay kom- inn í námunda við tækifærið til að keppa við heimsmeist- . arann í þungavigt. Spámaður En nað er annað en sigrarnir sem líka hefur orðið til þess að vekja enn meiri athygli á hnefaleikara þessum. Hann hefur tilkynnt háværa spádóma um leiki sína fyrirfram. Hann hefur auðvitað alltaf spáð því að hann myndi sigra. En hann hefur líka alltaf sagt það Þ'rir hvenær hann myndi sigra á rothöggi, — og það sem meira er — hann hefur alltaf tilkjmnt [KINGUR — K.R. HeJnz cr að sKjöta. sigurour nauKsson er í varnarstöðu. (Ljósm. Bj. Bj.). » I V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.