Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. desember 1962 -—--------ÞJOÐVILJINN — -----———----------- SÍÐA 7 Islenzkur stúdent sem dvelur í Purís vii núm skýrir frá nýufstuðinni kosninguhryðju í Frukkiundi Hershöfðinginn lætur kiósa PARlS, eftir kosningar. á er þessu hávaðasama kosn- ingatímabili lokið. Það var búið að standa í einn og hálf- an mánuð. Pólitíkusarnir geta loks hvílt lúin bein og slappað á raddböndunum. Blessaðir kjósendurnir geta hætt að brjóta heilann um helvítis pólitíkina, hafi þeir þá nokkurn tíma gert það. Þeir eru búnir að rækja skyldur sínar við lýðræðið þrí- vegis í röð á þessu hausti. Nú geta þeir verið áhyggjulausir. Hver dirfist svo að halda fram. að lýðræðið okkar sé að deyja út j Frakklandi. Kosningar eru einatt merkis- viðburður í lýðræðislöndum. Ég tala nú ekki um þjóðaratkvæða- greiðslur. Það er slæmt að við Islendingar skulum aldrei fá að greiða þjóðaratkvæði; en við erum nú svo vanþróaðir eins og allir vita. Frakkar hafa þroskazt mikið að þessu leyti, síðan Hershöfðinginn komst til valda. Hann hefur kennt þeim aftur að segja já eða nei. Þeir voru næstum búnir að gleyma því, eins og vonlegt er, höfðu örsjaldan fengið að gera það síðan á dögum Napóleons litla. Þá var Frakkland keisaradæmi og Napóleon keisari. Nú er Frakkland víst lýðveldi, í fimmta sinn í sögunni, og de Gaulle foi-seti lýðveldisins. Sag- an mun segja, að þeir hafi báð- ir verið miklir lýðræðissinnar. Þeir spurðu báðir þjóðina ráða. I þæði skiptin var það þjóðin sem réð, ekki satt? En látum söguna eiga sig, nú tíminn er miklu merkilegri. Sumir segja að vísu. að kosn- ingar i 5. lýðveldinu séu ekki hótinu markverðari en morðið í hænsnakofanum, en það er eintómur rógur. Kosningar eru alltaf kosningar og þing er allt- af þing! Fyrst skulum við rifja upp þjóðaratkvæðagreiðsluna. sem fór fram í sl. mánuði. Hún var sérstaklega skemmtileg. Hershöfðingjanum datt semsé i hug að breyta stjórnarskránni sinni frá 1958, nánar tiltekið beirri grein hennar sem kveð- ur á um kosningu forseta lýð- veldisins. Hann kvaðst vilja að þjóðin sín fengi framvegis að kjósa hann eins og hún legði sig, í stað kjörmanna þjóðar- innar (þingmanna, bæjar- og hreppstjóra, bæjarfulltrúa o. s. frv.), svo sem tíðkazt hefur. Þetta fyrirkomulag væri langt- um lýðræðislegra en hitt, sagði Hershöfðinginn og þjónustu- menn háns. Það væri milliliða- laust lýðræði. Stjórnmálaflokk- arnir voru allir á móti þessari fyrirhuguðu breytingu — utan gaullistaflokkurinn UNR. Þeir sögðu í fyrsta lagi, að forset- inn hefði ekki lagalega heimild til að bera tillögu um stjórnar- skrárbreytingu undir þjóðarat- kvæði án samþykkis þingsins; í öðru lagi að enga nauðsyn bæri til þessarar lagabreytingar, gamla fyrirkomulagið hefði gef- izt ágæta vel til þessa, af þessu hlytust aðeins óþarfa deilur og flokkadrættir í landinu; í þriðja lagi að fyrirhuguð breyting stefndi ekki í lýðræðisátt með því að forselinn væri þjóðkjör-j. inn í reynd — kosinn af full- trúum þjóðarinnar — að hún myndi efla framkvæmdavaldið óhæfilega mikið, ef samþykkt yrði; að hún gæti leitt til þess að ævintýramenn og lýðskrum- arar, fláráðir hershöfðingjar og áferðarfailegir fasistar hrepptu forsetaembættið. Þetta sögðu flokksforingjarnir jafnt til hægiá sem vinstri. Hinir síðar- nefndu sögðu enn fremur að breytingartillaga Hershöfðingj- ans byði einræðinu heim. Þeir minntu á Napóleon litla sem hefði kúgað frelsið í nafni þjóð- arinnar, í krafti þjóðaratkvæðis. Þeir minntu á Boulanger hers- höfðingja sem hefði næstum tekizt að ganga af 3. lýðveld- Maurice Thorez inu dauðu 1888. Þeir vöruöu við bónapartismanum, þessum erkifjanda franska þingsins síð- an byltingin mikla hafnaði í faðmi Napóleons hins mikla. Stjórnarskrárráðið sem á að standa vörð um stjórnarskrána, skera úr hvað eru lög og ekki lög, felldi þann dóm að fyrir- huguð þjóðaratkvæðagreiðsla væri ólögleg. Þjóðþingið var á sama máli, samþykkti vantraust á Pompidou, forstjóra rfkis- stjórnarinnar og Rotschildbank- ans. Hershöfðinginn sat vjð sinn keip, rauf þing og boðaði til nýrra kosninga eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Baráttan fyrir hana var eftir- minnilegt dæmi um lýð- ræði í lýðræðislandi. De Gaulle lýsti stríði á hendur „gömlu flokkunum”, kvað þá sitja um að koma aftur á glundroða- skipulagi 4. lýðveldisins. Bar- áttan stæði milli sín og 5. lýð- veldisins annars vegar, gömlu flokkanna og 4. lýðveldisins hins vegar — milli hinnar styrku stjórnar sinnar, glorí- unnar út á við (les: samvinnuna við kristilegu lýðræðisvinina í Bonn), öryggisins (les: atóm- sprengjunnar), velmegunarinnar (les 8% kjararýmun verka- manna) og kreppuskipulagsins gamla eftir stríð. Þetta reifaði hann fyrir þjóðinni 3 — 4 sinn- um í sjónvarpinu, á sinn föð- urlega og almáttuga máta. Hann sneri þjóðaratkvæðagreiðslunni uppí kosningar um sjálfan sig, de Gaulle (talar gjarnan um sjálfan sig í þriðju persónu eins og pabbinn við litlu börn- in sín). Ef de Gaulle fær ekki öruggan og ótvíræðan meiri- hluta, þá er hann bara farinn! Og ef hann fer þá tekur kaós- in, glundroðinn og ringulreið- in við. Einfalt mál, ekki satt? Þannig var ' röksemdafærsla Hershöfðingjans og fylgismanna hans. Það gleymdist alveg að spyrja elsku þjóðina hvort hún vildi breyta stjórnarskránni. Hershöfðinginn spurði hana í hótunartón: Viltu mig áfram eða ekki, já eða nei? Ef þú svarar neitandi ertu búin að vera. Já, þetta var einkar skemmti- leg kosningabarátta, óþrjót- andi aðhlátursefni fyrir grín- ista. Fallnir ráðherramir létu móðan mása í sjónvarpinu, lof- sungu leiðtogann og kerfið hans. En foringjar stjórnmála- flokkanna fengu hvorki meira né minna en tíu mínútur til að mæla með neiinu í sjónvarp- inu. Ihaldsmenn og kaþólskir voru reyndar loðnir og klofnir í andstöðunni. UNR tefldi fram sínum rpesta sjarmör, Chaban Delmas þingforseta. Hann er einn af þessum sem kunna að bregða upp ómótstæðilegu og hjartabrjótandi brosi á réttum augnablikum. Hann ber nefni- lega hagsmuni kvenþjóðarinnar alveg sérstaklega fyrir brjósti. Konur, sagði Chaban, þér eruð 53% frönsku þjóðarinnar, þér hafið val forsetans í hendi yö- ar, ef þér segið allar já. — Chaban hefur verið í Banda- ríkjunum og mikið lært af galdrameisturum lýðræðisins þar vestra. Franska þjóðin veitti de Gaulle ekki hreinan meirihluta, því síður öruggan og ótvíræðan, eins og hann bað um. Aðeins um 48% atkvæðisbærra kjós- enda svaraði já. Það var mikill ósigur. En gaullistar voru ekki lengi að snúa honum í sigur: þeir miðuðu hundraðstöluna að- eins við greidd atkvæði og fengu út 62%. Sem sagt öruggur meiri- hluti. Hershöfðinginn fór ekki fet og verðbréfin ruku upp á kauphöllinni og öryggið og vel- megunin héldu áfram að ríkja í heimi borgaranna. Einveldi forsetans hefur styrkzt að mun til að viðhalda örygginu í téð- um heimi. Og leiðin er opin fyrir nýjan Naflajón. Hvort það verður de Gaulle eða ein- hver annar skiptir minnstu máli: ríkisvaldið er einkaeign stórborgarastéttarinnar. ★ En hvað um þingræðið hér í Frakklandi? Það er ekki með öllu fyrir bí, undir venjulegum kringumstæðum getur þingið fellt ríkisstjórnina með van- traustsyfirlýsingu. Það gerðist í október. En forsetinn má þá rjúfa þing, hvenær sem er, hann má taka sér alræðisvöld í hendur. I raun og veru hefur þingræðið breytzt í skrípamynd sína. Mikilvægustu ákvarðan- irnar eru teknar utan þings. Ríkisstjórnin þarf að jafnaði að styðjast við þingmeirihluta. en þessi meirihluti (sem kann að- eins að hafa minnihluta þjóð- arinnar á bak við sig vegna ranglátrar kosningaskipunar) mótar ekki stjórnarstefnuna. Það gerir forsetinn, leiðtoginn — le guide. Ráðherramir gefa þinginu skýrslu öðru hverju, sem það má ræða og jafnvel stundum greiða atkvæði um, náðarsamlegast. Frumkvæðið kemur allt frá efstu stöðum, frá einvaldinum á Ödáinsvöll- um. Þetta er mónarkí, þing- bundið að vissu marki. En þetta Hershöfðinginn ávarpar þegna er ekki lýðveldi nema að form- inu til. Til lengdar gæti forsetinn samt ekki stjómað landinu i andstöðu við meirihluta þings- ins: látlausir árekstrar og end- urtekin þingrof mundu fljót- lega skapa pólitíska kreppu. Þess vegna eru þingkosningar til franska þjóðþingsins ekki tómur gamanleikur, sýnu merki- legri en morðið í hænsnakof- anum. Þær segjg enn fremur til um pólitískt heilsufar þjóð- arinnar, viðnámsþrótt almenn- ings gegn áróðrinum að ofan — sjónvarpsins, blaðanna og útvarpsins. Lífsskilyrði auð- valdsstjðrnar er að henni tak- ist að blekkja kjósendurna, telja þeim trú um að hvítt sé svart. að bölvaldur þeirra sé bjarg- vættur. Þetta hefur lengi tekizt á íslandi og þetta hefur enn tekizt á Frakklandi af því á- róðursvaldið er þar sem auð- urinn er. Hershöfðinginn bað þjóðina sína, í sjónvarpinu, að gera svo vel að senda sér hliðhollan meirihluta á þing. Þessi maður sem er sagður svo fjandsam- legur öllum stjórnmálaflokkum gerðist sjálfur flokksforingi, æðsti prestur UNR, nýkapital- ismans í landinu. Til að tryggja þennan meirihluta fékk hann menningarraðherra sinn hann Malraux til að stofna kosn- ingasamband, kennt við 5. lýð- veldið. Nokkur hluti frambjóð- enda íhaldsmanna og kaþólskra þá nafngiftina og gekk í banda- lagið. Þessir flokkar eru mefni- lega harðánægðir með 5. lýð- veldið, sem tryggir einokunar- hringjunum aukinn gróða og kirkjunni vaxandi áhrif, styrk- ir kaþólsku skólana óspart á kostnað ríkisskólanna. Þeir voru ásamt fleirum barnsfeður þessa skipulags. Hershöfðinginn pirr- ar þá svolítið með steigúrlátri framkomu sinni og þeir stríða honum í staðinn; þess á milli fellur allt í ljúfa löð, And- staða þeirra gegn stjórnarskrár- breytingunni var greinilega á misskilningi byggð, venjulegir stuðningsmenn bessara flokka fylgdu ekki foringjunum og sögðu já við henni. Ihaldsmenn og kaþólskir hugðust bræða sig saman við Mollet í þingkosning- unum á grundvelli þessarar sameiginlegu andstöðu, en það kom á daginn að sambræðslan stóðst ekki eldraunina. Alræmd- ir OAS-menn sem tilheyra í- haldsflokknum og sósíaldemó- kratar í verkalýðsstétt eiga ekki saman. Skiptilínur stjórnmál- anna fylgja sjaldnast henti- stefnu foringjanna, heldur stéttamörkum þjóðfélagsins. esendur Þjóðviljans þekkja J úrsiitin. Gaullistar sigruðu allóvænt og eru orðnir lang- stærsti hægri flokkur landsins. Reyndar er villandi að tala um flokk; þeir eru það sem for- sína í útvarpi og sjónvarpi. inginn er. Þeir eru mestir pers- ónudýrkendur sem nú eru uppi á Vesturlöndum. Eina samein- ingartákn þeirra og boðorð er skilyrðislaus hlýðni og auð- sveipni við foringjann, „suivez le guide”: fylgið leiðtoganum. Hamingjusöm þjóð sem á sér slíkt ofurmenni, ekki satt, og getur falið því áhyggjulaust úr- lausn allra mála. Er að kynja þó stjórnmálalegt andvaraleysi færist í vöxt með þjóðinni (31% kjósenda neyttu ekki atkvæða- réttar síns í fyrstu lotu). Með tilstyrk íhalds og kaþólskra gaullista hefur UNR hreinan meirihluta á hinu nýja þingi, alls 274 þingmenn af 485. öfga- menn til hsegri — Ics ultras — og íhaldsmérin' éru fórnárdýr kosninganna, töpuðu 11% at- kvæða miðað við 1958. Þegar þess er gætt að vinstri flokk- amir og radikalir töpuðu sam- tals 3% miðað við sama tíma- bil (hlutu 44,3% í stað 47,6% greiddra atkvæða) sést fylgis- aukning gaullista í réttu Ijósi: hún er að langmestu leyti feng- in á kostnað hinna hægri flokk- anna, einföld tilfærsla atkvæða milli þessara flokka. Pólitísk þýðing hennar er ekki stórvægi- leg, því UNR er enginn venju- legur borgaraflokkur. Hann er jafn tímabundið fyrirbæri og foringinn. Eini vinstri flokkurinn sem jók fylgi sitt í fyrstu lotu var, auk óháðra sósíalista, kommúnistaflokkurinn. „Blett- urinn” vill ekki hverfa af Frakklandi, hátt í fjórðungur þjóðarinnar heldur áfram að Guy Mollet ganga erinda Rússa! Þetta hlýt- ur að vera skelfileg staðreynd fyrir blessaða lýðræðissinnana okkar hérna vestra. Það hlýtur að fara um þá þegar þeir koma til Parísar að gamna sér í frels- inu og verður hugsað til þess, að þriðji eða fjórði hver maður sem þeir ganga framhjá á göt- unni er kommi, staðráðinn í að rsena þá frelsinu. Guð forði þeim að fara út í úthverfin, rauða beltið umhverfis París, þar sem erkifjandinn hefur víða hreinan meirihluta og jók hann enn að mun. Thorez kallinn hlaut, nú 58% atkvæða í stað 47% 1958 í kjördæmi sínu og varaformaður flokksins, Wald- eck Rochet, 64% í stað 48% áður. Svona geta menn verið þýlyndir, sólgnir í kúgunina. Einmenningskjördæmin krefj- ast bandalaga milli skyldra flokka í annarri lotu. Kommún- istar beittu sér fyrir sameig- inlegu framboði vinstri flokk- anna og radikala, allra lýð- veldissinna, um allt land. Mollet hafði hafnað tilboði þeirra fyrir kosningar, hann var þá að nudda sér utan í íhaldið. En eftir fylgistapið og andspænis gaullistastraumnum féllust krat- ar og radikalir víðast hvar á samvinnu við kommúnista. Án hennar hefði Mollet fallið í kjördæmi sínu. Þessi samvinna vinstri flokkanna á grundvelli sameiginlegra framboða er án efa það merkilegasta sem gerð- ist x þessum kosningum. Aftur- haldið sá móta fyrir nýrri Front Populaire, Alþýðufylkingu, sem það minnist einatt með ótta og skelfingu. Hinn fallni forstjóri Pompidou ávarpaði þjóðina í sjónvarpinu og lét í það skína að hún ætti að velja á milli valdatöku kommúnista eða á- fi-amhaldandi gaullisma, aust- rænnar kúgunar eða áframhald- andi öryggis og velmegunar. Aftui'haldið tók kipp, fasistar og íhaldsmenn drógu sig unn- vörpum í hlé fyrir UNR til bjargar frelsinu. Það gleymdi alveg uppsteitinum gegn for- setanum. Allt í einu lukust augu manna upp fyrir þvi hverjar þær höfuðandstæður eru sem eigast við í frönskum stjórnmálum: annars vegar fulltrúar einokunarhringja, stórbænda, nýlenduarðráns og fasisma, studdir af öllum þess- um óforbetranlegu smáborgur- um, og hins vegar fulltrúar verkamanna, smábænda og menntamanna, hins vinnandi og hugsandi hluta þjóðarinnar sem heimtar sinn rétt og vill endurskapa Frakkland í þeirri mynd er framsæknir menn um allan heim gera sér um það og hlutverk þess. Þjóð sem geymir í minni hugsjónir bylt- ingarinnar miklu og Kommún- unnar sættir sig seint við auð- valdsstjórn. egar öllu er botninn hvolft unnu vinstriöflin varnar- sigur. Samvinnan gaf víðast hvar góða raun og kom því til leiðar, að sameinað afturhald varð að lúta í lægra haldi víðs vegar um landið. Sérstaklega var ánægjulegt, að Debré, einn af höfuðpaurum gaullismans, var felldur í sínu kjördæmi. En hrópleg kosningaskipan veldur þvi, að þingmannatala vinstri flokkanna. einkum þó kommúnista, er ekki í neinu samræmi við atkvæðamagn þeirra. Hlutfallslega hefðu kommúnistar átt að fá 100 þingmenn, en hlutu 41, fjórum sinnum fleiri en síðast. >essi kosningasamvinna hefði orðið mun árangursríkari ef kratar hefðu gengið heilir til leiks. Mollet hefur ekki tekið nein- um sinnaskiptum, hann féllst aðeins á samvinnu af taktísk- um ástæðum. En fordæmið er nú fyrir hendi og kommúnist- um hefur tekizt að rjúfa 15 ára einangrun sína. Með sam- eiginlegri kosningastefnuskrá og framboðum hefðu lýðveldis- sinnar mikla möguleika á að ná meirihluta á franska þjóð- þinginu. Þá mætti forsetinn, hver sem hann væri, fara að vara sig. Og auðvaldið kannski líka! Framhald á 5. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.