Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 12
r BUR hefur saltaj 1742 og fryst 261 tonn síídar 3. desember sl. var fram- leiðsla Bæjarútgerðar Reykja- víkur frá því síldveiðarnar hófust 19. nóvember sl. orð- in 361.136 kg. af frystri síld, 1056 tunnur af súrsíld, 706 tunnur af saltaðri stórsíld, 463 tunnur af saltaðri millisíld og 574 tunnur af rúnnsíld (heil og óskorin síld) eða alls 1743 tunnur saltsíldar. Auk þessa hefur verið flutt út síld. 30. nóvember tók Þor- kell máni 88 tonn, 180 kg. er hann seldi í Þýzkalandi fyrir 45.389 mörk og 34. nóvem- bcr tók Þorsteinn Ingólfsson 151 tonn, 530 kg. er hann seldi einnig í Þýzkalandi fyr- ir 74.830 mörk. Ingólfur Amarson fór á veiiö- ar 37. nóv.. Skúli Magnússon landar í Þýzkalandi í dag. Jón Þorláksson Iandar í Bretlandi 10. þ.m. Þorsteinn Ingólfsson seldi í Þýzkalandi 3. þ.m. fyrir 133.070, mörk. Ilallveig Fróðadóttir er á síldveiðum og hefur aflað um 1800 tonn. Þormóður goði landar í Bretlandi á morgun fiski af Grænlandsmiðum. Þorkell máni hóf veiðar 3. þ.m. á heimamiðum. Pétur Halldórsson er í slipp eftir síldarflutningana í sumar. ! ræna félagsins Stofnfundur félagsdeildar Nor- ræna félagsins í Kópavogi verður haldinn í kvöld, miðvikudag, Jsl. 8.30 í gagnfræðaskólanum þar. Framkvæmdastjóri NF, Magnús Gíslason námsstjóri, flytur erindi um norræna samvinnu og sýnir norska litkvikmynd. Allmargt manna hefur þegar skráð sig stófneridur NF í Kópa- vogi, en öllum Kópavogsbúum, sem áhuga hafa á norrænni sam- vinnu, er heimill aðgangur að stofnfundinum. Þetta verður 23. félagsdeildin í Norræna félaginu Skíðakappinn ný drengjabók Unglingasaga sem nefnist Skíðakappinn er komin út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar. Höfundurinn er norskur, Sverre O. Husebye, en þýðandi Stefán Jónsson námsstjóri. Á titilblaði er tekið fram að þetta sé „saga um drengi og í- þróttir.“ Söguhetjan, Sveinn Jan- sen, breytist úr veiklulegum dreng í íþróttagarp fyrir vilja- styrk sinn og þrautseigju við í- þróttaiðkanir. Esja ekki ferðafær fyrir — breyttar áætlanir Þjóðviljinn átti í gær tal við Guðjón Teitsson forstjóra' Skipaút’gerðar ríkisins. Sagðist hann alls ekki búast við því, að viðgerð á Esju yrði lokið fyrir jól. Veldur þetta talsverðum erfið- leikum, þar sem strand- ferðaskipin eru sízt of mörg til að fullnægja þörfum og ríkisskip eru ein um það að halda uppi samgöngum 'til sumra af- skekktari byggðarlaga. Auk þess er alltaf tals- verður annatími fyrir jólin, m.a. miklir flutn- ingar á skólafólki. ÞJÓBLEIKHÚSIÐ mun sýna gamanleikinn Hún frænka mín fjórum sinnum í þessari viku og verður síðasta sýning leiks- ins á laugardag. Æfingar standa nú yfir á Pétri Gaut, sem verður jólaleikrit Þjóðleikhússins að þessu sinni. Verður það ein umfangsmesta leiksýning, er Þjóðleikhúsið hefur efnt til, bæðl að mannfjölda og öllum útbúnaði. Myndin hér að ofan er af Lárusi Pálssyni, Rúrik Ilaraldssyni og Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur í hlutverkum sínum í „Frænkunm". Nú þegar hefur verið ráðgert að breyta áætl- unum hinna skipanna vegna frátafar Esju, og eru helztu breytingarnar þessar: 1. — Hekla, sem átti að fara vestur um land til Akureyrar 10. þ.m., fer austur um til Akureyr- ar og snýr þar við. 2. — Skjaldbreið, sem átti að fara 6. þ.m. til Breiðafjarðarhafna, fer í Tvö umferðaslys í gærmorgun Framhald af 1. slðu, una og mun hafa meiðzt allmik- ið, m.a. mjaðmargrindarbrotnað. Var hann fluttur í slysavarðstof- una og síðan á Landakotsspítala til frekari rannsóknar. Nokkru síðar í gærmorgun varð annað umferðarslys á mót- um Laugarnesvegar og Sund- laugavegar. Varð 4 ára telpa, Gunnhildur Hálfdánardóttir, Hrxsateig 17, þar fyrir bíl en hún mun ekki hafa meiðzt al- varlega. staðinn til ísafjarðar og kemur við á Vestfjarða- höfnum á suðurleið. 3. — í athugun er, að Hekla fari í Vestfjarða- ferð, þegar hún kemur að austan, en ekki er það ákveðið. Síðardags Finna Finnlandsvinafélagið Suomi rninnist þjóðhátíðardags Finna 6. desember með kvöldfagnaði fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Há- bæ, Skólavörðustíg 45. Dagskrá kvöldfagnaðarins verður sú, að finnski stúdentinn sem dvelst hér við háskólanám, Leila Gröndlund, les upp úr Kale- valaljóðum, bæði á finnsku og íslenzku. Sýnd verður kvikmynd frá Finnlandi, félagar úr þjóð- dansafélagi Reykjavi'kur sýna finnska þjóðdansa, Marjatta Frándila les upp úr ljóðum hinn- ar þekktu skáldkonu Aale Tynni, félagar úr Karlakómum Fóst- brærðum syngja og að lokum verður stiginn dans. Aðgangur er ókeypis fyrir fé- lagsmenn í Suomi og gesti þeirra sýni þeir félagsskýrteini við inn- ganginn. Fjórða bindl af ísl. mannlfi Nýtt bindi, hið fjórða í röð- inni, af íslenzku mannlífi eftir Jón Helgason ritstjóra er komið út hjá Iðunni. Flytur það eins og hin fyrri frásagnir af íslenzkum örlögum og eftirminnilegum at- burðum. 1 bindi þessu eru tólf frásagn- ir sem svo heita: Postulinn á Fellsströnd, Utilegumenn í Ár- nessýslu, Bóndinn í Arnardrangi, Ættstærsti íslendingurinn á Brimarhólmi, Helför Jóns Berg- þórssonar, Jólabarn í biskups- garði, Reimleikarnir á Bárðar- stöðum, Róstur i Skálholtsskóla, Næturævintýri á Möðruvöllum, Manndauðinn í Svínavallakoti, Festarkona Þórðar Sveinbjörns- sonar og Systur í syndinni. Myndir og einn uppdráttur eft- ir Halldór Pétursson eru í bók- inni og á kápu er mynd hans af „Fellsstrandarpostulanum“, Matt- híasi Ölafssyni á Orrahóli. Hlífðarkápa bókarinnar er bundin með henni, og er það kostur sem bókamenn kunna vel að meta. Miðvikudagur 5. desember 1962 27. árgangur — 267. tölublað. Engin öfund - ó ytra borði Svona voru þær óelgingjarnar í keppninni um að veröa litlaðar „Ungfrú Ueimur“. Þær sem urðu númer tvö og þrjú, stúlkur frá Frakklandi og Sviss, óskuðu hollenzka sigurvegaranum til ham- ingju með kossi. sima Jón Helgason Félag símalagningarmanna á 25 ára starfsafmæli í dag, en það var stofnað 5. desember 1937. Stofnendur voru 30 að tölu og eru íveir þcirra enn í félaginu, þeir Guðni Steindórsson (núverandi ritari félagsins) og Ingvar Jóns- son eftirlitsmaður hjá bæjar- símanum. Forgöngumaður að stofnun fé- lagsins var Guðmundur Árna- son. Þann 14. nóvember 1937 bauð hann nokkrum símalagning- armönnum heim til sín að ræða þessi mál, og var þar kosin 5 manna undirbúningsnefnd til þess að vinna að stofnun félags símalagningarmanna. I nefndina völdust þessir menn: Guðmundur Árnason, Gústaf Sigurbjarnarson, Vigfús Einarsson, Einar M. Ein- arsson og Halldór Jónsson. Stofnfundur var síðan haldinn 5. des. sem fyrr segir. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þessir menn: Halldór Vigfússon, form., Krist- inn Eyjólfsson, varaform., Gústaf Sigurbjamarson, ritari, Gunnar DregiÖ um vinninga hjá í gær 1 gær var dregið í 8. flokki happdrætis DAS um 100 vinn- inga. 4ra herbergja íbúð kom á nr. 11639 (aðalumboð), 2ja her- bergja íbúð á nr. 46666 (Kefla- vikurflugvöllur), Opel-bíll nr. 38038 (aðalumboð), SAAB 96 á nr. 39991 (aðalumboð) og Volks- wagen á nr. 27052 (Keflavík). Húsbúnað fyrir 10 þús. kr. hlutu þessi númer: 1808 (Keflavík), 15694 (Fletey), 15714 (Keflavík), 18902 (aðalumb.), 32903 (Eyrar- bakki), 48044 (aðalumboð) 48238 (aðalumboð), 54819 (aðalumboð), 59349 (Seyðisfjörður) og 61230 (aðalumboð). Böðvarsson, gjaldkeri og Guð- mundur Erlendsson, meðstjórn- andi. Félagið hefur starfað óslitið frá stofnun. Á þessum árum hef- ur verið kosið í 197 trúnaðar- stöður innan þess, og hafa þar skipzt á 63 menn. Árið 1939 gekk félagið í Verkamannafélag- ið Dagsbrún sem sjálfstæð deild innan þess. Félagsmenn eru nú 43 að tölu, en alls hafa verið í félaginu frá stofnun 179 manns. Núverandi stjórn félagsins skipa: Karl Stef- ánsson, formaður, Ragnar Guð- mundsson, varaformaður, Guðni Steindórsson, ritari, Ævar Árna- son, gjaldkeri (er nýlega fluttur úr bænum) og Einar M. Einars- son (yngri), meðstjórnandi. Tankurinn lagðist saman! jj Selfossli, 4/12. — I dag gerðist óvenjulegur at- burður í sambandi við tankbíl hjá Mjólkurbúi Jri Flóamanna. Er bíllinn var N að Iosa við Mjólkurstöðina |j í Reykjavík kom fulltrúi J frá borgarlækni til þess að R taka prufu af mjólkinni og J lokaði hanp loftop.inu á 0 tanknum er hann var að J taka prufuna. Dælan h'élt B hins vegar áfram að dæla L mjólkinni úr bílnum og við B það að loftopið var lokað k myndaðist svo mikil loft- ® tæming í tanknum, að ! I hann lagðist sáman! Er , bíllinn að sjálfsögðu stór- || skemmdur. Is l v % é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.