Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 5. desember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: GEGGJUN eru afleiðiiigarnar sem ég er að hugsa um. Hefurðu aldrei heyrt minnzt á þær? Hún notaði orð sem honum varð hverft við að heyra. því að hann hafði ekki átt von á svo ógeðslegum munnsöfnuði. — ... Eddie frændi segir ekki frá því að ég hafi slegið hann. Hann varð að viðurkenna að honum hafði sjálfum dottið það sama í hug. Andartak komst hann ekki lengra. — Jæja, byrj- aði hann svo aftur með sömu þolinmæðinni. — Eddie frændi segir ekki eftir þér. En hvað hefur þá komið fyrir? I-Iefur hann sjálfur lamið sig i rot? Hvemig atvikaðist það? Hver gerði það? Skilurðu ekki, að þú verður að hafa svar á reiðum höndum? — Ég ge' ->t að þú hafir gert það. sv i hún rólega. — Já, þökk fyrir — en ekki fyrr en ég er farinn! Hann var fokreiður. — Ef þú ferð ekki með mig út að dansa. Hann reis á fætur. í þetta skipti spýtti hann næstum orð- unum útúr sér: — Ég vildi held- ur fara út að dansa við kyrki- slöngu en þig ... — Þú baðst mig um það, þeg- ar þú . .. — Já, þá, hvæsti hann. — Það var áður en ég vissi, hvað ég bar búinn að flækja mér í. Nú segi ég nei takk, þegar ég er búinn að sjá hvernig þú hag- ar þér. Hann fór að stika fram og aftur um gólfið. — Af hverju hugsarðu ekki áður en þú fram- kvæmir. Það er það sem ég get ekki skilið. Þú slærð hann nið- ur alveg umhugsunarlaust. Get- ufðu ekki gert þér í hugarlund hvað fyigir á eftir? Skiptir það engu máli fyrr þig? Gerir þú aidrei áætlanir? ímyndar þér hvað kemur fyrir? Hvað gengur eiginlega að þér? Af hverju hag_ arðu þér svona. Hann leit kulda- lega niður til hennar. — Ég held þú sért brjáluð. Það er svo auðvelt að segja það — þetta orð — það liggur svo laust á tungu. Þetta var i fyrsta skipti sem Jed hafði nokkurn tíma sagt það og ver- ið full alvara. Hann hélt í raun og veru að hún væri brjáluð. Hún lyfti höndunum upp með hægð, — já, það var fremur hálsinn sem lyftist, eins og hann réttist upp. Hún sagði fáein Ijót orð. Svo fleygði hún sér yf- ir hann og öskraði og reif hann og tætti og beit í hendurnar á honum, þegar hann reyndi að verja sig og á meðan hrópaði hún skerandi: — Nei, ég er það ekki'. Nei. ég er það ekki! Éttu það ofan í þig aftur. Taktu þetta orð aftur! Hann réð við hana en það var ekki auðvelt. Hann náði föstu taki á höndum hennar og lagði höndina yfir munninn á henni. — , Hættu. Hættu þessu! Barnið verður hrætt. Þetta end- ar með því að lögreglan kemur hingað upp. Hún öskraði enn af öllum kröftum: — Taktu það aftur! — Allt í lagi. Þá tek ég það aftur. Ef þú hefur gleði af þvi. Þú ert með öðrum orðum ímynd vizku og forsjálni . . hvað sem öllu líður. Hættu þá! Hún hætti. Að þvi er virtist, var henni þetta nóg. En það var henni mikilvægt að þetta orð væri ekki notað um hana. Orðið „brjáluð". En orð var þó aldrei annað en orð. Og orðin „Ég tek það aftur“ voru alveg jafn óhrifarík. Þetta var geð- veiki, hugsaði Jed bitur. Það fór um hann hrollur. Hann vildi að þetta væri ekki satt. Hún var villt stelpa. kol- brjáluð í slangurmerkingu orðs- ins. Hún var ringluð og hafði ekki vit á að íhuga málin og hugsa fram í tímann. Hann sagði við sjálfan sig, að það væri að- eins þetta sem að henni gengi. En honum leið ill-a og honum var kalt. Hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Hún hékk máttlaus í örmum hans. Svo varð honum ljóst, að hún var ekki máttlaus, aðeins ánægð með þessi föstu tök. Hann sleppti henni varlega. Hann sagði hikandi: — Af hverju erum við að slást? Því fylgir svo mikill hávaði. Hann hlustaði. Ekkert hljóð heyrðist úr herbergi barnsins og hann andvarpaði djúpt. — En sú heppni að hún fór ekki aftur að gráta. Það hefði ég ekki þolað ofan á allt annað. Nell sagði: — Það veit ég vel. Það brá fyrir fyrirlitningar- svip á andliti hennar. — Ég skil vel þetta með framtíðina, taut- aði hún. — Stundum tala ég of mikið. Hann reyndi að þreifa sig var- lega áfram. — Ég þarf.. Eig- um við að tænia flöskuna sam- an? Hann tók hana uppúr vas- anum — Það var gott að hún brotnaði ekki í látunum. Hann leit í kringum sig. — Jæja, skítt með glasið. Hann lyfti flöskunni. Hún tók við henni með báð- um höndúm. Henni virtist vera skemmt við tilhugsunina um að drekka af stút. Hann sagði: — Heyrðu, hvert ætluðu Jones-hjónin eiginlega? — Af hverju spyrðu að því? Rödd hennar var jafn kæruleys- isleg og hans. — Ég var að velta því fyrir mér hvenær þau kæmu .. . Ætl- uðu þau í leikhúsið? Eða í sam- kvæmi? Hann gerði sér upp ró- semi. Hún hélt enn á flöskunni í báðum höndum. Hún tók hana með sér, þegar hún gekk milli rúmanna og settist við höfða- gaflinn á öðru þeirra. — Það véit ég ekki. sagði hún tómlát- lega. — Nú átt þú að drekka. Hún réttl honúm flöskúriá.” "Nu var illgimissvipur á andliti hennar. Hún sagði: — Ég skil þetta vel með framtíðina, Johnný. Það gera allir. — Já, sennilega, sagði Jed. Hún tók pappirsmiða af borð- inu milli rúmanna, þar sem sim- inn stóð. Hún fór að vöðla hann milli fingranna. — Finnst þér ég vera heimsk? spurði hún og gaut til hans augunum. — Vð getum ölj verið heimsk þegar svo ber undir. Mér finnst það heimskulegt af Jones-hjón- unum að segja ekki frá því hvert þau ætluðu Ef bamið yrði nú veikt eða eitthvað þess háttar? — Jahá . . . sagði Nell. ■— Þú átt við að þau hefðu átt að hugsa um framtíðina. er það ekki? — Sagði ég nokkuð um fram- tíðina? Hann brosti. En hann hugsaði með sér að honum hefði þrátt fyrir allt tekizt að kom- ast gegnum skelina. Honum leið betur. Neli reif bréfmiðann í tætlur með mestu hægð. Þegar Jed rétti henni flöskuna, lét hún agnirnar falla á teppið. Jed sá þær falia — of seint. Eins og fyrir huglestur skildi hann hvað gerzt hafði . . hvað hafði staðið á bréfmi.ðanu.m og hvers vegna hún hafði rifið hann sundur. Hvernig hún hafði snúið á hann, og hann heyrði lævíslegan hlát- ur hennar. Hann varð gramur. Hann von- aði. að hann sýndi ekki of greinilega hve gramur og reið- ur hann var. Kannski vita þeir niðri á afgreiðslunni hvar for- eldrar bamsins eru, sagði hann við sjálfan sig, svona til hugg- unar. Svo spurði hann — ef til vill vegna þess að reiði hans hafði lægt: — Heyrðu. hvernig var þetta með þennan bruna? — Bruna? Nell sléttaði rúm- teppið. Hún hallaði undir flatt. Hún virtist fús til að tala um brunann. ef hann endilega vildi. Það gerði henni ekkert til. — Ég heyrði ávæning af því sem hann Eddie frændi þinn var að segja. — Nú . svoleiðls. — Var það heimili þitt sem brann ... foreldrar þínir? Mér heyrðist hann segja það. Hún svaraði ekki. — Það he.fur auð- vitað verið mikið áfall fyrir þig, Nell? — Þeir segja það, sagði hún hógvær. — Hverjir? — Æ, læknarnir, Eddie frændi . . . María frænka. Hún hrukk- aði ennið. — María frænka fór í bíó í kvöld. •— Hvar var þessi bruni? — Heima — Var það lítill bær? — Hann var ekki stór. Hún dró undir sig fæturna. Já, hann hlaut að hafa verið lítill, hugsaði Jed, fyrst þeir slepptu svona persónu lausri. En hann sagði í skyndi við sjálfan sig, að auðvitað hefðu þeir rannsakað. hana nákvæmlega. Samt sem áður héldu hugsanir hans áfram að snúast um þetta. Sennilega hafði Eddie frændi komið á vettvang og boðizt til að taka hana með sér langt burt. Sennilega hafði bærinn verið guðsfeginn að hætta frek- ari afskiptum af málinu. Þegar Nell var komin langt í burtu. kom hún bænum ekki lengur við. — Það var sem sagt slys, sagði hann. — Veiztu það ... að þú þarft auðvitað að hugsa um framtíðina, en þú mátt ekki heldur gleyma fortíðinni. For- tíðin hefur líka sína þýðingu. Það veiztu? Hún hrukkaði ennið. — f þessu slysi. . . fórust þá bæði faðir þinn og móðir? — Það var slys. Hann heyrði að rödd hennar breyttist og varð skerandi. Hann vissi að hún bjó yfir ógnun, þegar hún varð þannig — þetta var aðvör- un. Hún minnti á móðursýkis- köstin rétt áðan. Hann vissi að ’nú þurfti hann að fara varlega. Hann var á hættulegum slóð- um. — Nú sbal ég segja þér eitt, hélt hann áfram engu að síð- ur, — og það er dálítið skrýtið. Eitt slys — það er ósköD sorg- iegt og öllum þykir það leitt og vorkenna veslings Nell. Hún lá í hnipri með þanda vöðva. Hann reyndi að mæta augnaráði henn- ar en bað var ekki annað en blá þoka. Hann hélt áfram: — En ef það verða tvö slys, þá gegnir strax öðru máli Það er nefHÍlega dálítið annað. f raun og veru er það skrítið, að um leið og annað slysið kemur fyr- ir, þá verður fyrsta slysið ekki eins sakleysislegt. Andlitið á henni var öldung- is sviplaust, annaðhvort vegna þess að hún var að byrja að skilja hvað hann var að fara, eða þá vegna þess að hún skildi ekki nokkurn skapaðan hlut. — Það er alltaf skynsamlegt að hafa það bakvið eyrað. sagði hann letilega. Hún sagði: •— Þeir gerðu mér ekki neitt. Andlitið á henni var ólundarlegt. En ógnandi bylgja öruggrar vissu flæddi yfir Jed. Hann virti hana fyrir sér. Hann sagði eins rólega og hon- um var unnt: — Eins og ég sagði . . í fyrsta skipti er öðru máli að gegna. En þegar svona lagað fer að safnast saman, þá verður það erfiðara viðureign- ar. Af því að allt er talið með. Einn og einn verða meira en tveir undir slíkum kringum- stæðum Svo koma þeir og spyrja. Það væri hollara fyrir þig að ganga ekki framar í svefni, sagði hann lágri röddu að lokum. Hún hreyfði sig ekki. Hann hugsaði: — Henni hefur skilizt hvað ég er að fara. Og flaskan var tóm, Hann á- kvað að standa nú upp og halda rólegur leiðar sinnar. Ungfrú Eva Ballew trúði á margt. meðal annars á skyld- una. Hún gekk að símanum. Annað sem hún trúði á var rétt- lætið. Hún gekk aftur að stóln- ura. GuSrún. SigríSur. Góöar bækur ti! Guffrun frá I.inidi: Stýíilar fjntVrir II. Guðrún frá Lundi er eins og cllum er kunn- ugt meðal vinsælustu og mest lesnu höf- unda landsins, og vinsældir hennar hafa haldizt frá íyrstu bók. Bækur hennar seljast að jafnaði upp fyrir hver jól. Sigrítfur Iljörnstlótiir frn Miklabæ: í I..IÓSI MIWIðtiAWA Frú Sigríður Björnsdóttir er ein þeirra, sem menn hljóta að hlýðp á sér til ánægju. Hún er skarpgáfuð kona, athugul og íhugul, og setur hugsanir sinar fram með aðdáanlegu látleysi. f ljósi minninganna er fögur jóla- gjöf. Ingimar Óskarsstm: SKKI.IIVKAI VXA ÍSI.AMiS Þegar Flóra íslands kom út fyrst, var hún réttilega talin stórvirki, sem markaði spor i menningarsögu þjóðarinnar. Þetta verk Ingimars er fyllilega sambærilegt við Flóru Islands, og hefur margur hlotið doktors- nafnbót fyrir minna afrek. Þessi bók er til- valin jólagjöf handa greindum unglingum, en athugulir menn á öllum aldri hafa a1 henni mikla ánægju. Valborg Bentsdúttir: TII. I>f!V Ástarljóð til karlmanna, með skreytingum cftir Valgerði Briem. VaVborg er 'sérstæð i Is- lenzkri ljóðagerð. Hún yrkir ástarljóð til karlmanna. Hún er ný Vatnsenda-Rósa. — Þetta er bók, sem margur mun lesa sér til ánægju. - Sr. Signröur Wlafsson: Signr nm síöir. Sjálfsævisaga. Sr. Sigurður var fæddur að Ytri-Hól í Vestur-Landeyjum 14. ágúst 1883, og er nú nýlega fallinn frá. I sögunni segir frá bernsku og unglingsárum hans þar eystra, og því hvernig hann brauzt til mennta vestan hafs og varð þar prestur. Hann skýrir einnig frá kynnum sínum af Vestur-Islendingum og merkilegri reynslu sem prestur þeirra langan tíma. Ingibjörg .lóusdúttir: Ást í inyrkri. Ást í myrkri er saga úr skuggalifi Reykja- víkur. Lesandinn er leiddur bak við tjöldin, og þar er brugðið upp myndum, sem fæstir sjá, en margir hvisla um sín á milli. — Höf- undur bókarinnar, Ingibjörg Jónsdóttir, er ung kona, fædd í Reykjavík. Lýsingar henn- ar eru hispurslausar og berorðar. Cyril Scott: I I I.I.M .MIAV, í þýöingu Steinunnnr Bricm. Fullnuminn er bók, sem náð hefur feikna- legum vinsældum um allan heim. Höfund- urinn, hið víðfræga tónskáld og dulfræð- ingur Cyril Scott, segir í henni af kynnum sínum af heillandi og ógleymanlegum manni, er hann nefnir Justin Moreward Haig. — Sagan er bæði dularfull og svo spenn- andi, að allir sem lesa hana, hafa af henni óblandna ánægju. Martinus: Cciösögu til lífshamingju. Kenningar Martinusar eru lausar við kredd- ur og þröngsýni. Hann bendir mönnum á leið andlegs frelsis. Um Martinus sagði þinn hemisfrægi rithöfundur og dulspekingur, dr. PAUL BRUNTON: Það að kynnast honum er sama og að opna honum rúm í hjarta sínu. Hann er lifandi ímjmd þeirrar vizku, ósérplægni og kærleika, sem myndar innsta kjarnann í kenningu hans. Sholcm Asch: Gyöingurlnn. (Þýðing Magnúsar Jochumssonar). Höfundur þessarar bókar er heimsfrægur rit- höfundur, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Verkið er í þremur köflum, og er þetta síðasta bindið. — Hin tvö fyrri eru Scxtún nýjar bnrnabækur. Unglingabækur LEIFTURS eru löngu viður- kenndar. Þær eru skemmtilegar og ódýrar. Árlega gefur Leiftur út margar unglinga- og barnabækur og er það nú orðið allstórt safn. Fyrir þessi jól koma nýjar bækur í hinum vinsælu bókaflokkum: Matta-Maja, Hanna, Stína flugfreyja, BOB MORAN, KIM-bœk- urnar, KONNI sjómaður og ný bók um Lísu- Dísu, sem heitir Lísa-Dísa yndi ömmu sinnar. — Auk þess koma margar nýjar, svo sem „EG ER KÖLLUÐ KATA". Kalli og Klara, Anna-Lísa og Ketill (framhald bókarinnar Anna-Lísa og litla Jörp). Fjögur barnaleik- rit eftir Stefán Júlíusson, Gömul œvintýri í þýðingu Theódórs Árnasonar (en þau eiga samstöðu með Grimms ævintýrum) og svo hinar frægu tyrknesku kimnisögur um Nas- reddin skólameistara, í þýðingu Þorsteins skálds Gíslasonar, með teikningum eftir Barböru Árnason. Prentsmiðjan Leiftur - Höföatún 12 Unglinga eða roskib fólk vantar til að bera blaðið til kaupenda í eftirtalin hverfi: í Reykjavík Skjólin um Hafnaríjörð í Kópavogi Kársnes I og um Keflavík HAFNARFJÖRÐUR — útsölumaður: Magdalena Ingimundardóttir ölduslóð 12, KEFLAVÍK — útsölumaður: Baldur 3i gurbergsson, Lyngholti 14, sími 2314. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.