Þjóðviljinn - 09.12.1962, Side 9

Þjóðviljinn - 09.12.1962, Side 9
Smásaga eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi og hún sagðist ætla að s*á fyrir hann. Líklega voru margar skotn- ar í honum með allar þessar hrukkur á enninu. Hún sá urmul stúlkna í bollanum hans, en þar var ekki sú útvalda. Líklega var hann ekki við eina fjölina felldur. Þeir voru svona þessir blessaðir sjó- menn, ein í dag, önnur á morgun. Hún sat flötum beinum í grasinu og hné hennar, hvít og ávöl, gægðust undan dökk- um, grófgerðum faldi. Þegar hún sá hann veitti þeim athygli, huldi hún þau, tók saman kaffidótið og hrað- aði sér heim. Það var komið sólsetur beg- ar þau höfðu lokið binding- unni. _ Hann hafði borið baggana heim að hlöðunni og nú var aðeins eftir að leysa. Loftið var orðið rakt og regn í aðsigi. Hún bað til guðs hann héldist þurr. Það yrði ljótt að íá niðri þessa indælis töðu. Hann leysti, rétti henni tuggurnar inn um vindaugað, sem hún hlóð í stabba. Og svo var síðasti kimbill- inn eftir. Hann velti honum innfyrir. Það var komið úðaregn og dynur á bárujámi. Þau leystu kimbilinn í sam- einingu og hann hjálpaði henni við hleðsluna. Jæja, þá er þessu lokið. Guð hvað hún var fegin. Hún vissi hreint ekki hvemig hefði farið, ef hann hefði ekki verið svona vænn að hjálpa henni. Hún stóð þama fyrir fram- an hann í heyinu, dálítið slæpt og þreytuleg, með aug- un ljómandi af þakklátssen.i. Hann átti sannarlega skilið kaffisopa. Treyjan hafði sprottið frá henni og skein í þrýstin brjóstin. Ekki meira. Hvað átti það sosum að vera? Enga átti hún peninga. Það voru til fleiri gjald- miðlar en kaffi og peningar. Augu hans eltu hana. Ekki hjá henni. Það var ótti í augum henn- ar og hún mjakaði sér á skjön við hann út að vind- auganu. Hvaðliggurá? spurði hann. Börnin. Þau eru ein. Krakkarnir! Hvað þau geti ekki verið ein svolitla stund. Hann færði sig nær henni, rétti 'fram höndina, en hún gaf treyjuna lausa. Og svo var hann einn. Hann hreiðraði um sig 1 heyinu. 2. Það rigndi án afláts næstu dægur. Regnið var milt og hæglátt og gróðursælt. Það mátti næstum sjá gras- ið spretta og lækurinn belgdi sig skollitaður til sjávar. Hann hafði rutt niður vænni spildu, stóð á þrátt fyrir regn og slagviðri. Hann náttaði sig í hlöð- unni. Það var stundum kalt og hráslagalegt, veggirnir gisnir og heyið eins og þyrnibrodd- ar. Hvíla hans á kvistinum hafði verið hlýrri og mýkri og um konuna burfti ekki að spyrja, hún var eins og fló á skinni. Honum kom ekki til hugar að færa henni treyjuna. En kvöld eiit að afloknum •lagviðrisdegi og hann var lagstur fyrir mitt milli svefns og vöku, heyrði hann þrusk úti fyrir. Ertu hér? Já, eitthvað af mér, anzaði hann og reis upp. Var hún að sækja treyjuna? Nei, hún var ónýt. Hann mátti eiga hana. Ekki vantaði það, gjafmild var hún. Hvað vildi hún ann- ars? Var honum ekki kalt? Það hafði rignt svo afskaplega. Vildi hann ekki þurr föt? O, ekki átakanlega. Hann gæti forkjulast. Vildi hann ekki sofa inni. O, nei. Hér var nógur hiti. Kannski var hann full svo mikill. Það var kannske betra að hafa töðuna omaða. Það var ísmeygni í rödd hans. Ha, var hiti í heyinu? Tja. Hann vissi ekki hvort það yrði til skaða. Annars gufaði all hressilega úr því stundum. Guð minn góður. Hún kom inn til hans, gróf niður i stabbann yfirkomin af áhyggjum. Þessi indælis taða. Ef það ætti nú fyrir henni að liggja að brenna. Hvað gátu þau gert? Grafa í það geil og hafa hana nógu andskoti djúpa, sagði hann. Hitinn leitar allt- af upp. Hún réðist á stabbann, reif upp heilar flyksur og þeytti til hliðar. Það rann á hana berserks- gangur og brátt var geilin orðin það djúp hún náði henni í mitti. Heldurðu þetta dugi? spurði hún leit upp til hans hvar hann gein yfir henni á geil- arbarminum. Hún var heit og móð. Þetta var nú meira púlið. Við skulum sjá. Hann kom niður tii hennar ar og mátaði. Hún var fast upp við hann. Jú, þetta var víst nóg. Hún skynjaði það var eitt- hvað í rödd hans sem bar að varast, en geilin, geilin sem hún sjálf hafði grafið, hún var nógu djúp. Hún varð hennar fall. 3. Og dagarnir liðu regnmettir og frjósamir. Grasið þaut upp, lagðist og döggin ghtraði f rótinni. Þau áttu nú orðið nóg und- ir. Hann hafði verið ham- hleypa við slátt. Hann náttaði sig ekki leno'- ur í hlöðunni. Og eitt sinn er rofaði til fyrir hádegi fór hann þess i leit hún léði sér trilluna. Jú, trillan var honum heim- il. Það voru færi í henni. Hann þurfti ekki langfc það var óður stúzi rétt utan við nestána. Augu hennar löguðu af á- huga. Bara hún mætti vera að þvl að skreppa með honum svo lúsfiskin hún var. Hann ætlaði í kaupstað. Kaupstað? Það þyrmdi yfir hana. Bara hann færi nú ekki að drekka sig fullan. Hann var víst dálítið ölkær. Hún ýtti úr vör með honum og hélt við fangalínuna með- an hann ræsti vélina. Hann kom færandi hendi úr kaupstaðnum. Börnin fengu leikföng, hún sokka og skó. Hún var alveg ringluð yfir þessum höfðingsskap, hafðist ekkert að lengi rjóð og dösuð. Voðaleg vitleysa var í hon- un\ gefa henni þetta. Þetta hlaut að vera rándýrt, auk þess alltof fínt handa henni. Hún myndi bara skegla á sér fætuma svo mikil bestía hún var. Allt í lagi. Ef hún vildi þetta ekki, gat hann gefið einhverri annarri það. Þær myndu ekki fúlsa við þessu heimasætumar hér í nágrenn- inu. Það var ekki það hún vildl ekki þiggja þetta. Þetta var ósköp sætt. Hendur hennar gældu við skóleðrið og sokkana. Framhald á 10. síðu. — ÞJÓÐVXLJINN (9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.