Þjóðviljinn - 09.12.1962, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.12.1962, Blaðsíða 14
- .. .... I Könglóin Framhald af 3. síðu. fyrir þykka veggi klaustr- anpa og beit sig fasta í þær mánnverur, sem óræð forsjón. in hafði lagt þá sk'ýldu á herðar að halda dýrlingsár- unni hrejnni — utan dyra sem innan. Engu að síður verða nú munkar, nunnur, prestar, ábótar og prelátar heillaðir af þessum verslegu helgiathöfnum — og hafa orð- ið uppistaða þverhandar- þykkra skriflegra frásagna, sem svo sannarlega eru fjarri því að vera lestrarefni sunnu- dagaskóla. Það voru ekki aðeins tízku- duttlungar, sem qIIu því. að nunnur lögðu niður hinar þröngu mittisólar sínar ein- mitt á þessum tíma. Æðstu forsvarsmenn kirkj- unnar reyndu með ströngum fyrirmælum að halda undir- sátum sínum af kynjunum tveim í sem hæfilegastri fjar- lægð hvoru frá öðru. Biskup- inn í Apúlíu, Baptista Quiz- ata, gekk jafnvel svo langt í því að berjast gegn því sem honum fannst vera hindur- vitni, að hann lét af fúsum vilja tarantúlu bíta sig. En því miður urðu æðri máttar- völd honum ekki svo hjálp- leg sem skyldi. Mannauming- inn varð veikur. Og þar eð hann mat meira tímanlega velferð en eilífa, neyddist hann loks ti] að senda eftir nokkrum hljóðfæraleikurum og láta heillast af æsilegri hrynjandi þeirra. Siðvendni kirkjunnar varð fyrir áfalli. Munkar og nunn- ur féllu á kné —- í samein- ingu. ÞJÓÐFÉLAGSLEGAR FJARVÍDDIR Nú, þegar vísindin hafa komizt að raun um að áhrlf bits hinnar eitruðu köngu- lóar á fólk eru ekki banvæn, vaknar sú spurning, hver hin raunverulega sálræna orsök var til tarantúlu-óttans. sem lét lækna þoka um set fyrir hljóðfæraleikurum og lyfja- forðann fyrir danspallinum. Ef við lítum á Ítalíu 14. aldar frá þjóðfélagslegu sjónarmiði, kemur landið okk- ur fyrir sjónir sem eitthvert hið aumasta i Evrópu, hvað stjórnarfar snertir, þar sem tvær stéttir bitust óaflátan- lega um völd: Lénsaðallinn annarsvegar, sem geymdi rétt- lætisins í spjótsoddinum og leyfði ekkj bændunum að tóra lengur en á meðan þeir gátu þrælað. Hins vegar var kirkjan, sem í stað náungans- kærleika æsti upp hugmynda- flug auðtrúa fólks með hroll- vekjandi fortölum. Þarna var um að ræða kúgaðan almúga, sem óttaðist jarðneska drottna sína — og svo fjandann í öðru lífi. Þar við bættist al- ger skortur þessa tíma á hreinlæti, enn fremur á öll- um heilbrigðisráðstöfunum, svo að hvers kyns sjúkdóm- ar voru mjög algengir svo sem bóla, svartidauði og ho.ldsveiki Þegar afvegaleiddar sálir verða fyrir — eða stendur ógn af — svo margvislegum þjáningum, sem engin skýr- ing er gefin á, verða þær að sjálfsögðu fyrir sterkum á- hrifum. ekki hvað sízt and- legum. Og þessa holskeflu vanmáttarins má sjá rísa hvað eftir annað í miðaldamyrkri Evrópu, endaþótt hún breyti sífellt um nafn og það mark- mið sem hún beinist að. En hæst rís hún m.a. í tarant- ismanum hinum ofstækis- fulla trúaráróðri St. Jóhann- esar-dýrkenda, eimyrju galdrabrcnnanna, síðar meir í gyðingaofsóknum o.fl. Tilviljunarkennd trú á tar- antismann sem eina allsherj- ar-læknishjálp vjð margskon- ar plágum, . sem á röngum forsendum • voru raktar til éitraðrar köngulóar, hefur fyrir löngú lifað sitt fegursta, en er athyglisverð sem sögu- legt brot úr. samfeUu mann- legra vona; vona þess fólks sem bjó við'kúgunarsvipu og örvæntingu á þeim tímum þegar óskilgreindar raunir og kristilegar særingar tröllriðu Evrópu Eftir stendur á sviðinu hinn fátæki ítalski bóndi með þjóð- félagsleg og fjárhagsleg vandamál sín enn í dag, sem ekki hafa 'svo ýkjamikið breytzt frá þvi á miðöldum — þótt inntak þeirra sé ann- að — og á lausn sína undir baráttunni við hinar raun- verulegu tarantúlur: — stór- jarðeigenduma og hina kaþ- ólsku klerkastétt. En það er allt önnur saga. Torben Bjerg Clausen. jJ4) — ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.