Þjóðviljinn - 16.12.1962, Side 5
Sunnudagur 16. deserr>;er 1962 ■ -- ÞJÓÐVILJINN
Hvergi mátti spara óhófið —
gagnlegar tillögur felldar
ÞINCSIÁ ÞJÓÐVILJANS
Karl Guðjónsson, fulltrúi
Alþýðubandalagsins í fjárveit-
inganefnd, gaf stjórnarflokkun-
um tækifæri að sýna lit á
sparnaðarvilja með nokkrum
breytingartillögum við fjárlög-
in, þar sem um augljóst bruðl
og óþaría útgjold er að ræða
En stjórnarflokkarnir féllu á
því prófi, Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn aftóku
að draga nokkuð úr fjáraustr-
inum í sambandi við samskipti
við liernámsliðið og utanríkis-
þjónustuna og felldu sem einn
maður þessar tillögur Karls.
í nefndaráliti sínu rökstyður
Kari breytingartillögur sínar
við 10. gr. fjárlaga á þessa
leið:
Dýr kontór og sendiráð,
dýrt lúxusflakk
ir „Varnarmáladeild utanríkis-
ráðuneytisins heitir kontór
einn, sem um langt skeið hef-
ur kostað ríkissjóð yfir hálfa
milljón króna árlega og nokkru
meira en sum ráðuneyti stjórn-
arráðsins. Svo vafasöm sem öll
starfsemi deildar þessarar er
og landsmönnum gagnslaus,
gæti það vart talizt goðgá,
þótt Alþingi legði fyrir ráðu-
neyti þessa kontórs að stilla
kostnaði hans betur í hóf en
gert hefur verið til þessa, og
er hér því fram borin tillaga
um að lækka framlag stofnunar
þessarar um helming.
+ Það er ráðagerð rí’kisstjórn-
arinnar, líklega jafngömul
henni, að leggja eigi niður
sendiráð íslands í höfuðborg-
um Norðurlanda, nema eitt er
verði sendiráð landsins í öll-
um löndunum. Þetta er og
gömul tillaga Alþýðubanda-
lagsmanna, sem talin hefur
vérið góð af stjórnarsinnum,
en til þessa ekki þótt nségi-
lega undirbúin til að koma til
framkvæmda. Hún er hér
flutt að nýju. Sendiráði íslands
á Norðurlöndum er ætluð hálf
þriðja millj. til starfsemi sinn-
ar sem er nokkru hærri fjár-
hæð en hvert hinna, einstöku
sendiráða á þessum slóðum hef-
ur nú, en framlög til þeirra
felld niður. Það er jafnframt
skoðun okkar Alþýðubanda-
lagsmanna, að ekki eigi að
koma til mála að láta nokkurt
íslenzkt sendiráð fá hærri fjár-
veitingu en 2,5 millj. kr. að
hámarki. Það, sem þar er fram
yfir verður hreinlega að skoða
sem bruðl og óhóf. Sendiráð Is-
lands í París er með fast að 3
millj.kr. fjárveitingu í fjárlfrv.
og biður um meira fé og hefur
fengið nokkrar undirtektir um
það mál. Þótt sendiráð þetta
sé — auk venjulegra sendiráðs-
starfa — einhver milligönguað-
ili ríkisstjórnarinnar og NATO,
þá verður ekki heldur séð rétt-
læting þess að veita því svo
gegndarlaust fé sem gert er,
og er hér lagt til, að það fá'
2,5 millj. kr. og ekki þar um-
fram.
ic Það er geigvænlega há upp-
hæð, sem greidd er sendimönn-
um stjórnarráðsins ti'l utan-
landsferða Á þrem fjárlagalið-
um 10. gr. fjárlagafrumvarps-
ins er skráð á stall ferðamanna
ráðuneytanna sem hér segir:
Kostn. við alþjóðaráðstefnur
á vegum utanríkisráðun. 679
þús. kr.
Kostn. vegna samninga við
erlend ríki á vegum utanríkis-
ráðun. 1426 þús. kr.
Kostn. vegna þátttöku í al-
þjóðaráðstefnum á vegum ut-
anríkisráðun. 1697. þús. kr.
Allt þetta er hér lagt til að
verði lækkað um þriðjung, og
verður að teljast, að ekki sé
sambandi okkar við umheim-
,. inn -stefnt -svo mjög í voða.
þótt framkvæmdur verði
sparnaður sá, sem hér er á-
formaður.
Alls eru gerðar tilfogúr,’' er
spara mundu 4.6 millj. kr. á
10. gr.“
Flugvallarlögregla og
Kvíabryggja
Um breytingatillögur við 11.
gr. ségir Karl:
+ „Það er með ódæmum, hve
miklu fé íslenzka ríkið eyðir
árlega til þess að halda uppi
lögregluþjónustu innan girðing-
ar á Keflavíkurflugvelli, þessu
landsvæði, sem í öl'lu stjórnar-
kerfi okkar er nánast flokkað
undir útlönd og utanríkisráðu-
neytið látið fara með mál þess.
Rikislögreglan þar á' sam-
kvæmt fjárlagafrv. að kosta
4565 þús. kr. á næsta ári, en
það er næstum fimmfaldur
ríkislögreglukostnaður alls
landsins utan Reykjavíkur og
Keflavíkurflugvallar. Hér er
gerð tillaga um að lækka þenn-
an kostnað niður í 2 milj. kr.
og verður að teljast ærinn fyr-
ir því.
I fjárlagafrv. er 1050 þús
kr. ætlaðar til rekstrarstyrks
íyrir Reykjavíkurbæ til að
halda uppi skuldafangelsi að
Kvíabryggju Þennan styrk er
lagt til að fella niður, enda er
ríkinu mál þetta óviðkomandi,
nema hvað eðlilegt væri, að
dómsmálastjórnin gerði ráðstaf-
anir til að láta rétta aðila
skera úr því, hvort rekstur
þessa skuldafangelsis samrým-
ist því réttarfari, sem hér á
að ríkja.“
Breytingar á 17. grein
Karl gerði allmargar breyt-
ingartillögur við 17. gr„ félags-
málagrein fjárlaganna, en tók
sumar þeirra aftur til 3. umr.
Um þær segir hann m.a. í
greinargerð:
★ „Lagt er til, að inn á fé-
lagsmálagrein fjárlaganna verði
tekinn nýr liður: Til skolp-
veitna eftir ráðstöfun félags-
málaráðuneytisins, 500 þús. kr.
að upphæð. Liðurinn er ætlaður
til að greiða fyrir þeim þorp-
um eða bæjum, sem eiga við
sérstaka örðugleika að etja við
að koma skolplögnum sínum i
,viðunandi horf, en það getur
oft verið dýr og örðug fram-
kvæmd, og dæmi eru þess, að<s>-
í þessum efnum sé búið við ó-
■‘Viðúnáhdi og hættulegt ástand
árum saman, þótt hugsanlegt
sé að bæta úr málum, ef eitt-
hvert fé væri tiltsekt til að
koma til móts við ......omandi
hrepp eða bæ. Ríkissjóður hef-
ur áður tekið að sér að greiða
fjárhagslega fyrir hliðstæðum
lausnum sameiginiegra þarfa
fólks í þorpum og bæjum, t. d.
að því er varðar vatnsveitur.
Hér er gierð tiiaun til að héfja
lausn vandamáls, sem ríkissjóð-
ur getur vart lengur látið eins
og ekki væri til.
ir Alkunnugt er, hve bygging-
arsjóður verkamanna er í al-
varlegri fjárþörf til að sinna
hlutverki sínu. Því er hér
lagt til, að sá sjóður fái 3
millj. kr. aukaframlag, um-
fram áætlaða lagaskyldu-
greiðslu ríkissjóðs.
+ Félagsheimilasjóður. sem til
þessa hefur ekki haft bein
framlög á fjárlögum, er í mik-
illi greiðsluþurrð, að því er
varðar lögbundnar greiðslur til
þeirra aðila, sem rétt eiga til
þátttöku sjóðsins í byggingar-
kostnaði. Alþingi hefur skipað
lögum varðandi skyldur sjóðs-
ins. Þegar þær skyldur eru
vaxnar greiðslugetu sjóðsins
yfir höfuð, verður að telja
.eðlilegt, að löggjafinn komi
honum til bjargar með fram-
lagi á fjárlögum. Því er hér
gerð tillaga um 2 millj. kr.
framlag til iélagsheimiiasjóðs.
■jc Alþýðusamband ísland hef-
ur nýiega verið skikkað til
þess af dómstólum landsins að
taka við stórum hópi nýrra
meðlima. Það hefur auðvitað
mikinn kostnað í för með sér,
að því er varðar rekstur sam-
bandsins, og væri því eðlilegt,
að styrkur ASÍ yrði hækkaður
verulega. Hér er gerð tillaga
um 100 þús. kr. hækkun.
■ic Verkalýðshreyfingin hefur
um skeið haft í undirbúningi
að reisa orlofsdvalarheimili. Á
næsta ári mun verða hafizt
handa um byggingarfram-
kvæmdir. Allir munu viður-
kenna, að með hinum óhæfilega
langa vinnudegi, sem hér er
almennt tíðkaður, er þörfin
fyrir orlofshvíld verkafólks
sérlega mikil og aðkallandi
Hér er gerð tillaga um hækkun
bessa styrks úr 475 þús. kr. í
1 fnilljr'kr....
* Innheimtur
* Lögfræðistör*
* Fasteignasal?
Hcrmann G. f ónsson. hd)
tögfræðiskrifstofa.
Skjólbraut t. Kópavogi
Sími 10031 fcL 2—7.
Heima 51245.
Sígildar sögur IÐUNNAR — 1. bók
BEN HÚR
Eftir Lewis Wallace. — Sigurbjörn Einarsson biskup þýddi.
BEN HÚR, kóm fyrát út í Bandafíkjunum árið 1880. Þau rúm
áttatíu ár, sém síðan eru liðin, hefur saga þessi farið slika sig-
urföf um allan heim, að algert einsdæmi er. Hún hefur verið
þýdd á fléiri tungumál og komið út í fleiri útgáfum en nökkur
önnur bók á þessu tímabili að biblíunni einni undanskilinni.
Þrjár kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunni, og hefur að-
sókn að þéim hvarvetna verið fádaéma mikil. Nýjasta myndin,
sem er tékin í litum, er dýrasta kvikmynd, sém gerð hefur
vérið í heiminum til þessá. — Sextán myndasíður úr þeirri
kvikniynd prýða þessa útgáfu sögunnar.
Vinsáeldir ög útbreiðsla BEN HÚRS er engin tilviljun.
Sagan er litrík óg margslungin, afar áhrifamikil, mjög
spennandi og vel rituð. Bakgrunnur sögunnar eru átökin
milli Rómverja og Gyðinga. Sögusviðið er Gyðingaland
og stórborgirnar Róm og Antíokkía. Aðalsöguhetjan,
Ben Húr.líf hans og örlög gleymast engum, sem söguna
hafa lesið.
BEN HÚR er fyrsta bók í flokki skáldsagna, er valið hefur verið
hið sameiginlega heiti SÍGILDAR SÖGUR IHUNNAR. í þeim
flokki verða einvörðungu víðkunnar úrvalssögur, sem um ára-
tuga skeið hafa verið vinsælasta lestrarefni fólks á öllum aldri.
En til bókaflokksins er ekki hvað sízt stofnað í þeim ti'lgangi
að gefa æsku landsins kost á að lesa þessar vinsælu og sígildu
bækur í góðum þýðingum og vönduðum útgáfum.
I Ð U N N Skeggjagötu 1. — Sími 12923.
SÍÐA 5
Ctgetandi: Sameinmgarflokkuj aipýðu — Sóslallstaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Olafsson.
Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson Jón Bjamason.
Ritstióm afgreiðsla aoalýsingaT crer.tsmiðia: Skólavörðustig 19
^irm 17-SOO '5 'inuri ^cknttþrvorÁ i^r 00 á mánuði
Þingræöi
^thyglisvert er að fylgjast með því hvernig
þeir menn sem mest hafa lýðræði á vörum
sér vinna að því í verki að grafa undan lýð-
ræði og þingræði. Þetta kemur til að mynda
glögglega í ljós í sambandi við afgreiðslu fjár-
laga. Áður fyrr voru störfin að fjárlögunum talin
vera veigamesta verkefni þingsins; fjárveitinga-
nefnd leit þá á sig sem sjálfstæða stofnun sem
sagði ríkisstjórninni fyrir verkum og gagrýndi
athafnir hennar þegar hún taldi þörf á; einstak-
ir þingmennn fluttu fjölda af breytingartillög-
um um sérstök áhugamál sín og beittu áhrifum
sínum til að afla þeim fylgis; flokkaböndin riðl-
uðust margsinnis þegar fjallað var um þvílíkar
tillögur og oft voru mál samþykkt gegn vilja
ríkisstjórnar hverju sinni. Þá var vinnan að fjár-
lögunum í raun og veru framkvæmd af alþingis-
mönnum sjálfum. Nú er þetta orðið gerbreytt.
Fjárlögin eru unnin af „sérfræðingum“ utan
veggja þingsalanna; valdamenn Fjárveitinga-
nefndar hafa gert sjálfa sig að afgreiðslustofnun
til þess að koma tillögum ríkisstjórjiarinnar í
framkvæmd en bægja öðrum frá; þingmenn
stjórnarflokkanna líta á sig sem atkvæðavélar,
firrtar sál og vilja. Við aðra umræðu fjárlaga
kom að þessu sinni fram ein einasta tillaga frá
þingmanni úr stjórnarliðinu — og hún var tekin
aftur! Hver einasta tillaga sem borin var fram
af þingmönnum stjórnarandstæðinga var felld,
og voru þó margar tillögurnar þess eðlis að á-
stæðulítið ætti að vera að setja á þær flokka-
stimpla. Fjárlögin hefðu verið afgreidd á sama
hátt þótt á Alþingi hefðu setið gervimenn einir,
og hefðu ekki einu sinni þurft að hafa rafeinda-
heila.
þetta á raunar ekki aðeins við um fjárlög, þótt
breytingin þar sé einna eftirminnilegust,
heldur og um öll vinnubrögð Alþingis. Öll mál
sem einhverju skipta eru afgreidd utan veggja
þingsalanna, af „sérfræðingum“ í höfuðstöðvum
stjórnmálaflokkanna. Alþingi er aðeins eftirlátin
hin formlega afgreiðsla. Svo algerlega hafa þing-
menn stjórnarflokkanna beygt sig undir þessi
örlög að þeir eru meira að segja hættir að fly'tja
þau mál, sem þeim leyfðist áður að hafa persónu-
legar skoðanir á og spenntu frá rjúpnadrápi til
ölbruggunar. Þeir greiða aðeins atkvæði eins og
fyrir þá er lagt, og oft fá þeir ekki einusinni að
vita um stórmál fyrr en rétt áður en þeir eiga að
greiða atkvæði um þau.
]yjeð slíkum vinnubrögðum er verið að gera
þingræði á íslandi að skrípamynd einni;
þeir þingmenn sem bjóða sig fram á f jögurra ára
fresti til þess að stjórna málefnum þjóðarinnar
stjórna ekki neinu, heldur eru málin í höndum
sérfræðinga og embættismanna og annarra vald-
hafa sem ekki eru kosnir af neinum. Þannig er
smátt og smátt verið að afnema þingræðið og
gera það að formi einu og grímubúningi til að
dylja valdstjórn ólýðræðislegra afla. — m.