Þjóðviljinn - 16.12.1962, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.12.1962, Qupperneq 9
Sunnudagur 16. desember 1962 ________ cfn& Q ÞJÓÐVILJINN ----------------“ ---- “ ANDRÉS ÖND KYNNIR KRAKKA- MYNDIR Húrra fyrir Nýja bíó! Það segist ætla að sýna myndina Allt í lagi, lagsi í síðasta sinn í dag. Vonandi táknar það að nú komi einhver alveg ný og góð krakkamynd, en ekki bara að það fari aftur að sýna hina myndina sína, Nautaat í Mexí- kó. Því ég veit, að þið eruð öll orðin hundleið á að sjá alltaf þessar sömu, gömlu myndir með Abbott og Costello. Það eru svo sem gamlar myndir í hinum bíóunum líka, ■ eins og t.d. Átta börn á cinu ári með Jerry Lewis í Háskóla- bíó. Jerry karlinn er líka í Kópavogsbíó í Jói stökkull. Jerry er nú oft fyndinn og það er Lou Costelló líka, t.d. í myndinni Stúlkan sem varð að risa í Stjömubíó. Mér þykir nú ekki gaman að kúrekamyndum — alltaf verið að skjóta menn og svoleiðis — það er kúrekamynd í einu bíó- anna, Lone Ranger og týnda gullborgin — í Hafnarfjarðar- bíó, en munið að litlu systkin- in mega ekki fara á svoleið- is mynd, því þá verða þau hrædd. Hins vegar er Flemm- ing og Kvikk sýnd kl. 5 og það er ágæt mynd fyrir alla aldurs- flokka. Það eru margar ævintýra- myndir í bíó í dag, skemmti- legar þótt þær séu gamlar. Þetta eru Mjallhvít og dverg- arniir sjö í Gamla bíó, Ævintýr- ið um Gosa i Laugarásbíó — hvortveggja teiknimyndir í lit- um. — þá er Aladín og lamp- inn í Tónabíó og Tpfrateppið í Bæjarbíó í Hafnarfirði. Það er bamasýning á skemmtilegu, íslenzku myndun- um hans Kjartans Ó. Bjama- sonar i Tjamarbæ í dag. Næst segi ég ykkur frá bfó- unum um jólin. Kannski verða þá komnar einhverjar splunku- nýjar myndir handa krökkum. Blessuð á meðan! Andrés. Breiðfirzkar sagnir og sögur frelsarans Bókaútgáfan Fróði hefur sent þrjár bækur á markaðinn. Veiga- mest þeirra er „Breiðfirzkar sagnir II“, sem Bergsveinn Skúla- son hefur tekið saman. 1 bók- inni segir m.a. frá Gerða- Móra, Júlíusi bónda í Litlanesi, viðskiptum Jóns Thorberg við Rauðasandsbola og fleiri breið- firzkum höfðingjum. Þá segir frá sjóferðum, slysförum og dularfullum fyrirburðum. Bókin er 182 bls. og prentuð hjá Leiftri. „Sögur Jesú“ heitir bamabók forlagsins. Það eru dæmisögur frelsarans, endursagðar af danska kennimanninum Kaj Munk í þýðingu herra Sigur- björns Einarssonar biskups. Bók- in er 86 bls., prentuð hjá Leiftri og myndskreytt af Ragnhildi Ólafsdóttur. „Berum höfuðið hátt“ heitir þriðja bókin. 1 henni eru skop- teikningar eftir belgíska teikn- arann Léon með texta eftir danska húmoristann Willy Brein- holts. Hún er prentuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar, en blaðsíður eru ótölusettar. KARLMENN! KARLMENN! Vitið þér, að óskadraumur sérhverrar konu er vandaður og fagur skartgripur. Minnist þess, að dýrgripir úr góðmálmum með eðalsteinum eru ávallt í fullu gildi og auka sjálfs- traust konunnar við öll tækifæri. Þeir ganga oft langt, tízku- kóngamir, í samkeppninni um að gera okkur til hæfis og kynna eitthvað alveg nýtt. Hér eru tvær myndir frá tízku- sýningum í London á sL mán- uði. Á annarri sést hvít-silfr- aður „kisubúningur" (!) úr al- veg nýju efni sem heitir „stretch bri-nylon“ — „tilval- inn í samkvæmi og til að dansa Madison í“, segja þeir. Hin myndin sýnir bikini-síðbuxur og pelsblússu, sem nær rétt niður fyrir brjóstin, með hálf- ermum — bert á milli! Takið eftir skartgripnum í naflan- um. Halldór Kristinsson, gullsmiður, Amtmannsstíg 2. TÆKIFÆRI ÁRSINS Nú gefst yður kostur á að eignast glæsilegt sófasett með mjög hagkvæmum greiðsluskilmálum Greiðsluskilmálar: Útborgun 25% afborgun 1.000,00 pr. mán. I • Springtekk sófasett er glæsilegur vottur um handbragð íslenzkrar húsgagnagerðar. • Grindurnar eru úr vönduðu tekki. • Lausir springpúðar, sem er algjör nýjung hérlendis. Húsgagnaverzlun Austurbæjo SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 24620

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.