Þjóðviljinn - 18.12.1962, Qupperneq 5
Þriðjudagur 18. desember 1962
ÞJOÐVILJINN
SlÐA 5
Gætu ný lög um landsdóm og ráð-
herraábyrgð leitt til misnotkunar
ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS
Fundir voru í g®r í báðum
deildum Alþingis. Ein lög voru
samþykkt, frumvarpið um al-
mannavarnir. Það var til 3.
umr. í efri deild og var sam-
þykkt mótatkvæðalaust með 14
atkvæðum og afgreitt sem lög.
Hin rökstudda dagskrá Alfreðs
Gíslasonar var felld með 14 at-
kvæðum gegn 1 (tveir Alþýðu-
bandalagsmenn voru fjarver-
andi).
Annars urðu helzt umræður
á efrideildarfundinum um
frumvörpin um landsdóm og
ábyrgð ráðherra. Voru þau bæði
til 2. umræðu og flutti Ölaf-
ur Jóhannesson mál meirihluta
allsherjarnefndar. Alfrcð Gísla-
son talaði af hálfu minnihluta
allsherjarnefndar. og lagði til
að frumvarpinu um ráðherra-
ábyrgð yrði vísað frá með rök-
studdri dagskrá. Taldi Alfreð
að löggjöf um þessi mál væri
óþörf og vafasamt hvort rétt
væri að vera að færa hana í
nútímabúning. Löggjöfinni hafi
ekki verið beitt í þau 60 ár
sem hún hafi staðið, og það
gæti auðveldlega leitt til mis-
beitingar og harðnandi stjóm-
málaátaka ef nýr meirihluti á
Alþingi tæki að beita meiri-
hlutavaldi sínu til þess að á-
kveða málshöívðun gegn fyrr-
verandi ráðherrum vegna
meintra misferla.
Ólafur Jóhanncsson taldi
einnig að mjög gætu verið
skiptar skoðanir um hvort þörf
væri á sérstökum lögum um
ábyrgð ráðherra. Þar sem þing-
ræði væri fast í sessi væri það
ekki nema á óvenjulegum tím-
um að þörf yrði fyrir slík lög
og landsdóm. En hann taldi
nauðsyn að hafa lögin um þessi
efni í samræmi við nútímaað-
stæður, fyrst þau væru til á
annað borð. En Ölafur benti á
að sá ótti sem fram hefði kom-
ið hjá Alfreð um hugsanlega
misbeitingu þessara laga varð-
aði sjálft stjórnarskráratriðið.
sem heimilar Alþingi að höfða
mál gegn ráðherra.
Bjarni Bcncdiktsson dóms-
málaráðherra lagði einnig á-
Með þvi að kaupa
Jólakort Rauða Krossins
RAUÐI KROSS ISLANDS
styðjið þið Alsírsöfnunina.
Kortin eru gerð eftir myndum frú Barböru Árnason.
Eilt af öndvegisritum heimsbókmenntanna
Nazareinn
(Þrjú bindi: Rómverjinn - Lærisveininn - Gyðingurinn)
LEM ASCH-
Kyumyu Magnúsar Jocltumssonar.
Þetta snilldarverk lýsir á frábæran hátt daglegu lífi í Jerúsalem og landsbyggð- ::
inni í Gyðingalandi á örlagaríkasta skeiði veraldarsögunnar. Hún lýsir óhófslífi i:
yfirstéttanna og sárri neyð og vonleysi hins örþjakaöa lýðs undir járnhæli Rómar. i:
Lýsingarnar eru svo lifandi og Ijósar, að segja má að lesandinn lifi sjálfur atburði ii
sögunnar. — Mönnum ber saman um, að í þessu verki hins frábæra snillings. ii
SHOLEM ASCH, beri skáldskapargáfu hans hæst, enda er verkið í heild talið ::
eitt hið merkasta bókmenntaafrek vorra tíma. — Verkið er nú allt (þrjú bindi) •:
komið út. — Fæst í bókaverzlunum, bæði eiVistök bindi og öll bindin saman í öskju. ii
herzlu á það atriði. En hann
kvaðst sammála Alfreð að ekki
væri æskilegt að Alþingi færi
að höfða mál gegn fráförnum
ráðherrum fyrir embættisaf-
glöp. 1 flestum slíkum tilfellum
ætti þingræðisábyrgð að nægja.
Með núverandi löggjöf væri
slíkur málarekstur óframkvæm-
anlegur og stjórnin hefði farið
eftir yfirlýstum vilja Alþingis
að láta endurskoða löggjöfina.
En hann teldi íslenzku þingræði
illa komið, ef fara ætti að beita
þessum ákvæðum. Gæti jafn-
vel komið til álita að Alþingi
gæfi yfirlýsingu um að bað
teldi þetta stjórnarskráratriði
og löggjöfina um landsdóm og
ráðherraábyrgð úrelt bókstafs-
atriði, og vildi að þingræðisá-
byrgðin yrði látin nægja. Gæti
þá jafnvel komið tii greina að
hætta við að afgreiða þessi
frumvörp um breytingu lag-
anna.
Alfreð þakkaði ræðumönnum
undirtektir og ábendingar. og
kvaðst vona að hugmyndir þær
er fram hefðu komið í ræðu
ráðherrans yrðu athugaðar fyrir
3. umr. frumvarpanna. Var
báðum málunum vísað til 3.
umræðu.
Neðri déild
I neðri deild urðu talsverðar
umræður um afgreiðslu ríkis-
reikningsins 1961. Þær snerust
þó að mestu leyti um eitt atriði.
hvort ríkisstjórnin hefði haft
heimild t.il að taka stórlán í
Keflavíkurveginn. Eysteinn
Jónsson hélt því fram að svo
'væri ekki. þar sem málið hefði
ekki verið borið undir Alþingi.
og skuldin ekki færð á ríkis-
reikning 1961 né á fjárlög 1963.
Gunnar Thóroddsen fjármála-
ráðherra taldi að ríkisstjórnin
hefði haft fulla heimild til lán-
tökunnar, og leiddi síðan sem
vitni Ingólf Jónsson samgöngu-
málaráðherra. Kvað Ihgölfúr
heimildina efalausa, því Fram-
kvæmdabankinn hefði láns-
heimild og rlkisstjórnin heim-
ild til að ábyrgjast lán Fram-
kvæmdabankans! Eysteinn taldi
þetta allt annað en að ríkis-
stjórnin hefði heimild til að
taka stórlán og ráðstafa þeim
að eigin geðþótta.
! PrentsmiS jan LEIFTUR, HöfSatúni 12
Síðasti hluti fundar neðri
deildar fór í framhald 1. umr.
um frumvarp Einars Olgreirs-
sonar um áætlunarráð ríkisins.
HUGPRUÐIR MENN
Ný merkileg bók er komin á markaðinn. Það er ekki
hversdagsviðburður að fá í hendurnar bók eftir einn
fremsta þjóðarleiðtoga, sem nú er uppi. Bókin „Hugprúðir
menn” er skrifuð af John F. Kennedy, forseta Banda-
ríkjanna. Hún hefur hlotið Pulitzer verðlaun og selzt í
rísaupplögum í heimalandi forsetans, einnig hefur hún
vérið þýdd í flestum menningarlöndum.
Þeir munu fáir Islendingar, sem ekki þekkja John F.
Kennedy, af afskiptum hans af heimsmálunum. I bókinni
birtist alveg ný hlið á þessum vinsæla þjóðarleiðtoga
og vafalaust kemur hann mörgum á óvart.
Það er ekki nýtt að merkir menn skrifi endurminningar,
þegar fer að halla degi og kyrrast um, en hitt er mjög
fátítt, og verður að teljast merkilegt, að takast skuli
að skrifa bók, mitt í þeirri önn, serrs John F. Kennedy
hefur staðið í.
Þessi þók hans er í senn fróðleg og skemmtileg og hana
getur enginn hugsandi maður látið ólesna.
Um jólin lesa allir bók Kennedys Bandaríkjaforseta, hún
heitir „Hugprúftir mcnn”.
asrcn.
Utgefandi: Samemingarflokkui aiþýðu — Sósiailstaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Olafsson.
Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjarnason.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustig 19.
Sfrrii 17-500 (5 liriúr) Áskríftarverð kr 65.00 á mánuði.
Blygöunar-
leysi
J^ólk er fyrir löngu hætt að kippa sér upp við
smámuni i fari stjórnarherranna. Jafnvel ým-
islegar athafnir sem fyrir fáeinum árum hefðu
þótt stórfelld hneyksli valda nú því einu að
menn yppta öxlum. Þó geta enn gerzt atþurðir
sem eru svo furðulegir að menn hrökkva í kút..
Þannig er nú um fátt meira talað en þá ákvörð-
un stjórnarherranna að greiða Sigurði Ólafssyni
flugmanni 200 þúsundir króna í verðlaunaskyni
fyrir kosningabombu sem hann sprengdi nokkr-
um dögum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar
í þágu stjórnarflokkanna. Menn minnast þess
að kosningabomba þessi vakti almennan hlátur
á sínum tíma; kunnur Sjálfstæðisflokksmaður
lýsti yfir því að hann hefði verið beðinn að
stunda njósnir í þágu Tékka og fela gögnin í
venjulegum skrúfblýanti, en engin tilraun var
gerð til þess af hálfu yfirvaldanna að sannreyna
staðhæfingarnar 1 einu né neinu. Hins vegar
var flugmanninum svo brátt í brók að hann
lýsti yfir því í viðtali við Vísi þegar fyrir kosn-
ingar að sér fyndist „sanngjarnt" að hann fengi
svo sem eina flugvél fyrir vikið. Á fáeinum dög-
um var svo komið að allir hlutaðeigendur blygð-
uðust sín fyrir tiltækið og enginn minntist leng-
ur á njósnamálið mikla; það kom einnig fram
í því að þegar eftir kosningar sendi Alþingi ís-
lendinga þingmannanefnd í sérstaka vináttu-
heimsókn til Tékkóslóvakíu.
jgngu að síður hefur Alþingi nú samþykkt að
greiða þann reikning sem framvísað var fyr-
ir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, og skýring
Morgunblaðsins var sú að sjálfsagt væri „að Sig-
urði Ólafssyni flugmanni yrðu greiddar 200 þús.
kr. til kaupa á flugvél og honum þannig bættur
sá skaði, er hann beið, er hann hafnaði tilboði
um að reka njósnir fyrir Tékka s.l. vor.“ Vera
má að þessi kynlega skýring um bótaskyldu
ríkissjóðs, ef menn hafna ábata af njósnum,
stafi af því að ofstækið leiðir Morgunblaðsmenn
jafnan langt út fyrir vettvang skynseminnar.
En aðrar skýringar eru engu betri. Því er til
að mynda haldið fram að flugmaðurinn eigi rétt
á bótum úr ríkissjóði vegna þess að hann hafi
gert léleg kaup á flugvél í Tékkóslóvakíu. Ber
þá að líta á þetta sem fordæmi um það að allir
íslendingar sem gera viðskipti erlendis og telja
sig skaðast á kaupskap sínum eigi þess kost að
fá tjónið bætt úr ríkissjóði íslands? Er ríkis-
sjóður orðinn að einskonar tryggingastofnun
fyrir slyppifenga kaupsýslumenn?
það er sama hvernig málinu er velf, á því er
engin eðlileg skýring önnur en sú að verið
sé að nota ríkissjóð til að greiða fyrir kosninga-
bombu. En þar með er málið orðið miklu stór-
felldara en sjálfri upphæðinrii nemur; stjórnar-
flokkarnir eru að misnota almannafé í sína
þágu á svo blygðunarlausan hátt að jafnvel
flestum fylgismönnum þeirra hlýtur að hrjósa
hugur við. — m.