Þjóðviljinn - 18.12.1962, Side 7
Þriðjudagur 18. desembor 100
jr
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 7
tvarpsanná
Það er haft fyrir satt, að út-
varpsstjórinn hafi nú i haust,
er hann kynnti vetrardagskrá,
lýst því yfir, að útvarpið væri
hlutlaus stofnun og myndi svo
enn verða.
Þessi gamalkunna hlutleysis-
yfirlýsing útvarpsins hefur
jafnan verið skýrð svo af for-
ráðamönnum stofnunarinnar, að
útvarpið vildi leitast við að
skýra hlutdrægnislaust írá at-
burðum, erlendum sem innlend-
títvarpsstjórinn
um, og að það vildi gefa öllum
stefnum, skoðunum og málefn-
um jafnan rétt til að birtast
þjóðinni gegnum hljóðnemann.
Þetta eru fögur fyrirheit. Sá
maður sem flytur þjóð sinni
slíkan boðskap, getur sannar-
lega horfið frá hljóðnemanum
með góðri samvizku, um leið
og hann segir: 1 guðs friði.
En því miður er það oft auð-
veldara að gefa loforð, en
standa við þau.
Því miður fínnst mörgum
sem töluvert seitli í gegnum
hlutleysisstíflu útvarpsins, þrátt
fyrir hin frómu fyrirheit út-
varpsstjórans, að hún skuli
vera pottheld 365 daga ársins
og 366, þegar hlaupár er. En
misjafnlega er þetta mikið sem
í gegnum fer, eftir því hve
þrýstingurinn er mikill og að-
rennslið ört í elfu áróðursins.
En einn dag á ári, hinn fyrsta
desember, eru allar flóðgáttir
opnaðar og áróðurselfan steyp-
ist yfir þjóðina með öllum sín-
um þunga, gerandi sig líklega
til að færa í kaf hverja nóru
af heilbrigðri hugsun og rólegri
íhugun.
Þessi fyrstadesemberflóð út-
varpsins og stjórnarvaldanna,
eru því orðin svo árviss, að
það ætti að vera óhætt að bók-
festa þau í almanakinu sem
hvert annað lögmálsbundið
náttúrufyrirbæri.
En hinum vísu landsfeðrum
sést yfir eitt geysiþýðingarmik-
ið atriði, þegar þeir, hvern full-
veldisdag, hafa uppi tilburði
í þá átt að drekkja dómgreind
þjóðarinnar í áróðri.
Það eru nefnilega takmörk
fyrir því ,hvað ein mannssál
getur innbyrt stóran skammt
af áróðri á einum og sama degi.
Það er hægt að læða smá-
skömmtum áróðurs ofan í fólk,
án þess að það verði þess vart,
t. d. með svolítið villandi frá-
sögn af einhverjum atburði,
sem menn eru ekki á eitt sátt-
ir um, hvort sé góður eða
minna góður.
En fari áróðurinn yfir eitt-
hvert ákveðið hámark, segir
sálin stopp. Hún verður leið,
þreytt og fyllist hreinum við-
bjóði. Þetta á sér engu að síð-
ur stað, þótt sá sem meðtekur
áróðurinn sé í raun og veru
sammála þeim sem áróðurinn
flytur.
Tökum dæmi: Ég er mjög á-
kveðinn bindindismaður. En
ætti ég að hlýða á bindindis-
prédikanir jafnlangan tíma og
ég hef hlýtt á prédikanir þær
sem fluttar voru í útvarpið 1.
des. síðastliðinn, þá finnst mér
sem ég myndi hafa þörf fyrir
einhverja hressingu. Það er
því síður en svo ástæða til að
hafa áhyggjur af þeim vinnu-
Borgarstjórinn
brögðum sem uppi hafa verið
höfð í útvarpinu og með há-
skólamönnum, nú og nokkur
síðastliðin ár. Áróðurinn geng-
ur svo langt út yfir bau mörk,
sem mannleg skynsemi getur
meðtekið, að meginhluti hans
hlýtur að fara til ónýtis, og
það því fremur sem þjóðin er
orðin langþreytt og ofbjökuð af
áróðri og átakanlega tortrygg-
in gegn öllu því, er einhvern
keim ber af slíku.
Hvaða fagnaðarboðskapur var
það svo, sem þjóðinni var flutt-
ur á þessum fertugasta og
fjórða fullveldisdegi hennar?
Borgarstjórinn í Reykjavík
flutti aðalræðuna, eins og 'kom-
izt var að orði í kvöldfréttum,
og þar voru endurtekin hin
fáránlegustu atriði hennar, og
skal ósagt látið, hvort sá hátt-
ur heíur verið á hafður af
hrekk við flytjandann, eða
fréttamenn útvarpsins hafa
verið svona einfaldir í sinni
þjónustu. Um þessa aðalræðu
dagsins snerust svo allar aðrar
ræður, eins og reikistjörnur
kringum sól, nema ef vera
skyldi ræða Þóris Þórðarsonar.
Hann fór með löndum, talaði
af hófsemd og hætti sér ekki
langt út í vitleysuna.
Heitið á ræðu borgarstjór-
ans var svo hnoðböggulslegt og
óþjált í munni, að þulir út-
varpsins, sem eru þó prýðisvel
læsir, höktu á því æ ofan í
æ, er þeir voru að kynna það
í dagskránni. En það var eitt-
hvað á bessa leið: Sjálfstæði
Islands og hættan af ólýðræðis-
legum stjórnarstefnum.
Efnislega var boðskapur borg-
arstjórans og fylgihnatta 'hans
mjög ófrumlegur, bæði að efni
og orðfæri, sýnilega sótturbeint
í Morgunblaðið og engin til
raun gerð til þess að gefa hon-
um nýtt líf með persónulegri
tjáningu.
Efnislega var boðskapur borg-
arstjórans eitthvað á þessa leið:
Sjálfstæði íslands stafar hætta
af hinum alþjóðlega kommún-
isma. Það er raunverulega hin
eina hætta, sem því er búin
og ástæða er til að óttast. Fas-
isminn er dauður og frá honum
stafar engin hætta framar. Til
þess að verjast hinum alþjóð-
lega kommúnisma verðum við
að leita halds og trausts hjá
hinum vestrænu lýðræðisþjóð-
um, bæði stjórnmálalega, menn-
ingarlega og efnahagslega. Hlut-
leysi kemur ekki til greina.
Þaö væri að vísu ekkert við
því að segja, þótt boðskapur
sem þessi væri fluttur þjóðinni
á fullveldisdegi hennar í gegn-
um hlutlaust ríkisútvarp, ef
þessi skoðun borgarstjórans
væri ríkjandi og óumdeild með-
al þjóðarinnar .
Framhald á 8. síðu.
Títof geimfari.
hann snjalla tölu og kom víða
við.
Hann benti á að sjálft flugið
útí geiminn væri aðeins loka-
áfangi á geysimiklu starfi. Og
til þess að það mætti verða
leggja allir borgarar í Ráð-
stjórnarríkjunum fram sinn
hlut. Ekki aðeins vísindamenn
með reikningsstokkum sínum
og verkamennirnir sem smíða
sjálft geimfarið. heldur og
bændur sem sá og uppskera
kom á ökrum. Geimfaramir
lifa jú ekki á guðsblessun
fremur en aðrir.
Geimferða
kvikmyndir
,Hann talaði um kvikmyndir
(var reyndar kominn til okkar
með hópnum sem tók þriðju
heimildarkvikmyndina sem
gerð er um geimfara héðra).
Sérílagi talaði hann um leikn-
ar myndir — skáldskap — um
geimflug, og fannst honum sú
framleiðsla vera næsta lélegur
samsetningur. Geimfari væri
gerður að einhvers konar
furðuveru, ofurmenni, og allt-
of mikið væri leikið á falska
strengi áhættu og óvissu. „Eng-
inn veit hvort hann kemur til
baka“ væri sagt dimmum rómi.
„Kemst hann aftur til baka?“
„Hvenær kemur hann?“ „Kem-
ur hann?“ „Hvenær ....?“
Hann talaði um sína eigin
kvikmyndatöku í geimnum (en
hann er fyrsti geimkvikmynd-
ari) og kvað hana afar ein-
faida. Utan úr geimnum væri
ekki hægt að velja um sjónar-
horn, jörðin er hnöttótt, —
það væri alveg sama hvemig
á hana væri litið. Síðan spáði
hann, að ekki liði á löngu þar
til menn færu að taka kvik-
myndir, sem væru að öllu leyti
Magnús Jónsson skrifar frá Moskvu
Títof í heimsókn
Geimfarir og
ræðumennska
Hátíðasalurinn í Kvikmynda-
skólanum var orðinn troðfullur
löngu áður en gestirnir komu.
Hann var svo þétt setinn, að
minnti næstum á Kúþufundinn
okkar £ haust — enda vorum
við að bíða eftir Títof geim-
fara. Hann er mjög geðfelldur
maður — eitthvað stráij:slegt í
fari hans — og það var ekki
laust við að hann væri dálítið
vandræðalegur í ræðustólnum
þegar klappinu ætlaði aldrei
að linna. Síðan hóf hann mál
sitt á því. að geimfarar væru
ekkert merkilegri en annað
fólk. Hver hefði sitt verk að
vinna, og þeirra starf væri að
fljúga en ekki halda ræður.
Það hefði ekki komið í Ijós
fyrr en um seinan, að í það
víðtæka þjálfunar- og undir-
búningsnám sem á þá væri
lagt vantaði illilega námskeið
í ræðumennsku. En ekki virt-
ist okkur það gera mikið til,
því eftir þennan formála hélt
---------------------------*s>
og eftir
Með Valtý Stefánssyni.
Bókfellsútgáfan. Rvík
1962.
Bók þessi hefur inni að
halda nokkrar æskuminningar
Valtýs Stefánssonar, viðtöl og
greinar. Er þetta 4. bókin með
viðtölum Valtýs, — raunar sú
5. sé Séra Friðrik segir frá
talin með þessum flokki.
Fyrsti hluti þessarar síðustu
bókar eru nokkrar endurminn-
ingar Valtýs frá æskuárum, er
Matthías Johannessen skrifaði
eftir honum og bregða þær
skemmtilegu og fróðlegu ljósi
á uppeldi hans og umhverfi i
æsku. Endurminningum Valtýs
lýkur þegar blaðamennskufer-
ill hans hefst. Tjáir ekki um
að sakast þótt þær nái ekki
lengra og ritun þeirra væri of
seint hafin. því hvorki Valtý
sjálfan né aðra mun hafa órað
fyrir því að starfskraftar hans
þrytu svo snemma sem raun
varð á. Endurminningar Valtýs
um starfsárin befðu getað orð-
ið fróðlegar fyrir sögu blaða-
mennskunnar á fyrri hluta ald-
arinnar. En þó þær nái ekki
lengra segir þar frá er Valtýr
Stefánsson sótti stofnþing
Framsóknarflokksins og hugð-
ist vinna fyrir bændur, — og
af því er hann segir þar vakn-
ar sá grunur að litla íhaldið
í stjórn búnaðarmálanna hafi
hrundlö honum í fang stóra í-
haldsins, auðmannastéttarinnar.
Var það mikill fengur fyrir hið
síiðarnefnda íhaldið. því þótt
Valtýr væri, eins og Bjarni
Benediktsson orðar það í for-
mála, „ekki sérlega sýnt um
íslenzkt mál“, þá átti hann
þau hyggindi sem í hag koma
í blaðamennsku, og það var
hann framar öðrum, sem gerði
Morgunblaðið að stórveldi.
Rabbstill hans var öllum að-
gengilegur og viðtöl hans,
skriíuð í fremur tilbrigðalitlum
en léttum ofe eðlilegum rabbstíl
voru jafnt lesin af andstæðirtg-
um Morgunblaðsins sem sam-
herjum. Þeir sem áhuga hafa á
persónusögu síðustu áratuga,
og glöggva vilja hugmyndir
sínar um margt það fói-k er
komið hefur við sögu á þessu
tímabili, hafa sitthvað að
sækja í viðtöl Valtýs.
Með endurminningunum eru
birtar myndir frá ýmsum tíma-
bilum í- ævi Valtýs.
Auk endurminninganna og
viðtala eru teknar í bókina
nokkrar greinar Valtýs. Ein
þeirra, Sólarhringur við Morg-
unblaðið, skrifuð fyrir nær
aldarfjóröungi, mun þykja góð
heimild þegar skrifuð verður
saga ísl. blaðamennsku. Þar
er lýst vinnubrögðum hjá
bezt stæða og stærsta blaði
landsins — og geta menn þá
nokkuð séð hvernig hafi verið
hjá þeim blöðum er voru á
hausnum. Þessi lýsing Valtýs
er frá þeim tíma er takmark-
uður vinnutími blaðamanna
þekktist lítt eða ekki; þegar
sami maðurinn varð jöfnum
höndum að skrifa trúlofunar-
fréttir, um aflabrögð og inn-
brot, ritstjórnargreinar og
messuboð— og vera að þang-
að til blaðið fór í pressuná.
Valtýr lýsti þessu einu sinni
á fundi í B.l. á þessa leið:
Þetta hefur verið eins og á
togurunum áður en vökulögin
komu: blaðamenn hafa verið
að meðan þeir gátu staðið
uppi. Fyrir atbeina B.í. hefur
þessu nú verið breytt, svo nú
tilheyrir þetta sögunni.
Þessi vinnubrögð verða menn
að hafa í huga við lestur
greinasafna blaðamanna frá
þessum tíma. Sömu menn
h-efðu skilað allt öðru verki
hefði þim gefizt tóm til að
vinna þau eins og venja er um
bækur. Allskonar ambögur
hafa verið ættardraugar Morg-
unblaðsins og sú hefð komst á
að eigna Valtý þær — lika
þær sem hann átti engan hlut
í! Þetta átti drjúgan þátt í að
bæði samh-erjar og andstæð-
ingar vanmátu hann sem blaða-
mann, og mun Valtý hafa ver-
ið þetta manna kunnugast, en
hans hefnir sín grimmilega á
ónefndum herrum með þessari
góðlátlegu setningu: „Það getur
vel verið að blaðamenn séu
ekki merkilegar pcrsónue,
Valtýr Stcfánsson.
maður hefur heyrt það, en væri
ekki miklu óskcmmtilegra fyrir
þá, sem telja sig merkilegar
persónur, að vera merkilegar,
ef engir blaðamenn væru til?“
Bjarni Benediktsson skrifar
stuttan formála fyrir bókinni.
Getur farið vel á þvi að fara
sparlega með orð í formálum.
En athugandi er fyrir for-
málaritara. eigi þeir lítið í fá
orð að leggja, hvort ekki færi
betur á því að spara formál-
ann allan.
Bókfellsútgáfan hefur vand-
að frágang þessarar s-em hinna
fyrri bóka Valtýs.
J. B.
gerðar í geimnum. Það yrði
þegar þeir færu að bregða sér
út úr geimförunum og fá sér
spássértúr þarna uppi.
Aritunarplága
Hann talaði um heimsóknir
sínar í önnur lönd, hve gaman
það væri að kynnast fólki, sem
býr við aðrar aðstæður allar t>g
hversu eiginhandaráritunar-
plágan væri hvimleið. Af-
spyrnu ómerkilegt fyrirbæri.
Einhver segði sem svo: „Eg
hef séð Titof. Eg hef meira að
segja rithöndina hans hérna,
sko. Tralala."
Hvaða máli skiptir það, spurði
Titof, væri ekki betra að reyna
að kynnast ofurlítið, spyrja og
fræðast hver af öðrum, rabba
saman þó ekki væri nema
nokkrar mínútur.
öll störf eru
ágæt v
Hann sagði frá bréfaflaumn-
um sem þeim berst geimförun-
um. Margir bréfritaranna. jafn-
vel aldrað fólk, væri sífe-Út að
spyrja: Hvað á ég að gera til
að gerast geimfari, Þetta taldi
hann leiða vitleysu. Menn geta
skarað fram úr í hvaða starfi
sem vera skal — ef þeir leggja
sig alla fram. Hann tók dæmi
af leikurunum í skólanum okk-
ar. Mundu þeir vilja leika
geimfara eingöngu? Nei, áfeið-
anlega ekki. Úr hvaða starf-
stétt sem hlutverkið er mun-
um við öll, að eitt er þeim
sam-eiginlegt. Hver og einn
vinnur að því að byggja upp
kommúnismann í landi okkar.
Svo var hann gerður að
heiðursskólabróður okkar og við
fögnuðum honum vel. Og það
var mikið klappað þegar hann
baðst undan því að þurfa að
taka prófin. Af þeim hef ég
Vfrið nóg. sagði hann. Tito er
nefnilega sjálfur í skóla. Situr
sem sagt við nám eins og
reyndar fjórði hver íbúi hér í
landi.