Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 5
SuMnud-agur 23. desemfoer Í982 S!»A 5 Ævintýrí um kvöldroðann Kvöld eitt sat ég á ásbrún- inni og dáðist að gullrauðum skýjunum, sem liðu um him- ininn, eins og svo oft má sjá um sólarlagsbilið. Þá kom allt í einu- skrítinn gam- all maður gangandi i áttina til mín. *— Já, tók gamli maðurinn til máls. þau eru falleg þessi rauðu ský á bláum himnin- um. — Hann settist hjá mér og við horfðum báðir hug- fangnir á sólarlagið. — Ég skal segja þér ævintýrið um kvöldroðann, — hélt hann svo áfram. — Faðir minn sagði mér, en hver sagði hon- um veit ég ekki. — Svo sagði hann mér þetta ævintýri, sem ég ætla nú að rifja upp og segja ykkur. Það var einu sirmi sólar- geisli, sem langaði allt í einu svo mikið að gifta sig. Hann ferðaðist um allar jarðir að leita að þeirri útvöldu. Og það var sannarlega úr vöndu að ráða, því margar fegurð- ardísir urðu á vegi hans. Sú fyrsta sem hann hitti var lít- il og lagleg melasóley, sem roðnaði enn þá meira þegar sólargeislinn kyssti hana. Melasóleyjan var ósköp skemmtileg, en sólargeislinn sá að hún mundi ekki vera laufblaði. En daggardropann gat hann ekki átt að vini, því þegar sólargeislinn var búinn að skína á hann og ylja honum svolitla stund, hvarf hann og varð að engu. Það ætlaði líka að verða erf- itt að finna góðan vin. Sól- argeislinn hélt áfram og eft- ir dálitla stund mætti hann fallegu litlu fiðrildi. Skraut- legt og gáskafullt flögraði það til og frá í sólskininu. gott konuefni, hún átti allt 0*- ■ ^ðlargeisihm-fór að^ tala vifr- marga aðdáendur, sem sveim- uðu í kringum hana. Fiðrildi, býflugur og hunangsflugur kepptust um að slá henni gull- hamra og kyssa hana, og sól- argeislinn sá að það var ó- mögulegt að treysta henni. Hún var of 'hverflynd. Hann hélt áfram ferð sinni, og allsstaðar sem hann kom varð bjart og kátt. Birkið teygði sig á tá upp til hans, og fuglarnir flugu syngjandi grein af grein. En sólargeisl- inn var eirðarlaus og gat ekki verið kyrr lengi á sama stað. Að síðustu gafst hann upp við að leita sér að konu, en ásetti sér þess í stað að finna góðan tryggan vin. Hann hinkraði við hjá dagg- ardropa, sem sat á dálitlu fiðrildið, og stakk upp á því hvort þau ættu ekki að vera vinir til ævi'loka. — Jú, það skulum við, — sagði fiðrildið, — en þú mátt aldrei fara frá mér nokkra stund, og ekki skína á neitt annað en mig. — Sólargeislinn andvarpaði. — Þvi er nú verr, litla fiðr- ildi, það get ég ekki, því á kvöldin verð ég að vera á himninum, og á daginn þarf ég að fara víða um og skdna á marga. Það þurfa svo margir á mér að halda, gras- ið, blómin og fólkið, allt sem lifir á jörðinni þarf á geisl- unum mínum að halda. Þegar fiðrildið heyrði þetta varð það stúrið, gretti sig og Dægra- styttíng Vinirnir Árni og Bjarni ætla að glíma við að leysa þessa þraut, sem þið sjáið á myndinni. Þeir eru bundir saman á þennan hátt: Annar endinn á bandinu er bundinn utan um hægri úln- liðinn á Áma, og hinn endinn um þann vinstri. Nú er bandi smeygt utan um það fyrra, og því svo hnýtt um úlnlið- ina á Bjama. Hvemig eiga þeir Árni og Bjarni nú að losa sig án þess að skera eða slíta bandið? Þetta virðist ómögulegt, fljótt á litið, en lausnin er þó mjög einföld — þegar maður veit hana. Svar: Björn gerir lykkju á band sitt, hann bregður lykkju unni að sér, undir bandið um annan úlnlið Áma og fram fyrir hönd hans, og kemur.’-þá í lijós að þeir eru lausir. sagðist ekki vilja eiga vini í félagi með öðrum. Svo flögr- aði það í burtu og settist á fallega rauða rós, skammt frá, og hvíslaði að henni æv- intýrinu, sem það hafði lent í með sólargeislanum. •— Ennþá hélt sólargeislinn áfram. Gegnum dimma skóga, yfir ása og fjöll, og straum- þung vötn. Loksins var hann kominn alla leið til jökuls- ins, þar sem snjórinn hverf- ur aídrei allan ársins hring. Þegar sólargeislinn skein á jökulinn, glampaði á sjóbreið- una eins og hún væri alsett demöntum. — Komdu sæll, hvíti jökull þú ert það hreinasta og fall- egasta, sem ég hef á ævi minni séð. Eigum við ekki að vera vinir, alltaf? — sagði sólargeislinn. — Hjartað í mér bráðnar næstum þegar þú kyssir mig, — svaraði jök- ullinn — þessvegna þori ég ekki að vera vinur þinn, því þá á ég á hættu að bráðna upp til agna og verða að engu. Sjáðu nú bara hvernig fer fyrir snjónum niðri í dalnum, hann bráðnar í sól- arhitanum og verður að engu. Ég vil vera einn hér uppi, því hér er ég óhultur fyrir geislunum þínum, sem bræða mig. Svo þú sérð það sjálf- ur að við getum ekki verið vinir. — Sólargeislinn sá að jökull- inn mundi ekki reynast góður vinur, og kvaddi hann, ofur- lítið hryggur. Þegar hann fór var snjórinn eftir, hvítur og kaldur og engir demantar skinu þar lengur. Sólargeislinn fór nú aftur niður í dalinn, og þar mætti hann ósköp fa'llegri lítilli stúlku. Sólargeislinn dansaði kringum hana og gerði ljósa hárið hennar logagylt. Telp- an brosti til hans, og hann ætlaði einmitt að fara að spyrja hana hvort þau ættu að vera vinir, þegar móðir hennar kom út úr húsinu og kallaði til hennar: — Komdu strax inn, Anna mín, þú get- ur orðið veik og sólbrunnið í svona sterku só'lskin. — Svo leiddi hún telpuna inn í skuggann. — Sólargeislinn var hryggur og leiður. Það var komið kvöld og hann sneri heimleiðis. Þegar hann var rétt að komast heim hitti hann látið hvítt ský. — Hvað ég er búinn að bíða lengi eftir þér, — sagði ský- ið, — mér þykir svo vænt um þig. Ef þú vilt, skaltu alltaf finna mig hér þegar þú kem- ur heim á kvöldin. Ég báð alltaf eftir þér, af því þú ert svo hlýr og góður. — — En ég verð alltaf að yf- irgefa þig svo fljótt, ég hef bara þessar stuttu kvöOd- stimdir til að vera hjá þér, sagði sólargeislinn. — Það gerir ekkert til, — svaraði hvíta skýið, — Ég verð þér alltaf trúr og trygg- ur vinur, og bíð þín á hverju kvöldi. — Þegar sólargeislinn heyrði þetta kyssti hann litla hvíta skýið, og það roðnaði af gleði. Þannig var ævintýrið um kvöldroðann. Á hverju kvöldi, þegar sólin gengur til viðar, kyssir geislinn hvílta skýið, neðst á himinhvolfinu og það roðnar af hamingju- Gamli maðurinn þagnaði. Ég þakkaði honum fyrir þetta fallega ævintýri. Ég var ekki garnall þegar þetta var, en af því að ævintýrið var svo fal- legt man ég það ennþá vel. Hver annars þjónn Einu sinni var mjög dramb- samur svertingjakóngur í Afríku. AHir óttuðust hann og hlýddu öllum boðum hans. Eitt sinn var hann að gorta af valdi sínu. — Allir menn eru þjónar mínir, — sagði hann. — Nei, sagði gamall negra- spekingur. — AÍIir menn eru hver annars þjónar. — Þessu reiddist kóngur, kallaði spek- inginn fyrir sig og sagði: — Heldur þú að ég sé þjónn þinn? Sé svo, þá sannaðu það. — Ef þú getur' látið mig hlýða skipun þinni og þjóna þér, áður en sól gengur til viðar, skal ég gefa þér 100 kýr, en getir þú það ekki verður þú tekinn af lífi. — í sama bili bar að betlara, sem bað um ölmusu. Speking- urinn hraðaði sér til hans, til þess að gefa honum. En þeg- ar hann fór fram hjá kóngi, hrasaði hann, missti staf sinn og lá við falli. — Ó herra konungur. hjálipið mér, — sagði hann. Kóngurinn studdi hann, og rétti honum stafinn. — Þá kallaði spekingurinn: — Verið nú allir vottar að því að sjálfur konungurinn hefur þjónað mér. Ég hef þjónað betlaranum, og þannig er hver annars þjónn, svo að ég hefi sannað mál mitt. 100 kýmar á ég en ég gef bein- ingamanninum þær. — Kóng- urinn varð svo hrifinn af þessu að hann gerði speking- inn að æðsta ráðgjafa sín- um. En það varð til mikillar blessunar fyrir konunginn og alla þjóðina. Því að nú var stjórnað bæði af viti og mildi. Lengi getur vont versnað. Þú segir að ég sé tileygður, en þú ættir að sjá hann frænda minn. Þegar hann er í miðri vikunni, þá sér hann báða sunnudagana í einu. A: Eg heyri sagt að konan þín hafi orðið fyrir bíl- slysi. B: Já, það var ekkert alvar- legt. Það máðist bara of- urlítið af málningu af báðum. Vinur barnanna Á jólunum Jesús fæddist, í jötu var rúmið hans, en englarnir sungu og syngja í sálu hvers dauðlegs manns. Því hann var í heiminn sendur á heilagri jólanótt, að minnka hjá okkur öllum það allt, sem er dimmt og ljótt. Og því verður heilagt haldið í hjarta og sálu manns, um eilífð í öllum löndum á afmælisdaginn hans. Sig. Júl. Jóhannesson. Jó/asælgætí sem þið getíð búið til sjálf Það gæti verið gaman að búa sjálfur til eitthvað af jólasælgætinu. Hér eru upp- skriftir, sem þið getið auð- veldlega fariö eftir. Súkkulaðikaramellur % lítri rjómi, 250 gr. sykur, 2 msk. kakó, 1 bréf vanillusykur. Sjóðið saman sykur, rjóma og kakó í 35 mínútur, og hrærið stöðugt í á meðan. Þá er lögurinn orðinn þykk- ur og seigur, þið prófið hann með að láta dropa í kalt vatn, ef hann. stífnar í vatninu er hann hæfilega þykkur. Breið- ið pappír í ofnskúffuna og berið smjör á. Hellið svo kara- melluvökvanum á pappírinn, og þegair hann byrjar að harðna skerið þið karamell- urnar í hæfilega stóra fer- kantaða bita, síðan getið þið vafið mislitum pappír utan um. Kókoskúlur 150 gr. kókosmjöl. 175 gr. flórsykur. 100 gr. kakó. 1 eggjahvíta. grænn og rauður ávaxtalit- ur. Hnoðið saman kókósmjöl, flórsykur, kakó og vanillu, og búið til litlar kúlur. Litið kókosmjölið með fáeinum dropum af matarlit. Veltið síðan kókoskúlunum upp úr ávaxtalitnum. Látið þoma dá- litla stund á köldum stað. íssúkkulaði Sjóðið súkuklaði á venju- legan hátt. Þegar það er orð- ið kalt, er því helHt í glös, Glösin þó aðeins hálffyllt. Setjið þá út í hvert glas tvær matskeiðar af vanilluís, og eina matsk. þeyttan rjóma. Með þessu á að bera fram teskeiðar og drykkjarrör. BÆN Jón litli var á þriðja ári. Hann svaf einn í herbergi. Þar las hann bænimar sínar áður en hann sofnaði. Eitt sinn heyrðu foreldr- ar hans að hann var að biðja guð að gefa sér reiðhjól. Þeim. kom nú saman um að uppfylla þessa bæn hans. Þau keyptu hjól, en af því Jón var svo lítill, þá keyptu þau þríhjóL Næsta kvöld kom drengur- inn inn 3 svefnherbergið og sá gjöfina. Þá sagði hann: — Himneski faðir, veiztu þá ekki hvemig hjólhestur á að vera? E.V NVJNN <3»ONGUM «/f»v SlfíhlUNhtí KLCPPSVEG 2) *> á'c<\

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.