Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. desember 1962
ÞJOÐVILJINN
SlÐA 13
Feri ai Ólafsdal
FramMld af 11. síðu.
venju. Hér verður svo ekki meir
rætt Um hvcrnig Páli heppnað-
ist fj árgeymslan í Ólafsdal,
heldur var ,það annað sem mér
lá enn þyngra á hjarta að
segja frá! Það mun hafa verið
laust eftir áramótin 1903 og
1904, að biaðagrein eftir Pál
barst að Ólafsdal. Innihald
greinarinnar vr lof um Ólafs-
dalsheimilið og ekkert um það
að segja. En það var annað i
greinarinnar var lof um Ólafs-
okkar pilla, að þar kallar Páll
hinar tröllauknu fjallahyrnur,
sem horfast fast í augu yfir
dalsmynnið niður við sjóinn:
Varðengla. Þessi samlíking
Páls þótti okkur tilvalin og
kölluðum hyrnurnar eftir það
hinu nýja nafni. Varðengillinn
að yestanyerðu dalsins hét áð-
ur diyrr Lambadalshyrna, en
eystri engillinn Stekkjarhyrna.
Páll gerði það vel að breyta
þessum hrikalegu fjallahyrn-
um í engla, — Ég hef rekið
mig á það síðan. ég kom heim
frá hátíðahöldunum í Ólafsdal
að kunnugt fólk hefir misskilið
það eftir dagblaðafrásögnum
hvar varðan hefir verið sett
niður með myndastyttunum af
þeim Torfa og Guðlaugu.
Minnisvarðinn er alls ekki á
Bæjarflötinni neðan við skóla-
húsið, heldur á gamla Smiðju-
hólnum á Steintröðinni nokkra
metra norðan við heimreiðar-
tröðina.
Eitt dagblaðanna segir svo
frá: „Er minnismerkið fagurt
listaverk og er vel staðsett í
brekkunni vestan við skólahús-
ið. Horfa hjónin þar fram dal-
inn.“ Þessi frésögn er röng og
villandi. Hjónin horfa beint til
Lambadalshyrnunnar, út á
Gilsfjörðinn yfir til Reykhóla-
sveitar — snúa því hlið og
jafnvel baki fram til dalsins.
Fallegra útsýni, en hjónunum
er ætlað að hafa heiman frá
Ólafsdal, verður vart fundið.
Eins og ég gat hér að fram-
an, þá hlakkaði ég til að heim-
sækja fornar stöðvar. eftir 50
ára fjarveru. Eg hafði reiknað
með því að slík minningarhátfð
yrði mér og öðrum til ánægju
og gleð!. 'en því miður var það
nú ekki. eða sízt. að öllu leyti.
'Eg get ekki að því gert. þó ég
komist stundum í vont skap
þegar mér næstum ofbýður
meðferð þeirra mála sem ég
virði og get ekki látið mér
alveg á sama standa hvernig
menn láta sér þau úr hendi
fara Og þvi ergilegra verður
þetta þegar fréttablöðin hafa
endaskipti á hinu sanna og
rétta — aðeins til að hræsna
fyrir forgöngumönnum er hér
eiga hlut að máli.
Eitt dagblaðanna í Reykjavík
segir frá þesari hátíð með þess-
um orðum: „Var athöfnin öll
hin hátiðlegasta og til mikils
sóma öllum forgöngumönnum
þessa máls.“
Eg efast ekkert um, að þeir
góðu menn, sem fyrir þessum
hátíðahöldum gengust og.
hrundu þeim í framkvæmd,
hafi ætlazt til o.g haft íull-
an vilja á því ð þessi at-
höfn mætti fara fram í þeim
raunveruleika sem frásagnar-
höfundur vill vera láta. Hefði
ég setið heima og hvergi farið
hefði ég auðvitað trúað þessu
og verið glaður í sinni. En það
er því miður ómöglegt að
draga fjöður yfir öll hin leiðin-
legu og augljósu mistök sem
hér urðu á, og sem hundruð
manna hlutu að sjá og finna er
hátíðina sóttu, enda þótt
sagnafáir séu.
Vitaskuld átti veðrið sinn
stóra þátt í því að gera allt
kaldranalegt og óvistlegt í
fyllsta máta, en sá þáttur verð-
ur að vera út af fyrir sig. Ein-
mitt vegna þess að veðrið var
leiðinlegt, var meiri þörf fyrir
upphitun í hinu gamla skóla-
húsi. Að leita þangað inn varð
mörgum á. sem úti urðu að
hressingu, en slíku var ekki til
að tjalda. Inni í gamla skóla-
húsinu eru tvær borðstofur,
sem ekkert voru notaðar, en
þar sem margir gátu borðað og
drukkið — því að veizluhöldin
fóru fram í stóru tjaldi úti á
túni.
Ólafsdalur er þannig í sveit
settur að hann er afskekktur
inni í klettafjöllum langt frá
öðrum bæjum og því ekki í
annað hús að venda til að fá
hressingu, sem skiljanlega allir
voru þurftugir fyrir. Margir
langt að komnir þennan dag
og margir höfðu lengi úti stað-
ið áður en athöfnin hófst svo
og allan þann tíma er hún yfir
stóð.
vitað að eftirlíkingin væri gerð
sem allra líkust þeim, eftir
myndum af þeim, sem ég
legði fram til hliðsjónar. Ef
hann færi ekkert eftir þeim
og framkvæmdi verkið einung-
is eftir sínum smekk og geð-
þótta eitthvað út í bláinn, þá
væri mér verk hans einskis
virði hversu mikið listaverk
sem það kynni að vera.
Tilhlökkunin, að heimsækja
Ólafsdal á þessum heiðursdegi.
var ekki minnst fólgin í því að
sjá líkönin af hinum fornu
vinum mínum — frá slíkum
snillingi.
En því er ekki að leyna. að
mér varð það strax Ijóst að
ég beið óvænt skipbrot á von-
Smiöja,
Ólafsdalur með húsunum sem Torfi reisti
steinhús, íbúðarhús,
smíðahús, hjallur fjós.
standa kaldir og slagaðir, eftir
yl og notalegheitum. En þetta
var hliðstætt því að fara í
geitarhús að leita ullar.
Ríkið er eigandi Ólafsdals.
Það var ekki alveg laust við
. að nokkrir gestanna væntu góðs
af ráðherra þeim er hingað
kom og ræddi mest um fram-
tíð skólahússins, eins og sá er
vald hefir, myndi nú á þessum
lofs og dýrðardegi láta áhrif
sín ná kvalarkvöl lengra en
raun varð á. Skólahúsið er þó
— þrátt fyrir allt — sá minn-
isvarði sem Torfi hefir reist
sér. Og við slikt hátíðlegt tæki-
færi sem þetta, var það hin
minnsta nærgætni, sem hægt
var að sýna gestum hinna
horfnu hjóna, að hafa skóla-
húsið hlýtt og vistlegt, eftir
föngum þann dag.
Eftir að afhjúpun og útium-
ræðum lauk virtist heppilegra
og vinsælla fyrir þá er réðu
hér málum, að láta eitt og
sama yfir alla ganga — annað
hvort að sleppa öllu veitinga-
veseni eða sýna öllum sömu
vinsemd og gestrisni. Hingað
hafa óefað allir komið í sól-
skinsskapi og hlýhug í tilefni
dagsins og tæplega búizt við
að hér yrði farið út í neitt
manngreinarálit. En úr þvi
farið var að draga fólkið í
sundur, setja sumt við veizlu-
borð — fínustu kræsingar,
ræðuhöld og glasaglaum. þá
tel ég hitt ófyrirgefanlega ó-
nærgætni við hina óboðnu
gesti, að hlutast ekki þannig
til, í slíkum hátíðahöldum, að
allir sem vildu ættu þess kost
að geta keypt sér einhverja
SleBsleg jól!
Árni Jónsson, umboðs- og heildverzlun.
GleBileg jól!
Bókaútgáfan Helgafell.
Gleðileg jól!
Heildverzl. Ásgeir Ólafsson, Vonarstræti 12.
Hér hefur sennilega verið á-
ætlun hinna ráðandi manna, að
það fólk. sem ekki hefði boðs-
kort, pillaði sig burt þegar
aðrir gengju til veizluborðs. En
hér stóð svo á fyrir mörgum
að sameiginleg farartæki áttu
menn í báðum d'úldum. Þess-
vegna drógu hinir óboðnu sig
í hlé undir húsveggi í skjól við
storm og regn og biðu þar
hímandi eftir félögum sínum.
sem veizlunnar nutu. — Talið
er að hér hafi verið saman-
komið rúm 400 manns og af
þeim hafi um 150 setið hófið.
Vera má að einhverjir hafi
komizt burt þegar veizlan byrj-
aði og aðrir haft sig inn í
húsaskjól, en þrátt fyrir það
stóð fjöldi úti.
í sambandi við þetta er sjálf-
sagt að geta þess sem vel er
meint — að forráðamenn hátóð-
arinnar ætluðu að hafa kaffi-
veitingar og létu reisa mikið
tjald í þeim góða tilgangi. En
sennilega hafa verið full marg-
ir í undirbúningsnefndinni og
þvælzt hver fyrir öðrum og
því fór hugmyndin út um þúf-
ur. Mér var sagt að þessir
góðu driftarmenn hefðu enga
konu fundið innan Dala fylli-
lega færa til að veita forstöðu
þessum fyrirhuguðu kaffiveit-
ingum, en utan landamæranna
höfðu þeir fundið eina útvalda
frú til þessa starfs. Öryggi
og trú á konu þessari var það
mikið að þeir höfðu gleymt á-
byrgðarstarfi sínu — að hvfa
alla yfirumsjón. að allt væri
til staðar þegar á hólminn
kæmi. Hinn fyrirheitni dagur
rann upp hvass og blautur og
þegar átti til að taka og
skenkja rjúkandi kaffi var
enginn bollinn til, enda upp-
lýstist það að þeir höfðu
gleymzt suður í Reykjavík.
Svona fór með sióferð bessa,
þó góðrar forstöðu nyti. —
23ja ára gömul frú á Blöndu-
ósi skrifar i eitt Reykjavíkur-
dagblaðið samtal við þessa
konu, sem hér um ræðir, og
lætur í það skína að hún muni
vera farin að sljóvgast og
verða gleymin. Og það er næst-
um því að sumir geti trúað
því!
Ef ég bæði listamanninn Rík-
arð Jónsson að höggva út mynd
af ákveðnum manni eða konu
— segjum til dæmis af for-
eldrum mínum, þá vildi ég auð-
unum, að þessi elskúlegi mað-
ur, R. J. skyldi vera meistari
slíkrar uppstillingar. Ég var að
vísu ekki nema lærlingur hjá
Torfa í Ólafsdal, og þess ut-
art hef ég sennilega lítið meira
vit á að dæma um listaverk, ert
kötturinn um himintunglanna
gang, svo þetta gefur enga sök.
ef ættingjar og aðrir viðkom-
endur eru ánægðir. En frá
þeim heyrist ekkert. Ekki ó-
sennilegt að þar vegi salt þakk-
lætisskyldan og óánægjan?
Ko.na írá Noregi gat þess við
mig nýlega í óspurðum fréttum.
að hún hefði gert sér ferð heim
að Ólafsdal til að sjá minnis-
varða hinna þjóðkunnu hjóna.
Hér verður frásögn hennar um
það mái ekki skráð.
Mér er heldur hvergi grun-
laust um, að fleiri en ég, er
hátíðahöld þessi sóttu, hafi
fundizt þau mistakast, ekki ná
þeim góða tilgangi sem í fyrstu
var til ætlazt af forgöngu-
mönnunum.
Sé þetta rétt ályktað hjá mér.
má slíkt teljast miður farið
á flesta lund þó einkum fjár-
hagslega og ánægjulega séð.
Enginn sér eftir að kaupa dýr-
an hlut. ef hann er reglulega
ánægður með hann. En að
kaupa dýrt ög'vera sárðánægð-
ur það reynir á skaptaugarn-
ar. Um orðinn hlut þýðir ekki
að fást segja menn stundum,
því^ er ég ekki samþykkur.
Úr þvi farið var að káka
við líkneskjagerð af hinum
þjóðkunnu hjónum vona ég að
einhverjir verði til þess að
drífa í því að reist verði af
þeim við næsta hátiðlegt tæki-
færi líkneski, sem næst því í
fullri líkamsstærð og öllum
klæðnaði og séu ger sem allra
líkust þeim eins og þau voru
útlits á efri árum og margir
muna þau enn frá þeim tíma.
Hér á Torfi ekki að halda ut-
an um konu sína, heldur öllu
fremur að rétta fram ljáblöðin
12 sem hann lét smíða eftir
sinni fyrirsögn og færði þjóð
sinni heim á frumstæðum tím-
um. Með því gleymist seint
hinn ómetanlegi greiði sem
Torfi gerði þjóð sinni. sem
bezt sést á þvi að Ijáblöðin
ruddu sér til rúms á aðeins
þrem árum. 1868—71. að varla
sást islenzkur Ijár eftir það.
Plóginn og jafnvel fleiri verk-
færi, sem Torfi smíðaði. mætti
höggva út ? fótstallinn sem
bau standa á. Kæmist á fram-
færi líkneski af þeim Ólafsdals-
hjónum eitthvað i áttina eins
Og hér er meint. kynni einhver
að spyrja hvort bað setti að
setjast niður í Ólafsdal hjá
minnisvarðanum sem kominn
er og svara ég þvi neitandi.
Kem að því bráðum aftur.
Torfi ólst upp í Saurbæjar-
sveit. og þar hefur hann átt
sínar bemskuminningar. Og
hver veit nema þær hafi átt
mikinn = þátt í því að hann
fluttist aftur heim til átthag-
anna. En úr því svo atvikaðist
var það reglulega óheppilegt
3ð þessi maður — forkólfur
j arðræktarinnar á þeim tima —
skyldi ekki hljóta einhverja
kostajörð í hinni grösugu og
smáfríðu sveit, Saurbænum, til
dæmis Stórholt. Það var fyrir-
fram sýnilegt að harðbalakotið
Ólafsdalur nægði ekki þessum
umsvifamikla og stórhuga at-
hafnamanni. Þessvegna var
hann neyddur til að hafa ítök
i jörðum úti í Saurbæ og
stunda þar búskap jöfnum
höndum sem á heimajörðinni.
Annað sumarið sem ég var í
Ólafsdal var heyskapurinn
einnig sóttur inn fyrir Gils-
fjarðarbotn. Það voru flæði-
engjar frá Gilsfjarðarbrekku.
Allir þessir miklu heyflutning-
ar heim í Ólafsdal — svo og
hinir árlegu vöruflutningar ut-
an úr Skarðsstöð og heim til
Ólafsdals, voru bæði erfiðir og
kostnaðarsamir. Jörðina Belgs-
dal í Saurbæ hafði Torfi undir.
Þar gerði hann stórfellda fram-
ræslu á engjum, heyskapnum
til hagsbóta, og þar fór fram
mikill heyskapur á hverju
sumri. Fólkið bió þar í tjöld-
um meðan heyskapur stóð yfir
og matur fluttur til þess um
hverja helgi. Nokkuð af hey-
inu var flutt heim í Ólafsdal.
Sumrin sem ég var þar voru
reknir 22—24 hestar undir
klyfberareiðfærum á milli, og
var aðeins hægt að fara tvær
ferðir á dag, með því þó að
reiðtýgja hestana áður en full-
bjart var á morgnana og ganga
frá þeim í myrkri á kveldin.
Þetta sýnir bezt erfiðleikana
og kostnaðinn að búa á slíkri
jörð, útúrskotinni frá sveitinni
og vegleysur um að fara.
Sumarið 1902 ferðaðist þá-
verandi forseti Búnaðarfélags
íslands, séra Þórhallur Bjama-
son, um Snæfellsness- og Dala-
sýslu. í 17. árgangi Búnaðar-
ritsins segir hann, meðal margs
annars um Ólafsdalsheimilið,
þessar fáu setningar: „Bygg-
ingar eru alls meiri á Hvann-
eyri en sjálft skólahúsið er
mún vandaðra í Ólafsdal, og
mesta snilld er á frágangi allra
húsa og tækja þar, en sjálft
landið hafði ég ímyndað mér
að væri betra, en mér kom
það fyrir sjónir ... f Belgsdal
hefir Torfi gert mestar engja-
bætur. Peningshús hans og
heyhlöður á bökkum Hvalsár
eru tilsýndar að sjá heill kaup-
staður.“
Af því sem að framan er
sagt, sést bezt hversu mikil
ítök Torfi hefir átt í Saur-
bænum, fyrir utan uppeldisárin
hjá ástríkum foreldrum og
öðrum æskuvinum. Frá því
öllu séð virðist mér minnis-
várði hans og þeirra hjóna
gæti eins vel átt heima á góð-
um stað úti í Saurbæ eins og
heima í Ólafsdal. Úr því sem
komið er verðum við að sætta
okkur við þennan minnisvarða
þar heima í dalnum. Við svo
búið verður að standa.
Það er von min og trú. að
ráðandi menn hinnar væntan-
legu Bændahallar gleymi ekki
hinum aldna forustumanni
búnaðarmála fyrri tíma, heldur
standi hann í forsal hallarinn-
ar í eðlilegri stærð og líkingu
síns tSma.
(Ritað skömmu eftir hátíð-
ina í Ólafsdal).
Verkamannafélagið
Dagsbrún
óskar ö/lum félögum sínum
og öðrum velunnurum
Gleðilegra jóla