Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 3
Sunntidagur 23. desember 1962 SfÐA 3 Orðheppni Eitt sinn er Laxdal kaup- maður á Akureyri heimsótti Magnús á Grund. voru hon- um bomar kaldar lummur með kaffinu. Þegar þeir voru svo setztir að kaffiborði þá segix Laxdal: Mikið eru fombýll Magn- ús minn, að eiga gamlar lummur. ★ Einu sinni var Laxdal á ferð ásamt öðrum ríkismanni frá Akureyri, og komu þeir að Héraðsvötnum í Skagafirði ófaerum. Báðum lá mikið á að geta haldið ferðinni áfram og lögðu því mjög að ferju- manni að ferja sig yfir. Ferjumaður færðist lengi und- an, þar sem hann taldi mjög tvísýnt að leggja á vötnin. Þó fór svo að hann lét und- an og gekk ferðin slysalaust yfir. Þegar þeir félagar voru komnir á þurrt land, þá snýr félagi Laxdal sem að jafn aði þótti frekar naumur, sér að ferjumanni og segir um leið og hann réttir honum krónupening. Þú hefur lagt líf þitt í hættu fyrir okkur, svo þetta getur ekki verið minna. Laxdal þóttist ekki sjá þetta, réttir ferjumanni tíu krónur og segir: Ég ætla að borga fyrir báða. ★ Fyrir nokkrum árum var Sukarno Indónesiuforseti í heimsókn f Hvíta húsinu í Washington. Bandaríkjafor- seti sagði þá við hann: Hvað er yður heitasta á- hugamál? Sukamó svaraði: Ég elska mitt föðurland. Ég elska músík og list og ég elska konur. En ég elska líka sjálfan mig. ★ — Þú skalt drekka rjómann svo þú fáir hnöttóttar kinnar, sagði mamma við Stínu litlu, sem var nýrisin úr rúmi eftir erfiða legu sem hafði tálgað af henni holdin. Stína sötraði hægt úr glas- inu. hélt hverjum sopa lengi í munninum, en hætti svo að drekka og leit á móður sína. — En mamma, mér finnst rjóminn fara beint niður í maga eins og hinn maturinn. SPASS ÞJOÐVILJINN Gleðileg jól! Drengjafatastofan Ingólfsstræti 6. Gleðileg jól! Guðni Jónsson & Co., Bolholti 6. Gleðileg jól! Tóbaksbúðin, Laugavegi 34. Gleðileg jól! Verzl. Sig. Kjartanssonar, Laugavegi 41. Gleðileg jól! Þórsbar, Þórsgötu 14. Gleðileg jól! Verzlun G. Guðjónssonar, Skóiavörðustíg 21. Gleðileg jól! * Eyfeld, húfugerð- ng herraverzlun. Ölíkt höfumst við að 1 lestinni frá Moskvu til Helsinki voru sovézkir túrist- ar og finnskir kommúnistískir krakkar. Ég skal játa það á mig að ég sat mest inni í klefa og las Sangen om den rödc rubin, sem mér hafði tekizt að hafa út úr sovézkri stúlku með prettum. Mér leiddist frekar. Krakkarnir höfðu hinsvegar nóg um að tala, því þau voru að koma frá Artek, en sú borg er mesti sælustaður í heirm fyrir böm sem um getur. Þar kafa menn í hlýju Svartahaf- inu eftir litlum fiskum. Þar klifra menn upp - græn fjöll og standa bak við tæra, mjóa fossa. Þar kynnist maður rússneskum krökkum og eskimóakrökkum og víetnamkrökkum. Allt þetta höfðu þau reynt þessir finnsku krakkar með rauða hálsklúta og grænar skyrtur. Þau höfðu hinsvegar ekki lesið Agnar Mykle og gera það vonandi aldrei. Á brautarstöðinni í Viborg sat mordavskt skáld að snæð- ingi. Mordavar eru finnsk-úg- rískur þjóðflokkur inni í miðju Rússlandi. Hann sýndi mér meðlimskort sitf i rithöfunda- sambandinu, svo varla hefur hann verið mikið skáld. Við drukkum saman brennivín og hann sagði mér frá fiskiríi sínu í Vötnúm Karelíu. Hann bár auðsjáanlega gott skyn á fisk- súpu úti í skógi og tóbaksreyk á vatnsbakka...Ég ^gði honum að ég væri efnilegur íslenzkur rithöfundur og lofaði hann að þýða smásögur mínar á mord- vísku. Friðsamleg sambúð Sovézku túristarnir vo.ru dá- lítið skrýtnir á svipinn yfir því að vera allt í einu komnir yfir landamærin í Vainkkalla. Það var eins og þeir hefðu verið lengi á skipsfjöl og áttuðu sig ekki á því hvað þeir höfðu undir fótum. Hinsvegar duttu krakkarnir strax í gosið og hlógu að tollþjónunum og þeir að þeim. Sól skein og Andrés önd glotti framan í ferðafólk- ið úr söluturni landamæra- stöðvarinnar, en ég hafði þá ekki séð þann fugl í fjölda ára. 1 Moskvu hafði ég kynnzt finnskum fréttaritara. Finnár og Rússar eru komnir svo langt í friðsamlegri sambúð, að hann starfaði bæði fyrir sovézka og finnska útvarpið. Þetta er bezti piltur, og þar að auki þurfti ég að ná mér niðri á konu hans sem einhverju sinni hafði sýnt nokkra illkvittni lítilli þjóð sem ég hef miklar mætur á. Þessvegna hringdi ég til þeirra og bað þau um gistingu. Þetta var indæl fjölskylda. Þau bjuggu í tveim litlum her- bergjum og eldhúsi sem ekki var hægt að éta í. Ellefu ára dóttir þeirra hafði gest, vinkonu sína ofanúr sveit. Konan vildi endilega ganga úr rúmi fyrir mér og svaf á gólfinu, hálf í eldhúsinu og hálf í stærra her- berginu. Þetta gekk allt sam- an furðulega vel. Ibúðin var semsagt mjög lítil, en mjög vísindaleg, hvergi var minnsta pláss látið fara til spillis. Hús- ið var nýtt og glæsilegt enda standa Finnar framarlega í byggingarlist eins og allir vita. En leiga var há: rúmur fjórð- ungur af kaupi mannsins. Að öðru leyti er ég ófróður um húsnæðismál í borginni og tala ekki um þau. Við og þeir Ilclsinki er traustleg borg, byggð af töluverðri aivöru gjörið svo vel að fá ykkur sæti,' gjörið svo vel að ganga út. Sígaunar á sjó Það er ágætt að labba um borgir ef maður er á góðum skóm. Finnar eru skemmti- legir húsagerðarmenn, en samt Finnar eru líklega líkari ís- lendingum en nokkur önnur þjóð, nema ívið sköllóttari. Þeir drekka kynstrin öll af mjólk. Þeir hafa nokkra til- hneigingu til að forða hver öðr- um frá sterkum bjór. Þeir hafa bindindisfélög. Þeir fara í gufu- bað, sem er að vísu öðruvísi skipulagt en okkar, en það kemur ekki til af öðru en þeir hafa skóga en við hveri. Ég fór í gufubað eftir hádegi á le.ugardag; frammi í búnings- klefa sátu laugaðir verkamenn, heltu gosi í brennivín og stút- uðu sig og horfðu mjög inni- iega hver á annan. Stelpumar vísuðu mér til vegar um borgina. Þær voru ellefu ára og tólf og höfðu lakkað á sér stórutána. Það er merkilegt hvað norðurianda- börnum liggur mikið á að verða fullorðin. Þær fóru í olötubúð og keyptu nýjar upp- tökur af Robertino sem þá var mikið étrúnaðargoð þar f landi. Ég fór líka í skemmtigarð með stelpunum. Við fórum sam- an upp í geimskip ágætt, enda hafði Gagarín heimsótt borg- ina nýlega. Skemmtigarðar eru þannig fyrirtæki að þangað skyldu ekki aðrir koma en þeir sem geta verið börn í sálinni ef með þarf. Það geta Finnar og íslendingar ekki, og ég hafði gaman af því að sjá hve full- orðnir voru kindarlegir á svip- inn þama í garðinum. Og það var enginn flóaslagur með stúdent utan dyra, hraðmælsk- um á sex tungumál, eða önn- ur skringilegheit eins og við má búast í Kaupmannahöfn og öðrum suðrænum borgum. Að- eins mekanismar sem snerust: er ekki létt yfir þessari borg, ekki yfir eldri hlutanum að minnsta kosti. En hún er mjög traustleg. Vöruskemmur niðri við höfn voru afbragðs mann- virki. Þar settist ég á fjöru- stein, þefaði af sjónum og stakk niður í hann fótunum, misþyrmdum af austurrískum skófatnaði. Skammt frá lá skemmtibátur. Á dekkinu lágu tvær sígauna- stelpur í síðum sterklitum pils- um og slettu fótunum upp í loftið. Mikið voru þær fallegar og töfrandi — þótt þær svo horfðu á fótabað mitt með gagn- rýni og glotti. Maður er allstað- ar að rekast á sígauna, það er alveg furðulegt. Austur í Sí- beríu hef ég talað við kennara- skólastúlku; faðir hennar var evenki, en þeir eru hreindýra- menn og veiðiþjóð, en móðir hennar var sígauni. Þar eystra má víst enn rekast á tabor, fornlega vagnalest með grimmd- aríegum höfðingja, hrukkóttum spákerlingum og stóreygum bömum. En sígaunar í Finn- landi eru líklega komnir lengra í tækni: kannske fara þeir á vélbátum um þetta vatnaland í eilífri leit sinni að nýjum náttstað. Hér er allt svo hreint og fínt Það var margt ágætt að skoða á Þjóðminjasafninu. Þar var heill salur, helgaður Kale- valakvæðunum eins og vænta mátti. Þar voru stórar útgáfur á þýzku og rússnesku, og líf- t . . HiS^fMMfMB ... og vegfarandanum gæti dottið í hug að hann væri kominn enn lengra austur á bóginn legar útgáfur á japönsku og hebresku, en þýðingu Karls Is- felds vantaði enn á þetta safn. Þar inn af var þjóðsagna- baðstofa. I henni sátu amerí- kanar og ræddust við. Maður- inn sagði konunni ævisögu sína i snatri. Hann hafði kvænzt finnskri stúlku frá Ohio og var hingað kominn til að sýna ætt- landi hennar virðingu, Konan var yfir sig hrifin af öllu þvi sem hún sá. Og stúlkan sem er með okkar túristahóp, hún er alveg dásamleg. Hún er sá sætasti ungi hlutur sem ég hef séð (the prettiest young thing I ever saw). Ég sagði það líka við hana, og mikið roðn- aði hún yndislega. Þeir eru svo óspilltir Finnamir. Það er nú eitthvað annað en stelpumar hjá okkur. Og svo er allt svo hreint og snurfusað hér í Skandinavíu, sagði þessi kona og lagfærði dýra steina á gömlum hálsi sínum. Virki — og kirkjugarðar Ég skal fúslega játa á mig tvær áráttur í ókunnugum borg- um. Önnur er sú að sigla á því vatni sem borgin hefur sér til yndisbótar. Hin er sú að spáss- éra um kirkjugarða. Á svölum degi sigldum við út að eynni þar sem virkið Sveaborg eða Suomilinna stend- ur. Þetta er mikið mannvirki, um alla eyna eru breiðir garð- ar, batterí með fomum fall- byssum, skuggaleg göng, púð- urkjallarar. Vinur minn Antti sagði mér að þetta virki ætti hvergi sinn líka nema í Gí- braltar, og var heldur hreykinn af. Víst er þetta indælt virki, einkum ef þess er gætt að það hefur aldrei verið hleypt af fallbyssum þess, Ls.g. Böm eru ljósmynduð klofvega á fall- byssunum, strákar fara í glæsi- legan sjóræningjaleik, elskend- ur krota upphafsstafi sína á dyr púðurkjallaranna, og mikla hlýju leggur héðan í bæjarsjóð. Skammt frá höfninni eru tveir stórir kirkjugarðar. Sá lúterski var mjög ófróðlegur, ég verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum með þennan kirkjugarð. Hann var heldur sviplítill og gaf lítið tilefni til þægilegra og hæfilega vizku- legra hugleiðinga. Hér höfðu embættismenn og kaupmenn verið grafnir um langan aldur, og það eina sem gerist er að finnskum nöfnum fjölgar eftir því sem nær dregur okkar tíma. Mér datt í hug finnskur milljónamæringur sem lærði hálft ár í Moskvu; hann bar finnskt ættamafn en faðir hans hafði fæðzt undir sænsku nafni. Þeir feðgar áttu allt lifandi og dautt í tuttugu þúsund manna bæ. Þeir skiptu víst 'im nafn vegna vinsældanna: vinnum líkar ekki hve Svíar ’iga miklar eignir í landinu. Við hliðina á þessum garði 'ar annar miklu sögulegri: irkjugarður rétttrúaðra. Þegar 'innland var innan rússneska :eisaradæmisins setti rússneska kirkjan upp trúboð í Finnlandi og kom upp rétttrúuðum söfn- uðum um landið. Það er meira að segja enn þann dag í dag við lýði í Finnlandi munka- klaustur rétttrúaðra; þar er enginn munkur undir áttræðu og grotna dýrmætar bækur þeirra niður af illri hirðu í vondum timburhúsum. En kirkjugarður rétttrúaðra geymdi margar sögur af mörg- um þjóðum, en þó einkum af rússneskum hvítliðum sem sett- ust að í Finnlandi eftir bylt- ingu. Á fátæklegan trékross var málað með svörtum stöf- um: Polkovník Ágústovskí, dá- inn 1959. Polkovník var titill allháttsetts hershöfðingja í her Rússa; og hér hvíldi einn þeirra undir trékrossi og áletrun með fomri stafsetningu — það var eins og þessi gröf þyldi langa sögu af því að þessi maður hefði í raun og veru ekki lif- að í þessu landi sem hann bjó í fjóra áratugi frá 1917. Engum mönnum gengur eins illa að festa rætur meðal framandi þjóða og Rússum. Vinur minn kom fyrir skömmu í litla, rúss- neska nýlendu í Suður-Amer- íku. Fólkið bjó við sæmileg kjör, margir höfðu verið þama meir en hálfa öld, en þeir sögðu daprir við gestinn þenn- an gamla málshátt: 1 framandi landi er sykurinn ekki sætur. Þeir verða reiðir ef dóttir þeirra lítur hýru auga mann sem ekki er af rússnesku bergi brotinn. Og um kvöldið komu þeir saman, dmkku vín að heiman, töluðu um kálið, hey- ið og skógana heima — og grétu. Andspænis hvítum krossi Ág- ústovskís reis mikið graíhýsi úr svörtum marmara og á hann letraðar ívitnanir úr nýja- testamentinu gríska: þetta var gröf Chriditesar, grísks tó- bakskonungs sem fæddur var í Konstantínopel. Þessi svarta og gyllta gröf sagði allt aðra sögu: ekkert virtist eðlilegra en að þessi tóbakskóngur reisti sér höll á köldum ströndum Eystra- salts. Sögulegt umburðarlyndi Eitt er það torg í Helsinki sem kemur vegfaranda einkum á óvart og hann veit ekki leng- ur hvar hann er staddur. Þar rísa hús sem líkjast mikið þeim strangari opinberra bygginga Leníngarðs, og efst rís mikil dómkirkja í rússneskum stfL, líkist reyndar mjög dómkirkj- unni í Smolensk. Þó er þetta' höfuðkirkja lúterskra. Þetta eru. auðvitað minjar þess tíma þeg-j ar keisari Rússa var hertogi yfir Finnum. En undarlegast, var, að á þessu höfuðtorgi stóð stór stytta af Alexander keisara. öðrum. Ég sagði við vin minn: Nú hefur á ýmsu gengið í sambúðf Rússa og Finna síðan landid hlaut sjálfstæði. Hafa þá aldreí | komið upp raddir sem endilega ; vildu fjarlægja þessa styttu? \ Nei, alls ekki, sagði þessi finnski kommúnisti. Við Finn- | ar álítum að saga sé saga, og öll myndbrjótastarfsemi er • venjulega mjög hlægileg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.