Þjóðviljinn - 30.12.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.12.1962, Blaðsíða 9
Sunmidagur SQ. . deseacfljer 1*93? 1 ......... -------------------------------------------- ÞJÓÐVTLJINN Einar Olgcirsson. til fulls, — svo er og anð- kommúnisminn í dag yfirskyn hjins harðsvíraða auðhringa- valds til þess að Ieggja undir sig Island til fulls, — eigi að- eins til hættulegra herstöðva, heldur og að innlima það efna- hagslcga og stjórnmálalega í al- riki auðvaldsins í Vestur-Ev- rópu. Islenzkt auðvald treystir þannig fyrst og fremst á erlent auðvald — „efnahagsráöstafan- ir“ þess og áróðurskerfi — sér til fulltingis og reynir að feta í fótspor þess um stjórnmála- ráðstafanir gegn lýðræði, þing- ræði og þjóðfrelsi. En íslcnzk alþýöa verður fyrst og fremst að trcjsta á sjálfa sig. Hiín á að vísu vini í vinnandi stéttum erlendis, sem reynast henni vel í raun, svo sem aðstoð í erfiöum j’crk- föllum eða hin virka samtið Sövétríkjanna gegn iöndunar- banni Breta sýndu. En það að b jarga íslenzku lýðræði og vernda sjálfstæði vort, það get- ur aðcins verið verk íslenzkr- ar alþýðu sjálfrar, rctt eins og endanleg frelsun hennar af oki auðvaldsins verður að vera hennar eigið verk, ef vel á að vera. Hagsmunir íslenzkrar alþýðu knýja hana til samstöðu og baráttu, — hvernig sem reynt er að eitra hluta af íslenzkum verkalýðssamtökum með and- kommúnisma og lama í stéltabaráttunni. Verkamenn og aðrir lauriþegar, bændur og borri annai’S millistéttafólks hefur fengið að kenna á vægð- arlausri lífskjaraskerðingu auð- valdsins undanfarið og reynt að forða sér frá skortinum með því að sökkva á kaf í vinnu- þrældóminn, — þeir, sem það gátu. Kaupgeta tímakaups lægst launuðd verkamanna er nú 13% lægft en 1959 (eða b'ka 1945!), þótt nokkrar grein- ar verkamariha hafi sloppið -'!ð minni lækkun. Og hjá h-^ndum í súmum sýslum fara ; rstekjum aC landbúnaði niður í 40 þúsund Krónur. — Þannig verður ýmist/ vinnuþrældómur, kiararýrnun ‘eða sár fátó-kt I?. hlutskipti alþýðufólks, þegar heildartekjur þjóðárinnar eru meiri en nokkru sinni fyrr og tæknibylting í síldveiðunum veldur mestu uppgripum, sem Islandssagan hefur þekkt, — en auðvaldið ekki kann að hag- nýta. Samstaðan í stéttabaráttunni er fyrsta boðorð verkalýðs- hreyfingarinr.ar, — drengileg samhjálp allra verklýðssam- taka til að sigra auðvaldið. Og kjörorðið „allir fyrir einn og einn fyrir alla“ — á ekki að þýða „Dagsbrún fyrir alla“ I verkfalli eins og svo oft hingað til, heldur framar öllu öðru hitt: að öll verklýðsstéttin, all- ir launþegar, eigi að standa allir sem einn gegn auðvaldinu og flokkum þess í kosningabar- áttunni sem er jafn þýðingar- mikill þáttur stéttabaráttunnar og verkfallsbaráttan. Lífið mun kenna þeim hluta launþeganna, sem enn ekki skilur það, nauðsyn samstöð- unnar í stéttabaráttunni. En lífið er oft harður skóli. Það væri betra fyrir þetta fólk að læra þetta strax af dýrkeyptri reynslu annarra. En tvennt er það þar að auki, sem allri íslenzkri alþýðu þarf að skiljast sem fyrst, ef hún á að valda því sögulega hlut- verki, sem þróun Islands legg- ur henni á herðar: 1 fyrsta lagi að ná ríkisvald- inu undan áhrifum harðsvírað- asta hluta auðmannastéttar- innar, þess er stendur í nán- ustu sambandi við erlent auð- vald, og beita því ríkisvaldi i samráði við öll önnur öfl lýð- ræðis og þjóðfrelsis með þjóð- inni til þess að tryggja lýð- réttindin og sjálfstæðið, aflétta vinnuþrældómnum, stórbæta lífskjör alþýðu með rétt- látri skiptingu þjóðartekn- anna, og eflingu ís- lenzks atvinnulífs á grundvelli efnahagslegs sjálfstæðis, sér- staklega með fullvinnslu ís- lcnzkra afurða hér heima. 1 öðru lagi að veita íslenzkri þjóð þá andlegu rdisn og póli- tísku forustu, sem þarf tii þess að þjarga þjóðarerfð og þjóðar- menningu gegnum brimboða ís- lenzka auðvaldsskipulagsins og sjálfsforræði þjóðarinnar úr sogandi hringiðu alþjóöaauö- valdsins, — og nýskapa síðan þjóðfélag vort á grundvelli ís- lenzks lýðræðis og þjóðfrelslis, manngildis og menningar, og þeirrar samvinnu og sameignar, er einnig veitir rúm þjóðhollu einstaklingsframtaki. Og kraft- inn til að valda þessu verkefni: veita slíka reisn og slíka for- ustu getur aðcins sósíalisminn og sósíalistísk verklýðshrcyf- ing gefið íslenzkrl alþýðu. Það sannar reynslan nú þeg- ar. III Sósíalisminn skóp reisn þess- arar aldar á Islandi. Hann var hin stríðandi stefna, er hóf al- þýðuna til sjálfstrausts og sóknar. Hann var undiraldan að einni rismestu menningar- hreyfingu Islandssögunnar. — Þannig var það og þjóðfrelsis- hreyfingin, sem skóp reisn 19. aldarinnar eigi sízt í bókmennt- um og stjórnmálum, þó hún sigraði eigi fyrr en eftir að öldinni lauk. Sósíalisminn og verklýðs- hreyfingin hófu þrautpínda al- þýðu aldamótaáranna upp til þess stríðandi verkalýðs, er háði hetjubaráttu sína á kreppuárunum við auðvald og eymd, — og sigraði 1942 með þeirri lífskjarabyltingu, er um- hverfði eymdinni í bjargálnir nútímans. En í tvo áratugi hef- ur aibýðan orðið að standa í harðvítugri vöm fyrir þeim lífskjörum — og orðið að horfa á þau rýrð, af því auðvaldið hélt ríkisvaldinu og heldur því nú harðvítugar en nokkru sinni fyrr. Sósíalisminn var hugsjóna- stefnan, sem hreif mestu snill- inga þjóðarinnar í bókmennta- heiminum til baráttu. Stephan G. Stephanson og Þorsteinn Er- lingsson gerðust brautryðjendur hans um aldamótin. en síðan brauzt hann í gegn sem hin stríðandi stefna róttækustu skálda og rithöíunda með „Bréfi til Láru“ hjá Þórbergi, með stórfenglegum skáldsögum Halldórs Kiljans Laxness, með eggjandi ljóðum Jóhannesar úr Kötlum og myndaði með „Rauðum pennum“ og „Máli og menningu" þá breiðu, vold- ugu fylkingu íslenzkra mennta- manna undir forustu Kristins E. Andréssonar sem í aldarfjórð- ung hefur sett slíkan svip á menntalíf Islands að ljómi stendur af því um Evrópu, — svo sem eitt sinn forðum — sá bjarmi frægðar og snilldar, sem engin lágkúra auðvaldsins né spilling hernámsins fá byrgt. Stórhugur sósíalismans, er einkennir Sósíalistaflokkinn megnaði að knýja borgara- flokkana til mestu framfaraá- taka £ íslenzkum þjóðmálum á þessari öld: Sósíalistaflokkurinn mynd- aði með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum það bandalag lýðveldisflokkanna 30. nóv. 1943, er ákvað og fram- kvæmdi stofnun lýðveldis á Is- landi 17. júní 1944. Sósíalistaflokkurinn myndaði með Sjálfstæðisflokknum þá nýsköpunarstjóm, er lagði grundvöllinn að þeirri tækni- legu umsköpun og endumýjun framleiðslulífsins, sem afkoma Islendinga enn byggir á að mestu. Og svo langt tókst þá að knýja sömu flokkana, sem nú eru sokknir í nato-fenið, fram í þjóðfrelsisbaráttu, að þeir neit- uðu Bandaríkjunum um 99 ára herstöðvar á Islandi. Sósíalistaflokkurinn mynd- aði sem aðili að Alþýðubanda- laginu, vinstri stjómina með Framsókn og enn á ný tókst að reisa þióðina til hinna vold- ugu átaka landheigismálsins við sjálfan brezka jötuninn — og sigra hann, ef ei hefði verið svikið innan frá síðar. En þessir sömu borgaraflokk- ar, sem í fylgd með Sósíalista- flokknum vinna afrek í örlaga- málum Islands, sökkva sér nið- ur í arðrán á alþýðu og ánetj' un hjá erlendu auðvaldi, ef þeir sitja einir saman að stjóm, — eins og ömurleg „helminga- skiptastjóm“ þessara fésýslu- flokka 1950—56 sýndi bezt. ★ En nú reynir meir á það en nokkru sinni fyrr að Sósíalista- flokkurinn megni að veita þjóð- inni þá forustu er þarf til þess að vinna hvorttveggja: forða alþýðunni frá einræði auð- valdsins — og forða Islandi frá því að lenda í klóm Efnahags- bandalagsins. Og til þess að vinna þetta tvennt er ekki nóg að afstýra aðeins illum örlög- um. Slíkt verður ekki gert nema með sigri jákvæðrar stefnu. Þrennt er það, sem þarf að einkenna slíka stefnu: 1. Undirstaða hennar er máttur sósíalistískrar verklýðs- hreyíingar, er megnar að sigra í kaupgjaldsbaráttu: bæta lífs- kjörin og afnema vinnuþræl- dóminn og varðveita ávexti þess sigurs eftir pólitískum leiðum. Slík voldug verklýðs- hreyfing fylkir um sig þeim launþegum, sem eiga allt sitt undir afli verklýðssamtakanna, — og skapar samstarf við bændastétt landsins. 2. Eðli slíkrar stefnu er það víðsýni, er megnar að fylkja saman til sköpunar og trygg- ingar efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar hinum ýmsu stétt- um og flokkum landsins. Til þess að byggja upp traust „velferðarríki" efnahagslega sjálfstæðs Islands, þarf verka- lýðurinn og aðrar launþega- stéttir að taka höndum saman við samvinnuhreyfinguna og þjóðholla atvinnurekendur, er varðveita vilja efnahagslegt sjálfstæði vort. um áætlunar- búskap er hafi og rúm fyrir einstaklingsframtakið. En það er nauðsynlegt að minnast bess að án þeirrar hugsjónar að þjóna vinnandi stéttunum, er ætíð hætta á að samvinnuhreyfingin, — sem sjálf er í eðli sínu einn þáttur sósialismans, — sökkvi niður í braskfen Olíufélagsins. Og at- vinnurekendum, — sem trúa á einstaklingsframtak, en vilja þó efnahagslegt sjálfstæði og fram- farir, m.a. á grundvelli full- vinnslu íslenzkra afurða, — er hollt að hugleiða að án þess máttar, sem víðfeðma samtök vinnandi stétta eru, þá verða þeir erlendum einokunarhring- um að bráð, svo sem nú er stefnt að.* 3. Slík stefna þarf að tileinka sér þá reisn, sem Island hefur átt mesta. Forfeðrum vorum þeim, er fyrir þúsund árum töldu ekki eftir sér að hafa sambönd austur til Garðaííkis og Miklagarðs og vestur til Vínlands á farartækjum beirTa tíma, myndi þykja vér ættlerar, ef vér treystum okkur ekki til bess á undraöld tækninnar að annast jafnt viðskiptasambönd í Vesturheim og Suðurálfu sem Austurveg, ef hrokafullir auð- kóngar Evrópu neituðu oss um viðskipti við þá, nema fá sjálf- ir að stjórna efnahagsmálum vorum frá „íslandskontór í Brussel." — Og eigi myndu þeir Islendingar, er neituðu flotastöð í Grímsey fyrir rúm- um niu öldum, hafa þolað dáta- draslið á Miðnesheiði, sízt með hættunni af helrykinu, er fylgir því. Ef sú stefna tekur um stjórnvöl Islands, sem afstýrir einræði og innlimun, en gerir lýðræði og þjóðfrelsi Islendinga eins raunhæft í framkvæmd og brautryðjendur frelsis vors hugsuðu sér það, — þá mun slíka þjóðfrelsisstefnu eigi heldur skorta endurhljóm í bókmenntum vorum og listum, heldur þvert á móti hefja þjóð- menningu Islands á nýtt og hærra stig. Þær alþingiskosningar, er fram fara á þessu ári og undir- búningurinn undir þær ráða ör- lögum Islands í þessum efnum. Látum óheillaártöl Islandssög- unnar vara oss við. 1262 gekk meirihluti Islands undir erlend- an konung, 1264 Island allt. Al- þýðan var þá orðin háð höfð- ingjunum og fékk ei viðnám veitt, þrátt fyrir góðan vilja. Nú á Island alþýðusamtök, — pólitísk og fagleg — og nú verða þau að sigra. Ef íslenzk alþýða magnar svo mátt sinn að hún frelsi sjálfa sig úr viðjum auðvaldsskipu- lagsíins, vinnuþrældómi þess og vaxandi arðráni, þá mun hún og frelsa ísland. A því er eng- inn efi, — og að þvi mun koma. En jafnvel þó kraftur hennar, kynngi og réisn nægi enn ektít til þess að hún frelsi sjálfa sig til fulls úr viðjum auðvalds- ins, — þá getur þó reisn hennar nægt tii þess að reisa svo aðra, — máttur hennar megnað að magna svo aðra, að íslandi verði forðað frá einræði auðvalds og innlimun i er- lcnt auðkóngariki. Svipuðu hefur kraftur hennar áorkað áður fyrr á þessarl öld. Uppspretta þessa kraftar, afl- vaki þessarar reisnar alþýð- unnar, hefur verið Sósíalista- flokkurinn og hugsjón hans, sósíalisminn (og sósíalisminn: það er uppreisn allra kúgaðra stétta og þjóða, sameinaðra * einn farveg: þann að fram- kvæma draumsjónina um sam- eignarþjóðfélag jafnaðarins, þar sem stéttir og stéttamunur og stríð eru ekki lengur til, fátækt og vanþekkingu útrýmt, — þar sem mennimir eru að lokum frjálsir, eigi aðeins undan arð- ráni yfirstétta og yfirþjóða. heldur og undan fargi alls rík- isvalds) Alþýðan og Island hafa því aldreí átt eins mikið og nú und- ‘ir tryggð Sósíalistaflokksins við hugsjón sfna, því það er hún sem hefur gefið honum sið- ferðilegan mátt til þeirrar for- ustu, sem hann hefur haft í þjóðlífi voru, þrátt fyrir and- kommúnisma og auðvald — og undir víðsýni hans, því í krafti þess hefur honum tekizt að fylkja hinum ólíkustu öflum saman á hinum ýmsu skeiðum. til þess að vinna þau verk. sem lslandi reið allra 'mest á. — Og svo þarf að verða enn. IV Þótt íslenzk alþýða þurfi nú að verjast einræði auðvalds oe bjóð vor að standa á verði gegn *Ég hef í nýútkomnum Rét-i rætt allýtarlega „nokkur úr- ræði“ okkar sósíalista í efna- hagsmálum og endurtek það ekki hér. ----------------------SlÐA r innlimun í auðhringastórveldi, — þá gengur þróunin i veröld- inni hratt og öruggt í rétta átt: til þjóðfrelsis og sósíalisma. Heimsbylting undirokaðra þjóða gegn nýlendukúguninni .heldur áfram. Fjölmörg ný Afr- íkuríki hafa öðlazt stjórnarfars- legt sjálfstæði. Önnur, sem áð- ur höfðu náð því marki, búa sig nú til harðrar baráttu fyr- ir efnahagslegu sjálfstæði sínu gagnvart auðhringunum. En margar þjóðir, svo sem hraust- ir íbúar Angólu, heyja enn frelsisstríð sitt við ríki Atl- anzhafsbandalagsins, þessa samsæris nýlendukúgararma. Og sumir heir, sem frjálsir urðu á árinu, — svo sem Serk- ir, eftir sjö ára frelsisstríð við franskan her, vopnaðan af Atlanzhafsbandalaginu, — erfðu frá evrópsku kúgurunum at- vinnuleysi og eymd, sem öllum mætti þjóðarinnar er nú ein- beitt að að bæta úr. En oss Islendingum er bað sorg og smán að land vort skuli enn vera í tengslum við þetta Atlanzhafsbandalag ný- lendukúgaranna. Þróun sósíalismans heldur á- fram með risaskrefum. Auð- valdið er löngu orðið ófært um að stöðva þá göngu. Tæknilegir yfirburðir sósíalismans á ýms- um sviðum, svo sem í geim- ferðum Sovétborgaranna tveggja í ágúst í sumar. verða æ meiri, þannig að sjálf auð- valdsrikin komast ekki hjá að viðurkenna bað. Yngsta ríki sósíalismans í veröldinni, Kúba. dafnar vel við bæjardyr auðjötunsins — og virðist Golíat auðsins vera öllu órórra innanbrjósts en hraust- um Davíð alþýðunnar. Samúð Islendinga reis hátt með stríðandi og frjálsri al- þýðu Kúbu á fundinum mikla í Háskólabíói 28. október, þegar Magnús Kjartansson skýrði frá för sinni þangað og fyrsta byltingarkvikmyndin um Kúbu var sýnd. Þá höfðu menn og upplifað það nokkra stund að standa á yztu brún kjamorkustríðs. Það var viturleg framkoma Sovét- stjórnarinnar gagnvart ofstopa ameríska auðvaldsins, sem þá forðaði veröldinni frá tortím- ingu í kjamorkubáli. Á þeim augnablikum fundu menn hvar ábyrgðartilfinning- in fyrir lífi mannkynsins er, — hjá framherjum sósíalismans, — og hve óþolandi það er til lengdar að eiga lífið á jörðinni í greipum auðjötna. hamstola af valdagimd og peningasýki. Alþjóðaþróunin 1962 sýnir öllum hugsandi mönnum að langsamlega mikilvægasta mál mannkynsins í dag er trygging friðarins, — það að hindra hina ágengu auðhringi heims. sem ráða vopnaframleiðslu auð- valdslandanna og stórgræða á henni, í þvi að hleypa af stað nýju heimsstríði. Þessir feigu, ofstækisfullu auðdrottnar og þjónar þeirra sjá nú völd sín í veröldinni rýma með degi hverjum. Og þá er hættan að þeir í ofboði eða jafnvel af slysni vinni það óhappaverk að hleypa kjamorkustyrjöld af stað, eins og þeir voru næstum búnir að gera út af Kúbu. Og allt kennir þetta oss ís- lendingum eitt: Vér eigum að slíta því hemaðarbandalagi, sem vér illu heilli höfum álp- azt í með auðvaldi heimsins — og varast framar öllu að láta hið nýja auðhringaríki Vestur- Evrópu gleypa okkur. Frjálsir og sjálfstæðir eigum við að stýra landi voru og stjórna því einvörðungu með hag þjóðar vorrar fyrir augum. Megi oss Islendingum auðn- ast að sameina beztu krafta þjóðarinnar í því skyni á kom- andi ári! Megi árið 1963 verða það sig- urár alþýðunnar og Islands, er bindur enda á völd afturhalds- ins og ítök erlends valds á Is- landi! Sósíalistaflokkurinn þakkar öllum flokksmönnum. velunnur- um og fylgjendum hinar mik'.u fómir, er þeir hafa fært í ár til þess að stækka Þjóðviljann og týgja hann nýjum tækjum. Sósíalistaflokkurinn sendir allri alþýðu Islands baráttu- kveðjur og óskar henni sigurs í átökunum, sem framundan eru. og ámar öllum Islendingum árs og friðar. Einar Olgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.