Þjóðviljinn - 30.12.1962, Blaðsíða 11
Suiinudagur 30, deseiriber 1962
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA
' * .' íi'' "< ■■
;
.O'-
«nwi
11 I
4
f
mm
ixxjxjx-ý/x
iiiii
„Göngum við í kringum . . . “ Hurðaskellir er kominn í heimsókn. (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason tók myndirnar).
Á 3. í jólum litum við inn á eitt af stærstu heimil-
unu:m í Reykjavík og áreiðanlega það barnflesta —
Laufásborg við Bergstaðastræti. Við höföum sumsé frétt
afi þar væri verið að fagna jólunum eins og á Öðnim
góðum heimilum í bænum og -----------'^i þessi ósköp að
fá að vera með og sjá hverni ' Tararnir halda
upp á jólin í sínum hóp .
Við læðumst inn, óboðnir
gestir, og búumst við að há-
vaði muni ví-sa okkur veginn
til rollinganna. En það ríkir
steinhljóð í þessa stóra húsi
og við erum lengi að ákveða
hvaða dyr séu vænlegastar inn-
göngu. Lokst ráðumst við ó
einar og komum þá inn í
myrkvaða stofu. „Uss, uss, það
er bíó“ — og bömin sitja stillt
og hljóð á gólfinu og fylgjast
með því sem er að gerast á
tjaldinu. Ahuginn skín úr
hverju andliti.
Við hittum Þórhildi Ölafs-
dóttur forstöðukonu niðrí kjall-
ara og berum upp erindið:
hvort við megum mynda krakk-
ana hennar. Það er ekki nema
sjálfsagt, en við verðum að
bíða meðan bfóið er — hvort
við viljum ekki kaffi á meðan.
Og svo er setzt að kaffi og
rjómaitrtu og allskyns smá-
kökum eins og á öðrum fyrir-
myndar íslenzkum heimilum
um jólin. Bömin eru búin að
drekka og dansa kringum jóla-
tréð — bráðum kemur jóla-
sveinninn.
Og svo kemur hann og það
er aftur farið að dansa og
hann dansar með. „Hvað heit-
irðu, hvað heitirðu, jólasveinn?'*
kveður við úr öllum áttum.
„Hurðaskellir heiti ég“, segir
sá gamli, dimmri röddu „Hann
heitir Hurðaskellir hann skeil-
ir hurðunum" kalla bömin. En
einn strákur úr sex ára deild-
inni þykist þó vita betur: „Iss,
þetta er bara kona, haldiði ég
sjái það ekki á stígvélunum
hans", segir hann við okkur.
Sumir eru hræddir við kari-
inn og tveir snáðar flýja fram
á gang. „Þetta er bara hún
dilar fáanlegar tegundir
ATiL: OPIÐ ALLAN SUNNUDAGINN
London
Austurstræti 14 — Sími 14260.
Ása“, segir Þórhildur við þá.
En það er alveg sama. Þeir
vilja ekki sjá þennan karl.
En flestir fagna Hurðaskeiii
af heilum hug og flykkjast
kringum hann. Hann er líká
með stóran poka á bakinu.
„Hvað er í pokanum, Hurða-
skellir?" Það kemur brátt í ljós.
Pokinn er fullur af eplum. Það
eru nóg epli handa öllum
krökkunum. Einn strákurinn,
sem heitir Gunnar, hefur ver-
ið svo forsjáll að taka með
sér kerti að heiman til að gefa
jólasveininum í staðinn. Mikið
var Hurðaskellir ánægður. Svo
kveður hann og bomm! hurðin
skellur fast á eftir honum. Það
er mikið hlegið og klappað. Og
svo er aftur farið að ganga
kringum tréð.
Við þökkum kærlega fyrir
skemmtunina! vh
..
■’ ' :
• '
ZMM
.íf?-'
Þau voru kotroskin, þessi, en ekki alveg Iaus við tortryggni
gegu manninum með Ijósglampana
Gamlir áramótasiBir
Eins og við vitum var í gamJa
daga ýmis hjátrú tengd nýárs-
nótt og af því við viljum gjarn-
an vera þjóðleg og viðhalda
gömlum siðum og' venjum þyk-
ir rétt að rifja sumt af þessu
lítillega upp hér f bæt.tinum í
dag.
Búrdrifa
Búrdrifan er all merkilegt fyrir-
brigði, en samkvæmt Jóni
Árnasyni er hún „hrím það.
sem forðum féll á nýársnótt á
búrgólfið hjá húsfreyju, því
þær létu þá standa opna búr-
gluggana. Hrím þetta var lík-
ast lausamjöll, hvítt á lit, smá-
gert og bragðsætt, en sást
hvorki né náðist nema í myrkri,
og var allt horfið, þegar dagur
rann á nýársmorgun. Húsfreyj-
ur þær, sem vildu safna búr-
drífunni, fóru svo að þvf, að
þær settu pott úr brynjumálmi
á mitt búrgólfið, létu yfir hann
síugrind með krossspelum yfir,
og gat þá búrdrífan ekki komizt
út aftur um opið, sem var kross-
myndað. Sumir segja, að hús-
mæðurnar væru sjálfar f búr-
inu alla nýársnótt, meðan búr-
drífan féll; en þegar potturinn
væri orðinn fullur, hafi þær
látið yfir hann krosstréð, svo
drífan gæti ekki komizt upp
úr honum, og er sú sögusögn
öll líklegri. En búrdrífunni
átti að fylgja einstök búsæla
og búdrýgindi".
Mynd í spegli
Þá á að vera hægt að sjá
konuefni sitt eða mannsefni ó
gamlárskvöld með því að horfa
í spegil í almyrku herbergi.
Enginn annar má vera við-
staddur né vita um þetta.
Fyrst á að hafa yfir töfra-
þulu, og taka þá að koma fram
þokukenndar kynjamyndir f
spegilinn, síðan kemur fram
hönd með hníf eða eitthvert
annað vopn. Hún á að koma
fram þrisvar. Seinast fara
myndirnar í speglinum að skýr-
ast, og loks kemur hin rétta
mynd, sem sést aðeins nokkrar
sekúndur, en svo hverfur alit.
Alfaboð
Þá var það lengi siður að
bjóða álfum heim á nýársnótí.
Sópaði þá húsfreyja bæinn
horna á milli og setti ljós í
hvem krók og kima, svo hvergi
bæri skugga á. Gekk hún síðan
út, sumir segja þrem sinnum
og mælti: „Komi þeir sem
koma vilja, veri þeir sem vera
, vilja, og fari þeir sem fara
vilja mér og mínum að meina-
lausu“. Ef fáir voru heima
þessa nótt áttu álfamir það til
að koma í bæina með vistir og
vínföng, söng og dans og hljóð-
færaslátt. Varð þá sá, er heima
var að gæta þess að gefa sig
á engan hátt 1 leik með huldu-
fólkinu, en tækist honum í
morgunsárið að hræða fólkið í
burtu með að kalla: „Guði sé
lof, dagur er á lofti“ eða eitt-
hvað því um líkt, þaut það burt
frá öllum munaðarvörunum og
gat þá heimamaður eignazt
þær.
Kros^götur
Útisetur á krossgötum þóttu
ákaflega vænlegar á nýárs-
nótt. Þær töldust upphaflega til
galdra og fordæðuskapar, en
urðu síðar meir nátengdar álfa-
trúnni og voru framdar eins
og segir í þjóðsögum Jóns
Árnasonar:
„Sá, sem ætlaði sér að sitja
úti til frétta þurfti að búa sig
út á gamlárskvöld og hafa með
sér gráan kött, grátt gæru-
skinn, rostungshúð eða öldungs-
húð og öxi. Með þetta allt
skyldi særingamaður fara út á
krossgötur, sem lægju allar hver
um sig beina leið og án þess
að slitna til fjögra kirkna. Á
gatnamótunum sjálfum skal
særingamaður liggja. breiða
vel yfir sig húðína og bregða
henni af líkamanum, öxinni
ar svo ekkert standi útundan
henni af ylíkamanum. Öxinni
skal hann halda milli handa
sér, einblina í eggina og Iíta
hvorki til hægri né vinstri,
hvað sem fyrir hann ber, né
heldur anza einu orði, þó á
hann sé yrt. í þessum stelling-
Framhald á 13. síðu.
ANDRES OND KYNNIR
KRAKKAMYNDIRNAR
Já, ég er kominn aftur, og
sæl verið þið.
Ég varð fyrir reglulegum
vonbrigðum að kvikmyndahús-
in skyldu ekki vanda sig meir
og sýna betri myndir fyrir
okkur um jólin og nýárið. Það
er vissulega skömm að því að
ekki skuli vera tekið meira
tillit til krakkanna, sem fylla
þó bíóin á hverjum sunnudegi.
Það eru yfirleitt gamlar mynd-
ir sem verið er að sýna okkur
nema teiknimyndasöfn í nokkr-
um bíóanna, sem sagt er að
séu ný.
Þessi teikni- og smámynda-
söfn eru í Gamla bíó. I blíðu
og , stríðu með Tom og Jerry.
kettinum og músinni, sem þið
þekkið víst flest, í Austurbæj-
arbíó, Laugarásbíó. Stjömubió
(Kátir voru karlar) og f Nýja
bíó (smámjmdasyrpan Höldum
gleði hátt á loft).
I Hafnarfjarðarbíó og Tóna-
bíó eru eldgamlar myndir.
Hrói höttur og Peningafalsar-
arnir. Gömlu kunningjamir
okkar, þeir Abbott og Costelló
eru í Bæjarbíó í dag í Flæk-
ingarnir og á nýársdag í í t)t-
lendingaherdeildinnl. I Há-
skólabíó er nokkuð skemmti-
leg gamanmynd, Sonur Indíána-
banans, með Bob Hope og Roy
Rogers, og einn kostur er við
hana umfram margar aðrar:
hún hefur ekki verið sýnd hér
ótal sinnum áður. I Kópavogs-
bíó er sýnd sama myndin fyrir
krakka og fullorðna:A grænni
grein og hún er þó nokkuð
skemmtileg.
Allar þessar myndir, sem ég
hef nefnt, eru sýndar bæði f
dag og á nýársdag klukkan 3,
nema myndin í Laugarásbió,
hún er klukkan 3 í dag, en kl.
2 á nýársdag. I Tjarnarbæ er
nú verið að sýna óperu svo
þar er ekkert bíó kl. 3, en
góð kínversk sirkusmynd kl.
5. Og svo vitið þið náttúrulega
öll að leikritið Dýrin f Hálsa-
skógi er í Þjóðleikhúsinu.
Ég vona sannarlega, að bíó-
in fari að taka sig á og velja
betri myndir fyrir okkur krakk-
ana og helzt eiga þau að láta
tal á íslenzku inn á þær svo
við skiljum allt sem fram fer.
Megum við búast við að þetta
komist í betra lag á nýja ár-
inu?
Verið þið svo blessuð f bili
og gleðilegt nýtt ár!
Andrés.
f