Þjóðviljinn - 15.01.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 15.01.1963, Page 1
Verkakonur og karlar á Akureyri Sameinist í eitt félag AKUREYRI 14/1 — Á aðalfundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, sem haldinn var sl. sunnudag, var lögð fram tillaga frá sameiginlegri nefnd Verkamannafélagsins og Verkakvennafélagsins Einingar um það, að þessi félög verði sameinuð í eitt verkalýðsfélag, og verði nafn þess Verkalýðs- félagið Eining. Stjórnir beggja félaganna höfðu fjallað um tillöguna og samþykk't hana báðar fyrir sitt leyti. Fundurinn samþykkti sameininguna samhljóða með vissum skilyrðum.-Sjá 12. síðu.) ! ! ! KviknaBi í sildar- verksmiBju Akranesi 14/1. — Um fimni leytið síðdegis á sunnudag kviknaði í spenmstöð í Síidar- og fiskimjölsverk- smið.ju Akraness. Talið er, að íkviknunin hafi orðið vegna of mikils álags a rafkerfinu; urðu á því tals- verðar skemmdir og hefur verið unnið að viðgerðum sl. sólarhring. Af þessum sökum hefur síldarmóttaka verksmiiðj- unnar stöðvast, en vonir standa til, að hún geti haf- izt aftur í nótt eða á morg- un. Hér við bryggju bíða bát- ar með um 5000 tunnur eft- ir losun og um 25 þús. tunnur eru í þróm. Og einn bruninn enn Um klukkan 3 í dag var slökkvilið Akrancsss kvatt að Kirkjubraut 36 .Þar hafði kviknað í gömlum timburskúr, sem stóð við hsúið. Brann skúrinn Oil kaldra kola, en húsið skemmdist ekki. — GMJ Á myndinni Iaugardaginn sérs uppsláttur Morgunblaðsins um Gabormálið á og til hliðar er rammafrétt þess um sama mál, sem birtist í sunnudagsblaðinu. Morgunblaðið til flóttamann S.l. laugardag gerði Morgunblaðið enn eina til- raun til að búa til pólitískan flóttamann á íslandi. Æsifréttir Moggans í þessum dúr eru frægar að endemum á undanförnum árum, en málin hafa jafnan snúizt svo að Mogginn hefur misst glæp- inn. „Flóttamenn“ Morgunblaðsins hafa snúið heim til hinnar ógurlegu kúgunar í löndum sósí- alismans eftir skamma dvöl á íslandi, eða þeir hafa bara alls ekki verið neinir flóttamenn. Ungverski frjálsíþróttaþjálfar- inn Simonyi Gabor er íslenzkum íþróttamönnum að góðu kunnur. Hann hefur starfað hér áður í samtals 24 mánuði með nokkrum hléum og getið sér hið bezta orð sem íþróttaþjálfari og fyrir prúðmannlega framkomu. ÍR hefur átt í samningaum- leitunum við ungversku frjáls- íþróttasamtökin í því skyni að fá Gabor enn einu sinni hingað til að þjálfa frjálsíþróttamenn. Málið var afgreitt á jákvæðan hátt, og Gabor fékk vegabréfs- áritun ungverskra stjómarvalda til lV2 árs fyrir alla fjölskyld- una. Gabor var ráðinn til kennslu hjá ÍR n.k. vor, en þegar leyfið fékkst nú fyrir skömmu, álcvað hann að fara strax til Is- lands og leita sér atvinnu þar, enda mátti hann eiga það víst að íslenzkir frjálsíþróttamenn myndu vilja nota sér leiðbein- ingar hans. „Flóttamaður“ Moggans En þegar Gabor-fjölskyldan er á leið til Islands, verður heldur betur til „flóttamaður“ á forsíðu Morgunblaðsins; „Simonyi Gabor mun í dag koma til Islands á- samt fjölskyldu sinni og biðjast hér landvistar fyrir sig og fjöl- skyldu sína“. Það sem gerist er það að Gabor biður danska Frjálsíþróttasambandið að spyrj- Framhald á 8. síðu. NAMMINAMM1NAMM Stendur gegn hækkuðu síldarverði Á sama tíma og síldveiðar hafa tafizt stórlega vegna þess að skipin hafa orðið að bíða í höfnum, stundum dögum saman, og meginið af síldinni er sett í gúanóframleiðslu fyrir lágmarksverð, hefur ríkisstjómin neitað um leyfi til að flytja út ísaða og frysta síld fyrir mun hærra verð en greitt hefur verið að undanförnu. Þetta er furðuleg staðreynd en sönn engu að síður. f haust gekk fyrirtækið „fs- lenzkur fiskur“ frá samningi við fyrirtækið „Segfisch“ í Ham- borg um kaup á isaðri suður- landssíld. Vildi hið þýska fyrir- tæki kaupa 10.000 tonn á ári og bauðst tii að greiða 3 kr. fyrir kílóið fob. á íslandi fyrir stærri síld, 3—5 stk í kílói, og kr. 2,60 fob fyrir smærri sld, 5—7 stk. í kílóinu. Verð það sem bátarnir fá nú fyrir ísaða síld mun vera kr. 1.57 fyr- ir kílóið. en allur þorri síldar- irinar íer í gúanó fyrir 77 aura kílóið Það ífylgdi samn- ingnum að íslenzk skip skyldu ganga fyrir með flutninga, einnig hefðu íslendingar getað annazt flutningana með leiguskipum og hagnazt á þeim einnig. En ríkisstjórnin neitaði að fall- ast á þennan viðskiptasamning. Ástæðan mun vera sú að rík- isstjórnin vildi láta íslenzku tog- arafélögin hafa einkarétt á þvi að kaupa hér ísaða slld til út- flutnings og hugsaði gróðann af þeim viðskiptum sem eins- konar styrk til togaraútgerðar- innar! Ef fallizt hefði verið á þýzka tilboðið hefði orðið að hækka verðið til bátanna, út- vegsmanna og sjómanna. og þá hefði gróði útflytjendanna skerzt sem því nam. Og tll þess að koma í veg fyrir að útvegsmenn og sjómenn fengju hærra verð kaus ríkisstjórnin heldur að láta bátana bíða og síldina fara í gúanó! Einokun vernduð Um svipað leyti gerði fyrir- tækið „íslenzkur fiskur“ annan samning við „Seefisch“ Ham- borg. Var þar gert ráð fyrir sölu á 9.000 tonnum af frystri síld Frambald á 3. síðu. Stjórnarkjörinu í SR lýkur senn Það var heldur betur aflahrota hjá landliðinu í Sjómannafélagi Reykjavíkur um helgina. Við nefnum þessa sem greiddu at- kvæði við stjói-narkjörið: Gunn- ar Kragh, línumaður hjá pósti og síma. Björn Guðmundsson birgðavörður hjá Ríkisskip. Jón Steinþórsson skrifari í Austur- skála (Eimskip). Kristleifur Ein- arsson 2. stýrimaður á Tungu- fossi. Árni Ólafsson útvarpsvirki, forstjóri, Sólvallagötu 27. Garð- ar Þorsteinsson stýrimaður hjá Ríkisskip. Jón Sigurðsson hús- gagnasmiður Garðsenda 1. Magn- ús Þórðarson sótari. Aðalsteinn Snæbjörnsson útkastari í Al- þýðuhúsinu, og útkeyrslubíistjóri hjá Trésmiðjunni Víði. Sigurjón Kildibrandsson verkstjóri. Sig- urður Halldórsson flokksstjóri, lijá Reykjavíkurhöfn um 20—30 ára skeið. Ólafur Sigurjónsson verkstjóri hjá jarðborunum rík- isins. Sjómenn! Stjómarkjörinu í félagi ykkar lýkur senn. Herðið róðurinn gegn landlinðu og gerð- ardómsmönnum! Kosið er kl. 10—12 árdegis og 3—6 síðdegis. •fc Það freyddi um muunvikin -k á ljósmyndaranum þegar ic hann tók þessa mynd og mik- •jr ið átti hann bágt með hend- -fr umar á sér. Það sem við sjá- um er nefnilega einhver -fc mesta kjarnafæða og lostæti, it sem til er, — sigánn fiskur. -k (Ljósm. Þjóðv. G. O.), íhalds- aðför Kosið var í Verkalýðs- félagi Borgamess um helgina. Kosningin var mjög harðsótt og tefldi íhaldið fram öllu sínu liði og hefur vart annað eins sézt nema þá helzt í alþingiskosningum. Jafnframt sendu þeir B- listamenn út dreifibréf í nafni félagsins til þess að villa um fyrir kjós- endum. Er sú framkoma þeirra hvarvetna for- dæmd. I dreifibréfinu bar mest á þvi, rnenn voru hvattir til þess að kjósa lýðræði, frelsi og framtak eins og það væri eitthvert einka- mál þeirra sem að B-listanum stóðu. Mátti af dreifibréfi þessu skilja, að lýðræði og frelsi myndu líða undir lok, ef sá hóp- ur stéttvísra verkamanna er að lista stjómar- og trúnaðar- mannaráðs stendur hefði betur í kosningunum. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listi, listi stjómar- og trúnaðarmannaráðs, fékk 82 at- kvæði, en B-listinn, sem borinn var fram af Kristjáni Gestsssyni cg Friðriki Baldvinssyni fékk einnig 82 atkvæði. 3 seðlar voru auðir. Við stjómkjör 1962 fékk A-listinn 81 atkvæði en B-list- inn 73. Við því er búizt, að kosning- ur.a verði að endurtaka áður en langt um líður og er þess að vænta, að allur þorri stéttvísra verkamanna setji hagsmuni fé- lagsins ofar hagsmunum kenn- araliðsins í félaginu og fylki sér fast um hina dugmiklu stjóm Guðmundar Sigurðssonar og fé- laga hans, sem hefur hrifið fé- lagið úr þeim öldudal er það var í undir leiðsögn þeirra ir.anna, sem nú telja sig mái- svara frelsis og lýðræðis. Á sín- um tíma stjómuðu þeir félaginu þannig, að þegar núverandi stjórn tók við var ekkert prent- aö eintak til af samningum fé- lagsins nema í vörzlu atvinnu- rekenda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.