Þjóðviljinn - 15.01.1963, Side 6

Þjóðviljinn - 15.01.1963, Side 6
0 SIÐA ÞJÓÐVILJINN ----------------------- |j Enskur stórglæpamaður segir Þriðjudagur 15. janúar 1963 BODINN HAR Breytileik öldugangsins lýs- ir Örn Arnarson í þessari snilldaryísu: Liggur blár í logni sær, lítill gári steina þvær, úfin bára byröing slær, boðinn hár til skýja nær. En lýsingar eins og þessar, þótt merkar séu, eru sjó- mönnum varla eins gagnlegar og þurrar tölur, sem segja, hversu háar öldurnar eru. Menn hafa fundið snjallar að- ferðir til þess að mæla öldu- hæðina, jafnt á rúmsjó sem á grunnsævi. Á skipum á rúmsjó eru höfð mælitæki, bæði eins, sitt hvorum megin á bol skipsins, auðvitað uncl- is sjávarmáli, og eru þau svo haganlega innréttuð, að ve)t- ingur skipsins og hreyfingar hafa engin áhrif á þá öldu- hæð, sem tækin sýna. Við ströndina er þetta miklu ein- faldara, þá er notað tæki, sem mælir brýstinginn á sjávarbotninum, en hann eykst um leið og bára fer yfir. Bæði á rúmsjó og grunn- sævi má gera þessi mæh- tæki síritandi, þannig að á blaði komi fram hver einasta bylgja, hæð hennar og tím- inn sem líður frá því að ein ríður yfir til þeirrar næstu. 1 hverju veðurskeyti frá veðurskipunum, sem hafast við á ákveðnum stöðum á Atlantshafi (Alfa, India o. s. frv.), eru svo þessar upplýs- ingar sendar. Auk ölduhæðar og öldutíma er skýrt frá þvi. úr hvaða átt sjógangurinn kemur. Til þess að lesendur fái hugmynd um háttalag At- lantsöldunnar, eins og þessi mælitæki sýna það, skal hér lýst nokkuð niðurstöðum af rannsóknum enska veður- skipsins' „Weathér Exp!örer“ mánuðina september—febrúar árin 1953, 1954 og 1959. Bylgjutíminn, sem líður meðan ein alda fer yfir, var nokkuð jafn, aldrei minni en 5 sekúndur, og aldrei meiri en 15 sekúndur. í 95 af hver j- um 100 tilvikum var þessi öldutími 7—11 sekúndur, og geta sjóveikir af þessu ráðið, hve tíðar óþægindahviður þeir fá í magann. ölduhæðin var afar breyti- leg aftur á móti, þó ekki minni en IV2 metri, en hún komst upp í 19 metra, og er þá reiknað frá öldudal ul öldufalds. Til samanburðnr má geta þess. að Engey er rúmir 15 m^t’- v á hæð og vesturhluti Viðeyjar rúmir 20 metrar. öldur sem þessar eru því engin smásmíði. En al- gengasta ölduhæðin var 4—7 metrar, viðlíka og hæð Akur- eyjar. Sumum kann að þykja eftir þessu, að örn Arnarson kveði fullsterkt að orði, að boðinn nái til skýja. En ekki er þeim láandi, sem er niðri í 20 metra djúpum öldudal, þótt hann taki svo til orða. Páll Bergþórsson. VebriÖ Sumstaðar nær 10. hver atvinnulaus Atvinnuleysið í Bretlandi hef- ur skipt þjóðinni í tvo ólíka hópa. I suðurhluta landsins er bjargáina fólk sem hefur tekjur sínar af nútímaiegum iðnaði, svo sem plastgerð, léttum véla- iðnaði og öðru siíku. En fyrir norðan Trent-fljót er önnur þjóð, gleðisnautt fólk í sótugum borgum sem ekki hef- ur aðrar tekjur en atvinnuleys- isstyrkinn og enginn verður hökufeitur af honum. Áður fyrr stóð vagga iðnbylt- ingarinnar í borgum Norður- Bretlands, í Manchester, Bolton, Liverpool, Newcastle og Glas- Héta íhaldinu að bjóða fram LONDON — Samtök í Bret- landi sem berjast gegn inn- göngu í Efnahagsbandlag Evr- ópu hafa í nýjársávarpi hótað að bjóða fram við næstu þing- kosningar ef ríkisstjórnin breyti ekki stefnu sinni í markaðs- málunum. Samtökin buðu fram mann við aukakosningar í South Dorset og sköpuðu með því svo mikla sundrung í liði íhalds- manna. að stjórnarflokkurinn tapaði þingsætinu til verka- mannaflokksins. gow. Úr verksmiðjum þessara borga streymdu vörur sem lögðu grundvöllinn að iðnaðarveldi Breta. En nú virðast skipum þeirra, vefnaðarvörum og stáli vera ofaukið í veröldinni. Um síðustu áramót voru um 600 þúsund verkamenn atvinnulaus- ir í þessum landshluta. Naumur styrkur í Liverpool einni saman eru 37 þúsund atvinnulausir. Venju- legur atvinnuleysingi með konu og þrjú börn fær um 8 hundr- uð krónur á viku til að sjá sér og sínum farborða. Tvisvar í viku neyðist hann til að standa í löngum biðröðum og bíða eftir vinnu sem alls ekki er fyrir hendi. Þetta er formsatriði sem allir atvinnuleysingjar verða að taka til greina ef þeir ætla sér að fá atvinnuleysisstyrk. ^ Til að drepa tímann og vinna sér inn smáskilding hafa marg- ir gripið til þess ráðs að þramma á milli húsa og selja bréíspjöld og aðra smámuni. Og fjölmennur her kraftalegra manna reikar um svæðið um- hverfis höfnina og tínir upp skran fyrir smávægilega borg- Ný höfuðborg í norðri? Sömu söguna er að segja um allt Norður-Bretland. 92 þúsund Skota er án vinnu. 1 Norðau*t- ur-Englandi eru 5,2 prósent at- vinnulaus. I sumum héruðum nær tala atvinnulausra níu prósentum. Yfirvöldin hafa hvað eftir annað gert tilraun til að fá iðn- fyrirtæki til að flytja starfsemi sína til þessara aumkvunar- verðu staða en árangur hefur enginn orðið. Vonleysisblær norðursins er ekki freistandi. Það getur farið svo að ríkis- stjórnin hugsi sig um tvisvar áður en hún vísar á bug til- lögu frá hagfræðingi einum í London. Hann hefur stungið upp á því að byggð verði ný og glæsileg höfuðborg á heið- um Yorkshires. Þar ætti þingið, konungsfjölskyldan og æðstu dómstólar að hafa aðsetur. Ef til vill myndi þá norðrið vinna þann sess serp það hafði á nítjándu öld. Aldurinn birtur líka Um tíma hafa konur í Ung- verjalandi lent áberandi minna í umferðarslysum en áður. Sér- fræðingar hafa nú skýrt frá á- stæðunni: Fyrir nokkru fóru blöðin að birta, auk nafnanna, aldur þeirra sem brutu um- ferðarreglumar. Glæpaverk þurfa áreynslu iðjusemi og einbeitingu! Enda þótt refsilög séu nú orðin miklu mannúðlegri en áð- ur fyrr og sálfræðingar hafi mjög reynt að grafast fyrir um, hvað leiði menn til glæpaverka, er í rauninni fjarska lítið vitað um sálarlíf afbrotamanna. Þetta er ástæðan til þess, að enski blaðamaðurinn Tony Parker ákvað að reyna að kynnast sjónarmiðum og hugs- unarhætti stórglæpamanns í London, sem hann hafði kynnzt. Samtöl þeirra voru hljóðrituð og var þeim síðan útvarpað um BBC-stöðina, og nýlega voru þau gefin út í bókarformi undir heitinu „Frelsi giæpamannsins". Bókin hefur vakið mikla athygli, enda gefur hún skýra mynd af skoð- unum afbrotamannsins á lífi sínu og sambandi við umheim- inn. Sögumaðurinn í þessari ensku samtalsbók, Robert Aiierton, (sem er auðvitað dulneíni), hef- ur fengizt við flestar tegundir afbrota, t.d. rán, skápaspreng- ingar, innbrot og árásir á lög- regluþjóna. Það var ekki auðvelt fyrir blaðamanninn að vinna trúnað Allertons. Eins og aðrir ósvikn- ir glæpamenn var hann tor- trygginn í garð þeirra, sem ekki eiga heima í undirheimum Lundúnaborgar. Þegar Tony Parker tókst þetta, var það ein- göngu sökum þess, að Robert Allerton reyndist vera víðles- inn og vel gefinn maður, sem hafði alveg eins mikinn áhuga fyrir sálarlífi glæpamannsins og Tony Parker. Allerton er ekki einn af þess- um volandi glæpamönnum, sem alltaf eru að vorkenna sjálfum sér og iinna má í flestum dómssölum. Hann afsakar sig ekki með því, að hann. hafi aldrei fengið nein tækifæri. Hann hefur fengið nóg af þeim. Hann skellir ekki skuldinni á umhverfið, þar sem hann ólst^ upp, enda þótt segja megi, að það hafi verið einkar vel til þess fallið að fóstra lögbrjóta. Hann er fæddur í einu drungalegasta hverfinu í East End, og hér komst hann í kynni við íbúa undirheimanna. Auk þess var móðurafi hans vasaþjófur að atvinnu og sex frændur hans voru óþokkar hver á sinn hátt. Aðeins for- eldrarnir voru heiðarlegir, en móðir hans andaðist í loftárás í seinni heimstyrjöldinni. Það varð honum örlagaríkt. Hann var settur í fóstur hjá frænku sinni, sem skipti sér ekkert af honum, og þarna ávann hann sér þá eiginleika, sem leiddu hann inn á afbrotaferilinn. Frá uppeldishælinu lá leiðin í fang- elsið. Robert Allerton er nú 33 ára gamall og hefur dvalið tólf og hálft ár bak við múrana. En þegar Robert Allerton skyggnist eftir ástæðum til þess, að hann valdi glæpabraut- ina, reynist hann ekki í vand- ræðum með að finna skýringar. Hann elur í brjósti sér óslökkv- andi hatur til hvers konar yf- irvalda. Og þetta hatur hefur komið honum í slíka andstöðu við samfélagið, að hann hefur enga löngun til að verða lög- hlýðin borgari, jafnvel þó að það kosti hann 8 ára tugthús- vist í næsta skipti. Hann vill ekki lifa eins og heiðarlegur maður, af því að honum finnst það leiðinlegt og hégómlegt, — í einu orði: hræsni. Hann er maður sem telur það rétt að berjast gegn samfélagi. sem sjálft beitir valdi. Allerton hefur gott lag á að rökstyðja sitt mál með því að benda á órökvísi þjóðfélagsins, t.d. þegar valdi er beitt í styrj- öld. Hann segist sjálfur hafa viðbjóð á valdbeitingu þrátt fyrir allt og aldrei noti hann skammbyssu í starfi sínu. Það gerir enginn glæpamaður, sem hefur virðingu fyrir sjálfum sér. Þegar talið beiott alé fórnar- lömbunum, sem eru svo óhepp- in að verða á vegi haris, reyn- ist Allerton líta þessi mál heimspekilegum augum — eig- inlega undir nokkrum áhrifum frá afstæðiskenningum. Hann minnir á, að lífið er hálfgert happdrætti, fólk eyðir stórfé í veðhlaupahesta, fótboltaget- raunir og alls kyns happdrætti — sumir vinna, aðrir ekki. Og hver er það sem tapar mestu, þegar allt kemur til alls? Yfir- leitt eru íórnarlömbin tryggð fyrir áföllum, og það eru þá tryggingarfélögin, sem verða að punga út! Ætli þau muni nokk- uð um það! Það eru allir að stela, segir Robert Allerton. Ég stel svona, og aðrir stela hinsegin. Leigu- salinn tekur peningana af fólk- inu, um leið og hann leigir því. Ef ég brýzt nú inn hjá honum og stel þessum sömu peningum, verður hann fok- vondur, og lögreglan setur allt í gang til að reyna að ná mér. — En finnst þér ekki rangt að vinna ekki fyrir peningun- um? spyr blaöamaðurinn. — Ég þarf nú svo sannar- lega að vinna fyrir mínum pen- ingum, svarar Allerton. Flest glæpaverk krefjast mikillar vinnu. Að skipuleggja innbrot og framkvæma það í öllum smáatriðum og hlaupa svo milli þjófsnautanna, sem koma þýfinu í verð, krefst umhugs- unar, áreynslu og einbeitingar. Svo sannarlega er það mikil vinna. Þú getur verið viss um það! — Færðu aldrei samvizkubit? — Ónei. Ég fæ nú ekki sam- vizkubit af því að stela frá þessum velbúnu hálfvitum, sem aldrei hafa unnið ærlegt hand- tak um ævina — já, satt að ..?egja oýt ,4g þess. að stela frá þeim. Ég man vel eftir því, þegar ég brauzt inn hjá her- toganum af .... jæja, það er kannski bezt að ég segi ekkk hver hann er þessi hertogi. Ég hef ekki enn setið inni fyrir það. — Og hvað heldurðu, að þú hafir yíirleitt haft í árslaun, spyr blaðamaðurinn. Eins mik- ið og bankastarfsmaður? — Ég veit nú satt að segja ekki, hvað bankastarfsmaður hefur á ári. Og reyndar er ég ekki heldur viss um, hvað ég hef aflað mér. Ég hef aldrei þurft að færa bókhald vegna skattheimtunnar. En ég gæti gizkað á svona eitthvað á þriðja þúsund pund (um 300.000 ísl. kr.). Robert Allerton, atvinnu- þjófur hefur sem sagt banka- stjóralaun, en menn skyldu minnast þess, áður en þeir falla fyrir freistingunni, að Allerton er mjög fær í sinm grein! Greip telpu ír 15 metra falli Tveggja ára telpa í Stuttgart slapp án nokkurra meiðsla er hún féll 15 metra niður úr glugga vegna þess að ungur maður var nógu viðbragðsfljót- ur að grípa hana í fallinu. Litlum bróður telpunnar hafði tekizt að færa rúmið sitt að glugganum, og opna hann með þeim afleiðingum að hann datt út. Hann beið þegar bana. Ungur maður sem rétt í þessu gekk framhjá, leit upp og sá þá telpuna hangandi yfir glugga kistuna. Nokkrum sekúndum síðar datt hún líka niður, en honum tókst að grípa hana áð- ur en hún kom niður á jörð- ina. // Uppþot" „Uijpþot" heitir myndin sem verið er að gera á Hawai og hæti er v ð að hún eigii 'íka eftir að vakla uppþoti sums staðar þai sem hún verðui sýnd, því þær koma fram Ieik- k^iiiirnar Elsa Martinelli frá Italíu og Ceiy Carrillo: (snýr baki í vélina) frá Hawai — aiisnaktar. i i i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.