Þjóðviljinn - 25.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.01.1963, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. janúar 1963 ÞJOÐVILJINN SlÐA 0 Björgvin Þorsteinsson: Eyrarbakki og Stokkseyri eru ekki deyjandi kauptún Tillaga um nýja Ölíusárbrú 1 4. tbl. Þjóðviljans 6. jan. ér smáklausa með yfirskrift- inni: „Stjórnarflokkarnir gegn nauðsynjamáli Suðurlands“ Þar segir: „Við 2. umræðu fjár- laga flutti Karl Guðjónsson á- samt Ágústi Þorvaldssyni og Birni Fr. Björnssyni þá breyt- ingartillögu, að nýr liður komi á 22.. gr. fjárlaga: að heimila ríkisstjórninni að taka allt að 25 milljón kr. lán til að ljúka undirbúningi og hefja brúar- gerð yfir ölfusá hjá Óseyrar- nesi. Stjómarflokkarnir, Sjálf- stæðisfl. og Alþýðufl., lögðust gegn þessu nauðsynjamáli Sunnlendinga og greiddu allir viðstaddir þingmenn þeirra at- kvæði gegn því að þessi heim- ild yrði skráð í fjárlög ársins 1963. Þingmenn Framsóknar voru með tillögunni." Við umræðuna rökstuddi Karl Guðjónsson tillöguna á þessa leið: „Þeir, sem til þekkja, vita það, að þorpin þrjú á strönd Árnessýslu, Stokkseyri og Eyr- arbakki annars vegar og svo Þorlákshöfn hinsvegar eru slit- in í sundur af Ölfusá og er ekki hægt að komast á milli Þorlákshafnar og hinna tveggja þorpanna nema því aðeins að fara mjög langan veg um Sel- foss. Þetta er mjög bagalegt vegna þess að mörg undanfar- in ár hefur þróunin gengið til þeirrar áttar, að það er hætt að vinna að hafnargerð á Stokkseyri og Eyrarbakka að mestu leyti, en Þorlákshöfn er hinsvegar rísandi hafnarbær, sem þarf margra hluta með, ekki sízt vinnuafls, en þar eru hinsvegar lítil húsakynni, allt- of lítil til að hýsa allt það fólk, sem við þann útveg þarf að vinna, sem þar er þegar m.ynd- aður og á vafalaust eftir að vaxa í hlutfalli við stækkun hafnarinnar þar. Það væri vísastur vegur til að bæta afkomu fólksins i þeim þorpum þar sem hafnarskilyrð- in fara þverrandi og minna er sinnt um útgerð eftir að höfn á nálægum slóðum opnast betri og stærri heldur en þessi tvö þorp Stokkseyri og Eyrarbakki hafa haft, ef það gæti átt greið- an gang yfir til Þorlákshafnar til þess að stunda þar vinnu sína, þá myndi þeim nýtast að fbúðarhúsum sínum og einnig mundi þá nýtast að þeim fram- leiðslutækjum, sem þar í landi eru eins og t.d. frystihúsum og annarri fiskverkunaraðstöðu. sem ekki er sýnilegt annað en verði lítilsvirði ef ekki kemst beinna og greiðara samband milli þessara staða en nú er.“ Brúin og útgerðaraðstaðan Mig furðar á þeim ókunnug- leik á þessu máli, sem kernur fram i greinargerð Karls. Hann segir: „Það væri vísastur veg- ur til að bæta afkomu fólks- ins .... ef bað gæti haft greið- an gang yfir til Þorlákshafnar til að stunda þar vinnu sína." Hví þá það? Hví má ekki alveg eins skapa þessu fólki skilyrði til þess að stunda vinnu sina heima hjá sér? Á Stokkseyri og Eyrarbakka eru frystihús á báðum stöðum svo og saltfisksverkunarhús op verið að stækka bæði. Nokkurr veginn miðja vegu á milii þorpanna er fiskimjölsverk- smiðja, sem bæði þorpin reka í féiagi, og veit ég ekki ann- að en það fari allt vel. Á Eyr- arbakka er auk þess slippur. sem getur tekið upp flesta — ef ekki alla — báta, sem eru hér austanfjalls. Karl G. talar um það að flytja fólkið frá Eyrarbakka og Stokkseyri til vinnu út í Þor- lákshöfn og svo fiskinn úr Þor- lákshöfn af Stokkseyrar- og Eyrarbakkabátum (sem eiga þa . að leggja upp í Þorlákshöfn) austur á Eyrarbakka og Stokks- eyri til þess að hagnýta fisk- vinnsluhúsin þar. Nú vil ég spyrja Karl: Hvaða fólk á að flytja út í Þorlákshöfn til þess að vinna að fiskvinnslu þar, og hvaða fólk á að vinna að fisk- vinnslunni á Stokkseyri og Eyrarbakka, þegar búið er að flytja það út í Þorlákshöfn? Það er nefnilega ekkert vara- lið iðnaðarins til á Stokkseyri og Eyrarbakka sem betur fer. En svo að við víkjum nú aftur að þessum fólksflutningum: Væri það hagræði fyrir fólkið að skaka þetta fram og aftur kvölds og morgna? Myndi það lengja hvíldartíma þess? Eða hvernig yrði með fæðið? Ann- aðhvort yrði þetta fólk að hafa með sér skrínukost, sem fæstum þykir gott til lengdar, eða kaupa sér fæði útfrá á hótels- verði, eins og nú er — og hafa þannig heimilin á tveimur stöð- um, og væri það til búdrýginda fyrir heimilin? Það hefur verið talið, að frystihúsin og fiskvinnslustöðv- arnar gæfu yfirleitt allgóðan arð. Af hverj u má ekki arður- inn af striti þessa fólks renna til þéirra fyrirtækja, sem eru staðsett í þeirra eigin byggð-, arlagi og það á kannski jafn- vel einhverja hlutdeild í? Síðar í greinargerðinni segir: „Fullnaðarrannsóknir á kostn- aði við þessa brú í Öseyrarnesi eru nú að vísu ekki fyrir hendi ....“. Nei, ekki aldeilis! En samt eru bara heimtaðar 25 millj. kr. til þess að ljúka und- irbúningi og hefja framkvæmd- ir. 40 millj. kr. er lægsta upp- hæðin, sem mig minnir að ég hafi heyrt nefnda og allt upp í 60—70 milljónir. Svona miklu skal tilkostað, að því er virðist, fyrst og fremst til að geta þvælt þessu blessaða fólki þarna á milli þorpanna, svo hægt sé að láta það strita fyrir brauði sínu í annarri sveit. Þá er það íbúðarhúsnæðið: „Þá mundi þeim nýtast af í- búðarhúsum sínum“ segir í klausunni. Er mikið af ónýtu húsnæði á Stokkseyri og Eyrar- bakka? mér er spurn. Ég er nú nokkuð kunnugur á báðum þessum stöðum, hef unnið í báðum þorpunum við húsbygg- ingar, og ég veit ekki til að þar sé neitt aflögu húsnæði nothæft. Að vísu eru þama ör- fá hreysi síðan um aldamót eða þar um bil og hafa sum þeirra staðið auð og yfirgefin í nokkra áratugi. Býst ég varla við að marga fýsi að flytja i þau. Svo þarf nú að leggja nýjan veg að og frá þessari margum- töluðu brú, og mundi hann kosta margar milljónir, en út í þá sálma ætla ég ekki að fara að þessu sinni. Það gefst kannski tækifæri til bess ^ótgróin vantrú En vilt þú þá ekkert láta gera Cyrir Stokkseyri og Eyrar- bakka? mun margur spyrja lú, vissulega, og það hefði átt ið vera búið að því fyrir löngu bað er ekki vansalaust að svc tð segja ekkert hefur verið gert af hálfu hins opinbera fyrir þessi þorp. sem liggja svo vel við hinum ágætustu fiski- miðum, og það harðduglega fólk, sem þau byggir. Á Eyr- arbakka hagar þannig til að með ströndinni liggur mikill skerjagarður, eins og kunnug- ir vita. Fyrir framan þorpið myndar hann tvö lón, en fyrir utan . þau fellur ú.thafsaldan margbrotin og kraftlaus. yfir skerin inn á lónið. Vestara lón- ið er hin gamla stórskipalega hreint lón 500 m langt 50—2Ö0 m breitt og 3.5 m djúpt um fjöru. Fyrir framan þetta mikla og djúpa lón er samfelldur skerjaklasi. sem allur er uppúr um fjöru, og talið að á honum megi vinna um smá- straumsflæði. Á þennan skerja- hrygg þarf að steypa varnar- garð sem tekur við ölduhroð- anum, sem öslar inn yfir sker- in og gerir ókyrrð á bátaleg- unni. Þá væri kominn lygn og sléttur sjór á legu og athafna- svæði bátanna. Fengist þama bátalægi, sem væri um þrisvar sinnum stærra en hin fyrirhug- aða bátakví í Þorlákshöfn. Landmegin yrðu svo byggð ból- verk og uppskipunarplön. Af byggingafróðum mönnum er þetta talið auðgert og myndi áreiðanlega ekki kosta nema brot af því, sem brú á ölfus- árósa kostaði. Væri nú ekki nær að verja til þessara framkvæmda og hreinsunar annars sundsins með sprengingum t.d. 5—10 milljónum og skapa þama góð hafnarskilyrði fyrir Stokkseyr- ar- og Eyrarbakkabáta heldur en fara að verja mörgum tug- um milljóna í vafasama brúar- gerð á ölfsárósa? Ég nefni Eyr- arbakka af bví að þar eru tal- in betri skilyrði til hafnargerð- ar en á Stokkseyri, en auðvelt fyrir Stokkseyrarbátana að at- hafna sig þar, þegar þeir kom- ast ekki inn á Stokkseyri, en stutt að flytja fiskinn á milli. Ég skal taka það fram, að eng- in fullnaðarkostnaðaráætlun liggur fyrir um þetta verk fremur en um brúargerðina á ölfusá, en byggingðarfróðir menn telja, að höfn mætti gera þarna fyrir þá upphæð, sem ég nefndi hér að framan. Hafnargerð á Eyrarbakka Það er furðuleg andúð og ó- trú, sem þessum þorpum hefur verið sýnd i ræðu og riti og því fólki, sem þar býr. Hefur hún komið fram víðar en ætla mætti. 1 einu Reykjavíkurblað- anna 21. des. 1961 segir svo: „Eyrarbakki og Stokkseyri eru deyjandi kauptún. sem eru að verða mosavaxin og græn af fúa, leifar frá horfnum vand- ræðatímum, þegar samgöngur voru engar á landi, en allar nauðsynjar varð að flytja að Suðurlandsundirlendinu á dönskum skútum, sem urðu að liggja óraveg frá ströndinni sökum skerjagarðsins, sem ligg- ur úti fyrir ströndinni. Þeir ! sem séð hafa þennan skerja- garð um háfjöru af Kambabrún á björtum degi, ættu að skilja, að útgerð verður ekki rekin frá þessum stað svo nokkru nemi, og mun þess enginn sakna, sem kynnzt hefur sorg* arsögu þessarar verstöðvar. þeg- ar sjóróðrar voru ill nauðsyn, brátt fyrir allar mannfómim- ar“. Það er nú einmitt bað. að bessi skerjagarður brýtur út- hafsölduna og skapar skipunum hið ákjósanlegasta var inni á 'ónunum, eins og ég hefi sýnt 'ram á. Enn segir í sömu grein: „Eyrarbakki og Stokkseyri eru smáþorp, sem harvga þarna af gömlum vana. Þar býr fólk, sem stundar kartöflurækt, sem haldið er uppi af ríkissjóði, sumir hafa eina eða tvær kýr, sumir háifa kú á móti öðrum, en flestir, sem þama eiga heiina, sækja atvinnu sína til annarra stöðva, með smíðum. akstri vörubíla o.s.frv." Ég skal taka það fram að þessi grein er ekki eftir Karl Guðjónsson og birtist ekki i Þjóðviljanum. Hún birtist i öðru blaði undirrituð K.H.S. Fólkið, sem þarna býr, á allt<s> annað skilið en því séu sendar svona kveðjur. Þama býr harð- duglegt fólk, eins og áður er sagt, og vinnur hörðum hönd- um allan ársins hring við margbreytileg störf. Það er rétt, að það framleiðir kartöflur og það í talsvert stórum stQ, en að það fái til þess ríkisstyrk fram yfir aðra, eins og gefið er í skyn í greininni, er ekki rétt. Allir, sem framleiða kar- töflur, hafa fengið verðuppbæt- ur úr ríkissjóði, og eru Stokks- eyringar og Eyrbekkingar þar engin undantekning. En fólkið í þessum þorpum framleiðir fleira en kartöflur. Það fram- leiðiy líka gulrófur og gulræt- ur, mjólk og kjöt. þangmjöl, einangrunarplast, vikurplötur, holstein, skolprör, og fleira mætti telja, að ógleymdum fisk- inum, sem þeir sbekja á sín gjöfulu mið. Og það má segja að mörg sé matarholan á Stokkseyri og Eyrarbakka. En hugsunarháttur sá, sem kom fram í áðumefndri blaða- grein, kemur allt of víða fram, og það læðist að manni grun- ur um, að eitthvað þessu líkt sé hugur þessara bingmanna kjördæmisins, sem að bessari breytingartillögu standa þ.e. að þessi þorp séu svo illa í sveit sett, að það sé ekkert fyrir þau gerandi og til að halda líftór- unni í fólkinu sé ekki annað ráð vænna en flytja það í aðra sveit til þess að gerast þar nokkurskonar bónbjargarmenn við annarra borð. En þessi hugsunarháttur er misskiln- ingur sem verður að breytast, því „þetta land á ærin auð, ef menn kunna að nota hann“. Það á við um Stokkseyri og Eyrarbakka ekki síður en mörg önnur byggðarlög. Það er líka ánægjulegt til þess að vita, að í þessum þorp- um er að vakna áhugi fyrir hafnargerð, einkum meðal yngra fólksins og vonandi ber það giftu til þess að knýja hana fram. Heilbrigð atvinnu- uppbygging En það eru fleiri þorp í Ár- nessýslu en þessi þrjú, sem ég hefi nefnt. Þar er líka Selfoss og er þeirra stærst. Þar koma árlega 40—50 unglingar á vinnumarkaðinn til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Það er langt frá að svo mikil gróska sé í atvinnulífinu hér, að það geti tekið við öllum þessum hóp, því að sáralítil uppbygging hefur verið í atvinnulífinu hér síðustu árin. Hér vantar tilfinn- anlega ný atvinnutæki, og kem- ur manni þá helzt í hug tæki til þess að vinna úr landbún- aðarafurðum t.d. kjöti, gærum, ’núðum og ull. Ég held það væri heppilegra og eðlilegra að hér risu upp vinnslustöðvar, sem ynnu úr landbúnaðarafurðum heldur en sjávarafurðum, þótt sumir, hafi látið sér detta það í hug. Það er alveg augljóst, að hér rís ekki upp neitt at- vinnutæki á næstunni, sem heitið geti, nema aðstoð hins opinbera komi til. Hér er eng- inn aðili svo fjárhagslega stæð- ur, að hann geti ráðizt í margra milljóna fyrirtæki. Væri nú ekki eins mikil þörf að verja þessum 25 milljónum ef einhvemtíma fengjust, til hafnargerðar á Eyrarbakka og til uppbyggingar atvinnulífsins á Selfossi fremur en til brúar- gerðar yfir ölfusárósa? Hvað finnst háttvirtum þingmönnum um það? Brúargerð á ölfusá við Ös- eyrames á kannski rétt á sér einhvern tíma í framtíðinni. en hún er ekkert aðkallandi nauð- synjamál að minni hyggju, og ég er ekki éinn um þá skoðun. Selfossi, 10. janúar 1963 Björgvin Þorsteinsson. Gæruúlpur Kvenúlpur aðeins kr. 890.00. Karlmannaúlpur kr. 990.00. Miklatorgi. Aöalfundur Slysavarnadeildarinnar Ingólfs Aðalfundur Slysavamadeildarinnar Ingólfs verður haldinn sunnudaginn 27. janúar kl. 4 e.h. í Slysavamahúsinu á Grandagarði. Venjuleg aðalfundarstörf jTJÓRN slysavarnad. ingólfs. Verkamannaféloqið Dagsbrún K O S N I N G stjórnar, varastjómar, stjómar Vinnudeilusjóðs, stjómar Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna, endurskoðenda og trúnaðarráðs Vmf. Dagsbrúnar fyrir árið 1963 fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í skrifstofu félagsins dagana 26. og 27. þ.m. Laugardaginn 26. janúar hefst kjörfundur kl. 10 f.h. og stendur til kl. 9 e.h. Sunnudaginn 27. janúar hefst kjörfundur kl. 10 f.h. og stendur til kl. 11 e.h. og er ?á kosningu lokið Akvæðisrétt hafa aðeins aðalfélagar sem eru skuldlausir fyrir árið 1962. Þeir sem skulda, geta greitt gjöld sfn meðan kosning stendur yfir og öðlazt þá atkvæðisrétt. Ekki verður tekið á móti inntökubeiðnum eftir að kosning er hafin. Kjörstjorn Dagsbrúnar Skákkeppni stofnana lefst í Lídó miðvikudaginn 13. febrúar 1963 kl. 19.30. Frestur til 'ð tilkynna þátttöku er til 4. febr. n.k. og skulu bátttökutilkynn- ngar sendar tíl undirritaðs KÁKSAMBAND ISLANDS. Pósthólf 674. — Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.