Þjóðviljinn - 16.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1963, Blaðsíða 6
 g SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1963 Þrælastríðið bandaríska er enn ekki til lýkta leitt Það er ekki unnt að fordæma ríki sem er reiðubúið til að beita hervaldi til þess að vernda rétt einstakra þegna, sagði hinn kunni bandaríski blaðamaður Karl Mcyer við Washington Post í tilefni af þvi er James Meredith innritaðist fyrstur negra í háskólann í Mississippi. En land, sem ekki getur verndað þegnréttindi á annan hátt er heidur ekki algjörlega fjálst. 14.000 manna herlið sem þurfti að vernda Meredith gegn 12.000 íbúum háskólabæjarins Oxford eru sönnun þess að borgarstríðið bandaríska er cnn ekki til Iykta Iéitt. Frelsið er dýrt Nú eru rúmlega hundrað ár liðin frá því að herlið Grants hershöfðingja neyddi Mississ- ippi-herjnn til uppgjafar í Vicksburg og hálfu ári síðar afnam Lincoln forseti þræla- stríðið. Og einmitt þegar 100. árstíð þessa atburðar var fagnað þurfti Bandaríkjastjóm að senda herlið til Misslssippi til að vemda negrann James Mere- dith. undan honum að komast inn í skóiann og urðu að gjalda fyr- ir það talsvert hærra verð en hann. Meredith var sá fyrsti sem tókst að sigrast á kynþáttamis- rétti yfirvaldanna í Mississippi — en hann var ekki sá fyrsti sem reyndi það. Tveir negrastúdentar gerðu tilraun til þess á undan hon- um. Um þann fyrri vita menn aðeins það að hann var lagður inn á geðveikrahæli fylkisins vegna þess „að negri sem reyn- ir að k-omast inn í skólann okk- ar hlýtur að vera brjálaður". Tímaritið The Rapportcr rann- sakaði hitt málið og reyndist það vera frábært dæmi um bandarískan fasisma. Clyde Kennard, íyrrverandi fallhlífarhermaður í Þýzka- landi og Kóreu, hafði um ára- bil stundað nám í háskóla í Chicago. Hann gerði tilraun til þess að fá að halda áfram námi í Mississippi, ekki vegna stjóm- mála heldur af heimilisástæð- um. flann valdi „Southem College“ í Hattiesburg, en sú var heimaborg hans. Hann reyndi ekki að fá stuðning frá sambandsstjórninni né dómstólunum. Hann var i- haldssamur suðurríkjamaður og Meredith frammi fyrir Johnson, vararíkisstjóra í Mississippi. I þetta sinn tókst hvítu mönnunum að varna honum dyranna. Skömmu síðar kom heriið sambandsstjórnarinnar og braut mót- spyrnu kynþáttahataranna á bak aftur. Mississippi er enn við sama heygarðshomið. Merediths er gætt af 350 manna lífverði. „Frelsið er gífurlega dýrt“, sagði hann við lífvörð sinn fyr- ir skömmu og um stundarsak- ir leit út fyrir að það væri of dýrt. Mississippi fagnaði en Washington skelfdist er Mere- dith tilkynnti að hann myndi ekki snúa aftur til Oxford er vormisseri hæfist. Enda Þótf hann hafi nú á- kveðið að halda áfram námi þá er Ijóst að negrar í þrælarík.j- unum geta ekki neytt þegnrétt- ar síns nema með stuðningi frá byssustingjum stjómarhersins. Brjálæði að sækja um skólavist Aðstæður Merediths eru hon- um síður en svo nokkurt fagn- aðarefni. Hann hefur að vísu brotið sér leið og það kostaði tvö mannslíf og milljónir doll- ara. En það er ekki líklegt að margir feti í fótspor hans næstu árin. Tveir negrar hafa síðan sótt um skólavist en báðum var vísað frá. Hefði hann gefizt upp hefði ekki aðeins viðleitni stjómar- innar verið unnin fyrir gýg, heldur hefði hann einnig svikið fyrirrennara sína sem reyndu á hafði ekkj trú á afskiptum ráðamannanna í Washington af málefnum einstakra fylkja. í fjögur ár reyndi Kennard að semja við yfirvöld háskól- ans og fylkisins. Nú kynntist hann fyrir alvöru þeim aðferð- um, sem suðurríkin noía til þess að vernda siðvenjur sínar. Há- skólaráð og ríkisstjórnin reyndu að tala um fyrir honum. Fylk- ið bauðst til að greiða fyrir hann kostnað af skólagöngu alls staðar annars staðar en í Mississippi. „Ógætilegur akstur“ 1 fylkinu er starfandi nefnd sem vinnur að því að halda kynþáttamisréttinu við lýði og kallast hún hinu tilkomumikla nafnj Missjssjppi Sovereignjty Commission. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að vara hvítu mennina við hinum framhleypna negra. Önnur dul- arfull stofnun sem nefnist Miss- jssippi Southern Security Force tók að rannsaka fortíð Kenn- ards og var sú rannsókn nóg til að gera hann grunsamlegan enda þótt ekkert vafasamt kæmi á daginn. En Kcnnard lét engan bilbug á sér finna. Að lokum var hann handtekinn á háskólalóðinni árið 1959 er hann var í þann veginn að leggja fram form- lega inntökubeiðni. Hann var handtekinn fyrir ógætilegan akstur. 1 annað sinn fundust nokkrar vínflöskur í bíl hans eftir að lögreglan hafði lagt hald á hann (í Mississippi er enn vínbann). „Verð ekki píslarvottur vegna eins negra“ Samt sem áður var ekki unnt að vísa umsókn Kennards á bug á þessum forsendum. Hún var auk þess studd þeirri staðreynd að hann hafði háskólamenntun að baki sér. Forseti háskólans tilkynnti að umsókn væri fá- ránleg og að hann gerði sig ekki að píslarvotti vegna eins negra. Ríkisstjórnin óttaðist mcst að Kennard myndi enduriaka um- sóknina með meðmælum írá há- skólanum í Chicago — þá væri ekki um annað að ræða en að loka skólanum. En til þess kom þó ekki. Það heppnaðist sem sé að loka Kennard inni í fangelsi eftir fullkomið réttarmorð. Réttar- höld voru haldin til málamynda vitnin gátu ekki munað hvað þeim hafði verið sagt að segja, í kviðdómnum sátu meðiimir „Hins hvíta borgarráðs“. Kenn- ard var dæmdur sekur um að hafa tekið þátt í innbrotsþjófn- aði og hlaut sjö ára fangelsis- dóm. Það varð aldrci neinn ys eða þys kringum Kennard. Meðan bandaríska ríkisbáknið aðstoðar Mercdith við að halda áfram námi sínu er forgöngumaður hans gleymdur og á enn eftir að sitja fimm ár í fangelsi. En mál Kennards er mun dæmigerðara um ástandið 1 Mississippi. Þetta á ekki ein-<3 ungis við um skólavist, á sama hátt er barizt um öll þegnrétt- indi. Krossferð gegn kommúnisma Aðferðir kynþáttahataranna hafa breyzt frá tímum borgara- stríðsins. Nú er kynþáttamis- réttið liður í umfangsmikilli krossferð gegn kommúnisman- um. Fjölmargar stofnanir nota íhaldssemi suðurríkjamannanna til að „afhjúpa“ kommúnisískt samsæri í sérhverri tilraun til að brjóta á bak aftur miðalda- venjur um misrétti kynþátt- anna. Övíða hefur krossförunum orðið jafnvel ágengt sem 1 Mississippi. Robert Welch, upp- hafsmaður John Brich-félagsins, sér um ritskoðun á skóiabókum. Nýtt félag til að vinna að „vís- indalegri kynþáttastefnu" og hið alræmda hvíta borgarráð sjá um að öll mótmælj gegn kynþáttamisréttinu eru skoðuð sem verk Moskvu. Borgarráðið hvíta á marga háttsetta stjórn- málamcnn að, þar á meðal Eastland öldungadeildarmann, sem er formaður þeirrar nefnd- ar öldungadeildarinnar sem fjallar um „innra öryggi ríkis- ins“. Auk skólamálanna er bar- áttan hvað hörðust um kosn- ingaréttinn. „1 ríki okkar cru allir jafnir“, segir Eastland öldungadeildarmaður, í kjör- dæmi hans, Sunflower County, eru 14.000 negrar cn 8.000 hvítír mcnn. Aðeins 114 ncgranna hafa kosningarétt. I sumum kjördæmum í Mississippi hefur enginn ncgri þau réttindi. Þessu ástandi er haldið vlð lýði með skráningarlögunum, sem valda því að hættulegt er fyrir negra að krefjast kosn- ingaréttar, og hinum alræmdu hæfniskönnunum. Samkvæmt skráningarlögún- um skal meðal annars birta nafn umsækjandans í blöðunum í hálfan mánuð. Á þann hátt geta föðurlandsvinirnjr hvítu komið sér upp fullkominni skrá yfir „útsendara kommúnism- ans“. Hæfniskörmuninni er auk þess beitt til að vísa svörtum menntamönnum frá, eins og ný- lega kom í ljós í umræðum á þinginu. Sambandsstjórnin hefur höfð- að fjölda mála vegna þessa yf- irgangs og unnið helming þeirra. Ein slík málaferii áttu sér stað fyrir skömmu í höíuðvígi East- lands öldungadeildarmanns, en þar er enn til siðs að skjóta þá negra sem gerast svo djarfir að sækja um kosningarétt. Þjóðfélagsranglæti er stoð kynþáttamisréttis Kennedy-stjórnin hefur oft sýnt viðleitni til þess að veita negrunum sömu þegnréltindi og hvítir menn hafa. Hinsvegar má útilokað kallast að sú við- leitni beii raunnæfan árangur meðan misréttið í atvinnu- og efnahagslegu tilliti er enn til staðar. 1 Washington-borg s:álfri var kynþáttaskilnaðurinn í skólum afnuminn árið 1959. Árið 1962 voru samt sem áður aðeins hvít- ir eða svartir í sjö af hverjum tíu sk'lum í borginni. Þctta er ekki vegna kynþáttahaturs, heldur vegna þess að æ flytja fleiri hvítir menn út í úthverf- in og svartir í miðborgina sem breytist við það í fátækrahverfi. Þessi þróun á sér stað alls stað- ar í Bandaríkjunum og það er hvorki unnt að stöðva hana með baráttu fyrir þegnréttind- um né hæstaréttardómum. „Pennastrikið" fræga í kosn- ingabaráttunni árið 1960 getur í Bandaríkjunum starfa Samtök til varnar þcgnréttindum. Fyrir nokkrum árum gáfu samtokin út hcimildasafn undir nafninu „Við ákærum vegna mr- ,’-ápa“. Myndin hér að ofan er úr safni þessu og sýnir tvo negra, Dowley Morton og Bert Moore, þeir voru á sínum tíma teknir af lífi án dóms og laga í Columbus, Mississippi. heldur ekki breytt ástandinu. Samkvæmt því loforði afnam forsetinn alla rikisaðstoð við byggingu íbúða sem aðeins voru ætlaðar öðrum kynþættinum. Gallinn er sá að flestar negra- fjölskyldur hafa ekki efni á að búa í nýjum íbúðum, hvað þá' sínum eigin húsum. Það er sárgrætileg staðreynd að kynþættimir eru nú enn að- greindari en fyrir tíu árum. Þegar til lengdar lætur er þjóð- félagsþróunin í Bandaríkjunum tryggasta stoð kynþáttamisrétt- ,De Sade markgreifí 'gengur Ijósum logum íKaupmannak Fyrir nokkrum dögum vur handtckinn t Kaupmannahöfn 32 ára gamall bókari og gjald- kcri. Var hann sakaður um skjalafals og að hafa dregiö sér ranglega um fimm milljónir króna. Maður þessi hafði Icngi lifað tvöföldu Iífi. Ilann bjó mcö vin- konu sinni og barni í Iátlausri íbúð og gagnvart þeim var hann gjaldkerinn Jörgen Schmidt. Gagnvart öllum öörum — cinn- ig vinnufélögunum — var hann franskur markgreifi og hét Marzl dc Sadc! Kvaðst hann vera ættingi hins íræga íranska markgrcifa mcð saina nafni cn rið hann cr sadisminn kennd- ur. Falsgreifinn kvaðst hafa erít margar milljónir og bjó í mikil- fenglegu stórhýsi. I-Iann sagði vinnufélögum sínum að hann héldi starfi sínu aðeins til þess að blekkja skattyfirvöldin en mánaðarlega streymdu til sín vaxtafúlgur frá Sviss. Raunar dró hann sér fé frá fyrirtæk- inu og krækti sér í fimm millj- ónir á tveimur árum. Kóróna á nafnspjaldi De Sade markgreifi bar nafn- spjald með áletraðri kórónu. 1 höll sinni gekk hann oft í að- skornum flauelsbrókum, hvítri silkiblússu með púffermum og með gullhringa á hverjum fingri. Hann ók alltaf í dýrind- i is bifreiðum og kostaði það eitl hann um 30 þúsund krónur á mánuði. Um hverja helgi flaug hann ásamt siðameistara sínum til Parísar og bjuggu þeir kump- ánar í dýrustu gistihúsum í borginni og nutu óskiptrar viröingar. I höllinni í Kaupmannahöfn hékk málverk eftir sjálfan Gainsborough — eftir því sem falsgreifinn sagði. Sérfræðingar hafa rannsakað myndina og<j, segja að hún sé vel gerð eftir- liking í dýrum ramma. Gest- um sínum sagði greifinn að listaverkið væri um 40 milljón króna virði. Nýlega hélt aðalsmaðurinn dýrlega veizlu og voru sam- starfsmenn hans mcðal gest- anna. Kampavín flaut í striðum straumum og ekkert var sparað í mat og drykk. Grunsamlcgir rcikningar Margír vissu raunar að aðais- nafnbótin var fals, þar á meðal iögreglan. En enginn hafði minnsta grun um það hvaðan Jörgen Sehmidt kom allt féð. Loks fannst bankastjóra ein- um eitthvað grunsamlegt i reikningum fyrirtækisins og boðaöi yfirmann falsgreifans á sinn fund. Þar með var draum- urinn búinn. Schmidt var vopn- aður skammbyssu er hann var handlekinn. Mcð fyrirlitningu neitaði hann að hafa ætlað að beita vopninu. Kvaðst hann vera andvígur öllu ofbeldi. —O— Fyrir réttinum skýrði hann frá því að hann hefði dregið sér um fimm milljónir á hálfu þriðja ári. Laun hans voru upp- haflega 7.300 krónur en hækk- uðu síðar upp í 9.000, en það nægði honum ekki. Tók hann þá að færa upphæðir af reikn- ingi fyrirtækisins yfir á sinn eigin reikning og tókst að halda því leyndu þar til nú. Stríðsglœpir Vestur-þýzk yfirvöld hafa nú rausnazt til þess að veita átta Sovétborgurum vcgabréfsárltun scm þcir hafa sótt um til þess að fá tækifæri til að bcra vitni í málafcrlum gegn tólf nazist- ískum stríðsglæpamönnum scm nú ciga sér stað í Koblcnz. Mcnn þessir urðu sjónarvottar að ýmsum glæpum hinna á- kærðu. Þeir sóttu um árit- unina í nóvember síðastliðn- um, skömmu eftir að réttar- höldin hófust, en svar barst ekki fyrr en fyrir fáeinum dögum er vestur-þýzka sendi- ráðið í Moskvu skýrði frá því að leyfin yrðu veitt. Sendiráðið neitaði binsvegar að veita tveim sovézkum lög- mönnum vcgabréfsáritun, en þcir hafa sótt um að fá að vera Viðstaddir málaferlin. Sovézku lögmennirnir full- yrða, að hinjr ákærðu beri á- byrgð á dauða hálfrar annarrar milljónar manna, sem flestir voru Gyðingar. » K,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.