Þjóðviljinn - 16.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.02.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. febrúar 1&68- ÞJOÐVILJINN SÍÐA J Afíeiðingar byltingar nasserssinna / iRAK Ekki linnir ólgunni í löndum araba. Hálfu fimmta ári eftir að Abdul Karim Kassem stjómaði atlÖgu hersins gegn konungshöllinni í Bagdad. þar Feisal konungur féll og með honum öil konungsfjölskyldan, og lik Nuri Said forssetisráð- herra var dregið um götur borgarinnar, lögðu vélbyssu- kúlur aftökusveitar byltingar- foringjann frá 1958 og nán- ustu samstarfsmenn hans að velli, en myndum af líkunum var siðan sjónvarpað til lands- lýðsins. Á þriðjudaginn var hér í blaðinu rakin atburðarás- in á valdaiíma Kassems, og skal það ekki endurtekið. en ástæða er til að reyna að gera sér grein fyrjr hver áhrif síð- ari byltingjn í frak er lík- leg til að bafa í þessum óró- lega heimshluta Þegar Kassem steypti hinni brezksinnuðu konungsstjórn af stóli , var eitf fyrsta verk hans að segja írak úr Bagdadb - lagj Vesturveldanna. sem síðan hefur verið að veslast upp. Ýmsir bjuggust við að írak myndi ganga í Sameinaða ar- abalýðveldið, sem Egvptaland og Sýrland voru nýbúin að st'ofna, en af því varð ekki. Afstaðan til Arabalýðveldisins olli vinslitum með Kassem og félaga hans Aref, sem nú er orðinn forseti í stað þess að aðhyllast arabíska þjóðernis- stefnu Nassers fók Kassem upp irakska þjððernisstefnu, hóf landakröfur á hendur íran, gerði tilkall tit yfirráða yf>r Kuwait og háði mannskæða borgarastyrjöld við Kúrda j norðurhéruðum landsins. Álit- ið er að striðið við Kúrda eigi meginþátt í að herinn snerist gegn Kassem. Þrátt fyrir mik- ið mannfall og gífurlegan her- kostnað hefur hernum lítt orð- ið ágengt gegn Kúrdum í fjöll- óttum heimkynnum þeirra. Tilraun Kassems til að ná y irráðum yfir hjnu olíu auðuga furstadæmi Kuwail varð honum hvorkj til fjár né frægðar Fyrst kaliaði furstinn brezkan her á vettvang sér til varnar, en lið frá Egyptalandi leysti Bretana af hólmi að ráði Arababandalagsins og Ör- vggisráðsins. Sagði Kassem þá írak úr Arababandalaginu og magnaðist enn fjandskapur með honum og Nasser. Aftur á mótj vingaðist hann við konungs- stjómir Jórdans qg Saudi- Arabiu.1 sína gömlu óvini. en eftir byltinguna 1958 var Huss- ein Jórdanskonungur kominn á fremsta hiunn með að hefja herferð til íraks tjl að hefna Feisals frænda sins. 41!ir þessir andstæðingar Nassers hugðti gott-til glóð- arinnar þegar Sýrland braur.t út úr Sameinaða arabalýðveld- inu, og víst var það mikið á- fall fvrir nasserismann, en hann er nú óðum að rétta við í sumar hófu herforingjar sem líta á Nasser sem fyrirmynd sina uppreisn gegn ejnvalds- stjórn jmamsins í Jemen. Huss- ein Jórdanskonungur og Saud Arabíukonungur komu strax til liðveizlu við jmaminn, en lýð- vcldjsmenn fá vopn og liðstyrk frá Egyptalandi. Borgarastyrj- öid er enn háð i Jemen og er óljóst hvorum veitir betur. Uppreisnin gegn einvaldinum i •Temen hefur skotið Saud Ar- abiukonungi og ættmönnum hans slíkan skelk í hringu að Feisal konungsbróðir hefur fengið. að gera nokkrnr brgyt-, ingar á miðaldas'jórnarfarinu sem þar rikir, meðal annars að afnema þrælasölu. Banda- ríkjastjórn hefur mikilla oliu- hagsmuna að gæta í Saudi- Arabíu. og þar er nú fjöldi bandarískra hernaðarsérfræð- inga að þjálfa flugher og fall- hlífarsveitir og koma upp kerfi radarstöðva og loftvarnavirkja meðfram landamærunum sem að Jemen liggja. Vö!d hins araba- konungsins, Husseins í Jórdan. byggjast á bandarískum og brezkum fé- og vopnagjöfum _ 'veizla konungsríkjanji SJ veggja við imaminn í Jem tafar af því að einvaldai" r óttast, að sigur lýðvek sinna þar myndi brátt hafr för með sér að þeim yrðu gt sömu skil. Þeir hafa enn me: ástæðu til kviða eftir byltir una í frak, því nú má búasv ' að nasserssinnar þrengi að þo bæði úr suðri og norðri Út er þó fyrjr að Nasser hyge' geyma sér þessa höfuðóv’ þangað til siðast, fyrst v hann rétta blut sinn í Sýrle" Valdataka byltingarmanna frak var naumasf fyrr garð gengin en útvarpið Kairó tók að spá því að sv aðir atburðir myndu brátt r ast i Sýrlandi. Vivað er hluti sýrlenzku herforingt stéttarinnar álítur að misráð- ið hafi verið að slita sam- bandinu við Egyptaland, og er ekki ólíklegt að þeir hugsi sér nú til hreyfings gegn stjórn skilnaðarmanna. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan skrjð- drekasveitum var stefnt til Damaskus þejrra erinda að gera stjórnarbyltingu. en á sið- ustu síundu urðu skilnaðar- menn yfirsterkari í herstjórn- inni og tilvonandi uppreisnar- foringjar voru sendir i útlegð. það er að segja skipaðir her- málafulltrúar við sendiráð Sýr- lands i ýmsum Evrópulöndum Valdataka nasserssinna í írak hefur vakið ugg hjá fleir- um en stjórnum Sýrlands. Jór- dans Q? Saudi-Arabíu. fsraels- stjóm óttast ekkert meira en samstöðu arabaríkjanna, sem ,01] eru fsrael fjandsamleg. Ó- friðarástand ríkir milli ísraels og arabalandanna, en arabar hafa undanfarin ár verið svo önnum kafnir að dejla innbyrð- is að þeir hafa lítt beitt sér gegn fsrael. Nái nasserssinnar aftur völdum í Sýrlandi og takist þeim að steypa Hussein .Tórdanskonungi af stóli, á í''ráe]sstjóm von á hinu versta. Öflugrj le.vniþ.iónustu ísraels- ríkis er því beitt til að hindra samstöðu arabaríkjanna. Til eru þejr í fsrael. einkum í Fyrsfu morgundro parnir ,,í mánaskininu horfi ég í spegilmynd vatnsjns. Ég lét heillast af dularfullri fegurð hvikullar myndar. Hjarta mi'it skalf af .sælu. En augu mín opnuðust og ég sá aðeins ískaldan bléma falsins í spegilmyndinni sem ég hélt ódauðlega. Og tár rnitt hneig niður i vatnið og gáraði myndina“. líkiega ekki telja sig þurfa að lesa. Þeir segja að menn eigi að varast að láta prenta of mikið og gæta þess vel að ekkert fljóti með, sem fullnæg- ir ekki hinum ströngustu kröf- um. Þeir miða verk sin við bina hörðu málma. Þórunn Magnea: MOIIG- UNREGNIÐ, ljóð. — Hoigafell, Rvík 1962. í þessari bók eru Ijóð sextán ára stúlku. Þau eru barnsleg, viðkvæm Qg einföld í sniðum. og í þeim er sleginn hinn áng- urværi strengur unglingssorg- arinnar Barnið er að byrja að sjá. Hin ódauð’.ega, glamp- andi spegilmynd er sprúngin. Og svo hefst fífið. Þetta líka yndislega líf. meðan það varir Allt í kríng er íiin umlykjandi. hræðilega staðreynd, dauðinn. Jafnvel ástin. sem er einhvers- staðar mjög ná’ægt fær ekki ráðið við hann „Rós æsku rpinnai hefur sprungið út Ég veit að í kvöld mun .ilmur hennar hverfa og að með morgunstjörnunni mun hún deyja“. Þetta er mjög saklaust líf, og lítt vitandi um mannlega vonzku. Það er t.d. engin atóm- sprengja. ekkert kveljandi auð- vald 'engin nýlendukúgun eða vinnuþrælkun. Það er einnjg ’i-ið um óhreinjndi. sem betur fer. Þetta er mjög pent allt- saman. nema hvað Stríðið minnir á sig á bls. 40. f því striði fórust aðeins þrír og ein kona grætur með bam á brjósti Þetta var ekki stórt stríð. en strið samt. Svo er tals- vert um tálvonir og freisting- ar. og „beljandi fljót ástrið- nnnar“ fellur á einum stað '’-amhjá þessu- yndislega lífi. I þessari bók er ekkert stórt. '•’rnið hefur akki enn feng- ' fulla sjón en þó er þetta káldskapur. Lítill, en svoiítið elskulegur skáldskapur, sem stóru gáfuðu mennimir munu „Ég var litið barn og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar i hjart.a sínu getur ekki glaðst bví hann þekkir ekki sorgina.“ Það er gott vegamestj að eiga sér gáf.aða móður —O— Bókina prýða laglegar teikn- ingar. en höfundar þeirra er ekki getið. Þetta er fremur snotur hók að sjá, og skemmti- legur fengur i braskaraæðlnu miðju Prófarkalestur hefði mátt vera betri. Jón frá Pálmholti. SOVJET SORTtHAVET. KASP/SKE —HAV— AnKara TVRKIET Adatia Most/ ‘r * Kitkuk SYRIEN CYPERtf 'Damaskus ----Beinl LIBANON J ••• •AhlVf. Vsaltm Í JOR* DAN. .vPAUtSTH A PER T KUWAIT SAUDI' A'RAElEN tHnem RUN/t NIEN BUL" QARIE ^-1 S0VJE1 rllDDELHAl/ET- •Teheran’ PERSIE.N Cairom Æ&YPTEN ivot, „á iiagrannalöndum þess. vinstri flokkunum, sem telja þetta ranga stefnu. Þeir á- líta að von sé um að sættir takist með ísraelsmönnum og aröbum ef arabiska einingar- stefnan sigrar í öllum ná- grannalöndunum, þá þurfi inn- byrðis ósamþykkar ríkisstjórn- ir í Egyptalandi, Sýrlandi, Jórdan og Arabiu ekki lengur að yfirbjöða hver aðra i óvin- áttu i garð ísraels. Nágrannalönd íraks í norðri, Tyrkland og Iran, óttast einnig áhrif byltingarinnar í Bagdad. Hinir herskáu Kúrdar. sem Kassem átíi í höggi við síðasta árið sem hann fór með völd, byggja fjalllendi sem skiptjst milli þessara þrjsgja ríkja. Meðan Kúrdar í |frak börðust við Kassem höfðu land- ar þeirra í Tyrklandi og íran hægt um ,sig, því að skæruliða- flokkar á flótta undan Iraks-1^ her þurftu að eiga griðland handan landamæranna. Nú bendir ýmisTegt til að nýju valdhafarnir í Bagdad hj’gg- ist friða frak með því að veita Kúrdum nokkra sjáífs- stjórn, bæði stjómarfarslega og menningarlega. Kúrdar telja að bandamenn í heims- styrjöldinni fyrri hafi heit'ð þeim að gera fjallabyggðir þeirra að sjálfstæðu ríki. og barátta þeirra hefur jafnan miðað að þvi að knýja fram efndir þess loforðs Sjálfstjórn tjl handa þeim hluta Kúrda- þjóðarinnar sem byggir frak væri fyrsti verulegi árangurinn af áratuga viðureign við ir- öksk. tyrknesk og írönsk yfir- völd. Kúrdar í T.vrklandi og íran munu ekki sætta sig með góðu við minni rétt en landar þeirra í frak, en stjórnimar í Ankara Og Tcheran hafa jafn- an bælt allar frelsiskröfur þeirra niður með harðri hendi. Ljúki Kúrdauppreisninni í írak með réttarbót fyrir Kúrda, sjá stjórnir Tyrklands og fraks þvi fram á ,að þær verða annað tveggja að breyta um stefnu gagnvart þessari þjóð eða bú- ast við innanlandsófriði Iranskeisari hefur fleiri á- stæður til að óttast bylting- una í Bagdad en ein saman áhrjf hennar á Kúrda í land- inu. Mcðan Aref núverandi forseti fraks var hægri hönd Kassems fyrst eftir byltinguna 1958, hélt hann uppi harðri á- deilu á stefnu og sfarfshætti keisarastjórnarinnar í ná- grannaríkinu í austri. Eins og áður var getið bar Kassem fram Iandakröfur á hendur ír- m. en gat lítt fylgt þeim eftir . bar sem hann fékk nóg að gera að fást við Kúrda og furstann í Kuwait. Takist nýju byltingarstjórninni að semja frið við Kúrda og hætti hún að troða illsakir við KUwajt- fursta. getur hún snúizt af því meira afli gegn fran. en þar stendur nú svo á að keisari hefur meira en nógu að sinna þó ekki bætist við landamæra- deila Að undirlagi keisara er hafin skipting stórjarða aðals- manna og trúarstofnana milli jarðnæðislausra bænda. Kallar keisarastjórnin þetta „hvífa byl1ingu“ og segist ætla að af- nema lénsskipulagið í Jandinu á skömmum tíma. Eins og geta má nærri veldur jarðaskipting- in mikiu umróti. Landsdrottnar og klerkastéttin kalla hana rártskap en vinstri menn segja um um kák eitt sé að ræða. Dómur margra erlendra land- búnaðarsérfræðinga er sá, að iarðarskjkarnir sem bændum er úthlutað séu svo smáir að lítil von sé til að þeir fái bæít kjör, sín að nokkru ráði. Megi því búast við alvarlegu aftur- kasti að nokkrum tima liðnum. þegar bændur komist að raun um að loforðin sem embættis- menn keisarans gáfu þeim við jarðaskiptinguna fái ekki staðizt, Meðan íranskeisari er önnum kafinn að framkvæma „hvítu byltinguna“ má hann ekki við neinum útistöðum, hvorki við írak né Kúrda, en hvorttveggja getur hlotizt af byltingunni í Bagdad. Hún get- ur því haft áhrif allt í kring- um frak, þó skjótust sé breyt- ingin á valdahlutföllum milli arabaríkjanna. Nasserisminn, draumurinn um sameiningu ar- aba undir stjórn sem hefur viíja og getu, til að. láta til beirra taka í helmi nútímans, hefur enn einu sinni reynzt líf- seigari Qn umheimurinn gerði sér í hugarlund. M.T.Ó. Glöggt er |iað enn hvað þeir vilja Eins og öllum er kunnugt sem fylgjast með þingfréttum bar Eðvarð Sigurðsson, formað- ur Dagsbrúnar, fram á þingi fyrirspurn til rí'kisstjórnarinn- ar, hvort hún hyggðist gera ráðstafanir til þess að sú 5% kauphækkun sem verkamenn hafa fengið yrði raunhæf eða hvort því yrði velt yfi-r á verð- lag. Þessari fyrirspurn svaraði ríkisstjórnin ekki. Aftur á móti stóð upp einn riddarinn úr stjórnarberbúðunum og gaf loðmullusvör við fyrirspurn- inni. Þessa fyrirspurn og svar ger- ir Alþýðublaðið að umræðu- efni í leiðara föstudaginn 8. febr. á sinn sérstæða hátt. Þar getur að líta m.a. með feitu letri þetta: ,,Mætti tii dæmis spyrja kommúnista hvort AI- þýðusamband fslands vilji beita sér fyrir því, að aðrar stéttir komi ekki á eftir Dags- brún og heimti sömu eða meiri liækkun. Á þcsSu atriði bygg- ist, hvort verðbólguáhrif hækk- unarinnar verða mikil eða Htil.“ Og enn fremur þetta: „Einnig mætti spyrja framsókn og kommúnista hvort þeir vilji, í samræmi við óskir Eðvarðs, beita sér fyrir því. að þcssj hækkun Dagsbrúnar hafi ckki áhrif á kaup bóndans og þar með á verð landbúnaðarafurða. Til þess þyrfti að vísu laga- breytingu.“ Þetta eru eftirtektarvei-ð orð. Þessar tilfærðu setningar sýna glögglega hvað það er sem „afturhaldið“ meinar með orð- inu verðbólga. Verðbólga 1 munni S.jál'fstæðisflokksins og Alþýðublaðsklí'kunnar er að- eins hækkað kaup. Þótt krónan lækki og allt verð á erlendri vöru þar með hækki þá er það ekki verðbólga að þeirra dómi. Þótt vextir hækki og leggist með þunga á framleiðsluna, þá er það ekki verðbólga að á- liti klíku þessarar. Og þótt tollar og óbeinir skattar hækki og stórauki vöruverð er það ekki verðbólga, nei, ónei, ekki aldeilis. En kaup þeirra sem minnst bera úr býtum hækk- ar lítillega, þá er það verð- bólga. „En það er meira blóð í kúnni.“ Þessar tilfærðu setn- ingar færa okkur einnig heim annan sannleika. Þær færa okkur heim þann sannleika að sá flokkur sem kennir sig við alþýðu er algjörlega á móti öllum kauphækkunum. Hann er á móti því að verkamenn, bændur og aðrir láglaunamenn fái með nokkru uppborið þá hækkun sem með ofurvaldi ríkísstjórnarinnar hefur skollið á allri erlendri vöru og einnig mestallri innlendri framleiðslu. Þegar þessi leiðari Alþýðu- blaðsins var skrifaður var ekki orðið samkomulag um neina kauphækkun hjá Iðju félagi verksmiðjufólks. Þá voru held- ur ekki komnir neinir samn- ingar um hækkun á kaupi verzlunarmanna. Það verður þvi að álíta sem svo 1'eið- Framháld á >e i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.