Þjóðviljinn - 07.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. marz 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 ! I I 8 ! ! BOMBA NÚMER EITT Hámenningarpólitík kanversku íslendinganna er í smávegis kreppu. Það líður nú óðum að alþingiskosningum. Við- reisnarstjórninni er órótt: hana vantar stórhugsjón til aö breiða yfir verð- bólguskrímslið sitt frammi fyrir augliti hátt- virtra kjósenda. En það er engin stórhugsjón til lengur nema ameríski herinn — og vænghaf hvíta fálkans á vellinum og í sjálfstæðishúsinu er nú eins og við vitum. En þá eru það blessað- ir rússarnir. Þeir eru þó alla daga til taks ef vest- rænu hugsjónirnar klikka. Þeir hafa löngum skaffað kanverjum gamla fróns dáindis vænar kosningabombur þegar í nauðirnar hefur rekiö. Eg held maður muni þá tíð þegar félagi Nikíta gerði stalínpersónuna miklu aö einni allsherjar sorp- tunnu og fjörtíu ára moggalygi var þar meö orðin pravda. Enda viröast rússarnir ekki ætla að bregðast fremur en fyrri daginn. Allt í einu kemur upp úr kafinu að tveir gerzkir levar hafa árum saman staðið í makki viö fyrr- verandi dagsbrúnar- stjórnanne'ðlim og núver- andi borgarverkfræöings- skrifstofumann viðvíkj- andi nánari fregnum af hámenningu kana á ís- landi. Samstundis er borgarlögreglan ræst og henni sigaö út um holt og móa í kola þreifandi myrkri, nema hvað þeirri leynilegu er troðið niður í afturhlutann á borgar- verkfræöingsskrifstofu- mannsbifreiöinni. Þannig eru levarnir nappaðir og fyrirsagnaletur moggans hækkar í þeim mæli að Esjan, Skarðsheiði og Akrafjall verða eins og dulitlar hundaþúfur við lauslegan samanburö. Sem sagt: fyrsta iúss- neska kosningabomban er sprungin og fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sumir biðja je og guö að hjálpa sér — aðrir vilja gera Ragnar nokkurn Gunnarsson að forseta ís- lands með sama. En á sextugasta degi þessa árs, kl. 8.17, hypja þeir aust- rænu sig upp í flygildi áleiðis til síns heima og hinni kanversku stórhug- sjón á íslandi er borgið í bili. En hver veit hvar og hvenær næsta bomba springur? Og hver veit hvort nokkur fyrrverandi dagsbr únarst j ór narmeð- limur veröur þá við hönd- ina til að bjarga? Þessi dramatíska njósnahistoría sýnir í skörpu ljósi hvílíkan endemis skrípaleik erlend herseta í landi smáþjóðar getur af sér leitt. Hver maður veit að allar hern- aðarþjóðir spenna þraut- þjálfuö njósnakerfi sín vítt um lönd — og eins hitt aö amerískar njósnir eru hetjudáðir, en rúss- neskar njósnir ódæðis- verk. Hvað sem því Krúsjeff karlinn kann að segja er það eins víst og dagur fylgir nóttu að á meðan amerískur her dvelur á voru landi, ís- landi, eigum við rúss- neskar njósnir yfir höfði okkar — og meira að segja rússneskar eldflaug- ar ef í odda skerst. Það er því hverju bami ljóst aö ef mogginn og hans dót vill losna við slíkar njósnir og slíkar flaugar, þá kemur fyrir lítiö að skipa tveim gerzkum lev- um að snauta heim til sín, heldur er það ame- ríski herinn sem reka verður burt af landinu. Þegar það hefur verið gert má telja nokkum- veginn öruggt aö skrif- stofuhald borgarverk- fræðingsins megi þróast í friði. Það var sem sé alls ekki „öryggi íslenzka rík- isins“ sem rússarnir tveir voru að frýnast 1, heldur hernaðarleyndarmál er- lends kjarnorkustórveldis sem keypt þefur ísland fyrir .bækistöö í stríðs- undirbúningi gegn Ráð- stjórnarríkjunum. Okkar eina hugsanlega öryggi, hernaöarlegt hlutleysi, er sem sagt orðið uppselt peð í tafli sem enginn getur sagt hvernig end- ar. Og með köldu blóði halda kanverjarnir áfram að telja íslenzku fólki trú um aö þetta sé þess eina vörn. Til þess aö viðhalda stríðsgróöabrjálæðinu er líf þess gert að einu fyrsta skotmarki mssa ef hörmungin mikla skyldi dynja yfir. Og það er reynt að slá það svo algerri blindu að það sjái ekki í gegnum þennan glæpsamlega svikavef. í glórulausu myrkri á það að skríða fyrir kanana út um holt og móa ellegar að hnipra sig saman 1 bíl- tíkum handlangaranna í þeirri trú að með þvi sé það að þjón; islenzkum málstað. Hvílik þó ofboðs- leg tilætlunarsemi! En meðal annarra oröa: hvemig stendur á því að svo lítt skuli bóla á amerískum njósnum hér á íslandi? Em kanamir kannski eftirbátar rúss- anna í einum meginþætti stríðsvísindanna? O sei sei nei — þeir hafa þar marga hetjudáðina drýgt víðsvegar um heim. En þannig er mál með vexti að hér þurfa þeir ekki að njósna um neitt. Svo vel vill til aö hér er enginn rússneskur her. En sjálf- ir em þeir innstu koppar í búri íslenzka ríkisins — og í þá koppa spræna kanverjar gamla fróns öllum sínum hugsjónum og hjartans málum. Hér er því næsta lítið að gera, nema þá helzt að krota okkur, þessi vesælu kommaskinn, upp á blað og sporna við því að við útbíum guðseigiðland með okkar skítugu moskvuskóm. Og svo náttúrlega að passa upp á það að við njósnum OKKAR Á MILLI SAGT ekki um „öryggi íslenzka ríkisins“. En ef einhver gerzkur lev kæmi til mín og vildi fá upplýsingar um völlinn og allt þetta djöf- ulsins ameríska drasl hérna á sögueynni, þá myndi ég óðara segja við hann: Æ, blessaður tal- aðu heldur við Bjama okkar Ben eða Guðmund okkar í — þeir em brandsjúrir á allt svona lagað hobbí og þekkja öryggisventilinn góða svo miklu miklu betur en ég. Biddu þá um lóranmynd. Biddu þá um strætis- vagnsstjóra. En bjóddu samt ekki rúblur, jafnvel ekki fjögur þúsund við- reisnarkalla. Hér er það dollarinn sem gildir. Þannig gætu vorir elskulegu rússar skaffað mogganum bombu núm- er tvö, hvernig sem nú færi þá með fyrirsagna- letrið. 1 i l/ _ fOtt* ! Dómsmálaráðherrann segir vinum sínum til vamms Fátt mun meira rætt í borg- inni um þessar mundir en njósnir og gagnnjósnir Ragn- ars Gunnarssonar. Nú víkur svo við að Ragnari er hælt á hvert reipi í málgögnum Sjálf- stæðisflokksins fyrir það að hafa heykzt á að njósna um þá menn, sem aka strætisvögn- um á þeirri herstöð U.S.A., sem staðsett er hér á landi. Það er einnig látið fylg.ia þessu hóii. |127 hermenn SÞ \ féllu í Kongó 127 hermenn Samein- uðu þjóðanna hafa fallið og 133 særzt í aðgerðum samtakanna í Kongó á tímbilinu frá júlí 1960 til janúar 1963. segir í skýrslu sem nýlega refur verið birt. Af þessum mönnum féllu ellefu í síðustu bar- dögunum í desember og janúar. 42 þeirra sem féllu voru frá Ghana, 20 frá Indlandi, 18 frá írlandi, 14 frá Ítalíu, 13 frá Eþíópíu, 9 frá Svíþjóð 3 frá Nígeríu, 3 frá Túnis, 2 frá Súdan og einn frá Indónesíu, Malaja og Marokkó hverju fyrir sig. í skýrslu til öryggisráðs- ins 4. febrúar sagði U Þant framkvæmdastjóri að her- lið Sameinuðu þjóðanna yrði í Kongó eitt ár enn, en frá febrúarlokum yrði liðsaflanum fækkað til að drar'n út£riöldum. (Frá S.Þ.). að Ragnar hafi verið (og sé) fé- lagi í Sósíalistaflokknum. Það má gizka á það, að ekki mum þessa getið til þess eins, að auka hróður flokksins, enda hefur það komið ótvírætt í ljós í umræðum áðumefndra mál- gagna. Öll mál hafa tvær hliðar. Ef þau eru grandskoðuð kemur ýmislegt í ljós, sem virðist hul- ið við fyrstu athugun. Þar sem hér er að margra áliti um stór- mál að ræða, verður ekki hjá því komizt að líta einnig á þá hlið, sem minna hefur verið haldið á lofti. Bjarni Benediktsson lætur hafa eftir sér eftirfarandi um- mæli í Vísi 27. febr. 1963, þar sem hann talar um njósnir á breiðum grundvelli, undir fyrir- sögninni: Ummæli dómsmála- ráðherra. „Vafalaust hefur ver- ið ieitað til margra Islendinga í sama skyni, en ekki er vitað hve margir hafa neitað að taka þátt f slíkum skaðræðisgjörð- um“. Hér virðist Bjarni Benedikts son tala við Vísi í embættis- nafni, enda ekki að undra. þar sem hann hefur unnið stórsigur á embættisferli sínum. sem verndari hinnar bandarfsku herstöðvar hér á landi. Má segja að hlutverkaskipti hafi m'ðið á verndun á bessu um- deilda verndarsvæði., Þegar dómsmálaráðherra iæ*- ur hafa slík ummæli eftir sér er mikil alvara á ferðum. Eitt af bvf, sem 3. ríkinu er talið til á fellis eru þær persónunjósnir sem reknar voru þar. og vor bær þá framkvæmdar af býzk um aðilum fyrir þýzka vald- hafa. Það hefur verið fullyri af ýmsum þeim, sem Vísir hef- ur leitað til í sambandi við áð- urnefnt njósnamál, að persónu- njósnir hafi verið reknar um þá sjálfa og aðra líkt og gerð- ist í 3. ríkinu, en þó miklum mun ósvífnari, þar sem þær eru spjaldfærðar í erlend.) sendiráði: Nú getur slík skrán- ing á einstaklingum vart átt sér stað nema að einhver „Is- lendingur, sem leitað er til i þessu skyni“, hafi játað, en ekki neitað „að taka þátt f slíkum skaðræðisgjörðum". Getur nú nokkrum blandazt hugur um að jafn sómakærum og vammlausum embættismanni og dómsmálaráðherra. sé þungt fyrir brjósti, þar sem hann veit að hans skylda er að vaka yfir persónufrelsi þegna ís- lenzka ríkisins. Nú mun það vera á allra vit- orði, að dómsmálaráðherra þekkir þetur til í öðrum flokk- um en Sósíalistaflokknum. Þess vegna mun jafn sómakær og grandvar maður hafa menn úr öðrum flokkum í huga. þar sem hann veit betur hvernig um hnúta er búið, þegar hann tala’' f embættisnafni um þá. sem ti' njósna hafa verið falaðir. Eng- inn mundi trúa því þótt hann neitaði slíku. enda kemur það naumast til að hann. svo grand- var, neiti jafn augljósum stað- reyndum. Það mun þvf óhætt að táka það sem játningu frá dómsmálaráðherranum. að beir menn, sem leitað er til um njósnir, og ef til vill taka bær að sér. séu úr öðrum flokkum en Sósíalistaflokknum. Hinsveg- ar misskilur Vísir bessar játn- mgar dómsmálaráðherrans 1 marz ’63 viljandi eða óviijandi Þessa játningu Bjama Bene- diktssonar, dómsmálaráðherra styður sú staðreynd, að Ragnar Gunnarsson er, samkvæmt eigin Dómsmálaráðhcrrann sögn, o.rðinn óvinsæll f Sósíal- istaflokknum, en ef til vill hafa vinsældir hans vaxið að sama skapi í öðrum flokki. Bjarni Benediktsson er aðdáandi Ragn- ars Gunnarssonar fyrir þau at- vik, sem ollu því, að dómsmála- ráðherranum auðnaðist að vinna sitt embættisafrek. Þessi heppni byggist hins vegar ekki á aðgát dómsmálaráðherrans sjálfs, heldur á dýrum þegn- skap Ragnars. Ef sá þegnskapur er ekki tiltækur hjá þeim sem dómsmálaráðherrann talar um í ummælum sínum í Vísi, þá má búast við, að þeir leiki hér lengi lausum hala og stundi persónunjósnir eftir fyrirmynd frá 3. ríkinu. Dómsmálaráð- herrann veit, að þessir skaðræð- ismenn eru ekki sósíalistar og hafa ekki fengið sitt þegnlega uppeldi hjá þeim flokki. sem fyrirlítur allar njósnir og njósn- ara, þess vegna getur hann ekki búizt við. að þeir hætti njósn- um og gefi sig fram við yfir- völdin. Það mun lítt. stoða bótt dómsmálaráðherrann segi vin- um sínum til vamms f stuttorðri klausu í Vísi. hann verður að leita annarra ráða. ef hann 'angar til að upplýsa þessar niósnir og öðlast bannig einn- ig aðdáun Islendinga fyrir em- bættisrekstur. Flokksfélagi. Réttindi kvenna í hundrað löndum Konur heimsins standa nú á þröskuldi nýrrar aldar, segir t nýútkomnu riti Sameinuðu þjóðanna um félagslega og pólitíska menntun kvenna. Ár- ið 1900 var ekki til eitt einasta sjálfstætt ríki, sem veitt hafði konum pólitísk réttindi. Árið 1963 hafa konur í rúmlega 100 ríkjum slík réttindi til jafns við karlmenn eða á vissum sviðum. . Meir en 70 þessara ríkja hafa veitt konum pólitísk réttindi eftir lok seinni heimsstyrjald- ar. Á síðustu árum hafa fjöl- mörg ný ríki verið stofnuð og í stjórnarskrám þeirra flestra eru konum tryggð full- komin pólitísk réttindi. Þrátt fyrir allar þessar fram- farir er reyndin samt sú. að því fer fjarri að konur hafi fengið fullkomið jafnrétti við karlmenn. Enn eru til ríki, sem með lögum svipta konur póli- tískum réttindum. 1 flestum löndum hafa aðeins fáar konur fengið tækifæri til að taka að sér mikilvæg ábyrgðarstörf. Stundum koma hefðir. siðvenj- ur, félagslegt fordæmi eða efna- hagsástæður í veg fyrir að kon- ur fái að neyta réttinda sinna. (Frá SÞ). Olík afstaða til peninganna Afstaða til peninga og auð- æfa i Austurlöndum og Vest- urlöndum er mjög ólílk, segir í skýrslu sem Menningar- og vísindastofnun S.Þ. (UNESCO) hefur birt. Það merkir þó ekki, að peningar hafi minna aS- dráttarafl í austri en vestri, heldur einungis að fjáraflaleið- ir njóta ekki allar sömu virð- ingar. Kaupsýslumenn í Asíu, sem hafa nokkurn veginn sömu tekjur, mynda oft með sér sér- stakt „þjððfélag" innan þjóð- félagsins. Til þeirra er litið með allmikilli Mtilsvirðingu af bændum ( Indlands, Ceylons. Malaja og Filipseyja, sem telja jörðina enn sem fyrr einustu sönnu og viðurkenndu auðæf- in. Skýrsla UNESCO, sem ber heitið „The Role of Savings and Wealth in Southern Asia and the West“. er sérlega fróð- leg fyrir hagfræðinga, félags- fræðinga og roenningarsagn- fræðinga. Hún leiðir einnig í Ijós margs konar mismun með tilliti til vinnumarkaðarins. í Asíu er hann margskiptur og háður áhrifum, sem eru miklu fremur félagsleg en efnahags- leg: fjölskyldu, þjóðfélagsstétþ fæðingarstað o. s. frv. Á sama hátt ákvarðast fjárfestingar í Suður-Asíu oft af ástæðum og siðvenjum, sem ekki eru í nein- um tengslum við efnahagsleg lögmál: margir auðmenn óttast áhættuna í iðnaðinum. og þrátt fyrir áætlunarbúskap geta stjómarvöldin ekki veitt ábata- sömum fjárfest- insu vetð "i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.