Þjóðviljinn - 07.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 7. marz 1963 eins vel og hann gat. Gamet vætti varimar. Hann hafði rétt í þessu verið að gefa henni vatn, en hún var enn jafnþurr í munninum. — Já, Texas, sagði hún. — segið mér það. Hvað er það sem þér þurfið að gera? Hún heyrði hvemig Texas dró þungt andann. Hann lagði gróf- gerða höndina yfir hönd hennar. — Ég verð að brenna handlegg- inn á yður með glóandi járni, frú Gamet. — Nei! Hún tók viðbragð og og við hreyfinguna var eins og hnífur væri rekinn í handlegg hennar. Hún greip um olnbogann fyrir neðan sárið. — Texas! Það er opið! Þetta er opið sár — þér getið ekki gert það! — Ég má til, frú Garnet. sagði hann. Gamet starði á hann. Skelf- ingin nísti í henni hverja taug. Hún fann að munnur hennar cpnaðist og varimar strengdust yfir tennumar. Líkami hennar var allur rennvotur af svita. Texas benti. Augu hennar fylgdu handhreyfingu hans í áttina til bálsins sem piltarnir höfðu kveikt. Hún hélt að þeir hefðu gert það til að elda mat, en nú sá hún að þeir höfðu tekið þrjár af jámstöngunum sem pottamir héngu annars á og rekið þær inn í glóðina. Karlmennimir sex sem hlotið höfðu sár, lágu á ullar- teppum umhverfis. Einn þeirra stundi hátt. Gamet sagði skelk- uð: — Ætlið þér líka að brenna þá? — Já. frú, ég er neyddur til þess. Þeir hafa verið hér fyrr. — Ö. Gamet andvarpaði. Tex- as tók utan um hana og gaf henni aftur vatn að drekka. — Svona nú, ungfrú Garnet. Þér hafið staðið yður með ágæt- um. Reynið að vera hughraust í fáeinar mínútur enn. Gamet reyndi að vera hug- hraust. — En hvers vegna þurf- ið þér að gera þetta, Texas? — Leggizt útaf frú, þá skal ég segja yður það. Gamet lagðist útaf. Hver ein- asti vöðvi var spenntur af skelf- ingu. Hún heyrði múldýrin hrína og karlana bölva diggurunum fyrir að gera allt þetta uppi- stand. Einn piltanna, sem hafði verið góður vinur þess sem fall- ið hafði, grét við vinnu sína. — Það liggur þannig í því, frú, sagði Texas. — Örvar digg- aranna eru svo hættulegar. Margir segja að þær séu eitrað- ar, aðrir segja að það sé vegna þess að diggararnir eru svo skít- ugir að allt sem þeir snerti á verði eitrað. Hvemig svo sem á því stendur, þá kemur blóðeitrun í minnstu skeinu eftir diggara- örvar. Og það er ósvikin eitrun, ungfrú Garnet. Ég hef séð karl- menn sem voru hræddir við brunameðferðina, sem höfðu bara fengið smáskeinu og héldu að hún mundi gróa án þess, — ég hef séð sárin bólgna upp og verða blárauð og eitrið barst út- um blóðið, svo að þeir lágu þama og veinuðu og sárbændu okkur um að stytta sér aldur. Stundum urðum við að gera það, því að þeir urðu svo trylltir af hitasóttinni að þeir gátu drepið okkur, ef við urðum ekki fyrri til. Þér verðið að fyrrigefa, ung- fú Gamet, en ég verð að segja yður þetta. Garnetu þótti sem tungan bólgnaði í munni sér. — Kemur þetta — alltaf fyrir? spurði hún hásum rómi. — Nei. frú, ekki alltaf. Stund- um gróa sárin ágætlega. En það er aldrei hægt að vita um. Og þegar maður fær að vita það, er það orðið of seint. Það er bezt ég brenni þetta sár, ungfrú Gamet. Gamet saup kveljur, en hún hafði engu að kingja. Munnur hennar var skrælþurr aftur. — Gott og vel, Texas, sagði hún. — Þér getið brennt það. — Dugleg stúlka. sagði Texas giaður.............?------ Garnet lokaði augunum og lagði heila handlegginn yfir þau. Hún velti því fyrir sér, hvort hún gæti bitið á jaxlinn og stillt sig um að æpa, þegar hann gerði þetta. Hún mátti ekki æpa, þegar allir þessir karlmenn vom í nánd. Þeir máttu ekki halda að hún væri fíngerð hefðarmær sem þyldi ekki lestarlífið. Hún mátti ekki láta Oliver sjá eftir að hann tók hana með sér. — Ég hef sjálf valið mér þetta hlutskipti, sagði hún við sjálfa sig. — Ég vildi fara til Californíu. Ef ég hefði eitthvað að bíta í, þá gæti ég ekki æpt. Ég ætla að bíta í eitthvað hart. Gegnum háreistina umhverfis heyrði hún fótatak rétt hjá sér. Hún heyrði John spyrja: — Hvernig gengur með hana. Tex- as? Og Oliver: — Ertu búinn að segja henni það? Texas svaraði: — Já, ég er búinn að segja henni það. Hún er afbragð. Tekur þessu eins og hermaður. Garnet opnaði augun. Oliver kraup hjá henni. Hárið og skegg- ið voru svo úfið, að hún sá varla nema augun, en hann horfði blíðlega á hana. — Ég get gefið þér stóran teyg af whiskýi. ef þú vilt, sagði hann við hana. Hún hristi höfuðið. — Helzt ekki. Það myndi stíga mér til höfuðs. Ég myndi æpa eða eitt- hvað þess háttar. John laut niður og skoðaði SKOTTA ö, — þetta er nú fyrir mig! Hún gleymdi að taka með sér aura! sárið. — Þetta er ljót skeina en hún er ekki djúp, sagði hann. Hann brosti snöggt til hennar. — Æpið þér bara eins og yður lystir, frú Hale. Það gerir ekkert til. Hann tók upp vatnsflöskuna. — Næstum tóm. — Ég skal ^ylla hana, sagði Oliver. Þegar hann gekk niður að læknum, kom Florinda og kraup við hliðina á John. Hún hafði ekki heyrt það sem Texas sagði og hún brosti uppörvandi til Gametar. — Mig langaði svo til að sjá þig, en fyrst varð ég að klæða mig. Þú hefur særzt, er ekki svo? — Er allt í lagi með þig? spurði Gamet. — Já, og það er ekki annað en heppni. Ég hef aldrei verið eins hrædd á ævi minni. Ég var steinsofandi þegar það byrjaði. •Ég hlýt að hafa verið spaugileg, þar sem ég kraup í minum litlu, hvítu sem ekki má nefna og skaut yfir hnakkahrúguna. — Penrose segir mér að bú hafir kálað tveimur þeirra, sagði John. — Það eru ýkjur. Ég held ég hafi ekki hæft nema einn. En mér líður ágætlega. Garnet er særði hermaðurinn. Getum við ekki gert neitt til að hjálpa þér? Florinda beygði sig nær og horfði á sárið með áhyggjusvip. — Heyrðu, John, ættum við ekki að binda um það? Það koma bara í þaðóhreinindi. — Texas bindur um það á eft- ir, sagði John. Einn af essrekum hans kailaði til hans og hann stóð á fætur. — Vertu kyrr héma, Florinda, sagði hann um leið og hann fór til að svara essrekanum. Florinda reif ræmu af skyrt- unni sinni, vætti hana í vatni úr flösku sinni og baðaði heitt enni Garnetar. — Er þetta voða- lega sárt, elskan? — Eg læt það vera, en — Garnet titraði og hræðslan sem hún hafði ekki viljað sýna hin- um, brauzt nú fram. — Flor- inda, veiztu hvað þeir ætla að gera við mig? Texas ætlar að brenna sárið með glóandi jámi. — 0, Gamet! hrópaði Flor- inda. Hún missti flöskuna og vatnið rann niður á jörðina. — Ekki opið sárið? — Jú. Og ég er hrædd. Ég vil ekki að þeir viti hvað ég er hrædd. Florinda, þegar hann kemur hingað með járnið — ég veit ekki hvað það tekur langan tíma, því að það á að vera rauð- glóandi — þegar hann kemur, þá haltu fast í höndina á mér og sjáðu um að ég grenji ekki eins og krakki. Florinda stundi. Hún vatt vota stykkið. Vatnið rann um þuml- ana á leðurhönskunum hennar og þaðan á jörðina. Oliver kom til baka með flöskuna sem hann hafði verið að fylla. Hann settist hjá Garnet, bað hana að liggja kyrra og slaka á vöðvunum. Hún var þyrst og þótt hún lægi í skugga, var henni mjög heitt. i Oliver hélt flöskunni upp að munninum á henni og sagði ! henni að drekka eins og hún \ gæti. Florinda stóð á fætur og fór í burt. John gaf essrekum sínum fyr- irmæli. Hann leit á Gamet þar sem hún lá á ullarteppinu hjá Oliver. Hann sneri sér við í skyndi og gekk niður að lækn- •um. 1 skjóli bakvið steina og runna sá hann Florindu. Hún hnipraði sig saman í grasinu. Þegar hún heyrði til hans, leit hún við. John nam staðar. Hann leit á hana. — Farðu til baka, sagði hann. — Farðu til baka sjálfur, sagði hún stutt í spuna. — Af hverju stakkstu af? — Það kemur þér ekkert við. — Vertu ekki svona mikil kveif, sagði John. — Farðu til baka og haltu í höndina á telpu- kominu. Hún sagði ekki neitt. — í guðs bænum, Florinda, sagði hann. — Hvað gengur að þér.? — Eg ætla ekki að sitja þarna, hvíSlaði hún, — og horfa á þá brennimerkja hana eins og belju. Þú getur ekki neytt mig til þess. Eg get ekki verið henni til neinnar hjálpar. Jú, víst geturðu það. Hún bað þig að vera. Ég heyrði það. — Hún þarf ekki á mér að halda. — Jú, það held ég einmitt. Þú ert vinkona hennar og kynsystir og hún vill hafa þig hjá sér. Þetta er ekki beinlínis notaleg aðgerð, það veiztu. Þetta var einu sinni gert við mig. Eg er enn með ör á leggnum. Það er ekki sérlega skemmtilegt að fá þetta járn inn í holdið. Þú heyrir suðuhljóð og þér finnst þú allur vera að soðna og auk þess er það sárt. Fínasta rakvél til ýmissa nota. AfmæSismót Víkings í knattspyrnu ÞROTTUR varð innanhússmeistari Afmælismóti Víkings í inn- anhússknattspyrnu lauk í fyrrakvöld með sigri Þróttar, en þeir sigruðu Fram í úrslita- leik með 5 mörkum gegn 4. Voru það sanngjörn úrslit því Þróttarliðið var bezt leikandi fiokkurinn í þessu móti. Önnur umferð Þrír leikir fór fram í 2. um- ferð og voru þeir allir femur auðunnir fyrir A-lið Keflavík- ur. Vals og Fram sem mættu B-liðum V'íkings, KR og Kefla- vfkur. Annars urðu úrslit þessi: ÍBKa — Víkingurb 5:3. allan tímann mjög jafn og spennandi, en ekki sérlega vel leikinn en þannig vil'l oftast fara þegar um úrslitaleik er að ræða. Þrátt fyrir það var gaman að leiknum enda var hann svo jafn að það var ekki annað hægt en að verða spennt- ur. Þróttur setti fyrsta markið með skoti Ómars Magnússonar en Guðmundur Óskarsson jafn- aði fyrir Fram. Haukur Þor- valdsson nær forustunni enn á ný fyrir Þrótt og aftur er það Guðm. Ósk. sem jafnar með þrumuskoti. Var staðan þannig í leikhléi 2:2. Meistaralið Þróttar, ásamt þjálfara. Ljósm. Bj. Bj.). Valur a • Fram a KRb 4:0. ÍBKb 9:4. Undanúrslit Fyrri leikurinn í undanúr- slitum var á milli A-liðs Þrótt- ar og Keflvíkinga og var það mjög góður leikur af hálfu Þróttar. Náðu þeir strax í upp- hafi sterkum tökum á leiknum og höfðu leikinn í hendi sér, á enda. Sérstaka athygli í liði Þróttar vakti Ómar Magnús- son fyrir oft á tíðum frábæran leik og skar hann sig úr öðrum keppendum mótsins hvað leikni og fimi snerti. Þróttur sigraði leikinn með 8:3. Fram — Valur A-lið Fram og Vals léku síð- ari leikinn i undanúrslitum og var það mjög jafn leikur sem gat endað á báða vegu þó svo að Fram hafi orðið hlutskarp- ari að þessu sinni með 4 mörk- um gegn 3. Valsmenn áttu oft á tíðum góðar sóknariotur þótt þær hefðu ekki alltaf náð til- ætluðum árangri. Unglingaflokkar léku síðan á meðan kappamir hvíldu sig, fyrir úrslitaleikinn. Úrslit. Þróttur — Fram 5:4 Leikur Þróttar og Fram var í upphafi síðari hálfleiks fá Þróttarar vítaspyrnu^ en Hauki brást bogalistin því Ásgeir Sig- urðsson fékk varið. En hann náði knettinum litlu síðar og þá brást hann ekki 3:2 og stuttu síðar bætir Haukur fjórða markinu við, 4:2. Hallgrímur Scheving var á- kveðinn í því að leiknum skyldi ekki ljúka þannig og setur á skömmum tírna 2 mörk í röð og voru Framarar þar með búnir að jafna leikinn 4:4. Aðeins nokkrar sekúndur voru nú eftir af leiknum en þær nægðu Þrótti til að setja sigur- markið og var það enn einu sinni Haukur Þorvaldsson sem þar var að verki. Dómari leiksins var Sigurgeir Guð- mannsson og dæmdi hann vel. Aðrir sem dæmdu þetta kvöld voru þeir Einar Hjartarsonsem dæmi 3 leiki og Þeir Magnús Pétursson og Baldur Þórðarson sem dæmdu einn leik hvor. Formaður knattspyrnudeild- ar Víkings Eggert Jóhannesson afhenti Þrótti fagran bikar til eignar sem Tryggingarmiðstöð- in hafði gefið til keppni þess- arar. Þess má geta að Knatt- spyrnufélagið Víkingur er stofnsett 21. apríl 1908. H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.