Þjóðviljinn - 09.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.03.1963, Blaðsíða 6
SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. marz 1963 Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR Almonska og svörtu steinarnir Eftír Eric P. Keliy Natanis gamli var indíáni og átti heima í litlum kofa úti í skógar.iaðrinum. Hann sagði við Almonska, tólf ára snáða, að nafnið hans vœri tekið úr æfafómu máli, og þýddi moldr>u ^a. — En hversvegna var ég skíröur þessu nafni? — spurði drengurinn. Hann sat á jörðinni við tjalddyr Natanis og horfði á gamla manninn steikja fisk yfir snarkandi eldi. — Sjáðu til, — sagði Natan- is, — Það eru nú til dæmis þessl litlu, skrítnu, svörtu augu þín, og hvemig þú trítl- ar gegnum skóginn og yfir lækina, létt og Iiðlega rétt eins og moldvarpa fer gegn- um moldina. Drengurinn þagði svolitla stund, svo sagði hann: — Þeim finnst ég ekki vera dug- legur þarna heima í þorpínu. Sabbatis bróðir minn og Kata frænka mín eru miklu dug- legri en ég, þau fara á veið- ar með veíðimönnunum. Og María systir mín selur tága- körfur í ber«sb»ni. — Já, en þú veiðir fisk, — sagði Natanis, — og þú ert svona duglegur að veiða fisk vegna þess að litlu svörtu augun þín sjá í gegnum vatn- ið, alveg niður á botninn, al- veg eins og moldvarpan owr gegnum moldina. — En veiztu það ekki Nat- anis að moldvarpan hefur engin augu? — sagði Alm- onska. — Fólk heldur það, esn ég veit betur. Það eru kannski ekki augu eins og við höfum þú og ég, en hvemig ætti moldvarpan að geta ferðazt um ef hún væri alveg sjón- laus? Jú, einskonar augú hef- ur hún, það er áreíðanlegt. Natanis horfði fast í augu drengsins. — Kannski eru það samt augu lík þínum, í- löng og svört, þegar þú lokar þeim getur enginn séð að þú hefir augu. — Natanis, fólkíð mitt seglr að ég sé ónytjungur, ég vinn ekki fyrir neinu kaupi, og Rauða blaðran 3. Pescal viidi ekki skilja fallegu, rauðu biöðruna eftir, svo hann varð að ganga alla leið í skólann. En það var svo löng leið, að kennslan var byrjuð þegar hann kom og búið að loka aðaldyrunum. Hann hafðí þó engar áhyggj- ur, þetta var í fyrsta sinn sem hann kom of seint. Hann bað húsvörðinn að geyma blöðr- una þangað % fil hann færi heim. Svo þegar kennslu var lokið fékk hann blöðruna sína aftur. 6. Nú var komin hellirign- ing, en aumingja Pascal varð að ganga heim, vegna þeirraf heimskulegu reglu að banna að vera með gasfylltar blöðr- ur í strætisvögnum. Honum þótti slæmt að rauða blaðran blotnaði í rigningunni, 7. Hann var svo heppinn að hitta mann með stóra regn- hlíf og fékk að fylgjast með honum dálítinn spöl. Þá fann hann annan mann með regn- hlíf og svona gekk það koll af kolli, þangað til hann kom heim, án þess að blotna mjög mikið. 8. ÍWóðir hans várð fegin þegar hann kom heim, hún var farin að óttast um hann hann af því hann kom svo seint. En þegar hún fékk að víta að þetta var allt rauðu biöðrunni að kenna, varð hún reið. Hún tók blöðruna og fleygði henni út um gluggann. Framhald. okkur vantar peninga. Það kom til okkar hvítur maður, sem sagðist eiga húsið okkar, ef við getum ekki greitt hon- um tvö hundruð dollara út 1 hönd, tekur hann húsið og hrekur okkur í burtu. — Drengurinn þagnaði og sat hugsi. Svo sagði hann: — Nat- anis, hvaðan færð þú pening- ana? Ég hef heyrt fólk segja ýmisiegt einkennilegt um það. — Natanis gamli hló: — Ég segi fólkinu sannleikann. Ég fæ peninga fyrir svörtu stein- ana mína, — En því trúir enginn. Fólkið segir að þú stelir refum úr dýrabogunum og seljir skinnin í borginni, — Leyfum því að tala. Ég ræni ekki úr dýrabogum og sel ekki stolin skinn. Natanis stóð upp og fór inn í tjaldið. Þegar hann kom aftúr út hélt hann á svörtum, gljáandi steini í hendirmi. -— Þetta eru nú auðæfin min, — sagði hann. — En þessi steinn getur ekki verið mikils virði — sagði drengurinn. — Ég fer með hann inn f borgina og fæ þar fyrir hann ailt, sem ég þarfnast. — En þetta er bara venju- legur steinn, alls ekkert verð- mætur. Ertu kannski göldrótt- ur? — Fólk ímyndar sér það. En ég segi þér satt: Finnirðu svona steina mun þig ekki fé skorta. — En einu sinni fann ég svartan stein, og ég reyndi að selja hann í þorpinu. Allir hlógu að mér, enginn lifandi maður vildi kaupa svartan stein. — Það var ekki rétta teg- undin, drengur minn. Réttu steinarnir finnast ekki hér um slóðir. — Hvar gét ég fundið þá, segðu mér það, góði Natanis, okkur vantar peninga, þú veizt það. — Það er leyndarmál mold- varpe litla. Ef ég segi frá því fara aliir að stað að leita o* fljótlega verða engir svartir stemar eftir. — Þú segir mér það samt, einhverntíma, heldurðu það ekki, Natanis? Gamli maðurinn hugsaði sig um, meðan hann sneri fiskin- um á pönnunni. Framhald. Kartínur Þið kannizt öll við kanin- ur. Sum ykkar eiga ef til vill nokkrar í búrum. Kanínur eru falleg dýr og skinn þeirra eftirsótt — og kjötið af þeim þykir gott til matar. Ef kanínur sleppa úr búrum hér á landi, deyja þær í vetr- arkuldvnum, en í hlýrri lönd- um lifa þær villtar. Þegar landnemar í Ástralíu voru seztir að í nýja landinu. Frá ksendum 8 2&a $ {Ltý’O&poírU-lH Mamma, eftir Björn 7 ára. datt þeim í hug, að gott væri að ílytja þangað kanínur, bæði vegna kjötsins og skinn- anna. Þeir fluttu þvi nokkur dýr yfir hafið. Það voru eng- in önnur nagdýr fyrir, hvorki íkomar, rottur né mýs. Ástralía hafði um langan aidur verið 'einangruö frá meginlöndunum, og því aðrar bg ólíkar dýrategundir þar. Þar var nóg æti, og meðal villidýranna í Ástralíu voru engin dýr, sem sóttust eftir lífi þeirra. Þar voru engir ref- ir, en þeir lifa mikið á kan- ínum. Kanínunum fjölgaði ört og þær lögðu undir sig ný og ný landsvæði. Kanínumar, sem fæddust í nýja landinu, fluttu að vísu ekki langt frá fæð- ingarstaðnum, en viðkoman var svo mikil að smátt og Smátt dreifðust þær um ailar jterðir. Ekki leið á löngu, þar til kanínurnar voru orðnar hreinasta landplága. Þær átu uppskeru bændanna og nög- u^u börkinn af trjánum, svo að þau visnuðu upp 02 dóu. Um tíma leit út fyrir að kanín- urnar mundu hrekja fó'Eíiö úr landi. Er. bændumir lærðu brátt að girða lönd sín kan- ínuheldum netum og eyddu þeim með ýmsum ráðum. Enn þá eru kanínur víða um Ástralíu, en þeim er haid- ið í skefjum, svo að þær valda nú ekki nærri því eins miklu tjóni og þær gerðu áður. Skrítlur Kennarinn var skarpgreind- ur. Tvær rúður höfðu verið brotnar i skólahúsinu og nú vildi hann komast að því hver væri sökudólgurinn. — Veizt þú, hver braut rúð- una? spurði kennarinn Pétur. — Já, svaraði Pétur, — en ég hefi lofað að segja það ekki. — Já, þú veizt það, Pétur minn, að maður á alltaf að halda heit sín. — En hverjum gafstu svo þetta lóforð? — Honum Óla. ★ Dómarinn: — Þér fullyrðið að ákærði hafi kallað yður naut? Kærandi: — Ekki beinlínis, herra dómari, en hann sagði, að dóttir mín liti út eins og alikálfur! 4 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.