Þjóðviljinn - 09.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.03.1963, Blaðsíða 8
I 3 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. marz X9C3 GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT hló við. Hún fylgdi augum hans og sá, að á buxunum hans var rifa og umhverfis rifuna var stór blóðblettur. Garnet tók andköf af skelf- ingu. Hún fór að skilja hvers vegna hún var með betta salt- bragð í munninum. Hún hafði ekki vitað það sjálf, en hún hafði bitið hann eins og viiii- dýr. Hefði lærið á John ekki verð hart eins og trjástofn, hefði hún bitið úr því stykki. John þurrkaði blóðið af fæt- inum með klútnum sem Florinda hafði fengið honum. Garnet hrópaði: — Ó, fyrir- gefið mér. En það var eins og karlmönnunum væri skemmt. Oliver rétti henni vatnsflöskuna og sagði: — Svona nú, skolaðu á þér munninn. Tónlistarkynning í Háskólannm Tónlistarkynning verður í há- tiðasal Háskólans á morgun, sunnudag 10 marz, og hefst kl. 5 stundvíslega. Flutt verður af hljómplötutækjum skólans 2. sinfónían, í D-dúr, óp. 73, eftir Jóhannes Bramhs. Hljómsveitin Fílharmonía í London leikiir, stjórnandi Otto Klemperer, Síð- ari tvær sinfóníur Brahms verða síöan kynntar á næstunni með sama hætti. Dr. Páll ísólfsson flytur inn- gangsorð og skýrir verkið með tóndæmum. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Annar upplestrar- fundur Rithöf- undafélags fslands Rithöfundafélag íslands efnir til upplestrarfundar í Glaumbæ sunnudaginn 10. marz og hefst hann kl. 3 e.h. Að þessu sinni lesa eftirtaldir höfundar upp úr verkum sín- um: Amfriður Jónatansdóttir, Elias Mar, Ingimar Erlendur Sigurðs- son, Stefán Jónsson, Sveinbjörn Beinteinsson, Þorsteinn frá Hamri. Félagið hélt slíkan upplestrar- fund 27. janúar og er þetta ann- ar upplestrarfundurinn á vetr- inum. Sá þriðji verður að öllum líkindum haldinn í aprílmánuði. Er hér um nýmæli að ræða, sem mun mælast vel fyrir, enda var fyrri fundurinn vel sóttur eftir átvikum. Hún skolaði munninn og Oli- ver gaf henni vatn að drekka. Hún reyndi aftur að biðja fyrir- gefningar, en John svaraði bara: — Þetta gerir ekkert til. OHver var búinn að finna hreint stykki í farangrinum og reif það niöur í ræmur. Hann fékk Texas ræmumar. — Leggið yður útaf aftur, frú, sagði Texas. — Eg skal binda um sárið, svo að ekki komist óhreinindi í það. Garnet lagðist á bakið. Sárs- aukinn í handleggnum var ó- þolandi og hún kveinkaði sér og beit á vörina. Þegar Texas bjó um sárið. Oliver hellti whiskyi í blikkbolla, þynnti það með vatni og fékk henni. — Drekktu þetta, Garnet, þá geturðu sofnað. Henni leið svo illa, að hún þáði það með þökkum. Milli sopanna leit hún á John: — Þökk fyrir hjálpina, John. Eg ætlaði eklci að meiða þig. — Þú meiddir mig ekkert. Ljúktu nú úr bollanum og reyndu að sofna. Garnet svipaðist um eftir Florindu. En Florinda var þarna ekki lengur. Texas sagði við John: — Það er bezt þú þvoir á þér fótinn. — Já. — Og taktu við þessu og bittu um sárið. Texas fékk honum sárabindi. — Það er ekki djúpt. — Þú mátt ekki láta óhrein- indi komast í það, bittu um það til öryggis. — Jæja þá, ég skal gera það. John tók stykkið og gekk niður að ánni. Þegar hann gekk framhjá runnunum á bakkanum, sá hann Florindu. John nam undrandi staðar. Bakvið steinana lá Flor- inda í hnipri og kastaði upp. Hún var berhöfðuð, og hárið hékk í votum flyksum niður fyrir vangana og ennið. Um leið og John kom auga á hana, dró hún af sér hanzkana og bretti ermamar upp fyrir olnboga. Hann sá hana dýfa höndunum í vatnið og bera þær upp að and- litinu til að kæla það. í fyrsta sinn sá hann örina á handleggj- um hennar og höndum. John steig skrefi nær. Hún heyrði til hans og hrökk við þegar hún kom auga á hann. — Nú, sagði hún vei'króma. — Ert það þú enn einu sinni. Hvað viltu núna? John kom nær og stanzaði við hliðina henni, — Mig langar til áð biðja þig fyrirgefningar, sagði hann. Florinda var sumpart reiði'leg og sumpart hissa. Hún strauk hárið frá augunum með handar- bakinu. — Fyrirgefningar á hverju? — Á því sem ég sagði, svaraði John. Hann horfði á hendur hennar og bera handleggina. — Eg vissi ekki að þú hefðir á- stæðu ti'l að óttast brunasár. — Nú þannig, sagði Florinda. Hún fór að þurrka hendurnar á pilsi sinu og brosti beiskliega. — Eini gallinn, sagði hún, á fullkomnum kroppi. — Eg hef aldrei fyrr tekið eftir höndunum á þér, sagði John. — Eg hélt þú notaðir | hanzka vegna sólarinnar. Hann þagði andartak og bætti við: — Fyrirgefðu mér, Florinda. — Gl'eymdu þessu. Mér þykir leit að ég skyldi láta svona. Eg reyndi að kasta ekki upp, en ég gat ekki ráðið við það, ég kom mér alveg mátulega í burtu. Vertu svo vænn að segja þetta engtun. — Að sjálfsögðu. Florinda tók höndunum um ennið og óviðráðanlegur skjálfti gagntók hana. John kraup hjá henni og tók whiskýpela uppúr vasa sínum. — Heldurðu að þetta hressi þig ekki? — Nei, þökk, ég drekk ekki. — Eg veit það, en stundum getur þetta hjálpað. — Ekki mér. ég hef reynt það. Hann strauk fingrunum gegn- um hárið. Þau heyrðu kvalaóp frá einum hinna særðu manna, sem skammaðist sín ekkert fyrir að gefa frá sér hljóð þegar gló- andi jámið snerti sér hans. Það fór hrollur um Florindu við hljóðið. Það korraði í henni. — Eg held ég gæti læknað þig af ógleðinni. Leggstu á bak- ið. Ekki hérna í a'lfaraleið — komdu lengra upp á milli klapp- anna. Hann hjálpaði henni á fætur og leiddi hana upp með ánni að opnu svæði þar sem sást yfir búðimar. Hérna eru hanzkarnir þínir, sagði John. — Eg legg þá héma hjá þér. Liggðu alveg kyrr. Eg kem aftur undir eins. Hún lagðist endilöng útaf í grasið John fór burt. Eftir nokkra stund kom hann til baka *með bita af söltuðu kjöti i hendinni. Hann tók undir herðar- henni og lyfti henni upp. ■ — Borðaðu þetta og borðaðu það hægt og rólega. Fáðu allt saltið með. Florinda gerði eins og hann sagði. Hún borðaði kjötið í smá munnbitum og beið stundarkorn á miili bita til að vera viss um að hún héldi því niðri. Þegar hún var búin með bitann, lagð- ist hún útaf aftur. John sat hjá henni og beið. Eftir fáeinar mín- útur dró hún djúpt andann og sneri sér að honum: — Þetta hjálpaði vel. Hvemig vissirðu það? — Ég kom til Califomíu á skútu frá Boston fyrir Kap Horn. Þegar við höfðum fengið slæma sjóveiki, var kokkurinn vanur að koma með saltkjöt handa okkur. Þig þyrstir af því, en þú átt ekki að drekka neitt fyrst í stað. Florinda lá kyrr í grasinu. John var kyrr og beið þess að hún hresstist enn betur. Loks sagði Florinda: — Má ég nú fá vatnssopa? — Heldurðu að þú haldið því niðri? — Já, ég held það. Hann tók tappann úr vatns- flöskunni sem hékk við belti hans og hún drakk. Hún brosti til hans þegar hún bretti nið- ur ermamar. — Ég er svo leið yfir þessu, John. Smábam hefði staðið sig betur. — Það efast ég um, sagði John. — Nú veit ég fyrir víst, að það þurfti góðan skammt af hugrekki til að vera hjá Gam- et meðan á aðgerðinni stóð. — Satt er það. En ég get ekki lagzt i aumingjaskap í hvert sinn sem eitthvað verður til að minna mig á þetta. Ég verð að venjast þessu. Það varð þögn. Florinda los- aði fáeinar hámálar og fór að setja upp úfið hárið. — Hvem- ig líðuT Garnet? spurði hún eft- - stundarkom. — Hún sefur vist núna. Oliver gaf henni sterka whiskýblöndu og hún er ekk; vön slíku. — Ég skal fara og sitja hjá henni. Henni líður illa þegar hún vaknar Fiorinda setti upp hanzkana. Hún leit á múldýrahópinn og síðan á Jphn aftur. *— John, sagði hún. — Af hverju vildirðu ekki að Gamet Athugasemd Kosangassalan hefur sent Þjóðviljanum eftirfarandi at- hugasemd: „Vegna frétta í dagblöðum bæjarins um sprengingu þá er varð í mótorbátnum Sæbjörgu á Seyðisfirði sl. föstudag, þar sem sagt er að sprengingin hafi orðið af völdum Kosan- gashylkis, óskum vér að sú staðreynd koml opinberiega fram, að ekki var um að ræða Kosangashylkli, heldur var þetta gashylki frá öðrum að- ila. Það skal ennfremur tekið fram að í Kosangas er sett mjög sterkt Iyktarefni, þann- ig að ef gas streymir út án þess að kveikt sé á tækjum, verður notandi óhjákvæmilega strax var við það, enda þótt um mjög lítið gasmagn sé að ræða“. Með virðingu, KOSANGAS-umboðið. Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgrejðslu- og snyrjistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72, Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Lúðvík frændi. Ég hef verið að þjóna í þágu vísindanna eins og þú sagðir mér. Taktu það nú rólega, Rap og gefðu mér nákvæmlega upp vísindalegar staðreyndir méls- ins. Jú, — ef þú tekur eitt popkom með súkkulaðis- sleikju. . . . . . og lætur það detta í grasið og lætur það liggja í þrjátíu sekúndur . . . . . . er það þakið af sextíu rauðum maurum og einni veggjulús Ég öfunda ekki móður þína, Jóhannes. — Þú ættir sjálfur að borga reikninginn frá þvottahúsinu. ERLEND TÍÐINDI Framhald af 5. síðu. persónum hennar liggur orð hverri til annarrar. De Gaulle grunar Macmillan um að sitja um líf sitt. Brezki forsætisráð- herrann telur franska forsetann stórmennskubrjálaðan hroka- gikk. Adenauer heldur því fram að æðsta markmið brezku stjórnarinnar í Evrópu sé að halda Þjóðverjum niðri. Bretar saka Adenauer um að leika tveim sköldum, þykjast vilja greiða fyrir aðild Bret- lands að EBE en stappa jafn- framt stálinu í de Gaulle að standa sem fastast á móti. Ljóst er að allir láta þessir stjóm- arherrar þröngsýnustu einka- hagsmuni ráða gerðum sínumu Þetta eru meimimir sem nú- verandi rikisstjóm Islands vill fyrir hvem mun að við bindum trúss við og afsölum okkur landsréttindum og sjálfstæði á þeirra vald. Morgunblaðið hefur undanfarið birt hverja forustu- greinina af annarri um hvílík óhæfa það sé af íslendingum að vilja ráða málum sínum sjálfir, þegar völ sé á öðrum eins engl- um til að sjá okkur forráð og þeim sem nú skipa valdastóla í London, Paris og Bonn. M.T.Ó. LEÐU RR EIÐSTÍG VÉLIN KOMIN VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 — Sími 15425 BÚRIÐ tilkynnir Höfum stækkað og gjörbreytt verzlun okkar eftir kröfum tímans í form kjörbúðar. — Bætum nú við okkur miklu vöruúrvali, kjöti, fiski og brauðvörum. — Kælir heldur nýjum ávöxtum svölum og ferskum. — Kynnið ykkur viðskiptin í nútimaverzlun. — Hyggin húsmóðir fær vörur sinar úr B Ú B I N U í eldhúsið. BÚRIÐ Hallavegi 15. — Sími 32544. KEFLAVIK Staða byggingafulltrúa í Keflavík er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi verkfræði- eða iðnfræðimenntun. Umsóknarfrestur er til 20. marz n.k. BÆJARSTIÓRI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.