Þjóðviljinn - 14.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.03.1963, Blaðsíða 8
8 þJÓÐVILIINN Firamtudagur 14. marz 1363 GWEN BRISTOW: F I HAMINGJU LEIT silkiskyrtu og dökkgráum mexí- könskum buxum en klæðaburður hans var fátæklegur hjá allri þessari dýrð og endaþótt John væri sex fet og tvær tommur og seigur eins og múldýr, þá sýnd- ist hann næstum lítill við hlið- ina á þessum félaga. Þegar þeir gengu framhjá glugganum, sneri risinn til höfð- inu og kom auga á Gamet sem haHaði sér upp að gluggapóstin- m Bros færðist yfir andlit hans. Þetta var svo sakleysislegt og vingjamlegt bros, svo ósvikið og opinskátt að Gamet brosti á móti og um leið fannst henni sem hún hefði eignazt nýjan vin. Fjólu- blá augu hans horfðu á hana andartak, svo sneri hann sér við og sagði eitthvað við John. John leit á Gamet, brosti og tók í hattinn um leið og þeir gengu framhjá. — Oliver! hrópaði Gamet. — Hver er þessi maður? Oliver hafði séð John og félaga hans yfir öxlina á henni, og hann fór að hlæja og svaraði: Þetta er eftiriætisvillimaður Johns. — Hvað áttu við með því? — Hann er rússi. Hef ég aldrei minnzt á hann? Hann var á sín- v6n tíma á skinnastöðinni rúss- nesku hér fyrir norðan. Nú á hann ranchó hér syðra. Hárgreiðslan P E R 3V1A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstræt- ísmegin Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. n Sími 14853. 1 Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. — Hvað heitir hann? — Ættarnafnið er Karakozof. Hann verður sjálfur að segja þér hvað hann heitir meira. Oliver togaði ertnislega í hár- ið á henni. — Hann elskar kon- ur eins og böm elska sælgæti. — En af hverju kallaðirðu hann villimann? — Af því að hann er það. Hann er ágætis náungi, en ger- samlega óheflaður. John tók hann að sér á vissan hátt og skólaði hann dálítið til en hon- um hefur aldrei tekizt að kenna honum að nota gaffal. Eigum við að koma út? Gamet kinkaði kolli. Það fór um hana eftirvæntingarfiðringur. Það var ekki fallegt í Califomíu, en henni mundi sjálfsagt ekki leiðast þar. Rétt fyrir utan dymar stanz- aði Oliver til að tala við einn essrekann, sem þurfti að fá upp- lýsingar um tilhögun klyfjanna. Gamet sá hvar Florinda sat á bekk upp við húsið. Hún var bú- in að bursta á sér hárið og kom- in í hreinan bómullarkjól. Hún var svo mögur að kjóllinn hékk utaná henni eins og poki og hún var skelfilega þreytuleg, en þeg- ar hún kom auga á Gamet brosti hún og rétti út höndina. Hún var með svartar silkigriplur á höndunum sem hún þurfti ekki að taka af sér meðan hún borð- aði. — Seztu héma hjá mér, sagði Florinda. Gamet settist hjá henni. — Jæja, hvemig finnst þér þetta? — Ágætt, þakka þér fyrir. Heyrðu, Garnet, sáztu fallega risann? — Fall — já, þú átt við rússann? — Er hann rússi? Stóra, blá- klædda kempan? — Svo sagði Oliver. — Jæja, ég hef aldrei fyrr séð rússa. Eru þeir allir svona út- lits? Gamet fór að hlæja. — Hvemig ætti ég að vita það? Ég hef heldur aldrei séð neinn þeirra fyrr. — Jæja, sagði Florinda. Hann er fallegasta mannvera sem ég hef augum litið. Ég sá hann fyrir andartaki. Penrose fór til að hella sig fullan í eldvatni heimamanna og ég fékk már sæti héma. Og þá sá ég hann f fylgd með John og hann leit á mig og brosti elskulega eins og lítill drengur Hvaða náungi er þetta, Gamet? Gamet sagði henni hvað Oli- veri hefði sagt. Florinda beit á vörina. — Hann villimaður? sagði hún vantrúuð. Augu hennar ljómuðu þegar hún sá hvar rússinn og John komu í áttina til þeirra. — Hér kemur hann aftur. Hann' vill líklega kynnast okkur. Og ef hann er villimaður, þá er ég rangeygður eskimói. John kom til þeirra með fal- lega ókunna mannmn. Rússinn brosti út að eyrum. John virt- ist skemmt og Gamet mtmdi hvað Oliver hafði sagt um við- horf rússans til kvenna. — Frú Hale, ungfrú Grove, má ég kynna ykkur vin minn, herra Karakozof? Rússinn hneigði sig djúpt. Hann talaði samvizkusamlega eins og hann væri ekki vel lið- ugur í málinu og sagði: — Mér er þetta óendanleg ánægja kæru frúr. Gamet sagði: — Góðan dag- inn, og Florinda sagði: — Það var reglulega gaman að hitta yður. Hvað sögðuzt þér nú aft- ur heita? — Nafn mitt, fagra kona, er Nikolai Grigorievitzj Karakozof. Florinda trúði ekki sínum eig- in eyrum: — Er það satt? — Já, já, sagði hann með elskulegu sakleysi og til að hjálpa henni endurtók hann: — Nikolai Grigorievitsj Karakozof. — Þetta get ég ekki haft eftir, sagði Florinda. — Getur þú það, Gamet? Gamet hristi höfuðið. Florinda hugsaði sig um andartak. — Haf- Ég var á léið heim til konunnar eftir langa fjar- veru. (Og nú heldur lesand- inn, að hann geti botnað sög- una. Onei, lagsi, þér verður ekki ká'pan úr því klæðinu. Petta er ekki sagan um ó- trúu eiginkonuna, sem hef- ur verið kveinuð, grátin síðustu þrjátíu árin og mat- reidd, misjafnlega krydduð, í vikublöðunum oftar en tölu verði á komið. Nú heldur þú að þetta sé bragðlaus saga, en þú skalt að minnsta kosti ekki geta upp á sögulokun- um strax í upphafi. Það er einmitt kosturinn við mína sögu.) Minni sögu svipar til annarra að því leytj, að ég varð undr- andi, þegar ég kom heim. Satt að segja, hefur heimkoman æv- inlega verið öðruvísi en ég bjóst við. Við vifum nefnilega ekkj ofan j framtíðina. Stundum hefur eitthvað raunalegt gerzt. Þess vegna er ég oft kvíðinn á heimleiðinni. Seinast, þegar ég ið þér nokkuð á móti því að við kölluð yður eitthvað annað? — Ég verð hrifinn af öllu, sagði hann alvarlegur í bragði, — öllu sem kemur frá svo glæsi- legum konum. Hvað viltu kalla mig —. — Fagra risa. Hann hló ánægjulega. — Fagri risi, það er ég. — Það erað þér. Líkar yður nafnið? — Já, mér líkar það vél. Mér líkar vel við ykkur. Ég er ham- ingjusamur að hitta tvær yndis- legar bandaríkjastúlkur. Ég hef áður séð bandaríkjastúlkur. Hja Sutter-virkinu rétt hjá heimili mínu. En þær voru ekki eins fallegar og þið. Hann sneri sér að Gamet: — Þú ert gift Oliver? — Já, svaraði hún. — John sagði það. í Olivers sporam væri ég í sjöunda himni. Og þú, sagði hann við Florindu og brosti eins og hún væri dá- samlegt furðuverk, — þú ert eins og ég. Þú ert ófrjóvgað egg. — Fari það grábölvað, sagði Florinda. Fallegi risinn leit spyrjandi á John. — Hvað segir hún? — Hún skilur ekki hvað þú segir, sagði John. Hann sneri sér að Florindu og útskýrði: — kom heim, var Ljúfa litla farjn á sjúkrahúsjð og aðgerðinni lok- ið. Hún heppnaðist vel, og þetta hafðj lengi verið ráðgert. Samt sem áður snerti það mig illa að vita hana veika annars staðar en heima. Klukkan var níu. Það var ekki Ijós í gluggunum á þriðju hæð. Æ. Sæbjörg var ekki heima. Ég vildi ekki senda henni skeyti um slysið, og að ég kæmi skyndilega heim með flugvél. Þá hefði hún undir eins haldið, að ég vær; mölbrotinn og verri en dýrrifinn Þetta var ekki voða- legt. Ég skarst að vísu og hruflaðist í andliti. En læknir- inn saumaði þetta, smurði og vafði, og ég varð ferðafær. Hitt var annað, að ég hafði Jítlð á sjó að gera með svona sí- vafinn hausinn. Krakkar, sem áttu að vera komnir í bólið, skutust fyrir húshomið hinum megin í gÖf- unni minni, þar sem brunaboð- inn er, um leið og ég gekk upp þrepin. Á leiðinni upp stigana leitaði ég lyklanna í vösum mín- um. Ég opnaði og kveikti. Káp- an hennar hékik ekki í gangin- um. Ég fór ekki úr úlpunni, heldur hélt áfram beint inn í eldhús og kveikti þar. Allt var á sin- um stað, nema einn bolli, sem stóð hjá kaffikönnunni á elda- vélinni. Kannan var volg. Kon- an hafði þá fengið sér sopa um leið Qg hún fór út. Ég renndi kaffi í þennan sama bolla. Sei, sei, það var snarpheitt enn. Ég fékk mér mola, drakk og lét bollann á sama stað. Dyr eru úr eldhúsinu inn í svefnherbergið. Þangað fór ég. Rúmin voru vel um búin en á- breiðulaus. Þá vissi ég, að á- breiðan var i þvotti. Hún var úr rósóttu lérefti, og Sæbjörg vildi alltaf hafa hana hreina og slétta. Yfirsængin mín var verlaus. Ég fleygði úlpunni á rúmgaflinn til bráðabirgða, skotraði augunum til litla rúmsins hennar Ljúfu og velti því fyrir mér, hvar Sæbjörg væri. Hún fór stundum á bíó með henni Ólöfu. Ég ákvað að kom- ast að þvi. hvar konan værþ Hróðugri en slunginn frétta- Þá er ég búinn að undir- Þið ættuð að vita, að Andrés — Spyr um hvað? búa mig undir næsta skóla- spyr alltaf á hverjum degi. ár. — Undirbúa undir hvað? Hvað haflið þið nú lært í skólanum í dag? SKOTTA inni heim, — kvöldmaturinn er ekki til, — hvað er næst? þefari opnaði ég hurð og færði mjg inn í stofuna. Þetta var fljótlegt. íbúðjn okkar er ekki hálf dagslátta eins og þær eru í nýju húsunum héma í göt- unni. Stofan var sjálfri sér lík. Þama lá’ dagblaðið á borðinu. Ég leit vandlega á bíódálkana. Þar var allt hörkuspennandi, taugaæsandi og hrollvekjandi, en engin mynd, sem Sæbjörg gat hafa farið að sjá. Hún er tals- vert gleðivönd Hvemig var hún klædd, þeg- ar hún fór út? Ég flýtti mér inn í herbergið aftur og opnaði fataskápinn. Þama var spari- kjóllinn hennar. Því bjóst ég Kka við. En rauða, ermastutta kjólinn og hvita prjónajakkann vantaði. Já, já, þannig klædd fór hún einu sinni á fund hjá Slysá- varnadeildinni. Konur.nar höfðu með sér handavinnu á þessa •smáfundi og drukku kaffi. Ég sneri mér svo snöggt við, að ég fékk sem snöggvast sáran sting undir kjálkabarðið, og flýtti mér að opna efstu kommóðuskúff- una. Stóð heima! Saumapoklnn hennar var horfinn! Þá snarað- ist ég inn i stofuna og greip blaðið: „Slysavamardeildin •— ___ _ (C Auglýsingin gladdi mig ósegj- anlega. Nú fyrst gerði ég mér ijóst, hvers vegna ég vildi óvæg- ur vita, hvar hún væri. Það hafði leynzt hjá mér hræðsla um barnið. Nú vissi ég, að Ljúfu litlu leið vel. Mamma hennar sæti ekki við kaffi- drykkju úti í bæ, ef henni liði illa. Ég fór að afklæða mig og fann til notalegrar deyfðar. Lyf j aeimurinn af umbúðunum var líklega svæfandi. Ég rangl- aði fram fáklæddur, slökkti Ijós, loikaði dyrum, dró nátt- tjaldið fyrir gluggann hjá rúm- inu og gkreið undir verlausa sæ.ngina. (Bíddu rólegur, náðugi les- andi, nóttjn skelfilega er að nálgast.) — — Ég glaðvakn- aði við að klukkan sló þrjú. Augnabliki siðar mundi ég stað og stund. Sæbjörg var ekki komin. Samvizkubit var fyrsta hugsunin. Ég hafði sofið án þess að fá vissu um, hvar hún var. Æ, ekki hefði Það forðað bíl- slysi. Ég sá ekki handa skil. — En ég sá annað. GÍætu inn um skráargatið! Hafði ég ekki slökkt í eldhúsinu? Og nú heyrði ég eitthvað. Líkast því sem stóll sé hreyfður um gólf! „Guði sé lof,“ tautaði ég ó- sjálfrátt, snaraði mér fram úr rúminu og opnaði dyrnar. Hún sat á stóli og sneri baki ,að eldhúsborðinu beint á móti dyr- unum. Rauði kjóllinn! Hvíti prjónajakkinn! Andlit hennar! Hárið! Hún sjálf! Nei, nei, ekki hún sjálf! Hún sfökk á fætur, Það er Qft orðað svo í sögum, að fólk stökkvi á fætur. En nú sá ég það i fyrsta sinni. Og það var óhugnanlegt. Hún hljóð- aði. Horfði á mig náföl! Eins var það, að ég hafði aldrei, með eigin augum, séð manneskju náfölna. En svo sann- arlega horfði ég á roðann hverfa af andliti hennar á einu augnabliki. Eða hendurnar! Fyrst tók hún saman höndunum. Síðan baðaði hún þeim út. Ég vissi ekkj, hvað hún var hrædd við. En hræðsla var þetta. Eða vitfirring! f öllu fátinu undraðist ég það, að hún skyldi ekki flýja. Mér flnnst það einhvernveginn, að óttasleginn maður hljóti að taka tiil fótanna. Máltækið að „flýja úr öskunni og í eldinn“, bendir á, að menn flýi i tima og 6- tíma. En hvað um það? Sæbjörg stóð grafkyrr. Hún hljóðaði aftur. ..Sæbjörg, elskan mín — —“ Hún lét fallast niður á stól- inn og hló og grét, Þetta gerðu konur í skáldsögum. En ég horfði á það eins og furðuverk, að hún hló og grét. Grét og Mó! Eftir litla stund reis hún á fætur, sneri sér undan, þurrk- aði sér um auguri, kom alveg tll mín og spurði lágt: „Hvernig ertu meiddur?" „Ég er ekki alvarlega slasað- ur. En nú skjddi ég hlæja, ef ég væri ekki dauður, sagði mað- urinn. Nú skyldi ég hlæja, ef ekki faeki í sauminn. Hvemig gaztu orðið svona hrædd við mig, þó að ég sé með þessar umbúðir“? Nú færðíst litur i andlit henn- ar, og hún varð rólegri. Þó bar hún ótt á og greip andann á lofti, þegar hún talaði: „Ég las Skyggnu konuna, Hafstein mið- il, Undrin í Lourdes, Ólaf í Hamraborgum. Skyggna íslend- inga, Láru miðii, Ævisögu Eyj- arselsmóra, — —“ „MikjJ er trú þín, kona. En hvernig ertu orðin svona? Fá- ar vikur, síðan ég fór.“ Hún greip andann á lofti: „Það er voðalegt að sjá á þér höfuðið. svona vafið, og þessa eldrauðu tauma. rétt eins og blóð. Já, ég veit. að þeir bera þetta kringum skurði, en------“ Alþingi Framhald af 3. síðu gæti hann því á engan hátt jafnazt á við tryggingarsjóð, sem starfaði að öllum jafnaði. Að lokum minnti Karl á, að í gær hefði verið lögð fram í þinginu tillaga frá þeim Jónasi Péturssyni og Magnúsi Jóns- syni, sem færi í rauninni í sömu átt og tillaga þeirra Bjöms, þótt þar væri gert ráð fyrir að breyta Bjargráðasjóði í tryggingasjóð. Væri það á- nægjulegt að þannig hefði verið tekið undir þetta mál á óbein- an hátt, en það sýndi og sann- aði að full þörf væri á að hrinda þessu máli í fram- kvæmd. Að lokinni ræðu Karls var umræðum frestað. » t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.