Þjóðviljinn - 14.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.03.1963, Blaðsíða 10
Ný höfundalög og frumv. um vernd listflytjenda á Alþingi Fram eru komin á Al- þingi tvö frumvörp varð- andi höfundarrétt og vernd listflytjenda o. fl. og er í síðarnefnda frum- varpinu heimild til þess að staðfesta fyrir íslands hönd milliríkjasamning, sem gerður var í Róm 26. okt. 1961 um vernd listflytjenda, hljóðrita- framleiðenda og út- varpsstofnana. Þessi frumvörp bæði eru mikl- ir lagabálkar. Frumvarp til höf- undarlaga er samið af Þórði Eyjólfssyni, hæstaréttardómara, en Alþingi samþykkti árið 1959 þingsálykunartillögu um að láta fram fara endurskoðun á lög- gjöfinni um höfundarétt enda eru enn í gildi um þau efni lög frá 1905 með nokkrum breyt- ingum, sem á þeim voru gerð- ar árið 1943, en þær miðuðu að því að gera íslandi unnt að ganga í Bernarsambandið. Menntamálaráðherra fól Þórði Eyjólfssyni að annast endur- skoðun laganna ,og hefur hann sem fyrr segir samið frumvarp þetta. Frumvarpið skiptist í 8 eftirfarandi kafla: Réttindi höfunda o.fl., takmarkanir á höfundarétti, um aðiljaskipti að höfundarétti, gildistími höfund- aréttar, ýmis réttindi skyld höf- undarétti, ýmis ákvæði, refsi- ákvæði, bætur ákærureglur o.fl., gildissvið laganna. Eins og sjá má af þessum fyrirsögnum ef hér um mjög víðtækan laga- bálk að ræða, sem tekur til höf- undaréttar hvers konar lista- verka, meðferðar þeirra o.þ.u.l. Frumvarpið um vernd list- flytjenda o.fl. er sem fyrr seg- ir staðfesting á milliríkjasamn- ingi um þessi efni. Samningur þessi var samþykktur í Róm 26. október 1961 á ráðstefnu, sem Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO), Menningarstofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) og Bern- arsambandið gengust fyrir. Tóku 38 ríki þátt í ráðstefnunni og samþykktu öll samning þann, sem nú er lagður fyrir Alþingi til staðfestingar. Af íslands hálfu sótti ráðstefnu þessa Þórð- ur Eyjólfsson, hæstaréttardómari. Framkvæmd sáttmálans er lögð í hendur Sameinuðu þjóðanna, en ekkert ríki er bundið af honum, fyrr en það hefur stað- fest hann formlega. Eins og sjá má er hér um að ræða mál, sem mikils varða fyrir alla listamenn og er ekki ólíklegt, að þeir láti mál þessi nokkuð til sín taka. Settur béraðs- læknir í Kópavogi 1. marz sl. setti dóms- og kirkjumálaráðuneytið Magnús Blöndal Bjarnason lækni tjl þess að vera héraðslæknj í Kópavogshéraði frá 26. febrúar sl. til 5. maí n.k. Arshátíð sésíal- ista í Kópavogi Arshátíð Sósíalistafélags Kópa- vogs verður haldin laugardaginn 16. þ.m. í Félagsheimili Kópa- vogs og hefst kl. 20 með borð- haldi. Skemmtiatriði: Sigurður Grétur Guðmundsson flytur gam- anþátt, Karl Sæmundsson syng- ur gamanvísur, dans o.fl. Miða til sölu hafa Auðunn Jóhann- esson Hlíðarvegi 23, sími 23169, og afgreiðsla Þjóðviljans að Týsgötu 3, sími 17500. „Eðlisfræðingarnir“, leikrit Diirrenmatts, hefur hvervetna þar sem það hefur verið sýnt vakið mikla athygli og umtal — og líklegt að reyndin verði sú hin sama hér á Iandi, en Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi leikritið á dögunum scm kunnugt er. önnur sýningin var í Iðnó í gær- kvöld og sú þriðja verður á sunnudaginn. A morgun, föstu- dag, birtist hér í blaðinu dómur i Þórðardóttir) umkringd eðlis- Ásgeirs Hjartarssonar um leik- fræðingunum þremur: „Newton“ sýninguna. Myndin er af fjórum (Guðmundur Pálsson), „Einstein“ aðalpersónum leikins: Geðveikra- (Helgi Skúlason) og „Möbius’ læknirinn frk. von Zahn (Regína > (Gísli Halldórsson). Jarðvimisla hafin óvenjusnemma í ár vegna góðrar tíðar Hið óvenjulega tíðarfar í vetur veldur því, að klaki má heita farmn úr jörð víðast hvar á lág- lendi og fátt til fyrirstöðu því að jörð sé unnin til ræktunar, enda unnu menn að því í gær og í fyrradag að herfa land, sem brotið hefur verið við Korpúlfsstaði í Mosfellssveit. Er það eins- dæmi að jarðvinnsla sé hafin á þessum árstíma — fyrir miðjan marzmánuð. Magnús Á. Árnason. Sýning á lands- lagsmálverkum eftir Magnús Á. I gær var opnuð sýning á landslagsmyndum eftir Magnús Á. Árnason í málverkasölunni að Xýsgötu 1. Á sýningu þessari eru 26 mál- verk, sem unnin hafa verið á síðustu tveim árum. Allar myndimar eru til sölu. Málverkasýningin verður op- in vikutíma, daglega kl. 1 til 7 síðdegis, þó ekki á í <m. daginn. ----- Það er atvinnudeildin sem stendur fyrir jarðvinnslu þess- ari, en land það sem um ræðir er um hektari að stærð, túnstæði við Korpúlfsstaði sem brotið hef- ur verið upp til tilraunastarfa. Sem fyrr segir, var unnið að því að herfa landið í fyrradag og gær og gekk jarðvinnslan ágæt- lega. Segja þeir sem þar hafa unnið, að jarðvinnslan hafi geng- ið öllu betur nú, um miðjar, marz, heldur en í maí-mánuði í fyrravor, en þá fór klaki seint úr jörðu. Nú virðist jarðklakinn horfinn að heita má. Jr- " ' •’ ' --Jíir’ sem notuð !ð /ið ííorpúlfsstaði þessa dagana, eru í eigu Jarð- ræktarfélags Reykjavíkur. Dr. Finnbogi skipaður dósent 27. febr sl skipaði mennta- málaráðuneytið dr. Finnboga Guðmundsson dósent í íslenzku í heimspekideild Háskóla íslands frá 1. október 1962 að telja til þess að annast kennslu og veita forstöðu námskeiði fyrir erlenda námsmenn í deildinni. Víðir II kastaði 200 m f rá landi Þorlákshöfn í gær. — Heild- arafli Þorlákshafnarbáta frá áramótum reyndist í gærkvöldi 1136 lestir og skiptist þannig niður: Friðrik með 259,3 lestir, Páll Jónsson með 173,3 lestir, Guðbjörg með 152,3 lestir, Þor- lákur II með 141,6 lestir, Þor- lákur með 141,1 lestir, Klængur með 111,4 lestir, ísleifur með 100 lestir. Reynir NK með 25 lestir, Leó með 11 lestir. Víðir II. landaði hjá okkur 21 lest af gríðarvænni ýsu, sem hann tók í þorskanót hér við bæjardyrnar og þetta var sve mikill úrvalsfiskur. og 82% lenti í fyrsta flokki og í dag stóðu menn á mölinni og horfðu á Víði II. kasta sinn; þorskanót tvö til þrjú hundruð metra frá landi og var hann búinn að kasta þrisvar þegar síðast frétt- ist af honum. Víðir mun landa þessum afla í Sandgerði vegna anna í Þorlákshöfn. Mikið er nú að gera við nýt- ingu aflans síðustu daga hér í Þorlákshöfn og berst mikiU fiskur á land og hafði Friðrik þannig 16,1 lestir í gaer. Heildaraflinn er mun meiri en á sama tíma í fyrra og skiptu bátar tíu dögum fyrr á netum og var þó ógæftakafli framan og og fiskileysi. Hafnarframkæmdir miða sæmilega áfram og standast fjárhagsáætlun en ekki tíma- áætlun. H3. Oflugt starf Kven- félags sósíalista Aðalfundur Kvenfélags sósí- i aljsta í Reykjavík var haldinn | í síðustu viku. Fráfarandi for- j maður, Birna I.árusdótfir, baðst eindregið undan endurkosningu og sömuleiðis önnur stjórnar- kona, Hallfríður Brynjólfsdóttir og voru þeim báðum þiikkuð vel unnin störf í þeim báðum velunniu ‘fetörf í þágú félags- |ns. Formaður í stað Bimu var kjörin Margrét Sigurðardóttir cn aðrar í stjórn em Guðrún I Guðvarðardóftir, Agnes Magnús- ; dóttir, Margrét Ottósdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir. Til vara Halldóra Kristjár.sdóttir og Þorbjörg SigTirðardóti.ir. í skýrslu fráfarandi formanns kom fram, að félagsstarfið hafði verið bæði fjölþætt og öflugt á árinu. Mörkuðust störf félagsins að verulegu leyti af borgar- stjórnarkosningunum er fram fóru á sl. vorj. Voru á fundum félagsins rædd hin ýmsu bar- áttumál Alþýðubandalagsins svo sem atvinnumál, skipulagsmál, húsnæðismál. skóla- og uppeldis- mál o. fl. Félagið átti 3 fulltrúa á að- alfundi Bandalags kvenna og einnig sendi það fulltrúa á kvennaráðstefnu í Ro>stock á sl. sumri. Þá voru á fundum fé- lagsins sagt frá störfum orlofs- nefndar kvenna og flutt erindi um alþjóðaráðstefnu kvenna um afvopnun sem haldjn var í Vín í marsmánuði s.l Félagið hélt bazar á árinu er Piliur fótbrotnar i Skálafelli Nemendur í Gagnfræðaskóla verknámsins í Brautarholti brugðu sér í fjallgöngu i Skála- felli í gær og voru þar undir leiðsögn skólstjóra síns Magnús- ar Jónssonar. Um tvö leytið voru göngugarp- ar staddir nokkuð ofarlega í fjallinu, þegar einum pilti skrik- aði fótur og datt hann og hef- ur sennilega fótbrotnað. Piltur- inn heitir Ömar Franklinsson. Félagar hans báru hinn slas- aða niður í Skíðaskálann í Hverdölum og þar tók þyrla piltinn um hálf fimm leytið og flaug með hann I bæinn. Líðan piltsins var góð eftir atvikum. gaf drjúgar tekjur í félagssjóð. Veittur var ferðastyrkur úr Carolínusjóði en sá sjóður gegnir því hlutverki að styrkja konur til utanferða. Rennur á- góði af hinni árlegu kaffisölu félagsins 1. maí í sjóðinn. Þá hélt félagið jólavöku að venju og fór gróðursetningarferð í Heiðmörk og plantaði þar 1000 plöntum. Loks má geta þess, að á árinu barst félaginu myndar- leg bókagjöf. Margrét Sigurðardójlir. Kvöldvaka Stúd- enfafélagsins á sunnudag Stúdentafélag Reykjavílcur heldur kvöldvöku í Súlnasalnum í Hótel Sögu sunnudagskvöldið 17. marz kl. 21. Kvöldvakan hefst með þvi, að Tómas Guð- mundsson, skáld, flytur ræðu, síðan verður spurningaþáttur undir stjórn Einars Magnússon- ar, menntaskólakennara, en þátttakendur verða Bjarni Guð- rmmdsson, blaðafulltrúi, Frið- finnur Ólafsson, forstjóri og Jónas H. Haralz, hagfræðingur. Þá syngur Svala Nielsen einsöng og Ómar Ragnarsson syngur gamanvísur. Að lokum verður stiginn dans til kl. 2 eftir mið- nætti. öllum er heimill aðgang- ur að kvöldvökunni. Aðgöngu- miðar verða seldir á staðnum (norðuranddyri) kl. 16—18 á sunnudag og eftir kl. 20 við innganginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.