Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÓÐVILIINN Wiðvikudagur 20. marz 1963 Ctgefandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjó’-" ... • =,'"'vsmgar prentsmiðia: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr 65 á mánuði U Hækkun framlags til bókasafna " — styrkur til tónlistarskóla Eru þeir verðir trausts? Skyldi íslendingum finnast ástæða til að treysta ráðherrum íhaldsins og íhaldshjáleigunnar þegar þeir sverja og sárt við leggja að þeir vilji og ætli sér að vernda íslenzk landsréttindi, standa gegn erlendri ásælni? Ákafinn í flaum- ósa svardögum Gylfa Þ. Gíslasonar og félaga í ráðherrastólum undanfarið gæti bent til þess, að þeir efist um að þjóðin telji þeim treystandi á þessu sviði. Og að sjálfsögðu geta þeir ekki hugsað sér neitt ömurlegra en ef vantraust þjóð- arinnar skyldi verða svo magnað á sumri kom- anda að þeir yrðu að skipta um starf. ¥¥afa þeir unnið sér til 'trausts þjóðarinnar í hemámsmálunum? Hver man ekki svar- daga flokksleiðtoga og ráðherra þessara flokka meðan verið var að láta undan bandarísku á- sælninni stig af stigi? Var það ekki svo að þeir reyndu að halda íslendingum andvaralausum meðan þeir smeygðu fjötri herstöðva og hem- aðarbandalags á vopnlausa og friðsama þjóð? í þeirri baráttu vann íslenzki málstaðurinn að- eins einn sigur: Vegna þess að Sósíalistaflokk- urinn var í ríkisstjórn 1945 tókst að koma því í kring, að ríkisstjóm íslands neitaði kröfu Bandaríkjanna um að afhenda íslenzkt land undir þrjár bandarískar herstöðvar til 99 ára. Sú staðreynd er viðurkennd meira að segja í „kennslubókum“ bandarísku yfirgangsseggj- anna, sem stráð hafa herstöðvum víðsvegar um heim. Skyldu öllum gleymdir svardagar Bjarna Benediktssonar og annarra aðalábyrgðarmanna bandarískra herstöðva á íslandi að hér skyldi aldrei verða her á friðartímum, en þeir svar- dagar voru ekki ætlaðir til annars brúks en að fleka ísland inn í Atlanzhafsbandalagið. Tveim- ur árum síðar frömdu sömu menn stjórnarskrár- brot til að troða hernum inn í landið. eru þeir ekki verðir trausts, ráðherrar Al- ” þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, fyrir framkomuna í landhelgismálinu og í Efnahags- bandalagsmálinu? Vekur það ekki traust á heil- indum, manndómi og íslendingslund manns eins og Guðmundar í. Guðmundssonar, að gera sig að uppvísum ósannindamanni frammi fyrir Alþingi um makkið við ríkisstjórn brezku of- beldismannanna, varðandi undanhaldssamninga í landhelgismálinu? Sá maður lét sig hafa það í ræðustól Alþingis að gefa ranga yfirlýsingu um það mál, enda þótt hann mætti vita að nokkrum vikum síðar yrði öllum ljóst hve þokkalega hann hafði komið fram. Og efnahags- bandalagsmálið er enn í fersku minni. Þar ætl- uðu stjórnarflokkarnir að berja fram að óat- huguðu máli umsókn um fulla aðild þegar á sumrí 1961 og ráðherrarnir þveittust út um öll lönd í landsöluerindum. ¥7r hægt að trúa mönnum með siíka fortíð þeg- ar þeir segja nú, skelkaðir við nálægð þing- kosninga, að þeir vilji vernda íslenzk landsrétt- indi? — s. ÞINGSIÁ Þ|ÓÐVIL|ANS Gylfi 1». Gíslason, mennta- málaráöherra fylgdi í gær úr hlaði tveim lagafrumvörpum. Fjallar hið fyrra um almenn- ingsbókasöfn og: er megintil- gangau- þeirra breytinga sem í frumvarpinu feiast frá eldri lögum að auka stuðn- ing við söfn- in. Ráðherr- ann kvað framlögin hafa verið mjög ófull- nægjandi hin síðari ár. Bókasöfn bæja og hér- aða eru nú 31 að tölu og einnig eru starfandi 203 lestr- arfélög og sveitarhókasöfn. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tvöfalda ríkisstyrk til bókasafnanna og jafnframt hækki framlag viðkomandi bæjar- og sveitarfélaga um helming. Gert er ráð fyrir lág- marksframlagi í heimahéraði Qg skal það vera kr. 30 á mánuði á ári og lýkur m°* Loftferðalögin hvern íbúa en ríkissjóður legg- ur til helming þess framlags, 15 kr. á móti f frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir 500 þús. kr. framlagi úr ríkissjóðj árlega til að end- urbæta húsaskost almennings- bókasafna og .skal skipta því fé samkvæmt reglum sem mennta- málaráðuneytið setur um það. Hitt frumvarpið, sem ráð- herrann fylgdi úr hlaði, er um fjárhagslegan stuðning ríkisins við starfandi tónlistarskóla í landinu, en ríkisstyrkur til þeirrar starfsemi hefur ekki verið lögbundinn áður, þótt jafnan hafi einstakir skólar fengið styrk á fjárlögum. Með þessu frumvarpi eru settar á- kveðnar reglur og skilyrði fyr- ir því, að tónlistarskólar njóti ríkisstyrks og skulu skólarnir fullnægja eftirtöldum skilyrð- um: 1) — Hefur a.m.k. einn fast- an kennara, auk tveggja eða fleiri stundakennara. 2) — Starfar minnst sjö vorprófum og opinberum nem- endatónleikum. 3) — Veit:r hverjum nem- anda um sig (einum i einu) kennslu í hljóðfæraleik (píanó, strengja- eða blásturshljóðfæri) eina stund i viku. Auk þess séu a.m.k. tvær aukanámsgreinar kenndar í hóptimum (tónfræði. tónlistarsaga, tónheym og sam- leikur). 4) — Hefur a.m.k. 30 nem- endur. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að veita megi tón- listarskólum styrk til hljóð- færakaupa og má hann nema allt að 1/3 af andvirði hljóð- færisins. Lögin gera ráð fyrir að tónlistarskólarnir verði eft- ir sem áður einkaskólar og er það samkvæmt einróma tillög- um skólastjóra skólanna. Frumvarpið um almennings- bókasöfn er samið af Guð- mundi G. Hagalin, bókafulítrúa í samráði við menntamála- ráðuneytið. en frumvarpið um stuðning við tónlistarskólana af þeim Blrgi Thorlacius, ráðu- neytisstjóra, Jóni Norðdal, skólastjóra og Magnúsi Jóns- syni. alþingismanni. . , Báðurn þessum máium var vísað til menntamálanefndar og 2. umræðu. I endurskoðun Stefnt í rétta átt um Stofnlánadeild í s.l viku var til 3ju umræðu í neðri deild frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stofnlánadeild landbunaðarins, en meginbreyt- ingarnar eru fólgnar í því að gert er ráð fyrir aukinni aðstoð við byggingarframkvæmdir og aukið framlag til ræktunarframkvæmda á jörð- um, sem eru undir 15 ha að túnstærð. Fram er kominn á Alþingi lagabálkur um loftferðir, og er frumvarpið samið af Gizuri Bergsteinssyni, hæstaréttar- . xlómara, en- þeir Hákon Guð- mundsson, hæstaréttarritari og •Tónas Rafnar, alþingismaður, hafa yfirfarið frumvarpið. Ingólfur Jórsson, samgöngu- málaráðh. fylgdi frumv. þessu úr hlaði í fyrradag á fundi neðri dejldar. Kvað hann ís- lenzk lög um þetta efni hafa verið orðin mjög úrelt, enda frá 1929, en inn í frum- varpið eru einnig felld lög um flugvelli, sem sett voru 1945. Þá hafa fslendingar gerzt aðilar að all- mörgum alþjóðlegum samning- um og sáttmálum um loftferð- ir og hafa þeir verið i raun þau lög, sem íslenzkir flug- menn hafa orðið að fara eftir, einkum að því er snertir allt utanlandsflug. í þessu frumvarpi er tekið tillit til framangreindra atriða og er það sniðið eftir alþjóða- reglum og norrænum lögum um þessi efni. — Ráðherrann gat þess að eftjr væri þó að setja lög um réttindi yfir fiug- vélum og um kyrrsetningu flugvéla. en víða um I.önd eru í gildi sérstök lög um þessi efni. — Frumvarp þetta er mikill bólkur, og var því vísað til annarrar umræðu Qg nefnd- ar að lokinni framsöguræðu samgöngumálaráðherra. Aðalfundur Neytendasamlakanna verður haldinn fimmtudaginn 21. marz 1963 í Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. — Lagabreytingar. STJÓRNIN. Nauðungaruppboð /erður haldið að Þverholti 22 (húsakynnum ölgerðarinn- r Egill Skallagrímsson), hér í borg, eftir kröfu Hilmars larðars hdl., föstudaginn 22. marz n.k. kl. 2 e.h, eldur verður stór kæliskápur (Mc Call) tilheyrandi lllabúð, hér í borg. Greiðsla fari fram við hamarshögg. áORGARFÓGETINN 1 REYKJAVlK. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 _ _ Sími 24204 ,o60N & co e.o. BOX 1M4 - RíYKMVlK Karl Guðjónsson (Alþýðu- bandal.) kvaðst ekki hafa ver- ið viðstaddur 2. umræðu, en hann kvaðst fylgjandi frum- varp:nu enda hefði hann stað- ið að nefndaráliti meirihluta landbúnaðarne.fndar, sem lagði til að frumvarpið yrði sam- þykkt. . Hins '’vegar ’' ’ liefði hann einnig verið fylgjandi þejm breyting- artillögum, sem minni- hluti nefndar- innar, Ágúst Þorvaldsson, lagði fram. — Kari taldi sérstaka ástæðu til þess að fagna þeim breyting- um á Stofnlánifdeildarlögun- um, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Aðalefni þessara breyt- inga væri aukin fyrirgreiðsla við minnstu búin bæði varð- andj ræktun og byggingar. Við afgreiðslu laganna um stofnlánadbildina á síðasta þingi. kvaðst Karl hafa Jagt fram breytingartiílögur, sem stefndu flestar að því, sem nú er farið inn á, enda hefði landbúnaðarráðherra ekki tek- ið þeim óvinsamlega. þótt hann hefði ekki þá viljað fallast á þær. En nú hefðu þessar tillögur í raun og veru verið teknar upp með umræddum breytingum á lögunum. kvaðst Karl vilja fagna því, að svo hefði verið gert. þótt hann hefði talið æskilegt að lengra hefði verið gengið í ýmsúm atriðum Frumvarpið var að lokinni ræðu Karls afgreitt til efri deildar. Hoimenkellenmótið Framhald af 5. síðu. á loftinu en manni fyndist eði’.- legt. Þulur tilkynnir: Nýtt brautarmet 84.5 m. og 120 stig Yggeseth er orðinn sigurvegar; á þessu 66! Holmenkollenmóti ^ólkið ætlaði að ærast af gleð’ húfur, töskur.treflar og næstum allt sem lauslegt var flaug upp í loftið. Gleðin var takmarka- laus! „Gerði sem ég gat“ Á eftir keppnina sagði Ygg- eseth við blaðamenn að hanri hafi gert það sem hann gat i síðustu umferðinni. Ég held að mér hafi aldrei tekizt eins ve'. upp og í því stökki bætti hann við. Vindurinn truflaði nokkuð í fyrri stökkunum. Þetta er stærsti sigur minn til þessa. Thorbjörn Yggeseth byrjaði að stökkva 1946, þá i drengja mótum. 1959 var hann komim. á topplnn sem afreksmaður stökkum, vað' þó í sjötta sæt á Holmenkollen. Á skíðaviku i Dravnstökkbrautinni óg í Sku: brautinni varð hann sigurveg ari og á Skíða-flugs-vikunn í Kulm vann hann cg stökk ba’ 127 m, en í næsta sæti vat hinn snjalli Au0' jóðverj Helmuth Recknagel. Bezti unglingur frá Sovétríkjunum Margir efnilegir ungir menn komu þarna fram á mótinu öK vöktu þeir Ivannikov frá: Sovét og Ole Amtzen mesta athýgii fyrir glæsileg stökk. Ivannikov fékk sérstakan bikar frá Christ- iane Skiklub fyrir beztu afrek unglinga í keppninni. Það er spá manna að þar eigi Rússar efnilegan stökkvara. Á Arntzen hefur verið minnzt. en bví má bæta við að hann er í gamnj kallaður „heimamaður'* í Kollen því hann á heima rért við hiiðina á brautinni. Er hon- Um spáð mikilli framtíð ef hann he’.dur áfram. Allt er gott þá “udirinn ..... Norðmenn voru yfirleitt ekki ánægðir með frammistöðu sinna manna. Veðrið hafði sín áhrif i það, að „stemningin“ kringum brautina var ef til vill ekki cins glaðvær og líiandi og hún ir vön að vera. en 'síðastá stökk vggeseth lýsti upp allt um-. bverfið. o<? það sem hafði vald- :ð NorJ' 'nnum vonbrigðum gleymdist. Frímana. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.