Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. marz 1963 ÞlðÐVIUINN SÍÐA 7 Viðtal við austnrríska leikstjórann Walter Fimer Skylda leikhúss að sýna verk sem Andorra Um næstu mánaða- mót frumsýnir Þjóð- leikhúsið leikritið And- orra eftir Max Frisch, en það hefur sigrað leikhús heimsins með skjótari og óumdeilan- legri hætti en flest sam- tímaleikrit önnur. Og er kominn til landsins austurrískur leikstjóri og leikritahöfundur, Walter Firner, að stjóma sýningunni hér. Hann hefur komið hér áður, fyrir sex árum, stjórnaði þá leikriti sem hann gerði sjálfur eftir vinsælli skáldsögu Guareschi um klerkinn Don Camillo og komm- únistann Peppone. Sit- ur Firner í Þjóðleikhúsi og stjórnar æfingum sex stundir á dag — það verður svo að vera, segir hann, ég hafði að- eins fjórar vikur til stefnu. Hér er gott að starfa I Þjóðleikhúsinu er verið að sefa, þar er Gunnar Eyjólfsson á gangi, en hann leikur aðal- hlutverkið, Andra, og á hann ekki nógu sterk og góð orð til að lýsa hrifningu sinni á leik- ritinu — og þú ert ekki búinn að lesa það, spyr hann, næstum því hneykslaður eins og vonlegt er. Á sviðinu var verið að æfa lokaatriðið; Kristbjörg Kjeld segir lágri sturlaðri röddu: ép hvítta, ég hvítta hús feðra minna. Hún spyr föður Bene- dikt og alla aðra menn: hvar varst þú þegar þeir tóku bróð- ur okkar eins og kind til slátr- únar? Æfingunni lauk, og Walter Firner svaraði spurningum fjör- lega og með ríkum svipbrigð- um og handahreyfingum, var skemmtilega suðrænn í öllu fasi. — Ég hafðí sérstakan áhuga á því að setja þetta leikrit i svið í landi sem sjálft þekkir ekki til bessara vandamála sem um er rætt af eigin raun. Ée kom hingað fyrir sex árum, oe kom aftur vegna þess að mér líkar að vera hér. Leikhúsið hér er gott Leikaramir hé>- eru ferskir. þeir eru gott efni Þeir eru betri en yfirleiv gerist í býzkum leikhúsum. Éí segi betta ekki til að vera kur* eis. ég er álls ekki kurte.' maður. Og þeir eru óspilltir. t Þýzkalandi og Austurríki er' leikarar spilltir á marga veg'' einkum af starfi sínu í kvis myndum og fyrir sjónvarp. Þa* er afskaplega erfitt að fá þá ti.i að mæla á æfingar, það er allt- af svo mikið að gera. Það er bá helzt að æfa á næturnar — nú það getur gengið einu sinni, tvisvar, en ekki alltaf. Já það er mikið að gera hjá þeim, os þeir eru alltaf að nöldra, get- urðu ekki tekið þessa senu á morgun segja þeir, ég þarf að skreppa uppí sjónvarp. Það er mikil blessun fyrir ykkur a5) vera lausir við sjónvarp. En hér er mjög gott að vinna. Leikararnir eru ferskir, óhuga- samir, mér líkar mjög vel við þá. Þú getur tekið hverja með- alstóra borg í Þýzkalandi, segj- um Köln, segjum Mainz — ekki held ég að þú finnir þar í leik- húsum menn eins og Gunnar, Val, Róbert. Ef þú finnur bá, þá eru þeir stjörnur. Og ef þeir eru stjörnur, þá færðu þá ekki til að leika. En að hafa svo marga góða menn og hér í einu leikhúsi, það er alveg furða- legt. Gegn hatri — Þér sögðuð í viðtali um daginn, að þýzk og austurrísk leikhús tækju leikrit eins og An.dorra og Dagbók önnu Frank til sýningar ekki aðeins vegna listræns gildis heldur og vegna þess, að menn hafa slæma samvizku. — Já, það er eins og menn séu að reyna að afsaka sig, sýna að þeir hafi verið á móti nazisma, en auðvitað þarf þetta ekki að sýna að þeir hafi breytt um hugarfar. Viðbrögð almenii- ings þar? Þau eru auðvitað mjög mismunandi. Gyðingar eiga margir erfitt með að horfa á leikritið, það get ég vel skilið ! það rifjar upp of sárar endur minningar. öðrum líkar kannski illa að koma í leikhús til að láta refsa sér fyrir það sem þeir bera e.t.v. einhverja ábyrgð á sjálfir. En það sem skiptir mestu, er hve frábærum tökum Frisch hefur náð á við- fangsefninu. Hann sýnir öll ein- kenni, allar tegundir Gyðinga- haturs og þá um leið haturs og fordóma í garð negra eða ann- arra þióðflokka og hópa sem fyrir slíku verða. Og hann ger- ir meira — hann skrifar verk gegn hatrinu, einhverjum versta eiginleika mannsins. Þvf finnst mér skylda leik húsa að sýna þetta verk. Op mfn skylda er að gera eins ve' og ég get. Walter Flrner (til vinstri) ræftir við Gunnar Eyjólfsson um túlkun á cinstöku atriði í leikritinu „Andorra", en Gunnar leikur þar sem kunnuga er eitt aðalhlutverkið. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Að breyta leikritum — Þér hafið talað um það, að auk þess að semja leikrít sjálfir, hafið þér breytt erlend um leikritum, einkum amerísk- um, til flutnings heima fyrir? — Já, ég álít það sé misskiln- ingur að taka leikrit og þýða það frá orði til orðs. Það ei stundum það versta sem hægt er að gera. Við verðum að fæ*v. leikritið nær áhorfendum, verð- um að breyta því — ekki sízt þegar um góð, þýðingarmik'.1 verk er að ræða. Sjálfur hef ég breytt allmörgum amerískum leikritum. til dæmis eftir Lilian Hellman og Robert Sherwood. Ameríkanar gera hið sama við evrópsk leikrit. Ef ég ætti að nefna dæmi um það í hvaða átt þessar breyt- ingar ganga? Amerísk leikskáld. ágætir menn vissulega, geta átt það til að taka einhverja per- sónu, snara henni kannski inn á sviðið í upphafi leiks, hún nr þar í lausum tengslum við ann- að sem gerist, og svo er hún allt í einu horfin og enginn veit hvað af henni varð. Slíkt get.i Evrópumenn ekki þolað. Tökum annað dæmi. Ameríkumen'i eiga erfitt með að sætta sig við hinn andnatúralistíska hugsun- arhátt Evrópumanna. Þeir kunna ekki við stílísérað form. Það var meðal annars þess- vegna að Andorra fékk slæmar viðtökur í New York. Þeir vilja hafa sinn natúralisma. Eigin verk — Það er langt siðan þér tókuð að starfa að leikstjóm. — Já, ég má segja það hafi verið 1929 í Berlín, þá stjórn- aði ég leikriti eftir Zuckmeyer. Katherina Knie, hét það. Og næsta verkefni var Heilög Jó- hanna eftir Shaw. Ekki veit éa hvað ég hefi stjórnað mörgurn leiksýningum síðar, en auðvitað hef ég sett mörg leikrit á svið oftar en einu sinni, Pétur Gaat t.d. þrisvar. En ég hef aðallega stjórnað eigin leikritum. Ég hef skrifað 26 leikrit ef við teljum þau með sem ég hef þýtt og breytt. Ég hef líka stjómað kvikmyndum, skrifað fyrir kvikmyndir og sjónvarp, í fyrra var frumsýnt í Berlín leikrit eftir mig sem heitir Gaukseggið, og ég hef nýlega lokið við leik- rit um Kalvin. Rétt áður en ég fór hingað lauk ég við leikrit sem heitir „Horfið á regnbog- ann“. Það er verið að tala þar um örkina hans Nóa og synda- flóðið. Það er að koma nýtt syndaflóð — síðasta senan ger- ist í atómtilraunastöðinni í New-Mexico þar sem fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd. Mennirnir eru sjálfir að gera það sem guð gerði fyr- ir þúsundum ára — og er leik- ritið skrifað til viðvörunar .... A. B. Frá aðalfundi Trésmiðafélags Reykjavíkur: Sókn íkjaramálum, samheldni róttmikið félagslíf Hæfileg fjarlægð — Það er oft talað um það hve Sviss sé leiðinlegt land og smáborgaralegt land og sveiflu- laust. Finnst mönnum þá ekki undarlegt að þar skuli koma fram leikritaskáld eins oe Frisch og Durrenmatt. sem tekst að glíma við mestu vandamái heimsins og álfunnar með betri árangri og meiri þrótti en flest- um öðrum? — Mér finnst það ekkert ein- kennilegt. Ef við tökum lanrl eins og Þýzkaland. þá hafa menn þar mætt þessum vanda- málum sjálfir. beinlínis, þeii eru flæktir í þau, og því verðu beim erfiðar að skrifa um þau þar eð til þess þarf ákveðti-. hlutlægni. Þessa hlutlægni hafr Svisslendingar. Þeir eru utan við. en þó nógu nálægt. Fjar lægðin er hæfileg. í ýtarlegri skýrslu félags- stjórnar sem Jón Snorri Þor- leifsson, formaður Trcsmiðafé- lags Reykjavílutr flutti á að alfundi félagsins í Iðnó á laug- ardaginn, kom glöggt fram að míkill þróttur og fjölbreytni hefur verið í starfi Trésmiða félagsins árið sem leið. Það á við um kjaramálin en á árinu var komið í höfn gerbreyttn verðskrá um ákvæðisvinnuna og gcrftir almennir kaup- og kjarasamningar, sem lciðrét'" að nokkru Ieyti það bil em orðið var milli kjara trésmiða og annarra iðnaðarmanna. Það kom einníg fram í félagslíf' sem blómgaðist mcð vel sóttum skemmtunum og þróttmikilli skák- og bridgcdeild, hafin var útgáfu félagsblaðs. Styrktarsjóð- ir félagsins og lífeyrissjóður ert> sívaxandi þáttur í félagsmálum trésmiðanna. Fjárhagur félags- ins hefur mjög rétt við, og a árinu keypti félagið hlut Lands- sambands iðnaðarmanna í hús- eigninni á Laufásvcgi 8 og á nú 90.5% eignarinnar. Sam- þykkt var á aðalfundinum fil laga um að hcimila félagsstjórr að festa einnig kaup á því setn eftir er, 9.5% cignarinnar, sem nú er í eigu Meistarafélags húsa- srniða, með filteknum skilyrð- um. Félagið tryggði sér tvö Jón Snorri Þorleifsson formaðui Trésmiðafélags Reykjavíkur sumarhús við orlofsheimili al- þýðusamtakanna. Einn kaflinn í ræðu formannf um störf félagsins fjallaði um kjaramálin og fer hér á eftir útdráttur úr beim kafla: Gerbreytt verðskrá Hinn 1. júlí sl. tók gildi ný verðskrá í ákvæðisvinnu, gefio út sameiginlega af Trésmiðafé- lagi Reykjavíkur og Meistara- félagi húsasmiða. Undirbúning- ur og samningar um hana höfðj þá staðið lengi yfir eða allt frá því 1955, að vísu með starfs- lausu hléi um tíma. Með útgáfu hennar féll úr gildi verðskrá Trésmiðafélagsins frá 1952 Hvernig til hefur tekizt um verðlagningu uppmælingarvinn- unnar verðum við víst seint all- ir sammála um. en rétt er að hafa í huga að sú verðlagning sem nú er í gildi er enginn ei- lífðar óumbreytanlegur taxti.. heldur verður stöðugt að vinna að endurbótum og breytingum. í raun og veru er því verKi aldrei fullkomlega lokið. Við samningagerð sl. sumai var samið um að allar uppmæl- ingar skyldu endurskoðaðar af fulltrúa Meistarafélagsins áður en þær væru afhentar og hefur sú tilhögun verið síðan um 20 september sl. Nokkurs uggs gætti hjá sumum félagsmönnum um þá tilhögun fyrst í stað. er> það verður að segjast eins og er, að samstarf við fulltrúa Meistarafélagsins í því efni hef- ur að okkar dómi sem að stönd- um gengið vonum framar. oa þótt nokkrir smáárekstrar hafi orðið, hefur einnig mörgum misskilningi og óþarfa tor- tryggni verið eytt. Knúið á með ákvæðisvinnu Með undirskríft kaup- og kjarasamnings 20. ágúst sl. sumar var einnig gengið frá nýjum málefnasamningi millí Trésmiðafélags Reykjavíkur og Meistarafélags húsasmiða. Til- drög þess voru í stuttu máli að viðræður höfðu átt sér stað milli félaganna allt frá í sent- ember 1961 um breytingar á málefnasamningi frá 1955. Á félagsfundi í fyrravetur var samþykkt að bera fram kröfu um skilyrðislausa mælingavinnu í nýbyggingum, og var hún borin fram af stjóm félagsins í viðræðum um breytingar é málefnasamningi frá 1955. Á félagsfundi í fyrravetur var samþykkt að bera fram kröfu okkar um uppmælingu. Samn- ingsuppkastið var samþykkt ó- breytt í okkar félagi en Meist- arafélagið felldi tvisvar að bað tæki gildi sem samningur. Á fundi t.rúnaðarmannaráðs 28. apríl 1962 var samþykkt að leggja til við félagsfund að hann sambvkkti cinbliða aft tré- Framhald á bls. 10. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.