Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.03.1963, Blaðsíða 12
 mnMHMMWci ■!■ ■ . ■■ CV>/í 'f' ' ,s - j >'::::: ■•': iÍSISliS^ , ■■::: 11, FLAGGSKiPIÐ BRENNUR Gullfossbruninn: Tvö ný frýmerki gefin út í dag: af þeim gefin FAO Stóra myndin að ofan birtist í Berlinske Tid- ende í gær og sýnir hún slökkvilið Kaupmanna- hafnar að verki við skipshlið Gullfoss meðan á brunanum stóð. Skemmdir munu hafa orðið all- miklu meiri á skipinu, en gert var ráð fyrir í fyrstu og vafasamt hvort það ge’tur tekið áætlun sína í sumar, en rannsókn á skemmdunum er ekki Einftldustu varúðarráðstaf- ana ekki gætt Árið 1960 hóf Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, herferð gegn hungursneyð og stendur hún yfir til ársins 1965 og er því um það bil háfnuð í þessum mánuði. Sem stendur þjáist einn af hverj- um tveim íbúum jarðarinnar af sulti, 300—500 milljónir eru van- nærðár og 1000—1200 milljónir þjást af ýmis konar fæðuskorti en með alþjóðlegu samstarfi má ná langt. í baráttunni gegn hung- ursneyðinni í heiminum. Á morgun, 21. marz, hefst vika, sem sérstaklega verður helgjð herferðinni gegn hungursneyð og munu þá ýmis almenn samtok fólks víðs vegar um heim leggja ! Askrifenda-! sitt af mörkum til hennar. Einn þáttur þessarar herferðar er frí- merkjaútgáfa 21. marz og verða þá gefin út frímerki í um 130 löndum. Er Island meðal þeirra landa sem tekur þátt í þessari frímerkjaútgáfu og verða á morg- un gefin út tvö ný frímerki, kr. 5.00 og kr. 7.50, er bæði verða með mynd af löndun úr síldar- bát. Hefur ríkisstjóm fslands þegar sent Matvæla- og landbún- aðarstofnuninni að gjöf 50 þús- und eintök af hvoru þessara merkja og mun andvirði þeirra renna til starfsemi stofnunarinn- ar f hinum vanþróuðu löndum. ! söfnunin ! Það er ástæða til | þess að minna félaga k á áskrifendasöfnun- " ina, sem stendur nú ^ . sem hæst. Hefur- ^ | verið samþykkt að | | skora á hvern og | | einn að skila ein- | | um áskrifanda fyrir | > næstu helgi. — Und- £ | irstrikar það gamalt 5 I og gott spakmæli, % | að margt smát'í ger- | | ir eitt stórt. | Allir af stað fyr- | | ir næstu helgi. | að fullu lokið. — Neðri myndina tók Ari Kárason við komu nokkurra skipsmanna af Gullfossi til Reykjavíkur í gærdag. Þeir komu með flugvél Flugfélagsins beint frá Kaupmannahöfn. Eftir eru úti yfirmenn skipsins og þeir, sem þurfa að mæta fvrir rétti veena brunans. Eyþór Einarsson fær 430 þús. kr. styrk til grasa- fræðirannsókna Þjóðviljanum hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynni'ng frá ! Náttúrugripasafni Islands: „Nefnd sú í París, sem annast úthlutun styrkja úr rannsókna- styrktarsjóði Atlanzhafsbanda- lagsins (Nato Research Grant Programme), hefur nýlega veitt Eyþór Einarssyni, mag. scient., deildarstjóra Grasafræðideildar Náttúrugripasafns Islands, styrk að upphæð 10.000 dollara, þ.e. um 430.000 íslenzkar krónur, til að rannsaka útbreiðslu og líffræði æðri fjallaplantna á Is- landi. Styrkurinn er veittur ti] þriggja ára, og úthlutunamefnd- in tekur fram, að öll vísinda- tæki og önnur áhöld, sem kunni að vera keypt fyrir styrkféð, teljifet eign Grasafræðideildar Náttúrugripasafnsins.“ AÐ SÖGN lögreglunnar var all- mikil ölvun hér í bænum í gær- kvöld. Annars var ekkert frétt næmt vettvang með 14 slökkviliðsbfla og einnig voru send boð eftir sveit reykvarinna slökkviliðs- manna, þar sem eldurinn sendi frá sér geysimikla reykjarstróka sem sáust um mikinn hluta borg- arinnar. Skemmdimar hafa enn ekki verið rannsakaðar að fullu, en fullyrt er að endumýja verði helming skipsins. Lögreglan hefur verið spör á upplýsingar um árangur yfir- heyrslna á slysstaðnum. Ótrúlegt kæruleysi. Það verður að téljast óskiljanlegt kæruleysi af stjóm skipasmíða- stöðvarinnar að hafa ekki sett vörð um þurrkvína yfir helgina, þegar vitað var að húa var hálffull af olíu og súgurinn lék um kolaofnana. Ekki hefði þurft nema einn aðgætinn mann með slöngu tilbúna til notkunar. Sú einfalda og sjálfsagða var- úðarráðstöfun að rannsaka botn- geyminn áður en olíunni var dælt á hann, var heldur ekki gætt. 60 tonn urðu að renna út áður en það rann upp fyrir mönnum að geymirinn lak. Þetta er ótrúlegt kæruleysi.“ Úr sögu Gullfoss. Að lokum segir blaðið frá þvi, að Gullfoss hafi verið eltur af óláninu allt frá því áður en honum var hleypt af stokkunum. 1 byrjun desember 1949, þegar skipið var enn á stokkum í skipasmíðastöðinni varð spreng- ing um borð. I það skipti urðu þó ekki slys á mönnum, en þann 21. desember sama ár, þegar skipið var komið á sjó varð ægileg sprenging í forlestinni, en í henni voru þá sex verkamenn fimm þeirra létu lífið og sá sjötti slasaðist. Það sannaðist að fyrri spreng- ingin hafði ekki verið tilkynnt öryggiseftirlitinu, en hefði það verið gert hefðu áreiðanlega ver- ið gerðar nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir, sem hefðu hindrað dauðaslysið. Eftir nær því tvö ár var mál- inu lokið í kyrrþey. Yfirverk- fræðingur skipasmíðastöðvarinn- ar var dæmdur í 500 d. kr. sekt og sætti sig við þann „dóm“. SkipaSur yfir- borgarfógeti og 5 borgarfógetar Samkvæmt 3. gr. laga nr. 98 23. desember 1961 um dómsmála- störf, lögreglustjórn, gjaldheimtu o. fl. í Reykjavík er dómsmála- ráðherra heimilt að ákveða, að í Reykjavík skuli vera 5—7 borg- arfógeta, og sé einn þeirra yfir- borgarfógeti. I samræmi við heimild þessa hefur Kristján Kristjánsson borg- arfógeti verið skipaður yfirborg- arfógeti í Reykjavík. Jafnframt, hafa fulltrúarnir Jónas Thorodd- sen, Ólafur Pálsson, Sigurður Grímsson, Þórhallur Pálsson og Þorsteinn Thorarensen verið sett- ir borgarfógetar. (Frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu). Eitt Kaupmannahafnarblaðanna skýrir svo frá atvikum, er Gull- foss stórskemmdist í eldsvoða í þurrkví B&W á mánudaginn: „f þriðja sinn á 13 ára ævi íslenzka Eimskipafélagsskipsins Gullfoss hefur komið upp í því eldur. í öll þrjú skiptin var skip- ið í þurrkví eða við bryggju Burmeister & Wain skipasmíða- stöðvarinnar. Við þennan síðasta bruna, sem braust út í þurrkví nr. 2 laust fyrir klukkan 11 í gærmorgun, eyðilagðist allt afturskipið og þrátt fyrir það að slökkviliðs- mennirnir næðu tiltölulega fljótt taki á eldinum blossaði hann hvað eftir annað upp og varð af mikið reykjarkóf. Um klukkan 22 voru enn 5—6 slökkviliðsbílar við kvína og tveir flokkar slökkvi liðsmanna héldu vörð um skipið í alla nótt. Frásögn sjónarvotta. — I kaffitímanum stóð ég við kvína, segir einn af verkamönn- um B&W. Þar stóðu einnig nokkrir Islendingar og horfðr niður í hana. Greinilegt var að þeir höfðu séð það sama og ég, — að það stóð kolaofn í miðjum clíupollinum og í honum voru glæður. Ég hrópaði aðvörunarorð til mannanna og í sama bili gerðist það: Einn glóðarköggull- inn féll niður í olíuna og það byrjaði að loga í kring um hann. Við hlupum að brunaboðanurn og hringdum honum, en það liðu 6—7 mínútur áður en hægt var að ná slökkviliði okkar saman og bá voru logamir þegar farnir að teygja sig upp með aftur- Hluta skipsins. Nokkrar spreng- ingar heyrðust og við rétt náðum að aðvara þá 20—25 menn sem um borð voru. I sama bili var hrópað til okk- ar frá ferjunum „Danmark" og Halland“ sem lágu rétt hjá og við gátum kastað landfestum 'eirra lausum, svo að þær sluppu af hættusvæðinu út á öfnina. Nær óviðráðanlegt. Meðan á öllu þessu stóð kom slökkvilið Kaupmannahafnar á Kvíin löðrandi í olíu Mestur hluti þeirra sem unnu um þorð hafði einmitt yfirgefið skipið til að drekka morgun- kaffi. Eftir urðu u.þ.b. 20 menn, en þeir voru kallaðir frá borði er eldurinii fór að breiðast út í þurrkvínni og sem betur fór urðu engin slys. Eftir því sem þezt verður séð, varð eldsvoðinn vegna þess að ekki hafði verið fylgt hinum ein- földustu varúðarreglum, þó yfir- menn stöðvarinnar vissu að hætt- an var fyrir hendi. Á laugardagskvöldið uppgötv- aði nefnilega vaktmaður að margra sentímetra þykkt olíulag var á botninum á þurrkvínni. Olían hafði runnið úr botngeymi Gullfoss, þar sem greinilega var óþéttur loki. Ekki var hægt að fá olíuna fjarlægða vegna helg- arinnar, en þegar er vinna hófst í gærmorgun var fenginn tii dælubátur til að dæla henni út úr kvínni. Meðan á því stóð var ekki unnið í sjálfri kvínni, held- ur aðeins um borð í skipinu. Miðvjkudagur 20. marz 1963 — 28. árgangur 66. tölublað. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.