Þjóðviljinn - 22.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.03.1963, Blaðsíða 12
Steinbítshrota á Vestfjörðum Steinbíturinn sækir Vestfirðinga ár hvert og sveima þéttar; göngur fyrir fjörðunum á vorin og nú sást þessi ófrýnilegi gestur fyrst á miðunum fyrir tólf dögum og hefur afli færst í aukana þangað til síðustu daga, að mok- afli hefur verið af stein- bít og sést ekki annar fiskur sunnan til á fjörð- unum. Aðalmiðin virðast vera í Látraröstinni og þokast mikil s'teinbíts- ganga þar norður eftir og hinsvegar önnur ganga í Straumnesröst- inni og þokast suður eft- ir. í Straumnesröstinni hefur afli verið átta til tíu lestir í róðri. Steinbíturinn er smár í báðum þessum göngum, en syðri gang- an þykir feitari og gómsætari. I fyrravor þrást steinbítsafli fyrir vestan, en upphafið boðar mikla veiði í ár. Steinbíturinn er eingöngu veiddur á línu. Hingað til hafa Vestf.iarðar- bátar verið aflasæili í Látraröst- inni og hefur afli verið jafn síðustu daga með 14 lestir í róðri. Aldagömul veiðihefð hefur sett mark sitt á Vestfirðinga og heit- ir þessi fiskur g.iarnan í höfuðið á þeim, enda þyk.ia Vestfirðingar festulegir til munnsins. ÍSAFIRÐI í gær — . Steinbíts- afli hefur verið dágóður hjá Isa- fjarðarbátum og Bolvíkingum og hafa miðin aðallega verið í Straumnesröstinni, út af Skála- vík og Kóp og hafa fengið frá átta til tíu lestir og virðist þó fara vaxandi síðustu daga og er mikil vinna í Norðurtanga og unnið til miðnættis á hverju kvöldi. Nýlega var norskur sérfræðing- ur að skipuleggja hagnýtari vinnubrögð í frystihúsinu og kemur sér það vel, þegar gamli djöfullinn hrannaðist upp í kös- um. Steinbíturinn er smár og erfiður til flökunar. Hæstur báta er Guðbjartur Kristján og veiddi hann 169 lestir í þessum mánuði. Annars er mikil stemn- ing fyrir netaveiðu.m við Breiða- fjörð og eru nú komnir þangað Gylfi, Guðbjörg, Mímir frá Hnífs- dal og Einar Hálfdáns frá Bol- ungavík. Þó veiddi Einar Hálf- dáns sæmilega á dögunum í net beint út af Bolungavík á svo- kölluðum Kvíamiðum og eru það hin gömlu mið Þuríðar sunda- fyllis og hafði í einum róðri 28 lestir. Kannski má kalla þetta föðurlandssvik á Vestf.iörðum að hætta svona við steinbíti.nn og sækja í þorsk suður á Breiða- fjörð. EE. HNÍFSDALUR í gær — Sæmi legur afli hefur verið af stein- bít undanfama daga hjá bátU'.n frá Hnífsdal og hafa þeir sótt í Straumnesröstina og hefur afli verið átta til tíu lestir í róðri. Steinbíturinn er smár og magur og erfitt að vinna hann og er mikil vinna í frystihúsinu og unnið til miðnættis á hverju kvöldi. Ránin aflaði 50 lestir síðustu viku og Þorlákur frá Bolunga- vík fékk í gær 17 lestir í Straum- nesröstinni og virðist steinbítur- inn glæðast þar verulega. Ann- ars hefur Mímir lagt netum sín- um í Breiðafirði síðustu daga og hefur losað annan hvem dag 30 lestir af netabomki og er það yfirleitt tveggja nátta flskur. — H. B. TÁLKNAFIRÐI í gær — Mik- ill og iafn <-teinbftsafli hefur verið sfðu.s+ii daga og var bezr\ dagurinn í aær og komu brir bátar með 40 lesti.r að landi. Sæ- farinn reyndist hæstur með 14 heim- lestir og firðingur Guðmundur og Tálkn- með 12 lestir í róðri. Gæftir hafa verið ágætar und- anfarna daga og steinbítsafUnn færst í aukana og er hann ó- venju smár og nokkuð magur ennþá. Þrír bátar hér hafa aflað 684 lestir frá áramótum og er það í 92 sjóferðum. 4. báturinn Sæúlfur hefur verið í útilegu og losað aðallega í Reykjavík. — J. L. E. SÚGANDAFIRÐI f GÆR — j Steinbítsafli færist í aukana dag j frá degi og i gærkvöldi komu Há- varður og Draupnir með 17 lestir í róðri sunnan úr Látraröst og veiðist þannig mest í röstinní : ennþá. ♦ | Friðbert Guðmundsson, Freyja j og Gylfi lögðu línum sínum | nokkuð norðar og reyndist afli I þeirra í gærkvöld átta til tíu lestir í róðri. ! Þeir hafa semsagt aðeins ver- ið of snemma á ferðinni. Bátar héðan hafa sótt undan- fama daga suður í Látraröst og koma hingað fyrrihluta nætur og losa aflann og taka þegar stefn- una suður aftur og sést nú ekki annar fiskur en steinbítur hér. Steinbíturinn þykir nokkuð seinunninn í frystihúsunum og er unnið á hverju kvöldi til mið- nættis. Það er sem sagt bitið á jaxlinn í Súgandafirði. BÍLDUDAL í gær — Fyrri hluta þessarar viku var steinbítsafli jafn og góður hjá bátum frá Bíldudal og Patreksfirði og reyndist yfirleitt 12 til 14 lest- ir í róðri. Steinbítsgang.a kom hér . í Látraröstinni fyrir tólf dögum og hefur afii farið stíg- andi síðan. í gær var bezti dag- urinn og var Andri með 17 lest- ir og Pétur Thorsteinsson með 16 lestir og hefur Andri alltaf reynst ívið hærri í steinbítn- um. Mikii vinna er hér í frysti- t húsunum og unnið til miðnætt. is og þykir steinbíturinn sein- ( unninn og smár og erfiður til flökunar og á bryggjunni gnístar hátt í steinbítskjöftum í iðandi kösinni. — H.I. FLATEYRI í gær. Steinbítsafli hefur farið stígandi undanfarna dag og reyndist bezti dagurinn í gær og var Asgeir Torfason með 16 lestir úr róðri og fékk hann þennan afla í Látraröst- inni. Nokkuð er langsótt fyrir Vest- fjarðabáta þangað suður. Trillu- bátaveiði er að hefjast hér núna og er það orðinn fastur liður á ári hverju og er þó með fyrra móti vegna góðrar tíðar og hef- ur afli þeirra verið sæmilegur og er þó ekki steinbítur ennþá að ráði. — Góðar gæftjr hafa verið í vetur. —■ J.G. Föstudagur 22. marz wams 1963 28. árgangur — tölublað. Leitinni ai mönnunum Tilkynnt var í gær að leitinni að Apache-flugvél Flugsýnar hafi verið hætt. Fullvíst þykir að vélin hafi nauðlent á sjónum skammt þar frá, sem síðast heyrðist frá þeim. Leitað hefur verið síðan á mánudag og leitarsvæðið ræki- lega kembt Til jafnaðar hafa verið 3 flugvélar í leitinni, bandarískar og kanadískar, auk einnar flugvélar frá Loftleið- um, sem tók þátt í leitinni fyrsta daginn. Ekkert hefur fundist. Einnig tók veðurskip Bravó (U.S.S. Spencer) þátt í leitinni allan tímann og stjórn- aði henni. Með flugvélinni voru tveir menn, Stefán Magnússon 36 ára gamall. Hann var kvæntur mað- ur og átti 3 böm. Þórður Úlf- arsson var 23 ára. kvæntur og átti 3 börn. Báðir voru þeir reyndir flugmenn. Stefán einn af reyndustu flugstjórum Loft- leiða og Þórður var einnig flug- maður hjá því félagi. Fullyrt er að ísing hafi grand- að vélinni. Bandaríska tónskáldið Henry Coweil, prófessor við Columbia- háskóiann í New York, flytur fyrirlestur i dag. föstudag 22. marz, kl. 8.30 e.h. j I. kennslu- stofu Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist „Músik meðal þjóða heimsins“. — Fyrirlesturinn verðun fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Þórður Úlfarsson Hér sést minnsti báturinn í forgrunninn og þeyt ir kellingar á sjónum, ef svo ber undir og væri skemmtilegur hraðbátur á vötnum. Lengra frá er stærstti báturinn og fer vel í sjónum. Sjó- ; mannaskólastrákarnir eru þarna líka í essinum sínum. Utanborðsmótorarnir eru af Evinrude gerð og fást í Orku h.f. 1$ plastbátum Nýtt fyrirtæki hefur hafið göngu sína hér á Iandi og heitir Trefjaplast h.f. og er staðsett á Blönduósi. Það hyggst framle'iða ýmsan varning úr plasti og hef- ur þegar framleitt þrjár gerðír af plastbátum og var fréttamönn- um boðið á skemmtisiglingu í gær með Gísla Johnsen á Reykjavík- urhöfn og klufu björgunarbát- arnir þrír iéttilega sjóskorpuna kringum björgunarbátinn. Stærsti báturinn er 15 fet á lengd og 6 fet á breidd og vegur 190 kg. Qg hafði 18 hestafla Eviti- • f í hádegisútvarpinu í gær var lýst eftir sjómanni af brezka togaranum Macbeth frá Hull Ekki vissi lögreglan nákvæmlega hvenær mannsins var fyrst sakn- að, en hann heitir O’Flagherty og er 24 ára gamall. Nánari lýsing er sú, að hann er 178 sentímetrar á hæð, með svart hrokkið hár, dökkklæddur og mikið tattoeraður á hand- íesgjum. Hann var ekki {0.0010-0 6 tímanum í gærkvöld. rude utanborðsmótor, sem l .a h.f. hefur umboð fyrir. Þessi gerð af bát þætti heppilegur á síldar- bátum og er léttur og fljótur í förum og væri góð uppbót á gúmmíbjörgunarfleka og dró hann Gísla Johnsen góðan spöl og mætti nota hann líka tii dráttar. Þessi gerð af bátum kostar kr. 30.500.00. Miðstærðin af þessum bátum er tíu fet á lengd og vegur 54 kíló og kostar krónur 9.900.00 og minnsti báturinn er skemmtilega lítil skel og er 8,5 fet á lengd og vegur 38 kíló. Báðar þessar gerðir væru heppilegir sem vatna- bátar og hefur Ferðaskrifstofa ríkisins pantað nokkra, sem heppilegar fleytur á vötnum og ám og eru meðfærilegir með bílum á ferðalögum. Allir voru enzkum þessir bátar með misjafnar stærð- ir af Evinrude utanborðsmótor- um og eru þeir ekki innifaldir í verðinu, en hægt að kaupa þá hjá Orku h.f., sem hefur umboð fyrir misjafnlega kraftmikla mót- ora af þessari gerð. Kostar þann ■ ig vélin í stærsta bátnum krón- ur 17.745.00. Nemendur úr Sjó- mannaskólanum sýndu meðferð bátanna og var þetta greinileg upplyfting fyrir þessar væntan- legar hetjur hafsins. Lögreglubíl ekið á kyrrstæðan bfl Kl. 2.58 í fyrrinótt var lögreglu- bifreiðinni R-2000 sem er Land Rower bifreið ekið á mannlausa og kyrrstæða Mercedes Benz bif- reið er stóð framan við húsið nr. 42 við Hverfjsgötu. Var það bif- reiðin R-13535 sem er eign Ein- ars Ásmundssonar í Sindra. Við áreksturinn kastaðist fólksbif- reiðin á aðra bifreið, R-10022, sem stóð á götunni framan við hana. Urðu báðar þessar bifreið- ir fyrir skemmdum, einkum skemmdist Mercedes Benz bif- reiðin mjög mikið, Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk á lögreglustöð- inni í gær voru þrír lögreglu- þjónar í lögreglubifreiðinni og voru þeir á leið inn í fanga- geymsluna í Síðumúla með ölv- aðan mann. Sagðist varðstjórinn sem blaðið átti tal við, að hann hefði heyrt, að lögregluþjónamir hefðu átt í átökum við hinn ölv- aða og hefði það orðið til þess að trufla lögregluþjóninn sem ók bifreiðinni og hann keyrt á af þeim sökum. Hins vegar var ekki búið að skrifa skýrslu um atburð þennan þegar blaðið átti tal við lögreglustöðina síðdegis Hafn?rfiörður Spila-kvöld Alþýðubandalagsins ins verður annað kvöld. laugar- dag og hefst kl. 8.30 í G.T.-hús- inu ‘ ■ Kvikmynd. Kaffi, Verðlaun, Athugið að þetta er næst- síðasta spilakvöld vetrarins. Aætlun um viðgerðina á Gullfossi uppúr helginni — segir Öttarr Möller forstjóri við komuna frá Kaupmannahöfn Óttarr Möller, fram- kvæmdastjóri Eimskipafélags íslands, kom flugleiðis til landsins frá Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Hann vildi engu bæta við fyrri frásagn- ir af Gullfoss-málinu, er fréttamaður Þjóðviljans hafði tal af honum á Reykjavík- urflugvelli, Kvaðst hann nú þegar ganga frá skýrslu um málið og leggja fyrir félags- stjórn, en viðgerð á Gull- fossi væri hafin og ýtarleg rannsókn á skemmdunum stæði yfir, þannig að vænta mætti strax upp úr næstu helgi áætlunar um viðgerðar- tíma o.þ.h. Eimskip, sagði forstjórinn, hefur þegar leit- að fyrir sér víða um leigu á skipi, sem gæti gengið inn i ferðaáætlun Gullfoss, ef viðgerð á honum dregst á langinn, en skip hentug til þessara ferða eru ekki á hverju strái. — Við munum áreiðanlega láta frá okkur heyra, þegar allt liggur ljósar fyrir, sagði Óttarr Möller að lokum. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.