Þjóðviljinn - 22.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.03.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA HÓÐVILIINN Föstudagur 22. maxz 1063 Garnet hallaði sér að honum og strauk íingrunum gegnum hrqkk- ið hár hans. Oliver var svó sterkur og traustur. Að lokum brosti hún til hans. — Jæja, Oliver, ef það er eitt- hvað sem ekki kemur mér við, þá verður það svo að vera. — Þakka þér fyrir. Garnet, sagði hann. Hann var mjög al- varlegur á svip. — Veiztu, að þú ert yndisleg kona? spurði hann og kyssti hana aftur. Þegar hann sleppti henni og hélt áfram að pakka, gekk Garn- et til dyra. — Ég elska þig. Oliver, sagði hún, — og ég treysti þér. En það er dálítið sem ég verð að gera. Ég kem til baka eftir nokkrar mínútur. — Þú ert þó ekki að fara út? andmælti hann. — Það er niða- myrkur. — Það er glampandi tungls- Ijós. Ég ætla að athuga, hvort ég get ekkj útvegað Florindu einhverja hjálp. Bannaðu mér ekki að gera það. þvi að ég fer samt. Hann skildi víst að henni var alvara, því að hann gerði ekki annað en yppta öxlum þegar hún fór út. Hárgrelðslan P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfl. TJARN ARSTOF AN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgrejðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11. sími 24616 Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 simi 14656. Nuddstofa á sama stað. - 3 V... 22997 • Grettisgötu 62 Garnet flýtti sér þvert yfir hlaðið. Þar höfðu karlmennim- ir safnazt saman umhverfis bál- in. Það var næstum fullt tungl og mjög bjart. Hún heyrði rödd Silkys: — Nei, gott kvöld frú Hale! Eruð þér að leita að ein- hverjum? Silky hafði sprottið á fætur og hann hneigði sig af mikilli kurteisi. Hann var oftur orðinn fínn og strokinn, það var snú- ið upp á yfirskeggið og hárið var vandlega greitt. Gamet nam staðar. — Hef- urðu séð John Ives, Silky? Eða rússneska vininn hans? *— Nei, ég veit ekkert hvar hann er. —• Hann er þarna yfirfrá að glápa á tunglið, frú, sagði einn af hinum náungunum í hópnum. — Það er að segja Jahn. Rúss- inn er þar ekki Hann benti og Gamet sá John. Hann lá á bakinu með hendurnar undir hnakkanum og horfði upp í himininn. Hún þakkaði þeim fyrir og gekk til hans. Þeir höfðu ekki sagf henni hvað Risinn væri að að- hafast, en hún gekk að því vísu að hann væri einhvers staðar með stúlku. Hún hafði heyrt mikið talað um hve stúlkurnar væru hrifnar af honum. John reis upp á annan oln- bogann þegar hann heyrði hana koma og stóð síðan á fætur í skyndi. — Get ég gert nokkuð fyrir þig, Garnet? — Já, sagði Garnet. Hún stóð andartak og horfði upp til hans. Andlit hans var magurt og al- varlegt. Hún hefði ekki getað séð að augun í honum voru græn. hefðj hún ekki vitað það, en henní fannst þetta vera köldustu augu sem hún hafði nokkum tíma horft í. Það fór hrollur um Garnetu En hún varð að tala. Hún sagði: — John, viltu hjálpa Florindu? Endaþótt hún sæi ekki svip hans greinilega. var hún ekki í vafa um, að beiðni hennar hafði komið honum á óvart. — Hjálpa henni? spurði hann. — Hvað viltu að ég geri? Garnet skalf. Hún hafði far- ið út yfirhafnarlaus og kvöld- loftið var svalt. John spurði: — Hefur Charles komið skikk- anlega fram við þig? — Charles? Hann hefur varla virt mig viðlits. John brosti. — Ef hann ger- ir bað. þá svaraðu honum. — Ó, John, sagði hún óþolin- móð. — Ég kom ekki hingað til að tala við þig um Charles. — Nei. það er alveg rétt. Þú minntist eitthvað á Florindu. Hann var ekki með neinar vifi- lengjur. — Mér þykir leitt, að hún skuli vera veik, Garnet. En ég skil ekki til hvers þú ætlast af mér. Ég er enginn læknir. — Ég býst við að þú munir segja að það komi þér ekki við. sagði hún. — Það er líka alveg rétt, svaraði hann rólegur. — Ég er á öðru máli. sagði Gamet. John svaraði ekki. Hann stóð með appelsínu sem hann hafði tínt af einu trénu, fleygði henni upp í loftið og greip hana aft ur. / Gamet leitaði að orðum til að koma honum í skilning um hvað hún átti við. — John, sagði hún biðjandi. — Florinda hafði sín- ar ástæður til að vilja komast til Kalifomíu, Ég veit ekki hverj- ar þær em. Hún hefur ekki sagt mér það og ég mun aldrei spyrja. Ænei, sagði hún, þegar hann ætlaði að grípa fram i —• Ég veit hvað þú ætlar að segja. Þú ætlar að spyrja hvað það komi mál við þig og ég ætla að segja þér það. John brosti glaðlega til henn- ar og það vottaði fyrir aðdáun £ svip hans: •— Þú ert skrambi einbeitt þegar þú vilt fá ein- hverju framgengt. er ekki svo? — Það er víst. Viltu hlusta á mig? — Ég get ekki annað. Haltu bara áfram. Hún talaði lágt og með ákafa. —- John, ég veit ekki heldur, hvers vegna þú komst til Kali- forníu. Og ég mun aldrei spyrja þess. Ég get líka verið afskipta- laus um annarra hagi. En leyfðu mér að segja þér eitt: Þar fyrir , er ekki nauðsynlegt að koma fram við an'nað fólk eins og dauða trédrumba. Mér finnst að þú og Florinda — og annað fólk sem eins er ástatt um — fólk sem kom hingað eitt síns liðs — ætti að reyna að skilja hvert annað. Vegna þess — vegna þess, John, að þið skiljið einstæðingsskap hvers annars! Nú horfðj John á hana. Hann stóð með sppelsínuna og velti henni milli handanna eins og hún væri einhver furðugripur. — En hvað viltu að ég geri í sambandi við Florindu. Garn- et? spurði hann loks. — Að ég giftist henni? Það vil ég ekki gera Qg ég vil ekki heldur taka við henni á sama hátt og Penrose Garnet fann, að hún eldroðn- aði. — Það hefur mér aldrei dottið í hug, hrópaði hún. — Ég veit það. Ég biðst af- sökunar. — Ég átti við það, sagði Garnet, — að kannskj væri til einhver staður þar sem hún gæti verið þangað til henni batnaði. Þar sem fólk væri gott við hana. John sagði ekkert nokkra stund. Hann tók utanaf appel- sínunni. Loks sagði hann: — Þú heldur að hún geti bjargað sér þegar henni er batnað? —• Ó, John, það veiztu að hún getur Florinda hefur alltaf bjargað sér. Hún hefur aldrei haft neinn að leita til, hélt Garnet áfram með ákefð. — Ég vona að ég ljósti ekki upp neinu leyndarmáli, en ég verð að koma þér í skilning um þetta. Faðir hennar yfirgaf móður hennar, og móðirin var heimsk volu- skjóða. Þetta hefur Florinda reyndar ekki sagt mér. en hún sagðj mér þó nóg til þess að ég gat dregið mínar ályktanir. Móðirin sat alla ævina og barm- aði sér og beið eftir manni sem gæti greitt úr vandkvæðum hennar. — Ekki beinlínis manneskja að þínu skapi. sagði John dálít- ið íbygginn. — Nei, það er satt og víst. En Fiorinda er skynsöm og hún er hugrökk Qg hún vill ekki vera neinum til byrði lengur en nauð- synlegt er. Gerðu það fyrir mig að hjálpa henni, John. Hann brosti. — Þú ert mála- fylgjumanneskja. Nú, jæja. — Ætlarðu að gera það? hróp- aði hún fegins hugar. — Já, sagði John. — Vegna þess að ég er alltof mikill auli til að segja nei. Hún verður til mikilla óþæginda og ég á eftir að óska þess að ég hefði aldrei lofað þessu. En andaðu rólega. Ég skal stinga henni á einhvern góðan stað. — Æ. þakka þér innilega fyr- ir! hrópaði hún. Hann svaraði ekki og hún rétti fram hönd- ina — Góða nótt. John tók í hönd hennar. — Góða nótt. Og góða ferð. Gamet undraðist sjálf hversu leitt henni þótti að heyra hann segja þetta. Henni féll orðið betur við John en hún hafði gert sér Ijóst. Ferðalagið hafði kennt henni að meta meira þrek en mildi. En hann gat lí'ka ver- ið mildur. hugsaði hún með sér og rifjaði upp þegar hann hafði haldið henni meðan Texas brenndi sár hennar. — John, sagði hún lágróma. — Hvenær hitti ég þig aftur? — Einhvem tíma í vetur. Ég kem til að kaupa nautgripi af Charles fyrir ranchóið mitt. — Ég hlakka til að hitta þig aftur. sagði hún. — Ég hlakka líka til að hitta þig, sagði John. Hún dró að sér höndina og ætlaði að fara. en þá bætti hann við: —• Gleymdu ekki því sem ég sagði við þig. — Hverju? — Ef Charles er ekki góður við þig, þá segðu honum að fara til fjandans. — Heldurðu að ég geti það? spurði hún. Henni fannst hún verða svo ósköp lítil þegar hún hugsaði um Charles. — Þú? sagði John, Hann hló stuttaralega. En svo stóð hann þöguli andartak Qg horfði fast á hana og henni fannst hann þurfa að segja hennj eitthvað. En John vildi ekki skipta sér af því sem honum kom ekki við. Hann yppti öxlum og sagði: — Mér þykir leitt að þú skulir fara aftur næsta ár, Gamet. Þú ert sköpuð til að lifa í þessu landi. Hann sneri sér snöggt við og gekk burt. Gamet fór aftur heim að húsinu. Hún velti fyrir sér, hvort það gætj verið rétt eða eintóm ímyndun, þegar henni fannst i myrkrinu að John hefði horft á hana með svo innilegri vináttu að hann hefði verið að því kominn að rjúfa hina venju- legu þögn sína um málefni ann- arra. 24 SKOTTA Ranchóið þeirra Charles og Olivers lá í norðvestur, átta dagleiðir í burtu. Garnet hafði á- kveðið að taka upp baráttuna við Charles og hún byrjaði þeg- ar næsta morgun. Hún burstaði hárið þar til glóði á það og klæddi si-a í dökkgræn reiðföt Get ekki tekið þig á ballið, Andréssína var að vinna við svolítið og missJ stóreflishlut ofan á löppina. Svona er að vera skyldu- ræklnn við vinnuna Geturóu sagt mér Rap, hvað var Andrés frændi að gera, þegar hann meiddi ság í löppinni? O, — það var hræðilegt. Ilann sparkaði svo fast í fótboltann Nei, — ertu ekki búinn að pissa undir þig. Hefurðu ekki rænu á að fara á klósettið. STÚLKUR í REGNBOGANUM fáið þér Pascale nyloií- sokka 30 den. Verð aðeins krónur 33,00. FE RMINGARGJOF KODAKcresta MYNDAVÉL Kr. m._ FLASHLAMPI Kr. 210.- Hans Petersen h.f. Sími 2-03*13 Bankastræti 4. Húseign á Hellissandi er til sölu nú þegar, einbýlishúsið Berg- hóll með lóð, vel byggt, 4 herbergi og eld- hús. Semja ber við Hjört Jónsson hreppstjóra Hellissandi og Inga R. Helgason löcrfræð- ing, Reykjavíi-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.