Þjóðviljinn - 26.03.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.03.1963, Qupperneq 1
Þriðjudagur 26. mai;z 1963 28. árgangur — 71. tölublað. j Pær nota J Tollskráín | ekki langar \ ' f igbrautir \ Framtíð Reykjavíkurflug- vallar hefur verið mjög á dagskrá að undanförnu og sýnist sitt hverjum. í umræðum þessum hefur þróun í flugvélagerð hin síðari ár borið mjög á góma; telja sumir að þró- unin verði í nánustu fram- tíð hin sarna og verið hef- ur síðustu áratugi; farþega- vélarnar verði æ stærri. hraðfleygari og kraftmeiri og barfnist þar afleiðandi lengri flugbrauta og fuli- komnari flugvalla. Aðrir á- h'ta að þessi þróun hafi hegar náð hámarki; senn ,verði leitazt við að fram- ’eiða flugvélar. sem geti •>thafnað sig sem víðast án bess að ógnarfjárhæðum að veria til flugvalla- gerðar. í þessu sambandi ovkir okkur rétt að birta hessar myndir af nýjustu sovézku farþegaþotunni TU-124. en sovézkir flug- vélasmiðir leggja nú ein- mitt mikla áherzlu á smærri vélar. sem ekki burfa sérstaklega eða stóra flugvelli — þvj að þeir hafa nú sett bað mark að koma ipp mjög þéttu neti flug- kamgangna við hin af- skekktustu héruð án þess að bíða eftir ríflegum fjár- framlögum til flugvalla- gerðar. Eitt svar þeirri við ^essum kröfum tímans er ?lugvélin TU-124. sem er ►eiknuð á stofu þess fræga "'moléfs. og hefur nokkuð svipmót með hinni þekktu stórþotu. TU-104 TU 124 er fvrsta vélin af þessari stærð sem er búin svoköll- uðum túrhofan-hreyflum. sem eru 15—20 prósent soarneytnari en venjulegir sk1"’ f uþotu hreyflar. enn munu kaupmenn hafa l lokiB athugun sinni á henni \ \ ! I I I I I Almennt mun hafa verið búizt við því, að hin nýja tollskrá ríkis- .tjórnarinnar yrði lögð fram á A’hingl strax eft- ir helgina. En ekkert bólaði þó á þessu merka nlaggi í gær. Dagblaðið Vísir gefur hins vegar hær upplýsingar í gær, að skráin komi fyrir Al- hingi „á morgun eða miðvikudag“. Eftir því að dæma hafa kaup- menn þá lokið við að sndurskoða skrána svo viðunanlegt sé, enda húnir að hafa hana und- ir höndum frá því fyrir áramót. Og þá ætti að vera óhætt að láta þing- menn fá málið til nokk- urra daga athugunar! Vísir segir einnig þau stórtíð- indi í umræddri frétt, að ruarg- ar breytingar sé búið að gera á þessu öndvegisverki í skat;- heimtukerfi fjármálaráðherra. eu mest mun mönnum finnast til um að „m.a. er söluskatturinu felldur niður", svo notuð séu orðrétt ummæli blaðsins. — Þjóð- viljanum þykir þá rétt að hvetja fólk til þess að taka þessi um- mæli Vísis ekki of hátíðlega. Söluskatturinn er ein aðaltekju- lind ríkissjóðs og er a.m.k. ótrú- legt að ekkert annað komi í stað- inn. Og hvað yrði líka um nú- gildandi fjárlög, ef söluskattur- inn væri felldur niður. Þá yrði fjármálaráðherra trúlega að semja nýtt fjárlagafrumvarp eins cg í upphafi viðreisnarinnar. Loks má geta þess, að ríkis- stjómin hefur allt fram til þessa verið önnum kafin við að bæta einum skattinum ofan á annan, — og er skemmst að minnast hins nýja skatts, sem leggja á á innlenda iðnaðsiframleiðslu. TU-124 1 * J-124 tekur 44 farpega, og með nokkrum tilfæring- um er hægt að koma fyrir ■’ nenni 60—70 farþegum. Flughraði er '100—900 km. á klukkustund. en flugrad- íus 2000—2500 km. Flug- vélin er mjög lipur og hæg t lendingu og flugtaki barf ekki nema 700—800 metra flugbraut. og þurfa hra-utir bær sem notaðar tu ekki endilega að vera l'votar eða malbikaðar. TU-124 hefur verið í notkun á farþegaleiðum í Sovétríkjunum síðan í októ- ber í fyrrá, og kemur hún stað skrúfuvélanna 11-12 os 11-14 Aðrat tequndir i fimmtudagsblaði mun væntanlega sagt nánar frá öðrum sovézkum flugvéla- tegundum. sem ætla má að lesendum þyki fróðlegt að kynnast. því að þær myndu vafalaust henta vel íslenzk- ■im aðstæðum. ! Sement lækk- ar í verði Stjórn Sementsverksmiðju rík- isins ákváðu í gær að lækka verð á sementi um kr. 70.00 pr. tonn frá og með 26. marz 1963 cg lækkar þannig verð á sem- enti úr skemmu í Reykjavík úr kr. 1330.00 pr. tonn í kr. 1260.00 pr. tonn og önnur verð samsvar- andi Sement frá Semcntsverksmiðju ríkisins hefur verið í Iægri verð- flokki cn innflutt sement og með þessari lækkun eykst ennþá mun- urinn þar á milli Ævar Kvaran í hlutvcrki sínu í „Andorra". Frumsýning á .Andorra' annað kvöld Frumsýning verður I Þjóðleikhúsinu annað kvöld, miðvikudag. Þá verðurleik- ritið „Andorra" eftir Max Frisch sýnt. Leikstjóri er Walter Fim- er frá Vínarborg, en aðal- hlutverkin leika þau Gunn- ar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Valur Gíslason, Her- dís Þorvaldsdóttir, Bessi Bjamason og Guðbjörg Þor- bjamadóttir. Um 30 leikarar koma fram á sviðinu og eru aukaleikendur nær því 20 talsins. Þorvarður Helga- son gerði þýðingu leikrits- ins, en leiktjöld málaði Þorgrímur Einarsson. Vakti athygii unglinganna Attundi almcnni starfsfræðsludagurinn í Reykjavík var á sunnudaginn — og birtum við frétt um þátttöku o.þ.h. á 12. síðu. Hér er mynd, sem tekin var í Iðnskólanum á sunnudaginn, í þeirri deild- inni sem vakti hvað mesta athygli að þessu sinni: búnaðardeildinni. I þessum sýningarbás voru gefnar upplýsingar um kornræktarlilraunir á vegum búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans. Ljósm. Þjóðv. A.K. Skálarræður og bráiabirgðalög Alfreð Gíslason, læknir. benti m.a. á það á Alþingi i gær, þagar rætt var um frumvarp til staðfestingar bráðabirgðalögum. um há- marksþóknun fyrir verkfræði- störf, að lítið samræmi væri á milli hástemdra orða ráðherr- anna um þýðingu og mikilvægi verkfræðinganna fyrir þjóðfé- lagið, og þess, sem fram kem- ur í bráðabirgðalögunum. Með nefndaráliti Alfreðs í þessu máli er prentað sem fylgi- skjal fundarályktun Verkfræð- ingafélags Islands vegna setn- ingar bráðabirgðalaganna. Síö- asti kafli ályktunarinnar f jall- ar um áhrif laganna og fer hann hér á eftir: „Að lokum viljum við benda á, að það skilningsleysi vald- hafanna á gildi verkfræði- þjónustu, sem lengi hefur ver- ið Iandlæg hér á landi og þessi bráðabSrgðalög bera ó- rækt vitni um, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina, þcgar til lengdar læt- ur. Hvarvetna er mikil eftir- spurn eftir tæknimenntuðu vinnuaflii og skortur á því. Lifskjör þjóða eru sífellt að verða meira og mcára undir því ltomin, að þær fylgist með tækniþróuninni og haff nægum tæknimenntuðum mönnum á að skipa tQ þess að dragast ekki aftur úr á þvf svSði. Slík afstaða tíl verk- fræðinga, sem hér kemur fram, cr ckki líkleg leið til að tryggja þann hraða f tækniþróun þjóðarinnar, sem óhjákvæmilegur er, ef lífskjör hennar eiga að batna á kom- andi árum“. Sjá nánar á fjórðu síðu í dag. Gömul bæjarhús í Svartárdal brunnu 1 fyrrakvöld brann bærinn að Gili í Svartárdal til kaldra kola. Þarna búa tvenn hjón, — Björn Jónsson og kona hans og sonur þeirra Friðrik og kona hans, á- samt þremum ungum bömum. Heimilisfólkið slapp út og tókst að bjarga lítilsháttar af innbúi með sér og heldur nú til í Fé- lagsheimilinu Húnaveri, sem er þaraa næsti bær. Hús og inn- bú var vátryggt. Heimilisfólkið var að hlusta á útvarpsþáttinn „Sitt af hverju tagi“ og skrapp önnur konan fram, bætti á eldavélina og ætl- aði að skerpa á könnunni. Skildi hún eftir ljós í eldhúsinu. Eftir fimmtán mínútur var eldhúsið orðið alelda og tókst ekki að ráða við eldinn og brann bærinn á tiltölulega skömmum tíma. Þetta var gamall bær og stóð til að endurbyggja bæjarhúsin í sumar, en hafði ekki orðið af framkvæmdum. í húsinu var merkileg og göm- ul stofa og var orðin 170 ára gömul og þótti innréttingin fá- gæt. Sá er byggði bæinn hét Klemenz og var faðir Guðmund- ar, sem bjó til skamms tíma í Bólstaðahlíð. Þama bjó líka áður Elisabet Guðmundsdóttir, systir Sigurðar skólameistara á Akureyri og þótti merk kona og stóð fram- arlega í félagsmálum á sínum tíma og sóttu þá margir staðinn heim. Mikhail Botvinnik. Botvinnik hlaut fyrsta vinninginn Mikhail Botvinnik, beimsmeist- ari í skák, vann fyrstu skák- ina í eánvígi þeirra Petrosjan um meistaratignina. Skákin var tefld á laugardag- inn. Petrosjan hafði hvítt, en Botvinnik náði snemma í tafl- inu yfirhöndinni og færði sér stöðuyfirburði sína smám sam- an svo í nyt að áskorandinn varð að gefast upp eftir liðlega 40 leiki. Þeir Botvinnik og Petrosjan munu tefla 24 skákir í einvígi þessu og nægir heimsmeistaran- um 12 vinningar til að halda tign sinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.