Þjóðviljinn - 26.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1963, Blaðsíða 3
I>riðjudaguT 26. marz 1963 MÓÐVILIINN SÍÖA 3 Frakkland og Finnland da afrm; ausn væntanleg PAR 3 og HELSINKI 25/3 — Fjórða vika verkfallsmanna í Frakklandi og Finnlandi hófst í dag án þess að nokkuð bent’ til þess að þau myndu leysast bráðlega. Verkfalls- menn virðast þvert á móti verða staðráðnari í því með hve', um degi sem líður að knýja fram að fullú kröfur sínar um bætt kjör. Þriggja manna nefnd sem franska ríkisstjómin hafði skip- að til að gera tillögur um launa- kjör í ríkisfyrirtækjum skilaði áliti • laugardag. Á sunnudaginn voru leiðtogar verkalýðssamband- anna kallaðir á fund ráðherra til að fjaila um bessar tillögur. Foringjar námumanna í verk- falli höfnuðu þeim algerlega og sögðu að verkfallinu myndi bá fyrst verða afstýrt þegar gengið vaeri að öllum kröfum þeirra. Þær eru: ellefu prósent kaup- hækkun þegar í stað, stytting vinnuvikunnar úr 48 í 40 stund- ir og ýms önnur fríðindi, svo sem lækkun lífeyrisaldurs. Aðrh’ bætast við Stöðugt bætast við verkfalls- merm í ýmsum starfsgreinum. Þanuig ákváðu jámbrautarmenn að leggja niður vinnu tvívegis tvær stundir í hvort skipti á miö- vikudaginn, á sama hátt og í síð- ustu viku, þegar öll jámbrautar- umferð stöðvaðist í Frakklandi. Kröfumar harðna Ihaldsblaðið De Parisien Libéré segir i dag að víst sé að verka- menn í ríkisfyrirtækjum muni nú enn herða kaupkröfur sínar og að þær kröfur muni líka ýta undir verkamenn hjá einkafyrirtækjum að heimta hærra kaup. Ef geng- ið yrði að þessum kröfum færi ailt atvinnulíf landsins úr skorð- um og „viðreisnin“ sem hófst árið 1958 færi þá út um þúf- ur. Annað íhaldsblað, Le Figaro, nefndi í dag ýmsar starfsgrein- ar sem verkföU eru væntanleg í á næstunni, m.a. í bönkum, verzlunum og öllum fjárfesting- ariðnaði. Eins og áður segir krefjast námamenn ellefu prósent kaup- hækkunar, en ríkisstjómin hef- ur boðið þeim 8 prósent, en þvi hafa þeir hafnað. Efr 'hagsaðstoð USA aistoð við [ jóðnýtt fyrírtæki YfAP NGTON 25/3 — Kennedy forseti hefur í grundvallaratrið- um fallizt á skýrslu þar sem mælt er með því að efnahags- ur GULLI og SILFRI t „ mingargjafir úr gulli og silfri. Jóhannes Jóhannes- son gullsmiður Bergstaðastræti 4. Gengið inn frá Skólavörðustíg. Sími 10174. Miðar ekki í áttina I dag hófust í Helsinki við- ræður milli leiðtoga ríkisstarfs- manna sem verið hafa í verk- falli frá byrjun mánaðarins og ríkisstjómarinnar sjálfrar. Ekki miðaði neitt í átt til samkomu- lags. Sáttasemjari ríkisins Kaus- koski hæstaréttarforseti, bað um lausn úr því starfi í síðustu viku, vegna þess að hvorki hafði geng- ið né rekið í samningaviðræðun- um í þrjár vikur. Sovétríkin eru nú í samvinnu við önnur ríki Austur-Evrópu að lcggja einhvcrjar mestu olíuleiðsl- ur sem um getur. Til þeirra hafa verið keypt rör frá ýmsum vesturlöndum, en Bandaríkjastjórn hefur beitt áhrifum sínum til að koma í veg fyrir þau viðskipti. Engin ríkisstjóm ncma sú vestur- þýzka hefur þó orðáð til að banna þegnum sínum að selja leiðslur austuryfir. Myndin sýnir olíu- leiðslurör í höfninni í Hamborg, sem nú verða ekki sendar austur. Gífurieg fískgengd við Grænlaná ALASUNDI 25/3 — Það er svo gífurleg fiskigengd á miðunum við Vestur-Græn- land að það er ævintýri likast, segir norski skip- stjórinn Ole Kjerstad í við- tali við Sunnarsposten. Hann kom til Álasunds skömmu fyrir helgi, en hef- ur undanfarið verið á verk- smiðjutogaranum Longva. Afkastageta togarans var nýtt til hins ýtrasta, en þó hafði hann ekki undan að vinna þann fisk sem veiddist. aðstoð Bandaríkjanna við önn- ur lönd verði minnkuð um 500 milljónir dollara á ári. 1 skýrsl- uni er einnig Iagt eindregið gegn því að þjóðnýttum fyrir- tækjum sem keppa við fyrirtæki i einkaeign sc veitt nokkur að- stoð. Skýrs-lan sem samin var af nefnd undir forsæti hershöfð- ingjans Lucius Clay hefur vakið nokkurn ugg meðal sendifull- trúa landa i rómönsku Ameríku, Asíu og Afríku í Washington. Kennedy forseti hefur áð vísu ekki lýst sig formlega sam- þykkan niðurstöðum nefndarinn- ar, en hann segir í bréfi til Bandaríkjaþings, að höfð muni hliðsjón af tillögum hennar þeg- ar áætlunin um efnahagsaðstoð við önnur lönd kemur aftur til kasta ríkisstjórnarinnar. Nefndin segir að hægðarleik- ur hefði verið að minnka að- stoðina á þessu fjárhagsári um 13 prósent, eða 500 milljónir doll- ara, án þess að hagsmunir Bandaríkjanna hefðu skaðazt. Með því er viðurkennt að að- stoðin er veitt til hagsbóta Bandaríkjunum sjálfum. ★ Argentína sigraði Ekvador — 4:2 í meistarakeppni Suður- Amerríkuríkjanna í knatt- spymu. Leikurinn fór fram í Cooabama í Bólivíu. israelsmenn saka Bonn um fyrirslátt JERUSALEM og BONN 25/3 — Aðstoð vesturþýzkra vísinda- manna við Egypta sem eru að reyna að koma sér upp eldflauga vopnum hefur skapað úlfúð milfi stjórna ísraels og Vestur- Þýzkalands og ásaka ísraels- menn Bonnstjórnina fyrir und- anbrögð, þcgar bún heldur þvi fram að hún geti á engan hátt komíð í veg fyrlr að vestur- þýzkir þegnar gangi í þjónustu Egypta. Bonnstjómin svaraði fyrir helgina á þessa leið umkvörtun frá stjckri Israels. Haft er eftir ráðamönnum í Jerúsalem að skorti vesturþýzku stjórnina lagaheimild til að taka í taum- ana, þá verði hún að sjá um að lög verði sett sem heimili henni það. Aðalmálgagn Israelsstjómar, Davar, segir að menn geti ekki sætt sig við að þetta sé endan- leg afstaða vesturþýzku stjóm- arinnar, a.m.k. ekki þeir sem hafa reynt að virða ósk Vestur- Þjóðverja að þeir verði taldir meðal „beztu þjóða“. Castro ber viðtal til baka Harðneitar að háfá gagnrýnt Krástjoff saadb RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 — Sími 24204 i5«’»ÍH>L>B3ÖRNSSON * P.O. BOX 1386 • MYKMVlK IIAVANA 25/3 — Fidel Castro forsætisráðherra hefur harðneit- að að hann hafi nokkurn tíma viðhaft ummæli sem fréttaritarí franska blaðsins Le Monde hafði eftir honum í síðustu viku, en í þeim var fólgin gagnrýni á Krústjoff forsætisráðherra fyrir * hafa flutt burt sovézku flug- vtin frá Kúbu að stjórn Kúbu •'vrðri. •=ögn fréttaritara blaðsins hafði Castro einnig gagnrýnt ýmsar aðrar gerðir sovézkra for- sætisráðherrans og sagt að hann hefði löngun til að taka í lurg- inn á honum. I yfirlýsingu Castros segir að hann hafi ekki veitt fréttaritara Le Monde, Claude Julien, neitt viðtal og hann hafi a.m.k. ekki sagt neitt sem mætti leggja út sem gagnrýni á Krústjoff. Hann segist hafa hitt Julien 1. janúar s.l. í boði hjá ritstjóra blaðsins Revolucion og hafi þar verið talað um alla heima og geima. En það er enginn fótur fyrir því að ég hafi sagt nokk- ur niðrandi orð um Sovétríkin eða Nikita Sergeivitsj Krústjcff, segir Castro. Til leigu Höfum til leigu nú þegar mjög góðan ,eymslukjallara ca. 280 ferm. í B S Bræðraborgarstíg 9, sími 22150. Nauðungaruppboð verður haldið að Síðumúla 20, hér í borg (Bifreiða- geymslu Vöku h.f.) eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o.fl. þriðjudaginn 2. apríl n.k. kl. 1,30 e,h, Seldar verða eftirtaldar bifreiðir: R-216, R-737, R-1065, R-1525, R-1873, R-2125, R-2776, R-3601, R-3788, R-4212, R-4517, R-4709, R-4727, R-4728, R-4919, R-4939, R-5103, R-5618, R-5778, R-5805, R-5828, R-5857, R-6251, R-6501, R-6805, R-7097, R-7260, R-7366, R-7465, R-7620, R-7922, R-8599, R-8611, R-8625, R-8647, R-8649, R-8658, R-9448, R-9534, R-9845, R-9885, R-9886, R-10200, R-10203, R-10534, R-10544, R-10607, R-10625, R-10748, R-10829, R-11117, R-11189, R-11528, R-11552, R-11821, R-12208, R-12260, R-12267, R-12312, R-13595, og X-397. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ 1 REYKJAVlK. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengafaðir og afi KRISTINN KRISTJANSSON kaupmaður Njálsgötu 77 andaðist 23. þ.m. Vilborg Sigmundsdóttir Reynir Kristinsson, Erna Hardalsdóttir 9g barnaböm. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.