Þjóðviljinn - 26.03.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1963, Blaðsíða 7
t.íiðjudagur 28. marz 1983 HÓÐVILHNN sir>A Deila Sveinafélags járniðnaðármánna og BSA-verkstæðis Hefur Vinnuveitenda- sambandið fyrirskipað að rjúfa gert samkomulag? ! Það munnlega samkomulag um kaup bifvélavirkja á Akui- eyri, sem gert var þann 8. fe- brúar sl. milli Sveinafélags jámiðnaðarmanna á Akureyri annarsvegar og bifreiðaverK- stæðanna á Akureyri hinsvegar hefur valdið nokkrum blaða- skrifum og miklum umræðurn mánna á meðal og þá alv’g sérstaklega tilraun eins verk- staeðisins — B.S.A.-verkstæðis- ins — til að sniðganga sam- komulagið, standa ekki við það, sem lofað hafði verið og sam- komulag orðið um Til þess að ljóst megi öllurn vera, um hvað samkomulag varð og um hvað er deilt, skal gangur þessa máls rakinn f stórum dráttum. Samkomulag um 20% hækkun Sveinafélag jámiðnaðarmanna hafði, samninga sína lausa í vetur eins og flest önnjr Ný skáldssga eftir Dery Ungverski rithöfundurinn Tibor Dery. sem dæmdur var í fangelsi fyrir hlut sinn að uppreisninni 1956, en látinn laus fyrir tveimur árum, er lagður af stað í ferðalag um yestur-Evrópu ásamt konu sinni. Áður en hann lagði upp afhenti hann forlagi sínu handrit að skáldsögu sem hann skrifaði í fangelsinu. verkalýðsfélög og hófust samn- ingaumleitanir þess við verk- stæðiseigendur á Akureyri eftir að verðlagsyfirvöldin höfðu gefið bifreiðaverkstæðunum frjálsar hendur varðandi álagn- ingu á útsenda vinnu á verk- stæðunum. Þegar verkalýðsfé- lögin hér í bæ gerðu svo sam- komulag um 5% hækkun allra taxta frá og með 21. janúar og 1. febrúar sl. var fyrir alvöru hert á samningaumleitunum. Niðurstaða þessara samninga varð svo sú, eins og fram kem- ur í yfirlýsingu frá stjóm og samninganefnd Sveinafélagsins. dags. 16. marz sl„ að samkom-j- lag varð um að kaup allra sveina í bifvélavirk.iun skyldi vera áður umsamið hæsta kaup að viðbættum 20°/f og að sjálf- sögðu öll yfirvinna reiknuð út frá því. Einungis hæsti taxtinn til umræðu 1 samningaumleitunum var aldrei minnzt á annan kaup- taxta sem kaupgrundvöll. held- ur en hæsta taxtann, sem sam- kvæmt síðustu samningum var kr. 1545.00 á viku. í þeim samn- ingum hafði verið gert ráð fyr- ir þremur kauptöxtum, byrjun- artaxta kr. 1440.00 á viku, sem hækkaði í kr. 1510.00 á viku eftir 3ja ára starf og í kr. 1545,- 00 á viku eftir 5 ára starf hjá sama fyrirtæki. Fyrirsvarsmenn verkstæðanna, sem þátt tóku i samningunum. lýstu því yfir, að kaup hjá þeim væri ein- vörðungu miðað við 5 ára taxt- ann (1545.00 kr.) og á hina taxt- ana var aldrei minnzt og eng- inn virtist gera ráð fyrir til- veru þeirra. ------------------------------S> Allir virfMst sammála Bhð frá 17föndum í jtrem heimsálfum Blaðaútgáfa sem ekki á sinn Ifka er útgáfa esperantoblaðs- ins Paco (Friður), en það er mánaðarblað, málgagn Heims- friðarhreyfingar esperantista, sem cr hluti af hinni almennu^" friðarhreyfingu. Aðalritstjóri blaðsins er Svíi, Gösta Holmkvist, en blaöið er gefið út sinn mánuðinn í hverju landi, og sjá innlendar ritnefnd- ir að mestu um ritstjóm, og hvert land kostar sín útgáfu- blöð. Að jafnaði er meginefni hvers heftis ritað af mönnum frá því landi sem gefur blaðið út þann mánuðinn, og birtast þar greinar um fjölbreytileg efni, sögur og kvæði. ísland er eitt þeirra landa sem staðið hafa að útgáfu þessa einstæða blaðs, og hefur espe- rantóhópurinn „Mateno" annazt útgáfuna. Fulltrúi heimsfriðar- hreifingar esperantista á lslandi er Óskar Inglmarsson, en Kristófer Grímsson hefur með höndum útsölu blaðsins. 1 ls- lenzku blöðumun hefnr verið margt ísíenzkt efni, greinar, sögur og kvæði, frwensaxmð og þýtt Örmv.r lönd sem íjefa ,&acef* ú........ eru Danmörk, Sov- þjóð, England, Frakkland, Ital- ía Austurríki, Tékkóslóvakía, Ungverjaland Pólland, Austur- Þýzkaland, Búlgaría, Kína, Jap- an, Kórea, Vietnam og Ástralía. Það hvarflaði vist ekki að neinum, þegar samningaviðræð- um var slitið með áður greindu samkomulagi, að nokkur mis- skilningur væri uppi um það, sem gert hafði verið. Meira að segja mun fyrirsvarsmaður eins verkstæðisins, sem ekki tók þátt í samningunum hafa aflað sér upplýsinga um, hvemig sam- komulagið væri hjá forráða- manni þess verkstæðis, sem síð- ar kom í ljós að hafði brjóst- heilindi til að standa ekki við orð sín, og fengið góð og greið svör um það, og nákvæmlega á þann hátt, sem Sveinafélagið og öll verkstæðin nema eitt, túlkaði samkomulagið. Nú leið og beið, menn undu glaðir við sitt, allt var fallið í ljúfa löð að sinni — að því er virtist. Svo kom að því, að sveinar í bifvélavirkjun fengu laun sín greidd í fyrsta skipti eftir að samkomulagið var gert og þá skeði það furðulega: B. S. A.-verkstæðið reyndist ganga á bak orða sinna, rjúfa gert samkomulag, greiða hluta þeirra sveina — nánar tiltekið þrem- ur — er hjá því unnu, lægra kaup en lofað hafði verið. Mun slíkt einsdæmi, að ekki sé hægt að treysta loforðum vinnuveit- enda, gefnum í fjölda votta viðurvist. Reynt er svo að fóta sig á því, að samkomulagið hafi verið um að hækka alla taxta um 20%, en á það var aldrei minnzt í samningunum, eins og áður segir. Nú má það ljóst vera, að eng- inn gengur á bak orða sinna i slíkum tilvikum og hér um ræðir án verulegra orsaka, enda mun forsvarsmönnum B. S. A.- verkstæðisins ekki hafa venð sjálfrátt, enda áður þekktir að öðru. Kunnugir þóttust líka þekkja, að hér hefði Vinnuveit- endasamband Islands lagt á sína dauðu hönd, og ætlar þeim vesalings mönnum, er því sam- bandi ráða, seint að skiljast, að hægt sé að leysa deilur um kaup og kjör án þess að lama einhverjar atvinnugreinar eða atvinnutæki, og keyrir þó þetta tiltæki þeirra um þverbak, þar sem eini aðilinn, sem á þessu fáránlega brölti tapar er B. S. A.-verkstæðið sjálft, eina bif- reiðaverkstæðið á Akureyri, sem er í Vinnuveitendasam- bandinu! Var kippt í spottann? Hafi meiningin verið að gera Sveinafélagi jámiðnaöarmanna eitthvað til miska, er í því efni um svo fullkomið klámhögg að ræða, að algert einsdæmi er, þar sem félagið mun styrkjast við þessi átök, og enginn bif- vélavirki missa neins í hvað kaup snertir, þvert á móti. Viðbrögð Sveinafélagsins Sveinafélagið svaraði svikun- um á samkomulaginu með því að taka þegar í stað af B.S.A.- verkstæðinu öll svoköHuð „gervimannsleyfi“ — leyfi Sveinafélagsins þarf til að láta óiðnlærða menn vinna í við- komandi iðngrein — og enn- fremur beitti félagið sér fyrir því, að þeir þrír sveinar. sem samkomulagið hafði verið brotið á, hættu störfum hjá B. S. A.-verkstæðinu og hafa þeir nú tekið upp störf á öðrum vinnustöðvum í sinni iðngrein, vinnustöðvum, þar sem ekki er reynt að svíkja af þeim kaup, Eftir stendur B. S. A.-verkstæð- ið lamað hvað starfsgetu ' nert- ir og rúið áliti heiðarlegra manna. Skyldi það ekki senda Vinnuveitendasamb. skrautritað þakkarávarp! Hverju munaði í launum? Samkvæmt samkomulaginu bar að greiða öllum sveinum í bifvélavirkjun kr. 1854.00 á viku, en B. S. A-verkstæðið greiddi þeim þremur mönnum sem deilan stendur um kr. 1812.00. Munurinn er kr. 42.00 á mann eða alls kr. 126.00 á viku, en það verða sem næst kr. 546.00 á mánuði, eða kr. 6552,00 á ári. Það er allt og1 sumt. En eru þetta þær fjár- j hæðir fyrir vinnustað, þar sem | um og yfir 20 manns vinna, |. að þeirra vegna sé starfsgeta \ \ hans stórlega lömuð, og mann- orð forsvarsmanna hans veru- lega skert? Bágt er að trúa að í landinu fyrirfinnist nokkr- ir menn, sem á þeirri skoðun séu nema stjórnendur Vinnu- veitendasambandsins, enda hefði aldrei til þessara átaka komið, ef þeir hefðu haft vit á að láta || Tónleikar Sinfóníu- sveitarínnar Tónverk eftir þrjá fulltrúa engilsaxnesks þjóðemis og einn Islending fyllti efnisskra Sinfóníuhljómsveitarinnar á tónleikum hennar fimmtu- dagskvöldið 21. þessa mánað- ar. I ! málið afskiptalaust. Henry Cowell SnjaHt og vel lék hljóm- sveitin undir stjóm Strick- lands tvö af hinum kunnari verkum Englendinganna Elg- ars og Delíusar sem voru nærri því jafnaldrar og báðir dánir árið 1934, Delíus í Eng- landi og talinn enskur í tón- list sinni, — „Introduction og Allegro" og „Gengið í Paradís- argarð“. Bæði þessi verk eru faHeg og vel samin og var ánægjulegt í þau að hlýða. Islenzka tónverkið var eftir Jón Leifs, þættir úr tónleik- um við „Galdra-Loft“ Jóhanns Sigurjónssonar, fuUsamið á ár- unum 1924 og 1925. Þetta er sérkennileg og víða mjög á- hrifamikil tónlist, og hefur Jón náð þama býsna góðum tökum á því að túlka geðblæ þeirra atriða leiksins, sem tón- listin á við, en tilsvarandi textabætti sagði Gunnar Eyj- ólfssonar leikari fram af mild,- um krafti. Var þakkarvert rf hljómsveitinni að lofa tón- leikagestum að hlýða á þetta verk. — Var Jón að lokum kallaður fram fyrir áheyrend- ur og alúðlega hylltur fyrir verk sitt. Síðast á efnisskrá var svo „Sinfónía nr. 16“ eftir banda- ríska tónskáldið Henry Cowells köHuð í efnisskránni „hin ís- lenzka“. — Vorið 1959 flutti hljómsveitin sinfóníu eftir annað bandariskt tónskáld, CecH Effinger, sem í efnisskrá þeirra tónleika var kölluð „Is- landssinfónían“. Það var 6- heppilegt nafn, vegna þess að tónverkið átti ekkert skylt við Island eða íslenzka tónlist um- fram það, að höfundur hafði tileinkað það Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Um þessa sin- fóníu CoweHs má miklu frem- ur til sanns vegar færa, að hún sé kölluð „hin íslenzka“. því að höfundur notar þar ís- lenzk stef bæði beinlínis og ó- beinlínis og hefur reynt, víða með allgóðum árangri, að ná anda íslenzkra þjóðlaga. Sin- fónían er skemmtileg áheym- ar, og er margt gott um hana. Áheyrandi fær ekki varizt þeirri hugsun, að megin kosti sína eigi hún einmitt að þakka íslenzku þjóðlögunum, sem urðu höfundinum hugmynda- gjafi. — Ekki virðast mikil brögð að því að sinfónían þró- ist upp í það að verða ótónöL,- eftir því sem fram í sækin eins og höfundur á að hafa lýst yfir við blaðamenn þó að einhverjar tólftónaraðir séu notaðar þarna innanum. Dá- lítið er það líka skrítin og harðla ógrundvölluð staðhæf- ing, sem blaðamenn hafa eftir tónskáldinu, að íslenzk þjóðlög (ein þjóðlaga) séu orðin til i tónstiga, sem bendi rökrétt til hinnar ótónölu tónlistar nú- tímans. — Höfundur var sjálf- ur viðstaddur hljómleikana og var kallaður fram, en áheyr- endur klöppuðu honum lof í lófa. B. F. tónlist -4>M Óryggisiítbúnað við bryggjurnar má ekki trassa — hending réði að hann sást detta úr stiga sem sporðreist- ist — Lík finnst í höfninni — reyndist vera af skipverja sem týndist af báti fyrir nokkrum mánuðum — Kafari hefur verið fenginn til að leita að líki af manni sem talið er að hafi fallið í höfnina er hann fór um borð í bát sinn. — Er ekki þungur áfellisdóm- ur fólginn í þessum fréttum? V<æri ekki fuHþörf, að Slysa- vamafélag Islands óskaði eftir rannsókn, eða Slysatryggingar ríkisins, því að efalaust þurfa þær að greiða allháar dánar- bætur í sumum tilfellum? Við sjómenn, sem erum oft hér í höfninni, verður tíðum sjónarvottar að því er menn detta í sjóinn vegna hálku á bryggjum eða lélegra stiga. Að vísu var hægt, eftir áralanga baráttu, að fá setta stiga á bryggjumar við Grandagarð, en þeir voru aHtof fáir og svo hefur höfnin trassað að halda þeim við. Það hefur ekkert verið gert til að festa stigana, ef þeir hafa losnað að neðan, og handfestingar ekki réttar ef þær hafa skekkzt. Hafnarstjóri, ásamt hafnar- nefnd, ætti að lffggja í eina stigaæfingu um næstu stór- straumsfjöru, og til að gera æf- inguna áhrifameiri að láta einn viðstaddra falla í höfnina við eina af bryggjunum, mitt á milli stiganna, þegar enginn bátur liggur við bryggjuna. Þá er ekki hættp á að tilraunamað- urinn rotist við fallið. Ég tel líklegt að tiVraunin myndi hafa tilætluð áhrif, sér staklega ef hún væri auglýst á virðulegan hátt, blaðaljós- myndarar á staðnum ásamt fréttamönnum og almenn sam- skot hafin til að safna aurum handa hafnarsjóði, svo lagfær- ingar á öryggisútbúnaði þyrftu ekki að stranda á fjárskorti. Og hvað er þá hægt að gera til að' fækka dauðsföllum og slysum við bátana og skipin í höfninni? Tvennt vil ég nefna: 1. Að fullkomnir landgangar séu um borð í skipin, sem liggja við bryggjur og hafnargarða og eru í viðgerð þar eða verið að afgreiða. 2. Að höfnin ráði næt- urvarðmann, þar sem aðalbáta- flotinn liggur allar nætur, þeg- ar ekki er verið að vinna, og hafðir verði tiltækir hjólastig- ar, sem eru þægilegir í með- förum og hægt með auðveldu móti að flytja á milli báta við bryggjumar. Fyrir nokkrum árum réðu aðaltryggingafélögin mann um nokkurt skeið til að fylgjast með mannlausum bátum hér í höfninni, ef það yrði til þess að draga úr tjóni á skipunum. Mun reyndin hafa orðið sú, að laun gæzlumannsins voru fljót að koma inn með minni tjóna- greiðslum tryggingarfélaganna. Að lokum aðeins þetta: Hefur þjóðin efni á því, að fjöldi manna týni árlega lífi við bryggjur landsins vegn.a lélegs og trassafengins útbún- aðar á bryggjunni? Því að oft gleymist við bryggjusmíðar að gera ráð fyrir stigaútbúnaði þar. Sjómannasamtökin veröa að vera árvökul um þessi mál og gera sér grein fyrir hverj- ar úrbætur séu raunhæfastar. Það á ekki að vera meiri hætta fyrir sjómennina í höfnum landsins en á hafi úti. Páll Helgason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.