Þjóðviljinn - 27.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.03.1963, Blaðsíða 10
]0 SfÐA HÓÐVILJINN Miðvikudagwr 27, manc XMB GWEN BRISTOW: sr l HAMINGJU LEIT þessar tölur aðeins fyrir far- gjöldin síðastliðið ár, Oharles, eða — Oliver, sagði hún .aftur. Charies leit upp óþolinmóð- ur á svip. — Við erum að reikna, Garnet. — Ég var ekki að tala við þig, sagði hún hvössum rómi. Hún var venjulega svo tillits- söm að þeir litu báðir undrandi á hana. Oliver fékk Charlesi kladdann og reis á fætur. — Hvað er að, Garnet? spurði hann mildum rómi. — Ef þú ert ennþá hrædd við þenn,an jarð- skjálfta — — Ég er ekki hrædd, sagði Garnet — En ég er svo djöfull reið að ég gæt; drepið þig. Hún hafði aldrei fyrr á ævinni tekið sér svona orð í munn. Orðið hrökk útúr henni án þess að hún fengi við því gert, og það var eins og henni létti við það. Eins og hún hefði höggvið á hlekki. Hún rétti fram blöðin tvö. — Af hverju sagðirðu að John hefði ekki verið með neitt bréf til þín í Santa Fe? Oliver þreif af henni arkirn- ar og starði á þær. — Drottinn minn góður. sagði hann. — Hvar náðirðu í þetta? Hún benti á blöðin sem lágu á gólfinu. Charles hafði einnig staðið upp, leit á bréfið og yppti Hárgreiðslan P E R M A Garðsenda 21, sími 33968 Hárgreiðsln- og snyrtistofa Dömur. hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10. Vonarstræt.- ismegin Sími 14662 Hárgreiðsiu- og snyrtistofa STEIND OG DÓDÓ. Laugavegi 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvailagötu 72 Sími 14853 Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nnddstofa á sama stað. öxlum þegar hann þek-kti aftur sína ejgin ríthönd. — Ég hélt þú hefðir brennt bréfið, sagði hann. — í>að hélt ég líka, sagði Oli- ver. — Ég botna ekkert í hvern- ig þessi blöð hafa fallið úr því. Hann vöðlaði blöðunum saman og fleygði þeim í arín- inn Kúlan valt út á gólfið og lá þar. — Ég sagði þér, sagði Charl- es, — að þú gætir ekki haldið þessu leyndu fyrir henni. Oliver steig í átt til hennar. Hann lagði höndina á ðxl Gam- etu. — Garnet, elskan min, sagði hann. — Trúðu mér, þetta breyt- ir engu um mig og þig. Garnet fann allt í einu til lamandi þreytu. Hana verkjaði í höfuðið. Hún hopaði undan snertingu hans. — Leyfðu mér að vera einni dálitla stund sagði hún Hún sneri sér við og tók um húninn á svefnher- bergishurðinni. Bakvið sig heyrðj hún Charles segja: — Oliver hafði ekkert illt í hyggju, Garnet.. og þegar hún ýtti upp hurðinni bætti hann við þurrlega: — Það hefur hann aldrei. Garnet sneri sér við. — Ég býst ekki við ,að þú hafir haft néitt illt í hyggju heldur, sagði hún við Charles. — þegar þú hugsaðjr um það eitt að þarna gæfist gullið tækifæri til að krækja í eignir stúlkunnar. í mínum augum eruð þið báðir spilafalsarar og raggeitur. Hún gekk inn í svefnherberg- ið. lokaði á eftir sér og settist á rúmstokkinn og huldi andl.it- ið í höndum sér. í>að var dimmt í herberginu. Á borðinu var kerti en ekkert til að kveikja á því með og myrkrið gerði her- bergið enn kaldara en hina stof- una. Gamet reyndi að hugsa, en hún var svo slegin og ringl- uð og reið að hugsanir hennar voru jafn óstöðugar og undir- staðan undir Kalifomíu.' Rugl- ingslegar hugsanir hiringsnerust í kolli hennar. Kannski var Oli- I ver í raun og veru ástfanginn af stúlkunni Cairmelítu., Þegar allt kemur til alls, sagði Garnet við sjálfa sig, þá bað ég hann beinlínis að gift- ast mér. Kannski sér hann eftir því að hafa tekið mig. Gat það verið satt? hugsaði hún með sér. Jú. reyndar gat það verið. Kannski sá Oliver eftir hinni óyfirveguðu giftingu í New York. Bréfið gaf til kynna að Carmelita ættj miklar eignir. Ef Carmelita var svona rík Qg Oliver ástfanginn af henni. þá óskaði hann þess kannski að losna úr hjónaband- inu, svo að hann gæti gifzt henni. Kannski vildi hann fá skilnað. Garnet hrökk við. Hún hafði aldirei þekkt neinn sem hafði ákilið. Hún vissi það eitt, að hjónaskilnaður táknaði skömm og hneisu. Siðprútt fólk hvíslaði að- eins um slíka hluti, ef það á annað borð nefndi slíkt á nafn. En hún hugsaði með sér, að það væri betra að skilja en vera samvistum við mann sem vildi losna við hana. En kannski var það ekki hægt heldur. í Kalifomíu voru allir kaþóskir. Gamet vissi að kaþ- ólskir prestar vildu ekki vígja fráskilið fólk. En hún og Oliver höfðu verið gefin saman í New York af presbýteríanapresti. Kannski voru þeir ekki eins strangir gagnvart mótmælenda- hjónaböndum. Hún vissi það ekki. Henni fannst hún ekki vita neitt. Hana verkjaði í höfuðið, henni var óglatt og hún var alveg ringjuð. Ekkerf lá ljóst fyrir nem,a þetta eina, að hún var í ókunnu landi, átta mán- aða ferð að heiman, o.g engin lifandi sála gat gefið henni ráð. Hún heyrði dymar opnast og hún spratt á fætur þegar Oliver kom inn. Hann hélt á logandi kerti. Skuggamir dönsuðu um herbergið þegar hann setti kertið á borðið Qg lokaði á eftir sér. —• Gamet, sagði hann. — Ég verð að tala við þig. Það er svo margt sem ég þarf að útskýra. Það var satt. en fyrst vildi Gamet fá svar pið einni spum- ingu: — Elskar þú hana? spurði hún í skyndi. — Elska hana. endurtók Oli- ver. Hann stansaði og starði undrandi á Gametu. Andlits- drættir hans voru annarlegir i kertaljósinu þegar hann gekk nær. — Þú ert eina konan sem ég hef elskað á ævinni, sagði hann. — Hvað þarf ég oft að segja þér Það? Gamet hristi höfuðið alveg ringluð. — En Carmeþta, varstu ástfanginn af henni? spurði hún. Oliver tók um báðar hendur hennar. Lófi hans var hjýr og notalegur. — Garnet. sagði hann. — Guð er til vitnis um að ég hafði aldrei séð stúlkuna fyrr en hálfum mánuði áður en ég fór frá Kalifomíu í fyrra. Ég hef aldrei hugsað um hana síð- an. Þetta var aj.lt álíka mikil- vægt og að drekka glas af víni. Garnetu varð ögn rórra. Það var að minnsta kosti huggun að vita. að hann vildi ekki losna við hana. Hún spurði: — Þú vissir ekki að hún átti von á bami? — Drottinn minn góður, nei, hrópaði hann. *— Ég er að segja þér, að ég var búinn að gleyma að hún væri til- — Hvenær fórstu aftur að hugsa um hana? — Þegar .Tohn fékk mér bréf- ið í Santa Fe. Gamet dró að sér hendurnar og gekk frá honum. Hún ffekk i að veggbekknum. — Af hverju sagðirðu mér ekki frá henni bá? spurði hún. — Af hverju neitaðirðu því. að John hefði komið með bréf til þín? —• Vegna þess að ég vildi ekki vajda þér óróleika. svaraði Oli- ver alvarlegur. — Ég hélt Þú myndir aldrej komast að þessu. Það var ajveg ástæðulaust að segja þér frá bví. — Hvað hafðirðu hugsað þér að gera? — Eg hélt ég gæti komið hing- að og sagt við Charjes að ég myndi reyna að bæta fyrir þetta eftir föngum. en ég gæti ekki gifzt bessari litlu gæs vegna bess að ég væri begar giftur bér til allrar guðslukku Faðir hennar yrði að útvega einhvem annan eiginmamn. Húa er nógu rík til að fá hvaða mann sem er. Eg bjóst reyndar við að Charles yrði reiður, en mér datt þó aldrei í hug að hann yrði eins ofsareiður mér og hann hefur verið siðan við komum hingað. — Og svo? byrjaði hún en þagnaði hikandi. — Og svo ætlaði ég að fara með þig heim og bjóst ekki við að þú fengir nokkurn tima neitt að vita um þetta. Gam- et, skilurðu þetta ekki? Ég vildi ekki valda þér áhy.ggjum. Gamet settist á veggbekkinn. Hún var með höfuðverk. Oliver hafði ekki vijjað valda henni áhyggjum. Oliver virtjst hafa þá bamalegu trú að allt væri gott og blessað ef það liti þann- ig út. — Ég er mest hissa á því að þú skyldir yfirjeitt fara hing- að aftur, sagði hún dálítið beisklega. — Þú hefðir getað farið aftur til New York frá Santa Fe. Ég treysti þér alveg i blindni, svo að þú hefðir get- að spunnið upp hvaða sögu sem var til að afsaka það að við fórum ekki til Kaliforníu og ég hefði trúað þér. Hversvegna snerirðu ekki við aftur? -— f sannleika sagt. vina mín, sagði Oliver rólega. — Þá var það vegna þess að ég hafði ekki efni á því. Allt sem ég átti var hér. Eina leiðin til að ná því, var að fara hingað. Auk þess hefði það ekki verið sanngjamt gagnvart Charles að snúa við án þess að láta hann vita af því. Garnet brosti litið eitt til skugganna sem dönsuðu um her- bergið. — Ég kann vel við þetta svar. Það er hreinskilið. Ó. Oliver. ljúgðu ekki oftar að mér. Oliver sló hnefanum i borðið. Kertið nötraði og skuggarnir tóku viðbragð á veggjunum. — Ef til vill hefði ég átt að segja þér það. En — ég held þú getir aldrei skilið hvaða gijdi ájit þitt á mér hefur fyrir mig. Hann gekk að bekknum sem hún s-at á. Sem snöggvast stóð hann alvarlegur og horfði niður til hennar, svo féll hann á kné og tók báðum handleggj- um um mittið á henni. ■— Gam- et, sagði hann, — að elska Þig er hið eina sanna og falléga í lífi mínu. Þú leizt upp til mín. Þú hélzt ég væri tíu þúsund sinnum betri en ég var. Þú treystir mér og trúðir á mig. Ég hafði aldrei orðið fvrir sliku áður. Þú skjlur aldrei hversu óumræðilega ég elskaði þig fyr- ir það. f guðs bænum taiktu það ekki frá mér. Garnet greip báðum höndum um höfuðið. Það var sama hreyf- ingin og hún hafði séð Florindu gera í ferðinni. Það var eins og höfuðið myndi klofna ef hún héldi ekki utanum það. Það var eins og lamjð væri með hamri í gagnaugun. Þegar hún leit nið- ur á andlit Olivers sem horfði upp til hennar með bænarsvip, fann hún til skyndilegrar með- aumkunar með honum. því að hún vissi að nú var ihann að segja sannleikann. talaði beint frá hjartanu. Hún hafði litið upp til hans. f meðvitund henn- ar var hann órjúfanlega tengd- ur lokkandi spennu lestarferðar- innar. Gegnum höfuðverkinn fannst hennj sem hún heyrði rödd föður síns spyrja; — Mér þætti gaman að vita hvort þú ert ástfangin af Oliver eða af Kaliforníu. Myndirðu giftast honum, ef þið ætjuðuð bara að flytja inn í næsta hús? Hún hafði ekki skilið hvað faðirinn átti við. Nú vissi hún það allt í einu. Hún mundi svo o z o co LU U a z < Veit ég, hvað klukkan er. ... tíu mínútur eftir í Jæja, strákar. Eina yfirferð Nei, — ekki nákvæmlega. miðnætti. ennþá. Gáið að taktinum. Augnablik. SKOTTA Pabbi minn. Má strákurinn líta á vélina f bílnum þínum, ef hann iofar að snerta ekki á neinu. Minningarorð n r Arni Asmundsson múrari Ámi Þorbjöm Ásmundsson múrari verður borinn til graf- ar í dag. Hann fæddist í Reykjavík 16. apríl 1928 og var því aðeins 34 ára er hann lézt 16. þ.m. Foreldrar hans voru Ásmundur Ámason verzlunar- maður og Sigríður Gústafs- dóttir. Við Ámi lærðum saman hjá Gísla Þorleifssyni múrarameist- ara fyrir 13 árum og unnum síðan lengst af saman við múr- verk. Það var ánægjulegt að vinna meðiAma, hann var-góð- ur fagmaður, geðprúður og lip- ur í umgengni og vinsæll meðal vinnufélaga sinna. Ámi lét aldrei bitna á öðrum það sem féll í hans hlut að vinna. Hann var ábyggilegur með alla hluti og lofaði aldrei því sem hann ætlaði sér ekki að standa við, — en oft gat vinnutíminn orð- ið langur. Ámi vann alla daga og mun sjaldan eða aldrei hafa tekið sumarfrí, en hann kom á heimili mitt flesta morgna sl. fimm ár, og urðum við sam- ferða í vinnuna. Rúna — Jenni Framhald af 6. síðu. meðlimur í „Svenska institutets rád“ og „Namnden för svensk sprákvárd". Árið 1955 var hann gerður að prófessor í rúnafræði við „Vitterhetsakademien“ — Doktorsritgerð hans hét: „Sag- oma om Vinland". Hann vinn- ur að miklu rúnariti ásamt Elias Wessén. „Horfir nú vel um útgáfu þess“, segir Jansson. Hánn hefur nýlokið við bók um rúnasteina á Gotlandi og næst liggur fyrir að skrifa um Vastmanland. Það eru mjög margs konar rannsóknir í bókmenntum, sögu. málvísindum, listasögu og al- mennri sögu, sem byggja í> rúnum. Letur rúnasteinanna er frumheimild. „Við höfum í Svi- þjóð fleiri rúnasteina en í öll- A hádegi 13. þ.m. fór Ami heim úr vinnunni og kvartaði um höfuðverk en að kvöldi 16. þ.m. lézt hann. Að morgni þesa dags hafði hann fundizt ósjálf- bjarga á Kleppstúninu, kaldur og iUa til reika, og þar sem hann hafði neytt víns flutti lögreglan hann í fangageymsl- una við Síðumúla. Að kvöldi þess dags var hann fluttur i Slysavarðstofuna en mun hafa verið látinn þegar þangað kom. Banamein hans var heilablæð- ing. Það kom mér á óvart þegar þessum sívinnandi vinnufélaga mínum var í frásögn sumra dagblaðanna af þessum atburði lýst sem drykkjumanni, og vil ekki láta því fleipri ómótmælt. Um leið og við vinnufélagar Áma þökkum honum að leiðar- lokum fyrir gott samstarf og margar ánægjulegar stundir4 færum við hans nánustu ein- lægar samúðarkveðjur. Hörður Benediktsson. um öðrum hlutum hins ger- manska heims samanlögðum“, segir Rúna-Janni ennfremur, fullur áhuga um vfsindi sín. Klæddur úlpu og berhöfðaður í öllum veðrum hefur hann með góðum árangri vakið á- huga mikils fjölda fólks á vís- indagrein sinni og gert hana mjög vinsæla. „Einstaklega geðfelldur rnaður", er dómur fólks um Jansson. Hann hefur afar mikinn á- huga á skemmtisiglingum og skíðaferðum og einnig kona hans og fjögur böm. En innan fjölskyldunnar er hann einn um áhuga á rúnasteinunum. „Bömin fara hraðar niður brekkumar nú orðið, en ég skemmti mér jafn vel fyrir því. Snemma í morgun fór ég dásamlega skíðaför einsamall héma úti í Saltsjöbaden”, sagði Rúnna- Janni að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.