Þjóðviljinn - 27.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.03.1963, Blaðsíða 12
I Ætlar Álþingi að svæfa þessa tillögu? Rannsókn á sjóslysum nýjar reglur um sjóhæfni Frá því í haust hefur þing- nefnd á Alþingi, allsherjar- nefnd sameinaðs þings, haft til meðferðar þingsályktunar- tillögu um opinbera rann- sókn á sjóslysum við strend- ur íslands undanfarin 2—3 ár, sem Gunnar Jóhannsson og Karl Guðjónsson fluttu í byrjun þings. Þetta er eitt beirra þingmála sem mikil nauðsyn er að Alþingi legg- ist ekki á heldur samþykki undanbragðalaust og fylgzt verði með framkvæmd til- lögunnar til hins ýtrasta. í þessum málum, öryggismál- um íslenzkra sjómanna, er ekki sæmilegt annað en allt hugsanlegt sé gert sem verða mætti til að draga úr sjó- slysunum. Tillaga þeirra Gunnars og Karls er þannig: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að skipa 5 manna nefnd og sé einn nefndarmaður tilnefndur af hverjum eftirtal- inna aðila: Slysavarnafélagi Sslands. Alþýðusambandi íslands. Farmanna- og fiskimannasam- bandi Islands. Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna. Ríkisstjórnin skipar einn mann án tilnefningar, og skal hann vera formaður nefndarinnar. Verkefni nefndarinnar skal vera að rannsaka, eftir því sem frekasí er unnt, orsakir hinna mörgu skipsskaða, sem orðið hafa við strendur landsins undanfarin 2—3 ár. Rannsókn þessari verði hrað- að, cftir því sem frekast er unnt. Að henni lokinni verði, ef þurfa þykir, settar nýjar reglur um sjóhæfni íslenzkra fiskiskipa, um allar breytingar á skipum til stækkunar og um staðsetn- ingu nýrrar verksmiðju um borð“. H daulf farinn \ ' á Bajern, er j n í Lissabon t MUNCHEN 26/3 — George I Bidault fór í dag flugleið- k is frá Bajem til Lissabon ^ og ferðaðist undir fölsku | nafni. Ekki er vitað hvort | hann ætlar að setjast að k í Portúgal og þykir liklegra að hann hafi í hyggju að | fara til einhvers lands í J Suður-Ameríku, en þangað g eru ýmsir aðrir foringjar J OAS-manna komnir. ,,Marz" á Breiðabólstað Þessar myndir vorn teknar fyrir nokkrum dögum að Breiðaból- stað í Fljótshlíð, þar sem séra Sveinbjörn Högnason fyrrum prófastur og aiþingismaður býr. Ein ánna, 10 mánaða gömul, bar 17 marz og auðvitað var Iamb- inu, sem sést á myndunum, gef- ið nafnið ,JVXarz“. Það er Sverr- ir Ragnarsson, 11 ára gamall og á heima í Árnagerði, sem heldur um lambhrútinn á annarri myndinni. (Lm. Þorst. Guðmuss.). Miðvikudagur 27. marz. 1963 — 28. árgangur — 72. tölublað. Neita að greiða björgunarlaunin Þýzki togarinn Trave liggur ennþá í Vest- mannaeyjahöfn. Neita hinir þýzku eigendur að skipta sér nokkuð af skipinu og þykir nettómal of hátt og neita að greiða björgunarlaun. Skip- verjar af togaranum eru komnir í vinnu í vinnslu- stöðvunum í Eyjum. Þýzki togarinn Trave strand- aði fyrr í vetur við Faxasker og missti togarinn meðal annars skrúfuna og lá þama bjargar- laus í vari með aðstoð Lóðsins og varðskipsins Alberts. Togaramenn hugðu fyrst að taka stefnuna til Reykjavíkur, en féllust að lokum á að láta Lóðsinn og Albert draga togarann Njésnamálið Framhald af 1. síðu. mig og sagðist vonast til að koma til baka og eiga með mér mejra og ánægjulegra samstarf“. ðhrein málsmeðferð Þetta er vjtnjsburður sjálfs Ragnars Gunnarssonar. Sú á- kvörðun stjórnarvalda að höfða ekki mál gegn honum þrátt fyrir játningar, hlýtur annað tveggja að merkja það að stjómarvöldin trúi ekki einu einasta orði sem hann segir, eða að þau hafi látið sök hans og byggð mætast En hefði ekki verið hreinlegra að láta dóm- stólana komast að niðurstöðu um það mál heldur en formann Sjálfstæðisflokksins og nánustu embættismenn hans? sem rekald inn á Vestmanna- eyjahöfn. Þama liggur skipið ennþá og liggur kannski til ei- lífðar, því að eigendur fallast ekki á matsupphæð togarans og þeirra björgunarlauna þar af. Skipið er metið nokkuð á átt- undu milljón og að frádregnum skemmdum, 1.7 millj., er nettó- mat skipsins milli 5 og 6 millj- ónir. Af þessari upphæð reiknast hlutfallslega björgunarlaun og þykir hinum þýzku aðilum þetta of hátt metið. Kröfuhafar að björgunarlaun- um þessum em Vestmannaeyja- höfn, sem er eigandi Lóðsins og Landhelgisgæzlan fyrir hönd Al- berts. Skipverjar af togaranum eru famir að vinna í landi og eru komnir í vinnu í fiskvinnslu- stöðvunum í Eyjum. Þar vantar alltaf fólk og nóg að gera síð- ustu daga. Drengur beið bana í umferðarslysi x C-listimi í Frrnna Kosning stjórnar, endurskoð- enda og trúnaðarxnannaráðs í Bifreiðastjórafélagíinu Frama fer fram í dag og á morgun. Kosið er í skrifstofu félagsins. Freyju- götu 26, kl. 1—9 báða dagana. Þrír listar em í kjöri, A-listi íhaldsins, B-listi Framsóknar- broddenna og C-listi listi vinstri manna í félaginu. C-listinn er þannig skipaður: Formaður: Guðbjartur Guð- mundsson, Akurgerði 35, Hreyfill Varaformaðúr: Kristján Jóhann- esson, Efstasundi 32, Hreyfill. Ritari: Lárus Slgfússon, Máfa- hlíð 43, Bæjarleiðir ,?’.eðst j ómendur: Tómas Krist- jánsson, Hraunbraut 2, Hreyfill /arastjómendur: Hafliði Gísla- son, Stórholti 20, Bæjarleiðir Svanur Halldórsson, Bræðra- tungu 49, Hreyfill Trúnaðarmannaráð: Þórður EIí- asson, Bólstaðahlíð 29, Hreyfill Hákon Sumarliðason, Skipa- sundi 5, Bæjarleiðir. Öskar Lárusson, Bragagötu 35, Hreyf- ill. Magnús Jónsson, Mélbraut 59, Hreyfill Varamenn í trúnaðarmanna- ráð: Roy Ó. Breiðf jörð, Digranes- vegi 49, Hreyfill, Sigurður Ein- arsson, Ásgarði 165, Hreyfill. Endurskoðandi: Þorvaldur Guð jónsson, Fífúhvainmsveg 17, Hreyfill. Varaendurskoðandi: Jón Ein- arsson, Efstasundi 4, Hreyfill. A 3. síðn blaðsins I dag er grein uxn kosningamar i Frama, TJm kL hálf níu í gærmorgun varð banaslys af völdum umferð- ar á Kársnesbraut I Kópavogi. Varð drengur á áttunda ári, Jó- hann Ólafsson, Kársnesbraut 25 þar fyrir bifreið og beið bana samstundis. Slys þetta varð á móts við hús- ið nr. 25 við Kársnesbraut Var fólksbifreið á leið vestur götuna og segir ökumaður bifreiðarinnar svo frá, að rétt áður en slysið varð hafi hann séð til tveggja eða þriggja drengja sem vora á reiðhjólum utan akbrautarinnar. Er bifreiðin kom á móts við drengina segir ökumaðurinn að einn þeirra hafi allt í einu snar- beygt inn á veginn, kveðst hann hafa reynt að hemla til þess ið forða árekstri, en snjóföl var á Viéræður um 12 mílna landhelgi við Grænland PARÍS 26/3 — Franska stjóm- in hefur farið fram á viðræður við dönsku stjómina varðandi 1 fyrirætlun um að stækka fisk- veiðilögsöguna við Grænland upp í tólf mílur, sagði talsmaður i franska utanríkisráðuneytisins í ’ dag, götunni og flughálka og erfið akstursskilyrði. Lenti drengurinn á hægra framhomi bifreiðarinn- ar og féll síðan í götuna. Dreng- urinn var þegar í stað fluttur á slysavarðstofuna en hann var lát- inn er þangað kom og mun hafa dáið nær samstundis. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Kópavogi benda öll vegsummerki til þess, að bif- reiðin hafi verið á hægri ferð, er slysið varð. Fyrirlestur um gróðurskilyrði hér á íslandi Hákon Bjarnason. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri heldur fyrirlestur á veg- um Skógræktarfélags Reykja- víkur í kvöld í Tjamarbæ og talar um gróðurfar og gróður- skilyrði á Islandi og sýnlr llt- myndir máli sínu til skýringar. Fyrirlesturinn hefst kl. 8.30, Og er öllum heimill aðgangur. 400.000 misstu heimili sín á Balí 11.000 létu lífið vegna eldgossins DENPASAR 26/3 — Cm ellefu þúsund manns létu liflð af völd- ™ eldgossins úr fjallinu Goeno- <-"g Agoeng f Balí, segir forseti " uða krossins á Jövu, en um : ''O.OOO manns misstu allt sem ''eir áttu og e5ga nú ekki þak yfir höfuðið. Komið hefur til tals að flytja allt þetta ólánssama fólk til ann- arra eyja, þar sem sá hluti Bali þar sem það bjó er illa farinn af völdum öskufalls og hraunflóða. Það munu lfða a.m.k. tíu ár áð- ur en hægt verður að hefja aft- ur akuryrkju í þessum héruðum. Brottflutningur fólksins er þeg- ar hafinn og hafa um 50.000 manns verið flutt frá eynnL •i/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.