Þjóðviljinn - 02.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.04.1963, Blaðsíða 6
£ SÍÐA HÓDVILIINN Þriðjudagur 2. apríl 1963 Gsgn kjsrorkukafbátum Bandaríkin hcfa fariö fram á að fá flotastöð í Japan fyrir kjarnorkuknúna kafbáta sem búnir eru Polaris- flugskeytum með kjarnahleðsium og hefur það mál verið til umræðu miili stjórna landanna und- anfarið. Jafnframt hafa verið haldnir í Japan margir mótmæiafundir gegn þessum fyrirætlunum og er myndin tekin af einum slíkum, sem haldinn var á hafnarbakkanum í bænum Yokosuka. 200 skip nú í smíðum í öðrum löndum Sovézki kaupskipaflotinn stærstur í heimi árið 1980? Sovéíríkin leggja nú höfuðáherzlu á að stækka kaúp- og fiskiskipaflota sinn og stefna að því að eiga stærsta flota heims árið 1980, segir fréttaritari brezka blaðsins Daily Mail í Moskvu. Nú eru um 200 skip í smíðum fyrir Sovétríkin í öðrum löndum og samningaumleit- anr standa yfir um smíði margra annarra skipa. NATO gegn austurviðskiptum Reynt að stöðva innflutning málma frá Sovétríkjunum Ráð Atlanzhafsbandalagsins hefur I hyggj* að setja nýjar hömlur á viðskipti við sósíal- istísku löndin. Það hcfur scm kunnugt er gcrt samþykkt sem bannar aðildarríkjum banda- lagsins að flytja út stálrör til Sovétríkjanna, en aðeins Vest- ur-Þýzkaland hcfur hlýtt þvi banmi. Nú er röðin hinsvcgar komin að innflutningi á krómi frá Sovétríkjunum, sem vestur- þýzk biöð scgja að ætlunin sé að takmarka. Króm er mikilvægt hráefni við framleiðslu á stáli og Sovét- ríkin eru einn stærsti framleið- andi þess í heiminum. Vestur- þýzkir iðnrekendur segja að krómframleiðendur í Tyrklandi og Ródesíu hafi kvartað við Bandaríkjastjóm yfir útflutrr- ingi Sovétríkjanna á þessum málmi til landa í Atlanzhafs- bandalaginu og einkum því að •þau selja málminn við vægara verði en þeir telja sig geta tek- ið fyrir hann. Mega ekki vera of háð inn- flutningi frá''Sovétríkjunum Encfa þótt menn skyldu hal.J að ráðamenn á vesturjöndun gætu ekki haft mikið á mó-' því að fá þerinan mikilvæg.' málm. sem beir telja siálfir hernáðarnauðsynja. við væg.t vérði frá Sovétríkiunum. líta herf-ringiar þeirra öðrum aúg um á málið. segir frétiaritar- norska Dagbladets í Bonn. Þeii halda því fram að það sé ‘ hæsta máta óheooilegt að að ildarr'ki Atlanzbafsbandalags- ins verði um of háð inn • flutníngi á krómi frá Sovéirík' unttm. Vestttr-Þýzkaland flytur tv RO.OOD lestir af krómgrýti fr’ Sovétríkiunum árlega. en þa’' er um fiórðj hhiti af ölium inn flutningnum. Um hað bil sam magn kemur frá T.vrklnnd Teismenn vesturhvzka stálið’ aðartns segia að hluti af be=- um innflufninei frá Sovétrík unttm sé seldnr á verði sem » sðeins um helmingur af heim markaðsverðinu. rtttast dfsHHtu Bonn- stjórnarinnar Vesturbýzka stjórnin hef ekki fengizt til að staðfe-' bessar blaðafregnír. en a' bendtr til hess að bað sé mik'' rætt. á bak við tiöldin. segi’- fréttaritarinn, og greinilegt -r að forsvarsmenn vesturbýzkn stáliðnaðarins óttast að ríkis- stjómin muni enn meta meira sjónarmið Atlanzhafsbandalags- ins en hagspruni hans. Hún er eina ríkisstjómin í Vestur-Evrópu sem orðið hefui við tilmælum Atlanzhafsbanda- lagsráðsins, sem runnin voru undan rifjum Bandaríkjastjórn- ar, að banna útflutning á stál- rörum til Sovétríkjanna. Hún heldur því fram að þessi til- mæli séu bindandi fyrir öll að- ildarríki bandalagsins. Brezka stjómin hefur hins vegar enn ítrekað að banda- lagið geti ekki gefið aðildar- -ríkjunum- nein íyrirmæli um slík viðskipti og'margt bendir til þess að brezk stjáliðjuver hyggist taka við þeim viðskipt- um sem vesturþýzku stálfram- leiðendurnir hafa orðið að haatta við. Fréttaritari Dagbladcts segir að meiri háttar uppistand myndi hljótast af því í Vestur- Þýzkalandi, en hins vegar sé talið að de Gaulle sé þess mjög fýsandi að Bretar hlaupi þama í skarðið. Það myndi vafalaust auka skilning í Vestur-Þýzka- landi á fjandskap hans í garjð Breta. í Moskvu eru nú staddir fuli- trúar brezkra skipasmíðastöðva sem gera sér vonir um að ganga frá samningum um smíði verksmiðjutogara fyrir Sovét- ríkin. — Hvort sem þeir samningar takast eða ekki, segir fréttarit- ari hins brezka blaðs, mun Kreml halda áfram að fram- kvæma áætlun sína um að láta fánann með hamri og sigð blakta ekki aðeins úti I geimnum, heldur-yfir öllum höfum heims. Ætlunin er að gera sovézka kaupskipaflotann þann stærsta í heimi. Fyrst verður farið fram úr Bandaríkjunum, síðan Bretlandi. Unnið er dag og nótt í öllum skipasmíðastöðvum Sovétríkj - anna, en afköst þeirra nægja alls ekki. Fréttaritarinn bendir á eftirtalin atriði: 1) Engin önnur siglingaþjóð á nú jafn mörg skip í smíðum og Sovétríkin. Hinar stóru skipasmíðastöðvar við Svarta- haf hafa verið stækkaðar mjög, til að þær geti annað hinni miklu eftirSpum. 2) A.m.k. 200 olíuflutninga • skip, önnur vöruflutningaskip Mesti kjarnaofn heims í Bajern Kjarnorkustofnun Vcstur-Ev- rópu, Euratom, hcfur ákveðið að leggja fram átta milljónir dollara (um 359 milj. kr.) til smíði og rcksturs kjarnaofns í Gundremmingcn í Bajcrn I V’ Þýzkalandi. Þctta vcrður stærsti kjarnaofn sinnar tcg- fundar I hdimi. og farþegaskip eru nú í smíð- um fyrir Sovétríkin í öðrum löndum. Samið hefur verið um smíði skipa í Japan, ítalíu. Austur- og Vestur-Þýzkalandi. Póllandi, Júgóslavíu og Búlgar- íu. M.a.s. í Tékkóslóvakíu sem hvergi liggur að sjó er verið að smíða minni skip fyrir sovézk- an reikning. 3) Samanlögð lestatala sov- ézkra kaup- og fiskiskipa er nú 5.000.000 lestir. Ætlunin er að fara fram úr Bandaríkjunum árið 1980, en lestatala banda- rískra kaupskipa er nú 24.000.000 lestir, og síöan Bret- lands (26.000.000). 3.000 fiskiskip Sovétríkin leggja ekki síður áherzlu á smíði fiskiskipa og eiga nú þegar fullkomnustu skip þeirrar tegundar. Verk- smiðjutogararnir sem þau vilja láta smíða í Bretlandi eru þó sagðir taka öilu fram, sem áður hefur verið gert á því sviði. 1 dag eiga Sovétríkin 3.000 fiskiskip sem veiða á rriiðum um allan heim, 6egir fréttarit- ari Daily Mail. Þá er í Sovétríkjunum einnig lögð höfuðáherzla á hafrann- sóknir. Margir beztu vísinda- menn landsins starfa að þeim. Mörg fullkomin hafrannsókna- skip hafa þegar verið byggð, en önnur eru í smíðum. Geysi- miklu fé er varið til þessara rannsókna, en sovézk stjómar- völd telja því fé vel varið. Hörð samkeppni I-Iörð samkeppni er milli skipasmíðastöðva á vesturlönd- um o^ í Japan um að fá að smíða' skip fyrir Sovétríkin. Ilafa Japanir sem nú eru orðn- ir einir mestu skipasmiðir heims einkum haft sig mjög í frammi og þannig boðið Sovét- ríkjunum mjög hagstæða greiðsiuskilmála. Það er til mikils að vinna, því að skipa- , félög á vesturlöndum halda nú mjög að sér höndum með ný- smíði skipa, en Sovétríkin hafa farið íram á það við japansk- ar skipasmíðastöðvar að þær geri tilboð í smíði skipa sem að verðmæti eru talin vera 100 milljónir sterlingspunda og bú- izt við að sú upphæð muni hækka. Þá hafa Sovétríkin einnig gert stórar pantanir hjá skipa- smíðastöðvum í Svíþjóð, Vest- ur-Þýzkalandi og á Italíu. i Gamlar útvarps stöðvar 1 tilkynningu frá stjórn stofrx- unarinnar sem aðsetur hefur i Brussel segir, að þessi kjama- ofn „muni geta framleitt raf- magn við verði sem sé sam- keppnisfært við verð á raf- magni sem íramleitt er á ann- an hátt“. Ætlunin cr að þessi kjarna- ofn verði fyrst og fremst byggður og rekinn í tilrauna- skyni og sérfræðingar úr öðrum aðildarríkjum Euratom geti fengið þar þjálfun í starfi sem kæmi þeim aö notum í heima- löndum þeirra, Ofninn verður byggður af vest- urþýzku íyrirtæki sem stofnað var í íyrra af tveimur stærstu rafmagnsframleiðendum Vest- ö ur-Þýzkalands, Rheinisch-Wesr- k falisches Elektrisitatswerk og V] Bayernwerk. Bandaríkin munu einnig J leggja fram fé til smíði kjama- 1 ofnsins og 20 milljónir dollara k, fást að láni úr Import-Export ^ bankanum bandaríska. Vestur- k þýzka stjórnin hefur tekið á sig | að greiða halla af rekstri k kjarnaofnsins ef hann verður B nokkur. , inúíánar fá j ekki að kjósa j Aiired Heusinger var áður einn af hers- höfðingjum Hitlers, Nú er hann yfirmaður fastahers NATÓs í Washington. Þessi Ijósmynd er samsctt og hefur verið nefnd „Hættuspil hins óforbetranlcgaí*. Hæftuspil Indíánahöfðinginn Emest Bene- dict af Mohawk-ættinni hefur hótað að vísa á brott hverjum sem dirfist að neyta atkvæðis- 1 réttar síns í kanadísku kosning- w unum sem fram eiga að fara B í þessum mánuði. k — Ættin telur sig vera sjálf- | stæða þjóð, og meðlimir hennar geta því aðeins haldið áfram að kalla sig Indíána að þeir láti vera að kjósa eins og kanadískir ríkisborgarar. Otvarpið er ekki eins mikil nýjung og oft er haldið fram. Frá örófi alda á þessari jörð hafa verið sendar útvarps- bylgjur frá aragrúa „náttúr- legra“ útvarpsstöðva á jörð- inni. Þessar stöðvar sem ná því venjulega að verða um 40.000 á hverjum degi, eru yf- irleitt reistar upp úr hádeg- inu og rifnar svo niður, þeg- ar kvölda tekur. Þær eru heldur engin smákríli á borð við Utvarpið hans Vilhjálms Þ., heldur ná loftnetsstengur þeirra gjama 10 kílófnetra hæð, og breidd og lengd er eftir þv£. Litlir smiðir eru mennimir í samanburði við Guð. Þessar útvarpsstöðvar eru þrumuskýin háu og tignar- legu, sem hefjast á daginn i sólarsterkju og svækju frum- skóganna, og sjást reyndar stöku sinnum rísa við hafs- brún í íslenzkum útsynningi. Langt er siðan menn kom- ust að raun um þá náttúru þrumuskýja að senda frá sér rafsegulbylgjur. Það var jafn- vel áður en farið var að nota þessar öldur til útvarps. Árið 1895 tók maður að nafni A. S. Popoff eftir því í Kronstadt að væri heyrnar- tól sett í samband við vír, sem látinn var standa upp i ioftið, komu fram áhrif á heymartólið í hvert sinn sem eldingar urðu í nágrenninu. Eldingamar senda frá sér bylgjur af ýmsum lengdum, en einna mest ber á bylgju- lengdinni 30 km. Eru það 20 sinnum lengri öldur, en þær sem Útvarp Reykjavík not- ar. Þær geta dregið um 1500 km að degi til, en 5000 km að nóttu. Það er vel kunnugt, að í skúraveðri eru útvarpstruflan- Veöriö ir þær, sem af þessu stafa til óþæginda við hlustun. En nokkur kostur fylgir þó þessu leifturútvarpi. Með nákvæm- um miðunarstöðvum er hægt að sjá, hvaðan það stafar, jafnvel þótt það komi úr fleiri þúsund kílómetra fjarlægð. Þetta þykir veðurfræðingum gaman að vita, ekki bara af einskærri forvitni, heldur til þess að geta frætt aðra um, hvar þrumuveðrin eru. Flug- menn forðast þrumuský, og stjómendur rafstöðva þurfa að vera vel á verði, þegar eldingar ganga. Hugsum okkur nú, að f Reykjavík sé ein slík miðun- arstöð fyrir þrumur. Á skífu getum við þá fylgzt með, í hvaða átt eldingar eru 4 hverju andartaki. Setjum svo upp aðra miðunarstöð á Vest- fjörðum. en þá þriðju á Rauf- arhöfn. Með símasambandi gætum við þá komið því svo fyrir, að á þremur skífum, sem váeru hlið við hlið f Reykjavík, mætti lesa, hvaðan leiftrið er að sjá frá hverri þessara stöðva. Með einfaldri teikningu er þá unnt að finna á korti upptök trufíananna. Stöðvakerfi eins og þetta hefur verið í gangi í Engiandi og víðar síðan í seinni heims- styrjöldinni, og berast athug- anir þessar reglulega með veðurskeytum. Meira að segja árið 1924 var farið að endur- skoða teikningu á veðurkort- um með tilliti til slíkra athug- ana. Víst eru það oft fallegri hljóð, sem Útvarp Reykjavík gefur frá sér, en þau, sem berast frá þrumuveðrum í út- synningsklökkum. — Og þó veit ég ekki, hvort sumum Þykja þórdunur þess^r nokk- uð óþægilegri áheýmar en rafeindahljómlist nútímans. A. m. k. eiga þær sér talsvert lengri sögu og fyrir aldrinum verður að bera virðingu. Páll Bergþórsson. ». I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.