Þjóðviljinn - 10.04.1963, Page 6

Þjóðviljinn - 10.04.1963, Page 6
▼ 0 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Sprúttsala og heimabrugg færist í aukana í Sviþjóð Vegna „brennivínsverkfalls- lns“ svonefnda hefur heima- brugg færzt mjög í aukana í Svíbjóð, þar '• meðal í Stokk- hólmi þar s. .i lítið hefur ver- ið um slíkan heimilisiðnað t'il þessa. Mikið er um að drykkju- menn með delerium tremens séu lagðir Inn á sjúkrahús. Margir drykkjumenn hafa til þessa komizt af með létt vín og sterkt öl, en þar sem slík drykkjarföng eru nú einnig á þrotum hafa þeir gripið til ann- arra ráða: iðnaðarspíritus, heimabruggs og svarta markaðs- víns. Svarta markaðs-verðið er svimandi hátt. Kostar flaskan um 700 til 800 Imónur miðað við 150 til 180 krónur venju- lega. Markvert fyrir vísindin — I vísindalegum skilningi er þetta mjög athyglisvert á- stand, segir læknir einn í Dag- ens Nyheter. — Að mínu viti hefur hvorki Svíþjóð né önnur lönd orðið fyrir svo óvæntri áfengisstöðvun. Hin ólöglegu öfl hafa ekki skipulagt sig, þannig að vísindin hafa nú einstaett tækifæri til að kanna viðbrögð- in. Annars segja sérfræðingar að flestir drykkjusjúklingar séu á grænni grein. Þeim líður að vísu bölvanlega nokkra daga en svo líða timburmennimir frá. Eftir vikutíma eru beir lausir við áfengislöngunina. Erfiðast fyrir „túramenn“ „Túramennirnir'1 eru undan- tekning. Taugaveiklunin gerir þeim erfitt fyrir. — Vonandi leita þeir á náðir lækna. annars eru talsverðar líkur til að þeir fremji sjálfsmorð, segja sér- fræðingamir. Margir drykkjumenn fagna því að hafa fengið tækifæri til að losna við brennivínið. Þeir sem koma út af hælunum hafa miklu meiri möguleika til þess að forðast víndrykkju, þar sem þeirra er ekki lengur freistað af kunningjum sem bjóða einn lítinn. Búizt er við mörgum smygl- tilraunum fyrir páskana og lögregla og tollgæzla hefur ver- ið efld að mun. Bandariskir kaupa skran í tonnatali 1 fyrra keyptu bandarískir ferðamenn 5000 gömul nætur- gögn í Bretlandli. Þau verða notuð sem púnsskálar, kokktejl- hristarar eða eitthvað í þá átt- ina. Bandarikjamenn þekkja f* ekki nógu vel til enn, segir í bandariskri skýrslu sem nýlega var birt. Viðskipti í blóma Fomgripasalan stendur nú með meiri blóma en nokkru sinni fyrr í Bretlandi. Þúsimd- ir Breta og útlendinga ganga í fomsölumar við Portobello Road í London og leita í hill- um og skápum, kjöllurum og rangölum eftir einhverjum fomum og fínum grip fyrir viðunandi verð. Og gripimir eru margir hverjir hinir ágæt- ustu og verðlagið lægra en víða annars staðar. En ekki kunna allir skil a fomum muiium og margir kaupa köttinn í sekknum. Verzlunarmaður einn við Porto- bello Road sendir mánaðarlega skipsfarm af skrani til Banda- rikjanna. Vamingur þessi fer til New Yórk og Kalifomíu. T fyrra var velta hans um 120 milljónir. Mestur hluti af því sem hann hafði á boðstólum kom úr öskutunnum Lundúna- borgar. Slíkir verzlunarmenn hafa auk þess útsendara sem snuðra á hánaþjálkum og kjöll- urum úti um allt land. Klókari í New York en í Kaliforníu 1 þessum efnum er talsverð- ur munur á Bandarfkjamönn- um eftir því hvar þeir eru bú- settir. Sagt er að Kalifomíu- menn séu 'úm tveim árum á eftir íbúum New York. I Kali- fomíu eru gömul pfanó einna eftirsóttust um þessar mundir. Þau eiga helzt að vera frá Vikt- oríu-tímanum og án innvols. Bandaríkjamenn nota þau fyrir barborð eða láta setja Hi-F: kerfi í þau. Einn kaupsýslumaður vi' Portobello Road gcrði eóð vl» skipti með penny-penínga sem borað hafði verið á gat. Banda rískar konur keyptu þá við háu verði, en kaapmaðurinn sagði þeim að peningarnir hafi verið í vösum hermanna sem skotnir voru í heimsstyrjöldlinni. Kon- umar tóku ekki cftir því að á peningunum stóð ártalið 1952. Brezkur ráð- herra kærir franskt blað Brezki hermálaráðherrann John Profumo hefur hafið málaferli gegn franska viku- blaðinu Paris Match. Segir hann að grein sem birtist f blaðinu sé meiðandi í sinn garð. Greinin fjallar um hinn umrædda kunningsskap ráð- herrans og fyrirsætunnar Christ- íne Keeler. Profumo var í tygjum við fyx-irsætuna og komst það í hámæli er hún hvarf sporlaust og mætti ekki fyrir rétti sem vitni eins og fyrir hana hafði verið lagt. Síðar gaf hún sig þó fram. Ráðherrann hélt ræðu um málið í brezka þinginu og reyndi að binda endi á sögu- sagnimar. Hann viðurkenndi að hann þekkti Keeler en full- yrti að ekkert „ósæmilegt" hefði farið þeirra á milli og að hann hefði þar að auki ekki séð hana í heilt ár. Þá þegar kvaðst Profumo hefja meiðyrðamál gegn hverjum þeim sem reyndi að gera hann grunsamlegan varðandi þetta máL Svefn undir brúnnm. Frægur franskur rit- höfundur hefur sagt að alllr Prakkar væru jafnir gagnvart lögunum að því leyti að allir — jafnt ríkir sem fátækir — hefðu rétt til að sofa undir brúnum í París. Þetta er hugmyndin að bréfspjaldi því sem hér er sýnt. Fransklr stúdentar gáfu það út í 300.000 eintökum og sendu mðrgum ráðamönnum í Frakklandi. Eitt þeirra var sent de Gaulle forseta með áskorun um að bæta hið skjótasta úr húsnæðisvandræðum stúdenta. MiðvikucLagur 10. apríl 1963 Þróunar- kenningin ólögleg í Tenessee Rektorinn við menntaskólann í Memphis í Bandaríkjunum, Radford W. Rosebrough, neit- aði fyrir skömmu einum kenn- ara skólans, Martha Powell, að taka þróunarkenninguna til um- ræðu í líffræðítímum. Sagði rektor að slíkar umræður brytu í bága við Iög Tenessee-fylkis. (Jngfrú Powell segir að kenn- ingar Darwins og öll þróunar- kenningin hafi vakið mikla at- hygli og áhuga meðal nemanda hennar og í fyrsta sinn í sögu skólans fóru nemendumir fram á umræður um nútímalegar lífræðikenningar. Af þessum sökum hafði hún í huga að Ejalla um þróunarkenninguna < kennslustundum. Rosebrough rektor telur hins- vegar að þetta sé allt of hættu- legt mál til þess að það sé rætt við nemenduma, ekki sízt vegna þess að slíkt bryti aug- ljóslega í bága við hin svo- nefndu „apalög“ frá 1925. Þar er slegið föstu að það sé glæp- samlegt að kenna nokkuð sem neitar sköpunarsögu biblíunn- ar, eða halda fram kenningum um að maðurinn sé kominn af dýmm. Samningar um launaflokkana Sovézka tunglfarið Lúnik IV. Zs,',r ‘1 Iaugardag í 8.480 km fjariægð og er nú aftur á leið í áttina til jarðar. Svo er þó að skilja á fréttum að Lúnik IV. muni fara út fyrir aðdráttarsvið jarðar og á braut umhverfSs sólina og muni ekki verða gefnar út fleiri tilkynningar um ferð hans. — Myndin hér að ofan var tekin í athuganastöðinni á Krím nokkm eftir að Lúnik IV. var sendur á loft og sést tunglfarið þar (í hvíta hringnum) ljósmyndað með tfu sekúndna miillibili. Framhald af 2. síðu mæðraskóla, skólastjóri Mat- sveina- og veitingaþjónaskólans, skrifstofustjórar II, undirdeild- arstjórar raforkumála, yfirfiug- umíerðarstjóri Keflavík (aðflugs- stjóm). 21. flokkur Aðalbókarar pósts- og síma, Tryggingarstofnunar og toll- stjóraembættis, aðalgjaldkerar pósts- og síma, Tryggingastofn- unar og tollstjóraembættis, aðal- fulltrúi skipaskoðunarstjóra (tæknimenntaður), forstöðumað- ur fávitahælis, Kópavogi, for- stöðukonur (yfirhjúkrunarkonur) sjúkrahúsa (220 ním eða fleiri), fulltrúar I (háskólamenntaðir fulltrúar í stjómarráði, hjá hér- aðsdómurum, saksóknara ríkisins o.fl.), héraðslæknar I, húsa- meistarar I (arkitektar), leiklist- arstjóri útvarps, sérfræðingar Handritastofnunar, skólastjórar gagnfræðaskóla og iðnskóla (6—10 kennarar), sóknarprestar, stöðv- arstjóri pósts- og síma, Vest- mannaeyjum, stöðvarstjóri, Gufu- nesi, söngmálastjóri, tilrauna- stjórar i landbúnaði (háskóla- próf), tónlistarstjóri útvarps, Um- dæmisstjórar L.l. á Akureyri, Brú, Isafirði, Seyðisfirði og Siglufirði, yfirflugumferðarstjóri Reykjavík (flugstjórnarmiðstöð), yfirkennarar menntaskóla og ICennaraskóla, Æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkju, aðalendurskoðendur pósts- og síma, aðstoðarlæknar I, biskupsritari, flugvallarstjórar Reykjavík og Keflavík, forstöðu- maður Landmælinga íslands, framkvæmdastjóri flugvalla utan Reykjavíkur, farmkvæmdastjóri loftferðaeftirlits, íþróttafulltrúi, námsstjórar, náttúrufræðingar og aðrir háskólamenntaðir sérfræð- ingar hjá Atvinnudeild, Skóg- rækt, Náttúrugripasafni, Veður- stofu o.fl., póstmálafulltrúi pró- fastar, skólastjórar barnaskóla (11—18 kennarar), skólastjóri Handíðaskólans (listiðnaðardeild), skólastjóri Ileyrnleysingjaskól- ans, skólastjóri Hjúkrunarskól- ans, skólastjórar Húsmæðrakenn- araskólans og Iþróttakennara- skólans, skólastjóri Tónlistar- skólans (kennaradeild), verkfræð- ingar hjá vita- og hafnarmáia- stjóra (2 menn), yfirmaður skýrelu- og starfsmannadeildar pósts- og síma, öryggiseftirlits- maður (með háskólaprófi). 23. flokkur Aðalfulltrúar lögreghistjórans i Reykavík og bæjarfógetanna á Akureyri, í Hafnarfirði, Kópa- vogi og Vestmannaeyjum (einn við hvert embætti), dagskrár- stjóri útvarps, deildarstjórar Náttúrugripasafns, deildarstjór- ar rekstrar- og byggingadeilda Rafmagnsveitna ríkisins, deildar- stjórar skattstofu, deildarstjórar Tryggingastofnunar, deildar- stjórar Veðurstofu, forstjóri Við- tækjaverzlunar ríkisins, íram- kvæmdastjóri flugöryggisþjón- ustu, framkvæmdastjóri Hús- næðismálastofnunar ríkisins, framkvæmdastjóri Menningar- sjóðs, framkvæmdastjóri Ríkis- útgáfu námsbóka, fréttastjóri út- varps, póstmeistari Reykjavík, ritsímastjóri Reykjavík, skóla- stjórar bamaskóla (19 kennarar og fleiri), skólastjórar búnaðar- skóla og garðyrkjuskóla, skóla- stjórar gagnfræðaskóla og iðn- skóla (11—18 kennarar), skóla- stjórar Stýrimannaskóla og Vél- skóla, skrifstofustjórar I, skrif- stofu- og sölustjóri ÁTVR, verð- lagsstjóri, Vígslubiskupar, aðstoð- arlæknir berklavama, aðstoðar- læknir tryggingayfirlæknis, bæj- arsímstjóri í Reykjavík, deildar- læknar, deildarstjórar í Stjórn- arráði, deildarverkfræðingar hjá Ragmagnsveitum ríkisins, dósent í lyfjafræði lyfsala, forsetaritari, forstjóri Ferðaskrifstofu, forstjóri ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg. forstöðumaður almannavarna, forstöðumaður Listasafns ríkis- ins, háskólaritari. landlæknisfull- trúi (læknir), rfkisféhirðir, sand- græðslustjóri. sendiráðunautar, sérmenntaður dýralæknir að Keldum, sérmenntaðir læknar á rannsóknarstofum, skattstjorar utan Reykjavíkur, skólastjórar héraðsgagnfræðaskóla, skólastjór- ar gagnfræðaskóla og iðnskóla (19 kennarar og fleiri), skrif- stofustjórar skattstjórans í Reykavík, raforkumálaskrifstofu og tollstjóraskrifstofu, trygginga- fræðingur Trvaginaastofnunar rfkisins 25. flokkur AðalfuTltrúi saksóknara, að- stoðaryfirlæknar ríkisspítala og Rannsóknarstofu Háskólans, eft- irlitsmaður með fjármálum skóla, 'fiskimatsstjóri, framkvæmda- stjóri ríkisspítala, hæstaréttar- ritari, landnámsstjóri, rafmagns- eftirlitsstjóri, skrifstofustjórar Tryggingastofnunar ríkisins og rík'sskattstjóra, sýslumenn, bæj- arfógetar og lögreglustjórar, toll- gæzlustjóri, veiðimálastjóri, yf- irverkfræðingur brúargerða. 26. flokkur Berklayfirlæknir, borgardóm- arar, borgarfógetar, forstjórar rekstrardeildar og hagdeildar pósts- og síma, forstjórar tækni- deilda pósts- og sfma, forstjóri ÁTVR, forstjóri Innkaupastofn- unar ríkisins, forstjóri landhelg- isgæzlu, forstjóri Landsmiðju, forstjóri Sementsverksmiðju, for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins, for- stöðumaður tilraunastöðvar á Keldum, framkvæmdastjóri Iðn- aðarmálastofnunar, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs, forstöðu- maður blóðbanka, forstöðumað- ur Handritastofnunar, forstöðu- maður Náttúrugripasafns, for- stöðumenn búnaðardeildar, fiski- deiidar og iðnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans, háskóla- bókavörður, héraðslæknir Akur- eyri, iandsbókavörður, lyfsölu- stjóri, prófessorar, rafmagns- veitustjóri, rannsóknariæknir að Keldum, rektor og skólameist- arar menntaskóla, ríkisbókari, sakadómarar, skattstjóri í Reykja- vík, skipaskoðunar- og skipa- skráningarstjóri, skógræktarstjóri, skólastjóri Kennaraskóla skóla- yfirlæknir, tryggingariæknir. yfirdýralæknir, yfirlæknar rikis- spítala og Rannsóknarstofu Há- skólans, yfirlæknir fávitahælis Kópavogi, þjóðminjavörður, þjóð- skjalavörður. örvBgismáinstíAri. 27. flokkur Flumálastjóri, forstjóri Trygg- ingastofnunar, fræðslumálastjóri, húsameistari rikisins, raforku- málastjóri, ríkisskattstjóri toll- stjórinn \í Reykjavík, skipulags- stjóri ríkisins. útvarpsstjóri, veð- urstofustjóri, vegamálastj óri, vita- og hafnarmálastjóri. yfir- borEarfóseti. v,í aai Vh ú ssti óri. 28. flokkur Biskup, hagslofustjón. land- læknir, lögreglustjórinn f Reykjavík, póst- og sfmamála- stjóri. ráðunevtisstjórar. rektor Háskólans. rfkisendurskoðandi, sendiherrar. ••firtv-irCTPTvtömari, yfirsakadómari Skólast.iórar bamaskóla. sem hafa jafnframt gagnfræðadeildir, skulu taka sömu laun og skóla- stjórar gagnfræðaskóla miðað við samanlasðaTi kennararfíöida. I i i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.