Þjóðviljinn - 17.04.1963, Side 6
ÞIÓÐVIUIHtt
Q SlÐA
Miðvikudagur 17. april 1963
Skipverjarnir kölluðu hann „fljótandi líkkistu"
t / / , - . • . * y' . •• .,
Bandarískur kja rnorkukaf bátur
fórst og með honum 129 menn
!
'• •{ w / w /• •/•" v,
„Thresher" skömmu eftir að honum var hleypt af stokkunum.
A minnl myndinni: Kafbátsstjórinn John Harvey.
Mestu kafbótaslysin sem
úður höfðu orðið
Með ,,Thresher“ fórust fleiri menn en nokkru sinni áður
með kafbát, en mestu slys á kafbátum, sem áður hafa orðið,
eru þessi:
1921: Enski kafbáturinn . „K-5“" ferst undan Sorlingues-
strönd og með honum 51 maður.
1924: Japansktir kafbátur ferst undan Kobe og með hon-
um 85 menn.
1925: Enski kafbáturinn „L-24“ ferst í árekstri við kaupfar
við Portland, sekkur á nokkrum mínútum með 43
mönnum um borð.
1927: Bandaríski kafbáturinn „S-4" ferst undan strönd
Massachusetts (eins og ,,Theser“) eftir árekstur
við tunduspilli og með honum 39 menn.
1928: Franski kafbátuiinn „Ondine" ferst undan Vigo og
með honum 48 menn.
1932: Franski kafbáturinn „Promethee" ferst undan Cher-
bourg og með honum 62 menn.
1939: Bandaríski kafbáturinn „Squalus“ ferst undan Ports-
mouth, og með honum 26 menn, en 33 mönnum tekst
bjarga lífinu.
1939: Franski kafbáturinn „Phoenix" ferst við strönd Indó-
kina og með honum 71 maður.
1939: Enski kafbáturinn „Thetis" ferst við Liverpool og
með honum 99 menn.
1939: Japanski kafbáturinn „1-63“ ferst í Bungosundi og
með honum 81 maður.
1941: Bandaríski kafbáturinn „C-9" ferst við strönd New
Hampshire og með honum 33 menn.
1942: Bandaríski kafbáturinn „S-26“ ferst við Panama-
strönd og með honurn 32 menn.
1943: Bandaríski kafbáturinn „R-12“ ferst í Atlanzhafi og
með honum 28 menn.
1949: Franski kafbáturinn „2326“ ferst undan Toulon og
með honum 22 menn.
1950: Brezki kafbáturinn „Truculent" ferst við Tamigi og
með honum 64 menn.
1951: Brezki kafbáturinn „Affray“ ferst á Ermarsundi og
með honum 75 menn.
1952: Franski kafbáturinn „Sybille" ferst undan Toulon og
með honum 51 niaður.
1953: Tyrkneski kafbáturinn „Dumlupinar" ferst á Dard-
Bnellasundi og með honum 91 maður.
1955: Brezki kafbáturinn „Sidon“ ferst undan Portland og
ineð honum 13 menn.
Á miðvikudaginn fyrir páska var tilkynnt í
Washington að kjarnorkukafbáturinn „Thres-
her“, sem hafði 129 manna áhöfn, væri týndur
og mætti ætla að hann hefði farizt í Atlanzhafi.
Á skírdagskvöld tilkynnti bandaríska flota-
stjórnin svo að fundizt hefði brak úr bátnum og
þar með var vissa fengin fyrir því, að hann hefði
farizt.
Það var að vísu ekki mikið
sem fannst úr bátnum, nokkrir
kork- og plastmolar og einnig
nokkrir hanzkar sem skipverj-
ar munu hafa átt. Þetta fannst
í olíubrák á hafinu um 320
km fyrir austan Cape Cod á
austurströnd Bandaríkjanna
Tundurspiliirinn „Saimuel B.
Roberts" kom með hanzkana
og kork- og plastmqjana tii
heimahafnar „Threshers",
Groton, og þar komust menn
að þvi að enginn vafi vseri
á þvi að þeir væru úr kaf-
bátnum.
Ekki hætta á
geislaverkun?
Það mátti ganga að því vísu
að kafbáturinn hefði ekki þol-
að þrýstinginn í hafdjúpinu
og hefði lagzt saman.
Það fylgdi tiikynningu flota-
stjórnarinnar að engin hætta
væri á því að geislaverkun
bærjst úr flaki kafbátsins á
hafsbotni, enda þótt hann væri
knúinn kjarnorku. Tekið var
fram að hann hefði ekki haft
meðferðis Polaris-flugskeyti
sem hlaðin eru kjarnasprengj-
um. Menn leyfa sér þó að ef-
ast um að flotastjórnin geti að 1
svo stöddu nokkuð fullyrt um
hvort hætta stafi af flakinu
eða ekki.
Þetta er mannskæðasta slys<j,
sem nokkru sinni hefur orðið
á kafbát — 129 manns, skip-
verjar og ýmiss konar sér-
fræðingar týndu lífi. Þetta er
fjórði kafbáturinn sem ferst
eftir stríð og fyrsti kjarnorku-
kafbáturinn. Þetta er um leið
mikið áfall fyrir bandaríska
flotann sem hefur stært sig
mjög af hinum kjamorku-
knúnu kafbátum sínum, ekki
sízt þeim af sömu gerð og
„Thresher", en hann var
fyrsti báturinn sem smíðaður
var af þeirri gerð. hleypt af
stokkunum 9- júlí 1960.
„Orustukafbátur“
Alls hafa verið smíðaðir
þrír kjamorkukafbátar af
þessari gerð, hinir nefnast
,,Permit“ og „Plunger", og var
þeim ætlað það sérstaka hlut-
verk að vera til varnar gegn
óvinakafbátum. Þeir eru minni
en Polaris-kafbátarnir (sá nýj-
asti þeirra er 7.000 lestir, en
„Thresher" var 3.700 lestir),
en því hraðskreiðari (geta
farið 60 mílur í kafi) og láta
betur að stjórn en þeir stóru.
Það var einnig taljnn mikill
kostur þeirra hve djúpt þeir
gætu kafað, og því er ályktað
að „Thresher" hafi verið S
miklu dýpi þegar hann fórst.
Mesta slys neðansjávar
Olíubrák í stað kafbáts
„Thresher** var nýkominn úr
viðgerð eftir að hafa orðið
fyrir árekstri Qg var nú í
reynsluför eftir viðgerðina.
Með honum í ferðinni var
fylgdarskipið „Skylark".
Skömimu eftir að hann fór í
kaf á miðvikudaginn hættu að
berast boð frá honum. Um
radíóboð er ekki að ræða
nema frá nokkurra tuga faðma
dýpi, en sonartæki kafbátsins
sem nota hljóðbylgjur létu
heldur ekkert til sín heyr«-
enda var ekki við því búizst, að
hægt yrði að hafa stöðugt
samband víð hann meðan hann
væri í kafi. Fylgdarskipið beið
kafbátsins hins vegar á á-
kveðnum stað þar sem ætlunin
va,r að hann kæmi úr kafi.
Hann kom hins vegar ekki á
tiisettum tíma en nokkru
síðar kom upp olíubrák þar á
hafinu.
„Fljótandi lí|ckista“
Fréttaritari Reuters í New
London segir að tveimur skip-
verjum á „Thresiher“ hafj ver-
ið um og ó að láta úr höfn
með kafbátnum. þar sem þeir
töldu hann alls ekki haffær-
an, en hann hefur verið í slipp
til viðgerðar hvað eftir annað.
Ekkjur þessara skipverja segja
að þeir hafi kallað kafbátinn |
„fljótandi likkistu“ sem alls |
ekki ætti á sjó að fara.
Annar þeirra, George Kies-^,
ecker, sagði við konu sína áð-
ur en hann lagði- upp í siðustu
ferðina;
— Ég held að þetta verði mín
síðasta ferð. Ég er hræddur
um að þú verðir auðug ekkja
áður en vikan er liðin.
Hann átti þar við þá háu
líftryggingu sem flotinn borg-
ar íyrir alla skipverja á kjarn-
orkukafbátunum.
Frosthörkur
viS Þórisós
Uir. nokkurt skeið hefur
mikið verið rætt um nauð-
syn þess að setja upp veður-
stöð inni á hálendinu. Veld-
ur þessu meðal annars sá á-
hugi, sem aukizt hefur mjög
á síðari árum, á ræktun á
hálendinu. ■ En annað kemur
lika til. Unnið er að áætlun
um mikla rafstöð við Þjórsá
langt inni í landi. Þekking á
loftslagi þar, einkurn vetrar-
frostum, er nauðsynlegur lið-
ur í þeirri áætlun.
Meðan reglulegar athugan-
ir hafa ekki verið gerðar á
þessum slóðum, verður að
notast við grófar ágizkanir.
og skal hér gerð tjlraun til
bess að setja þær fram.
í febrúar og marz 1958 fór
Sigurjón Rist vatnamaður og
fleiri garpar Rafstofunnar í
snjóbílaleiðangur á þessar
slóðir og gerðu þeir þá
nokkrar hitamælingar.
Með samanburði við veð-
urstöðvarnar Hellu á Rang-
árvöllum og Stórhöfða í Vest-
mannaeyjum kom , í ljós, að
hitinn er þama mun lægri tii
iafnaðar en í byggð. Þessj
munur verður þó tiltölulega
lítill, þegar hlýtt er í veðri.
en í frosthörkum verður hann
mestur. Virtist mér, að áætla
mætti hitann við Þórisós á
þennan hátt:
Margfalda hita á Ilellu með
37 og draga 60 frá útkom-
unni. Frá þessari útkomu
dregst hitinn á Stórhöfða
margfaldaður með 17. f út-
komuna, sem þannig fæst, er
deilt með 20.
Eftir þessu að dæma ætti
hitinn við Þórisós um miðjan
vetur að vera um 11 stigum
lægri en á Stórhöfða að jafn-
aði. Þar er því að meðaltali
um 10° frost um miðjan vet-
ur. Þegar kaldast er, ætti
hins vegar að vera til jafn-
aðar meiri hitamunur á þess-
um tveim stöðum, sennjlega
13—14 stig, og i aftökum 15
—20 stiga munur. í miklu
vetrarveðri er hins vegar á-
líka hiti á Stórhöfða og við
Þórisós.
Þess má til gamans geta,
að lágmarkshiti við Jökul-
heima á tímabilinu 16 sept.
1957 til 23. febrúar 1958
reyndist vera -4- 29°. Eftir
mælingum á Hellu og Stór-
höfða og útreikningunum hér
að framan, hefði lægsti hiti
við Þórisós á þessu tímabili
átt að vera 28 stig. Nú
eru Jökulheimar að vísu 130
metrum hærra yfir sjó, en
allt um það er þessi mæling
allgóð bending um frostin við
Þórisvatn. Varla verður
vandalaust að sjá við þeim
skráveifum, sem Frosti gamli
kann að gera orkuveri á
þessum slóðum.
Páil Bergþórsson.
Estes var
dæmdur i
fímmtán ára
fangelsi
74 hafa fallii í
átökum í Katanga
Billie Sol Estes
EL PASO, Texas 15/4. —
Bandaríski auðjöfurinn Biilie
Sol Estcs var á annan páska-
dag dæmdur í 15 ára fangelsi
fyrir fjársvik. Upphæðin sem
um var að ræða nam 24 mi'lj-
ónum dollara eða um 1050
milljónum króna. Dómarinn lét
svo um mælt að Estes væri
mcsti svindlari sem sögur
færu af.
Billie Sol Estes braskaði með
ríkisstyrk sem hann fékk til
að byggja kornhlöður fyrir of-
framleiðslubirgðy og áburðar-
geymslur.
Dómurjnn á mnnudag var
kveðinn upp af sambandsdóm-
stól. Áður hejur fylkisdóm-
stóllinn í Texas dæmt hann í
átta ára fangelsi fyrir fjár-
svik. Bráðlega verður hann
enn dreginn fyrir rétt vegna
þrennskanar saka til viðbótar.
ELISABETHVILLE 15/4. —
Á mánudag komst aftur á ró
í námaborginni Jadotville í
Katanga, en dagana áður hafði
verið barizt í borginni. Áttust
þar við meðlimir úr Conakat-
flokki Tsliombes „forseta“ og
fylgismcnn Balubakat-flokks-
ins, en leiðtogi hans er Jason
Pendwe, sem áður var vara-
forsætisráðherra i Kongó-
stjóminni.
Talið er að 74 hafi fallið' í
átökunum en 60 særzt. Höfðu
þcir margir hverjir verið lim-
lestir á hroðalcgasta hátt —
með þungum höggsverðum og
reiðhjólakeðjum.
Heimildarmenn í Katanga
telja að þrennt hafi einkum
valdið því að bardagar brut-
ust út.
í íyrsta lagi hefur gætt mik-
illar ólgu i Suður-Katanga eft-
ir að héraðsþingið setti af þrjá
af ráðherrum Tshombes og
neitaðj að viðurkenna sex
ráðuneytjsstjóra.
í öðru lagi hefur Tshombe-
stjórnin veikzt svo mjög að
Balubakat-flokknum virðist að
tími sé kominn til þess að
hann taki völdin í sínar hend-
ur.
Sem þriðju ástæðuna nefna
menn að ungur piltur af
Lunda-ættinni — ætt Tshomb-
es — fíflaði unga Baluba-
stúlku. Deilur fjölskyldanna
mögnuðust og breiddust út þar
til _að bardagar hófust.
Á sunnudaginn komu her-
menn úr liði Sameinuðu þjóð-
anna til Jadotville og tóku sér
stöðu í hverfi Afríkumanna.
Ennfremur hefur sambands-
stjórnin sent herlið til borgar-
innar.
Evrópumenn í Jadotville eru
skelfingu lostnir og hafa marg-
ir beirra sent konur sinar og
börn til Belgíu.
Flokksþing í Finnlandi
Vilja samstarf við
sósíaldemókrata
HELSINGFOBS 15/4.
Flokksþingi finnska kommún
jstaflokksins iauk á annan
páskadag. Þingið endurkaus
formann flokksins, Aimo Aal-
onen og framkvæmdastjórann
Ville Pessi-
Þingið samþykkti áiyktanii
þar scm kraffzt var hærri
launa handa vinnandi fólki, 40
stunda vinnuvtku, a'mennra
sjúkratrygginga, hærra barna-
lífeyris og flcþ-a. Þingið lýsti
því ennfremur yfir að flokkur-
inn óski eftir samvinnu vift
scósialdemókrata. sem eru í
stjórnarandstöðu.
Þingið lýsti því yfir að fjar-
'mgja verði ráðherra íhalds-
flokksins úr rikisstjórnjnni,
þar sem völd hægri manna
væru hættuleg friðnum og
þrándur í götu fyrir efnahags-
legar, þjóðfélagslegar og lýð-
ræðislegar framfarir landsins.
F'okksþingið lýsti yfir stuðn-
ingi við stefnu Sovétríkjanna.
Enginn ræðumanna deildi á
kinverska kommúnjstaflokkinn.
Kinverj-um var boðið að sitja
þingið en eendu ekki fulltrúa.
í
i
i
I