Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. maí 1963 Blikksmiðir Allir til þátttöku í hátíðahöldum dagsins. Félag blikksmiða Bifvéiavirkjar Allir til þátttöku í hátíðahöldum dagsins. Gleðilega hátið! Félag bifvélavirkja Stéttarfélagið Fóstra minnir alla félaga sína á að mæta í kröfu- göngunni og taka þátt í öðrum hátíða- höldum dagsins. Gleðilega hátið! Gleði/ega hátiðl Félag sýningarmanna við kvikmyndahús. Hásgagnasmiðir Fjölmennum í kröfugönguna og tökum þátt í hátíðahöldum dagsins. Sveinafélag husgagnasmiða Bókbindarafélag íslands óskar til hamingju með daginn. Gleðilega hátiði Félag íslenzkra rafvirkja óskar til hamingju með daginn. Gleðilega hátíð! Verkakvennafélagið Framsókn óskar til hamingju með daginn. Gleðilega hátíðI ÞJðÐVILIINN SÍÐA 7 MinningarhEiómleikar tónlist Hljómleikar hins kunna org- anleikara Antons Heillers frá Vínarborg, sem fram fóru í Kristskirkju hinn 17. f.m., voru. helgaðir minningu dr. Victors Úrbancic. sem iátinn er fyrir fjórum árum, en hefði orðið sextugur á þessu ári, ef hon- um hefði enzt aldur til. Antori Heiiler lék verk eftir Georg Muffat, Johann Kaspar Kerrl og Johann Sebastian Bach og nútímamanninn Jo- hann Nepomuk David, austur- rískt tónskáld. sem enn er á lífi. Allt var þetta þann veg flutt, að segja má með sanni. aö sjaldgæft sé að heyra jafn- góðan organleik. Mörgum mun þó hafa leikið einna mest for- vitni á því, hvemig til myndi takast um síðasta þátt tónleik- anna, en það hafði verið aug- lýst, að listamanninum myndi i lok tónleikanna verða fengið íslenzkt þjóðlag eða stef honum áður ókunnugt. og myndi hann þá á stundinni semja á hljóð- færið tónverk um þetta efni. Var honum afhent sálmalagið gamla „Víst ert bú. Jesús. kóngur klár“. og lék hann um það af fingrum fram langa tón- smíð af frábærri tækni og mikilli hugkvæmni. Ekkert skaí um það fullyrt. hvort verkið stæðist stranga aagn- rýni, ef það væri komið á olað og lesið ofan f kjölinn. en slík tónverk eru raunar alls ekki til þess ætluð. heldur bess eins að koma fyrir eyru hlustenda í eitt. skipti og eigi ' oftar. og verður varla um það deilt. að samkvæmt því sjónarmiði hafi frammistaða organleikarans verið með miklum ágætum oa borið vitni um frábæra tækni og tónlistarsnilld. Tónleikamir voru minningu hins snjalla tónlistarmanns dr. Victors Úrbancic til verðugs sóma. Undirritaður vill sc- -:amall nemandi dr. Urban<-;. nota þetta tækifæri til að vn.Ua fyr- ir sitt leyti minningu bessa mikla ágætismanns virðingu sína. b 17 Sinfóníutónleikar Fjórtándu hljómleikar Sin- fóníusveitarinnar fóru fram í Samkomuhúsi Háskóians 26. f.m. William Strickland stjórnaði hljómleikunum. Á efnisskrá voru fjögur á- gæt tónverk. en mjög ólík hvert öðru. Þar var fyrst hinn ■ víðfrægi Suðureyja-for- leikur Mendelssohns (Hebrid- en-Ouvertúre), kenndur við Fingalshelli og saminn fyrir áhrif beirrar náttúrufegurðar, sem tónskáldinu birtist á ferð til Suðureyja og annarra hluta Skotlands árið 1829. Annað rómantískt verk. þótt með öðrum hætti sé. kom bessu næst: Tuonela-svanurinn, — tónaljóð um hugmynd. sem fengin er úr finnska bjóð- kvæðinu Kalevala. Þriðja verkið var „Passacaglia" Póls Isólíssonar. Allt þetta iék hljömsveitin af talsverðum tilþrifum, en hefði sumsstaðar mátt sýna meiri nákvæmni og næmleik. Síðast á efnisskrá var svo tvíleiks-konsert í a-moll eftir Brahms fyrir fiðlu og kné- fiðlu með undirleik hljóm- sveitar. Með einleikshljóð- færin fóru þeir Björn Ölafs- son og Einar Vigfússon. Mun hvorugt hlutverkið vera auð- velt viðfangs, en þó mun f*kki annað verða sagt en að frammistaða beggja þessara snjöllu tónlistarmanna hafi verið hin prýðilegasta. hvort sem litið er á leik hvors um sig eða samleik þeirra. B. F. Timbursalinn, borgarstjórinn og lóðaáthlutunin Leifur Sveinsson, timbur- kaupmaður í Völundi er einn þeirra íhaldsgæðinga sem nú eiga að fá aðstöðu til að ávaxta fé sitt í byggingabraski og taka álitlegan gróða af íbúðabygg- ingum og íbúðasölu. Eigendur stærstu byggingar- vöruverzlunar landsins vilja þannig ekki lengur láta sér nægja gróðann af byggingar- efninu sem þeir flytja til lands- ins og selja til byggingarstarf- seminnar. Þeir gera kröfu til að fá aðstöðu í sjálfri oygg- ingarstarfseminni til þess að auka gróða sinn og fjársöfnun. Og við þessari kröfu verður gróðafélagi Leifs í útgáfufé- lagi Morgunblaðsins, Geir Hall- grímsson borgarstjóri. Borgar- stjórinn skipar „lóðanefnd" sinni að taka kröfu timbur- kaupmannsins til greina — enda þótt með því sé níðst á almenn- um umsækjendum um bygg- ingarlóðir og fjölmörgum reyk- vískum byggingarmeisturum sem sótt höfðu um lóðir en fá synjun. Sjaldan hefur raunveru'ieg ást íhaldsins á einstaklings- framtakinu komið skýrar í ljós. íhaldið með Geir borgarstjóra í broddi fylkingar hneigðir sig og beygir fyrir ósvífni timbursalans í Völundi en hafnar umsóknum samtaka al- mennings og sjálfra bygging- armannanna. Það er „einstak- lingsframtak" hinna ^tóru og ríku, sem íhaldið vill hlúa að, einstaklingsframtak almennings fyrirlítur það og forsmáir. Af þessu má einnig sjá að það er ekki einskis nýtt að vera gróðafélagi Geirs borgar- stjóra. Borgarstjórinn bekkir sína og hlynnir að "™ð ráðum og dáð! FRAMBOÐSUSTAR við alþingiskosningar 1 Reykjavík, sem fram eiga ið fara sunnudaginn 9. júní 1963, skulu af- lentir í skrifstofu yfirborgarfógeta, Skólavörðu- 5tíg 12, eigi síðar en miðvikudaginn 8. maí 1963. Yfirkiörstjómin í Reykjavík, 29. apríl 19^ Kristján Kristjánsson. Sveinbjöm Dagfinnsson. . °áli Líndal. Syjólfm Jónsson. Þorvaldur Þórarinsson. IÐNNCMA R Fjölmennið í kröfugöngu 1. maí-nefndar og á útifundinn við Miðbæiarskólann. Gleðilega hátið! STJÖRN I.N.S.I. Sendum öllu vinnandi fólki beztu kveðjur í tilefni dagsins. Þökkum viðskiptin. Gleðilega hátíð! Steypustöðin h.f. Sendum öllu starfsfólkinu og öllu vinnandi til lands og sjávar okkar beztu kveðjur í tilefni dagsins. Sendum öllu starfsfólkinu og öllu vinn- andi fólki til lands og sjávar kveðjur í tilefni dagsins. Sendum öllu starfsfólkinu okkar beztu kveðjur í tilefni dagsins. Blikksmiðjan GRETTIR Sendum öllu starfsfólkinu okkar beztu kveðjur í tilefni dagsins BlLASMIÐJAN H.F. Sendum starfsfólkinu beztu kveðjur í til- efni dagsins og öllu vinnandi fólki til lands og sjávar. EININGAHOS H.F. Sendum öllu starfsfólkinu okkqr beztu kveðjur í tilefni dagsins TÆKNI H.F >. * 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.