Þjóðviljinn - 08.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.05.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 8. maí 1963 — 28. árgangur — 102. tölublað. Gögn þau sem Þjóðviljinn heíur birt varðandi njósnir bandariska sendiráðsins um fslendinga hafa að vonum vakið mikla athygli alls al- mennings. Viðbrögð hernáms- blaðanna hafa hins vegar verið þau, að hvorki Alþýðublaðið eða Tíminn hafa minnzt á málið en Vísir og Morgun- blaðið tekið upp hanzkann fyrir bandaríska sendiráðið og hafa bæði blöðin reynt að af- saka njósnarstarfsemi þess eftir beztu getu. Um þessa afstöðu hernáms- blaðanna til persónunjósna bandaríska sendiráðsins er rætt á 12. síðu blaðsins i dag og þar er einnig birt ein af njósnaskýrslunum. Eiga undanhaiiismenn ao semja um LANDHELGINA i London i aust? JTohn Wood (t.v.) og Logi Einarsson (fremst t.h.) — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Heímótfarskapurinn fyrir kosningar sýn- ir hvers megi vœnta eftir kosningar Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum hafa Bretar ákveðið að kalla saman ráðstefnu um landhelgismál í London í september í ár, og á m.a. að ræða þar um fiskveiðiréttindi í Norður-Atlanzhafi, markaðsréttindi og eftirlit með fiskveiðum, og er ísland í hóp þeirra þjóða sem boðið hef- ur verið til ráðstefnunnar. Auðvitað er það engin tilviljun að ráðstefnu þessa á að halda nokkrum mánuðum áður en undanþágusamningurinn um veiðar Breta í íslenzkri landhelgi rennur út, og skömmu áður en nauðung- arsamningur Dana um landhelgina við Færeyjar fellur úr gildi. Á þessari ráðstefnu ætla Bretar að sjálfsögðu að tryggja sér ný sérréttindi við ís- land og Færeyjar. Undirlægjuháítur ríkisstjórnarinnar í átökunum við brezka veiðiþjófa nú — nokkrum vikum fyrir kosningar — er til marks um það hvers vænta megi ef stjórnarflokkamir hafa einir vald til að fara með landhelgismálin að kosningum loknum. Wood útgerðarmaður biður sér vægðar af réttinum í>au tíðindi gerðust í Milwood-máiinu í gær, að John Wood, eigandi togarans, kom fyrir rétfinn og bauðst til að gefa skýrslu um viðskipti sín við Smith skipstjóra sinn. Hann fékk að gefa skýrsluna, en ekki var tekinn af honum eiður og um mörg atriði hennar er hann einn til frásagnar. Hann byrjaði að lýsa fyrir réttinum hve mikið áfall missir skipsins væri fyrir hann og að það kostaði hann 260 sterlingspund á dag að geta ekki haldið skipinu úti. Það mun vera einsdæmi að brezkur útgerðarmaður komi fyrir réft á íslandi. Þegar John Wood hafði þann- ig reynt að skapa andrúmsloft samúðar í réttinum. tók hann það fram að ef hann fengi ekki skipið laust hið allra bráðasta væri úti um sig efnahagslega, hann yrði sem sagt gjaldþrota. Síðan hóf hann að lýsa gangi málsins. Þetta var mikil raunasaga út- gerðarmanns sem ekkert vald hefur yfir skipstjóra sínum. Hann kvaðst hafa talað við Smith með- an hann var enn um borð í Milwood. Hann hafði lagt mjög fast að Smith að gefa sig á vald íslenzku landhelgisgæzlunni, en skipstjórinn hefði verið ó- sveigjanlegur, síðan hefði gengið maður undir manns hönd til að koma vitinu fyrir Smith, en árangurslaust. Næst hafði hann fregnir af því að Smith væri kominn um borð í Juníper, en sá togari er einnig eign Woods. Nú sagð- ist hann hafa haldið að bæði skipin væru komin í skömm og óttaðist mjög að missa þau í hendumar á Öðinsmönnum. Mil wood var lagður af stað til Reykjavikur undir íslenzkri stjóm og Öðinn hafði tekið til við að elta Júníper. Til þess nú að bjarga málinu hafði hann orðið við beiðni skozka innan- ríkisráðuneytisins og látið Juni- per snúa við áleiðis til Islands aftur í u.þ.b. klukkustundar- siglingu. Wood náði nú sambandi við Hunt skipherra á Palliser og tjáði honum að Juníper yrði að halda áfram ferð sinni til Aber- deen til að ná markaðinum þar, en þá sagði Hunt honum að Smith væri kominn yfir í skipið til sín. Wood fannst málið nú vera komið í mikla sjálfheldu og til að höggva á hnútinn hefði hann skipað Hunt að fara með Smith aftur um borð í Juníper og láta hann síðan sigla á fullri ferð til Skotlands. Sér hefði þó verið ljóst að hann hafði ekkert vald til að skipa Hunt eitt eða neitt! Honum skildist þó að þessi fram- Framhald á 2. síðu. Yfirlýsing stjómarflokkanna um að Bretar muni ekki fá nýj- ar undanþágur í íslenzkri land- helgi eru auðvitað marklausar. Fyrir síðustu kosningar stóðu all- ir stjómarflokkanna einróma að yfirlýsingu Alþingis þar sem m.a. var komizt svo að orði. „Lýsir Alþingi yfir, að það telur Island eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiði- landhelgi, að afla beri viður- kenningar á rétti þess til landgrunnsins alls svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiski- miða Iandgrunnsins frá 1948, og að ekki komi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum um- hverfis landið“. Loforðið um að ekki kæmi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur framkvæmdu stjómar- flokkarnir með þvi að hleypa Bretum inn að 6 mílum. Sam- þykktin um landgrunnið var framkvæmd með þvi að afsala umráðaréttinum yfir því til Breta og alþjóðadómstólsins. Nú er komið í ljós að auk hinna opinberu nauðungarsamn- inga um landhelgina hefur verið Grímur Jónsson loftskeytamaður. Sósíalistar, Reykjavík Erindi og kvikmyndasýning í kvöld klukkan 20.30 ■ Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 20.30 í Tjarnargötu 20 og verða þar flutt erindi og kvikmynd sýnd. ■ Þeir sem flytja erindi á fúndinum eru Einar Olgeirsson er mun ræða um kjaramálin og atvinnumálin og Haukur Helgason sem talar um Efnahagsbanda- lagið og afstöðu íslenzku stjómmálaflokkanna til þess. 9 Á fundinum verða einnig rædd félagsmál og að lokum sýnd 21 árs gömul lit- kvikmynd af 1. maí-hátíðahöldum í Reykjavík. gerður leynisamningur um land- helgisgæzluna. Efni hans er það að landhelgisgæzlan má ekki taka brezkan togara án sam- vinnu við brezka flotann, sem á að senda herskip á vettvang og samþykja tökuna, og i samræmi við það hafa skipherrar brezku herskipanna haft bækistöðvar f skrifstofu Iandhelgisgæzlunnar. Framkvæmd þessarar samvinnu birtist glöggt þegar Öðni var bannað að beita löglegu valdi til að taka skipstjórann á Milwood, en brezkt herskip bjargaði hon- um síðan undan með svikum og ofbeldi. Neyöaróp í Morgunblaðinu Með framkomunni í því máli hafa Bretar sjálfir brotið land- helgissamninginn við fsland. Ríkisstjórninni bar auðvitað skylda til að lýsa yfir því að þar með væru allar undanþágur Breta í íslenzkri landhelgi falln- ar úr gildi fyrirvaralaust, auk þess að leggja hald á togarann og gera aðrar óhjákvæmilegar ráðstafanir í sambandi við sam- búð ríkjanna. En ríkisstjómin hefur látið sér nægja að senda venjulega og marklausa mót- mælaorðsendingu. Hins vegar er ljóst að ríkis- stjórnin er orðin Iogandi hrædd við afleiðingarnar af Framhald á 2. síöu. Veriur verkfall hjá Samsölunni? Frá og með morgundegin- um 9. maí hefst verkfall hjá verbamönnum og útkeyrslu- mönnum hjá Mjólkursamsöl- unni, ef samningar hafa ekki tekizf fyrir þann tíma. Eins og kunnugt er hafa flest verkalýðsfélögin haft lausa samn- inga sína frá því á sl. hausti og hafa samningaviðræður stað- ið yfir milli Dagsbrúnar og at- vinnurekenda öðru hvoru í vet- ur. Dagsbrún hefur nú boðað verk- fall frá og með 9. maí næst komandi, þ.e. á morgun, hjá Mjólkursamsölunni, ef samning- ar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Verkfallið nær bæði til verkamanna og útkeyrslumanna hjá Mjólkursamsölunni. Sáttafundur var boðaður í gær kl. 5 fyrir milligöngu sáttasemj- ara ríkisins. Fundurinn stóð enn er blaðið fór í prentun. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.