Þjóðviljinn - 08.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.05.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. roai 1963 ÞIÓÐVILIINN Réttarhöldin gegn Wynne og Penkovskí Njósnararnir hafa þegar játað á sig sakir MOSKVA 7/5. — Brezki verzlunarmaðurinn Greville Wynne hefur með vissum fyrirvara játað á sig njósnir gegn Sovétríkjunum eftir því sem kom fram í ákærunni gegn honum, sem var lesin upp þegar réttarhöldin yfir honum og sovézka vísindamanninum Oleg Penkovskí hóf- ust í dag. Oleg Penkovskí sem áður var starfsm. samræmingarnefndar vísinda og rannsókna í Sovét- ríkjunum hefur játað öllum á- kæruatriðum, en aðalákæran gegn honum er landráð. Penkoski hóf njósnarstarfsem- ina í apríl 1961 þegar hann var á starfsferðalagi um Bretland. Wynne aðstoðaði hann við að ná sambandi við brezku og banda- rísku upplýsingaþjónustuna. Eft- ir Lundúnadvölina hitti Penkov- skí reglulega brezka og banda- ríska útsendara á ýmsum leyni- legum stöðum og lét þeim í té margvíslegar pólitískar, efnahags- legar og hemaðarlegar upplýs- ingar um Sovétríkin. Sjálfur hafði hann fengið hjá þeim leiðbeiningar um hvemig hann ætti að fara að því að ná þessum upplýsingum. Penkovskí Eldur í systur- skipi Threshers GROTON, Connecticut 7/5 — Þrír men fórust og tveir slösuð- ust, annar alvarlega, í eldi sem upp kom í dag í kjamorkukaf- báti sem verið er að smíða í Groton í Connecticut. Kafbáturinn sem kviknaði í, Flasher, er systurskip Thresh- ers sem sökk í Atlanzhaf 10. apríl sl. með 129 menn innan- borðs. Orsök eldsins er ókunn. hélt áfram þessari njósnastarf- semi sinni þangað til hann var handtekinn. Wynne hafði stöðugt samband við Penkovskí, gaf honum ýmis ráð og ábendingar í starfinu, hvatti hann og ræddi áætlun um væntanlegan flótta frá Sovét- ríkjunum síðar. Penkovskí hafði um skeið dval- izt í París og fór þá á alla dýr- ustu staði þar og í ferðalög um umhverfið og Wynne borgaði brúsann. Er saksóknarinn spurði Wynne hvar hann hefði fengið peningana til þess ama, svaraði hann rólegur: „Frá brezku njósnaþjónustunni". Penkovskí var lofað að er hann hefði lokið njósnunum fyrir Breta og Bandaríkjamenn í Sovétríkjunum mundi hann fá vellaunaða atvinnu í brezka eða bandaríska landvamahemum. Pyndingar fanga í Johannesburg JOHANNESBURG 7/5 — Verj- andi þrettán manna af afrískum stofni sem komu fyrir rétt í dag, ákærðir fyrir íkveikjur, lýsti því yfir að lögreglan hefði beitt pyndingum til að fá þá til að gefa upplýsingar. Þeim er haldið föngnum við hryllilegar aðstæður og fá ekki að yfirgefa fangakiefana. Þeir fá aldrei að sjá dagsljósið, sagði hann. Mennimir þrettán eru hluti af hópi 37 fanga sem allir eru sagð- ir vera félagar í afrísku and- spymuhreyfingunni POQO sem er bönnuð. Enn hætta á stríði Haiti og Dóminíkanska lýðveldisins WASHINGTON 7/5. — Bandaríkjastjórn hefur opinber- lega varað við stríðshættunni á Karabíska hafinu og und- irstribað að ástandið milli Haiti og Dóminíkanska lýðveld- isins fari síversnandi. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman til fundar í kvöld í aðalstöðvunum í New York til að ræða kæru Haiti um að Dóminíbanska lýðveldið hafi hótað innrás, sem sé ógnun við alþjóðafrið og öryggi. I dag ákvað bandaríkjastjóm að flytja heim frá Haiti 1500 bandaríska borgara, sem þar dveljast, vegna hættuástandsins í landinu. Fjölskyldur bandarískra sendiráðsmanna og starfslið hers- ins — alls 220 manns — hafa fengið skipun um að hverfa á brott og aðrir bandarískir borg- arar em hvattir til að fara heim þegar í stað. Verður komið af stað loftbrú strax á morgun til að flytja fólkið til Bandaríkj- VinnuskóH Reykjavíkur Vinnuskóli Reykja.víkur tekur til starfa um mán- aðarmótin maí — júní og starfar tdl mánaða- móta ágúst - september. í skólann verða teknir unglingar, sem hér seg- ir: Drengir 12—15 ára incl., og stúlkur 14—15 ára 'ncl., miðað við 15. júlí n.k. Einnig geta sótt um skólavist drengir, sem verða 13 ára og stúlkur, sem verða 14 ára, fyrir n.k. áramót. Umsækjendur á þeim aldri verða þó því aðeins teknir í skólann, að nem- endafjöldi og aörar ástæður leyfi. Umsóknar- eyðublöð fást í Rá.ðningarstofu Reykjavíkurborg- ar Hafnarbúðiim v/Tiyggvagötu, og sé umsókn- um skilað þangað fyrir 20. maí n.k. RÁÐNINGARSKRIFSTOFA REYKJAVÍKURBORGAR. anna. Heill floti bandarískra far- þegaflugvéla verður í stöðugum ferðum milli höfuðborgar Haitis, Port-au-Prince og Miami í Flor- ida. Kæra Haiti til öryggisráðsins var send þegar Dóminíkanska lýðveldið sendi aukið herlið til landamæranna. Formaðurinn í ráði Sambands Ameríkuríkjanna, Gonzalo Facio. hefur skorað á bæði löndin að forðast að beita valdi. Ráðið sat á tveggja tima fundi í gærkvöld án þess að komizt yrði að samkomulagi um, hvað gera skyldi í deilunni. Eins og sagt var frá í frétt- um í gær, ríkir nú alger ógnar- öld á Haiti, þar sem Duvalier einræðisherra ræður ríkjum og lætur hermenn sína skjóta fólk niður á götum úti og pynda fanga á hinn hryllilegasta hátt. Deila Dóminikanska lýðveldis- ins og Haiti reis vegna þess að haitískar lögreglusveitir réðust inn í sendiráð Dóminikanska lýð- veldisins í Port-au-Prince og handtóku þar flóttamenn sem leitað höfðu hælis í sendiráðinu. Mótmælti forseti Dóminikanska lýðvéldisins, Juan Bosch, þessu þegar og krafðist þess að mönn- unum yrði sleppt úr haldi og j leyft að fara úr landi. Hann í krafðist þess einnig að flótta- j mönnum sem hefðust við í öðr- um erlendum sendiráðum yrði I leyft að fara úr landi. Samið í Vestur-Þýzkalandi 5% launahækkun málmverkamanna STUTTGART 7/5. — í bvöld aflýstu vinnuveitendur í fylbinu Baden-Wurtenberg verkbanninu í málmiðnaðin- um þar sem aðilar í vinnu- deilunni komu sér saman um málamiðlun aðfaranótt þriðjudagsins. Verkbannið sem náði fil meira en 300 þús. verkamanna, var hefnd- araðgerð vinnuveitenda vegna verkfalls 100 þúsund málm- iðnaðarmanna til stuðnings kröfunum um hærri laun. Hluti málmiðnaðarf yrirtæk j - LEIGUBIFREIÐASTJÓRAR Höfum nú aftur fyrrliggjandi hina afarvinsælu TAXI SPECIAL HJOLBARÐA HJÓLBARÐINN h.F. Laugavegi 178. — Sími 35260. anna í Baden-Wurtenberg mun taka aftur til starfa þegar á morgun, en önnur þurfa meiri tíma til stefnu áður en aftur er hægt að hefja framleiðsluna. Eftir hádegi í dag samþykkti stjóm sambands málmiðhaðar- manna málamiðlunarlausnina sem fulltrúar deiluaðila komu sér saman um eftir nærri því tólf tíma erfiðan sáttafund. Samþykkt var að málamiðlunar- menn fengju 5% launahækkun frá og með 1. apríl og tvö pró- sent í viðbót frá 1. apríl næsta ár. Samningurinn sem gildir í 18 mánuði mun því væntanlega binda endi á verkfallið og verk- bannið sem saman hafa náð til hátt á fimmta þúsund manns í fylkinu Baden-Wurtenberg þar sem launadeilumar hófust 29. ap- ríl. Eftir er að leggja málamiðlun- arlausnina fyrir sérstakar samn- inganefndir beggja aðila í hér- aðinu, en reiknað er með að hún verði einnig samþykkt af þeim. Stjóm vinnuveitendasambands- ins hefur eins og stjóm málm- iðnaðarmannasambandsins sam- þykkt málamiðlunina og ráð- leggur félögum vinnuveitenda í fylkinu að ganga að henni. Upphafleg krafa málmiðnaðar- verkamanna var 8% launahækk- un, en tilboð vinnuveitenda var í upphafi 1%. Iðnaðarmálastofnun Vestur- Þýzkalands tilkynnti í dag að lausnin mundi kosta málmiðnað- inn 1.4 milljarð marka á árinu. Ctgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokk- iirinn — Bitstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sicorft* ur Guðmimdsson (áb) Fréttariistjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþj&fsson. Ritstjórn auglýsingar. prentsmiðja: SkólavörOust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 63 á mánuðí. Mæiikvarðar J^ínurit það, sem Þjóðviljinn bir'ti síðast liðinn sunnudag yfir kaupmátt tímakaups Dagsbrún- armanna virðist hafa komið eit'thvað óþægilega við taugar Alþýðuflokksins. Og þess vegna rýkur Alþýðublaðið upp í gær og segir, að það sé „vissu- lega fráleitt að nota breýtingar á kaupmætti lægsta taxta Dagsbrúnar sem mælikvarða á breyt- ingar á kjörum launþega almennt“. Og ástæðan fyrir því að kaupmáttur launanna er ekki nothæf- ur lengur sem mælikvarði á kjör launþega, er ein- faldlega sú að sögn Alþýðublaðsins, að Gylfi Þ. Gíslason fann upp annan og miklu betri mæli- kvarða á alþingi í vetur. Sá mælikvarði er fólginn í því, að taka meðalárstekjur nokkurra stétta og segja, að upphæðin í krónutölu sé hin sama og kaupmáttur launanna. Jjessi nýja hagspeki ráðh'errans gaf líka mjög góða raun samkvæm't hans eigin útreikningum. Frá því á árinu 1958 hafði kaupmátturinn aukizt um hvorki meira né minna en 10% og þessa speki tyggur Alþýðublaðið upp í gær alls hugar fegið! Ekki skal neinum getum að því lei't't, hvaða hvatir liggja á bak yið þá augljósu fölsun á hugtakinu kaupmát'fur, sem felst í þessu. Það er sem sé ekki lengur miðað við kaupmátt krónunnar held- ur krónufjöldans, sem launastéttimar bera úr být- um. Og í ákafa sínum virðist ráðherrann og mál- gagn hans með öllu hafa gleymf því viðlagi, sem viðreisnarliðið hefur sungið í hvert skip'ti, sem launastéttirnar hafa farið fram á bætt kjör. Þá hefur svo sannarlega ekki staðið á söngnum: Það er kaupmátturinn en ekki krónufalan sem máli skiptir. Á þetta hafa launþegasamtökin einnig lagf hina mestu áherzlu í bará'ttu sinni fyrir bættum kjömm, þótt þau hafi jafnan neyðzt til þess að fara inn á kauphækkunarleiðina, þegar stjórnar- völdin hafa lokað öllum öðrum leiðum. JJagræðing Gylfa Þ. Gíslasonar á hugtökum og tölum nær ekki að hrekja þá staðreynd, sem vinnandi stéttir finna svo hastarlega fyrir í hvert skipti, sem þær brey'ta launum sínum í lífsnauð- synjar. Gylfi Þ. Gíslason er líka þekkfur fyrir að hafa fundið upp fleiri mælikvarða á viðreisnar- kjörin en þann sem Alþýðublaðið vitnar til í gær. í útvarpsumræðum frá alþingi nýlega brá hann sér þannig í húsmóðurlíki til að lofa og prísa kaup- máttinn undir viðreisn, en árangurinn varð ein- ungis almennur hlátur. Og jafnvel þótt ráðherr- ann gengi næst fram í gerfi pelabarns og reyndi að hjala sem blíðlegast um ágæfi viðreisnarinnar, myndi enginn trúa honum lengur. Svo mjög hef- ur nú Alþýðuflokkurinn skipt um hlutverk frá því sem áður var, að þegar þessi ráðherra gengur fram ’til þess að „sanna“ batnandi lífskjör, þá er það öruggur mælikvarði þess, að lífskjörin hafi versnað. Og stjórnarflokkarnir óftast þann dóm, sem þjóðin muni fella í samræmi við þá staðreynd í komandi kosningum. — b.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.