Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA -100% 5 virkir dagar eftir 1 gær náðum við aðeins 2% eða heldur slakara cn við burfum að ná til þess að ná meðaltali dagsins. Vantar okkur þá enn 70 þúsund. Við stöndum I 86%. 1 dag þurfum við að vega þetta upp og fara sem lengst tii þess að ná markinu. Skrifstofan Þórs- götu 1 sími 17514 er opin daglega frá klukkan 10-12 fyrir hádegi og 1-6 e. h. Fólk utan Reykjavíkur get- ur póst- eða símsent til okkar. — Utanáskrift er Styrktarmannakerfi Þjóð- viljans Þórsgötu 1. Menn geta líka haft samband við trúnaðarmenn okkar á hin- um ýmsu stöðum. Margar hendur vinna létt verk. Bátur til sölu 2 tonna trilia til sölu. Útborg- un samkomulag. Sími 18367. Regnklæðin eru hjá Vopna. — Haldgóð, létt og ódýr, fyrir bæði full- orðna og unglinga. Allir saumar rafsoðnir. Veiðivöölur eru komnar á markaðinn. VOPNI Aðalstræti 16 ÞIÓÐVILIINN Föstudagurinn 17. maí 1963 Framsókn óttast Alþýðubandalagið Framhald af 1. síðu. sín við það að búa í haginn fyrir samstjóm hemámsflokk- anna að kosningum loknum. Skilja ekki að flokkur hafi hugsjónir Tíminn ræðst í gær á Sósíal- jstaflokkinn fyrir samþykkt síð- asta flokksþings á ályktuninni um leið íslands til sósíalismans, rífur setningar úr samhengi, falsar og snýr út úr samkvæmt fordæmi úr Morgunblaðinu. í Leið fslands til sósíalismans gerir Sósíalistaflokkurinn grein fyrir hugmyndum sinum um það hvemig sósíaMsminn verði fram- kvæmdur við íslenzkar aðstæð- ur, samkvæmt íslenzkum for- sendum, þegar meirihluti þjóðar- innar hefur snúizt til fylgis við sósíalismann. Það er eðl'ilegt að hægrlleið- togar Framsóknarflokksins eigi erfitt með að skilja það að stjórnmálaflokkur eigi sér hug- sjónir um framtíðina og boði þær af fullri djörfung. Það er einkenni á hægrimönnum Fram- sóknarflokksins að hafa ekki fasta stefnu í nokkru máli. hvorki stóru né smáu, nota mál- efni aðeins til atkvæðaveiða en atkvæðin síðan til að kaupa sér völd hvað sem málefninu hður. Hvernig ættu slíkir menn að Skilja flokk sem hefur hug- sjónir og stefnir að ákveðnu marki Vinstrimenn vantreysta Framsókn En jafnframt því sem Sósíal- istaflokkurinn stefnir að því. marki sínu að vinna meirihluta þjóðarinnar til fylgis við sósíal- ismann, tekur hann að sjálfsögðu af allri orku simri þá'tt í þeirri' örlagaríku baráttu sem nú er háð um framtíð, lífskjör og ör- yggi íslenzku þjóðarinnar. Hefur Sósíalistaflokkurinn alltaf lagt kapp á að sameina krafta vinstrimanna jafnt í sjálfst.æð- isbaráttunni sem kjarabarátt- unni. Mikilvægum áfanga var náð 1956 þegar hluti af alþýðu- flokknum og ýmsir óháðir menn stofnuðu Alþýðubandalagið á- samt Sósíalistaflokknum, Qg hafði sá atburður mikilvæg á- hrif á stjórnmálaþróunina á ís- landi. Nú hefur þessi samstaða vinstrimanna enn styrkzt með aðild Þjóðvarnarflokks fslands. Þan samtök sem nú ganga til kosninga skírskota til vinstri- manna á íslandi, allra þjóð- ho'lra íslendinga; þeir eiga þess nú kost að ná meira áhrifavaldi í íslenzkum stjómmálum en nokkru sjnni fyrr. Og fréttir hvaðanæva af landinu benda til að það tækifæri verði hagnýtt. Þetta er ástæðan til þess ótta sem nú hefur heltekið Framsókn- arflokkinn. Forustumenn hans finna það að þeim er VAN- TREYST af öllum vinstrisinnuð- um mönnum. Vinstrimenn vita að með því að kjósa Fram- sóknarflokkinn væru þeir að gera leiðtogum hans auðveldara fyrir að semja sig inn í hægri- stjórn effcir kosningar. Leiðin til að koma í veg fyrir að Fram- sóknarforsprakkarnir dirfist að svíkja stefnu sína á þann hátt er sú ein að gera Aíþýðubanda- lagið nægilega sterkt að kosn- ingum loknum. Reykjavík vann Bæjarkeppnin í knattspyrnu milli Reykjavíkur og Akraness var háð í gærkvöld. Leikar fóru svo, að Reykjavík vann með tveim mörkum gegn engu. Bæði mörkin voru sett í fyrri hálf- leik. Þeir Jens Karlsson og Gunnar Guðmannsson skoruðu. Dráftarvélar Framhald af 12. síðu. dráttarvélar, sem kostuðu um kr. 54.000,00 fyrir „viðreisn" kosta nú EFTIR tollalækkanirnar kr. 92.000,00 til kr. 105.000,00, og hafa því hækkað í verði um 40—50 þúsund krónur. Staðreyndirnar cru ólýgnar um þá óðaverð- bólgu, sem vlðreisnin hefur skapað á öllum sviðum. 11» Á- nægjulegt Vísir birtir sl. þriðjudag 2 teikningar á forsíðu af göml- um hjónum. Fyrri teikningin sýnir hjónin 1959, þegar rík- isstjóm Alþýðuflokksins fór með völd. Þá eru þau ákaf- lega sorgmædd og framlág, horuð og guggin, maðurinn með yfirskegg sem lafir nið- ur fyrir höku, konan með gleraugu. Seinni myndin sýnir sömu hjónin í ár, þegar Sjálfstæðisflokkurinn situr í ríkisstjóm með Alþýðuflokkn- um, og nú er einhver munur að sjá upplitið á hjónunum. Þau hafa hreinlega yngzt upp, gamla konan er orðin sælleg og bústin og er hætt að nota gleraugu. Gamli maðurinn er búinn að raka af sér yfir- skeggið og er farinn að reykja pípu i staðinn; hins vegar virðist sjón hans hafa bilað bví að hann er búinn að setja upp gleraugu konu sinnar. Á seinni myndinni skín ánægjan út úr hjónunum; þama er fólk sem ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af tilverunni framar heldur getur setið í legubekk og látið fara vel um sig. Og ástæðan til þessara gleðilegu umskipta er sú að frá því að Alþýðuflokkurinn fór með völd 1959 hefur elli- lífeyrir hjóna hækkað úr kr. 15.927 á ári í kr. 32.842 eða um 106%. Vísir lætur þess að sjálf- sögðu ekki getið að á þessu sama tímabili hefur almennt verðlag á lífsnauðsynjum hækkað um 50%, þannig að verðbólgan ein gleypir helm- inginn af lífskjarabót gömlu hjónanna. En látum það liggja milli hluta. Hitt væri fróðlegt að vita hvernig hægt er að lifa áhyggjulausu lífi, sitja í legubekk og yngjast upp af vellíðan fyrir fólk sem fær í lífeyri á mánuði kr. 2.569. ViH ekki Vísir birta bú- reikninga gömlu hjónanna, hvað þau greiða í húsnæði, hvað þau kaupa í mat. hvem- ig þau fara að því að fata sig, hvað þau geta veitt sér af skemmtunum fyrir þessa rausnarlegu upphæð. Síðan gæti blaðið skýrt frá því hvað heildsalamir — eigendur blaðsins — hafa f tekjur á mánuði, alveg að óþörfu fyrst hálft þriðja þúsund nægir til hinnar fullkomnustu og sönn- ustu lífshamingju. — Anstrl. ALBERT neitar aðstoðar- beiðni við m/b K Ó P Siglufirði í gær. — Svo bar til síðdegis í gærdag, þegar varð- skipið Albert var á leið til Siglu- fjarðar með Ingólf Jónsson, sam- göngumálaráðherra og Hermann Þórarinsson, frambjóðanda í- haldsins í Norðurlandskjördæmi vestra að varðskipið fékk aðstoð- arbeiðni frá m.b. Kóp frá Stein- grímsfirði, sem var með bilað spil út á Húnaflóa og hurfti á aðstoð að halda til þess að bjarga veiðarfærum sínum. Varðskipið sinnti í engu beiðni bátsins og hélt Albert áfram með íhaldsfulltrúana til Siglufjarðar, en þar höfðu þeir auglýst fram- boðsfund um kvöldið. Klukkan átta um kvöldið endurtók bátur- inn aðstoðarbeiðni sína, en þá lá Albert við bryggju á Siglu- firði. Kvaðst þá fyrsti stýrimað- ur varðskipsins ekki geta sinnt aðstoðarbeiðni bátsins fyrr en klukkan 6 til 7 morguninn eftir, en á þeim tíma var fyrirhugað að halda áfram ferðinni með í- haldsframbjóðendurnar Aðstoð- arbeiðni Kóps heyrðist á öldum ljósvakans víða um Norðurland. Hér á Siglufirði hefur það vakið undrun og reiði allra, að íhaldið notar varðskip Landhelgisgæsl- unnar í kosningabaráttunni rétt Glæsilegur fundur Framhald af 1. síðu. um glæsilega sóknarfuwdi Sósíal- istafélags Reykjavíkur. Hann mun verða fundarmönnum öll- um hvatning til starfs og bar- áttu þær fáu vikur sem eftir eru til kosninga. Bátavél til sölu til sölu er Sleipnir bátavél 7—9 hestöfi með skiptiskrúfu. Útborgun samkomulag Sími 18367. eins og um eigin farartæki væri að ræða. Ekki er einu sinni hik- að við að láta varðskipin neita að sinna aðstoðarbeiðni smábáta til þess að þjónustan við íhaldið geti verið sém bezt. — K. F. Kosningafundir Alþýðubandal. Akranes Kosningafundur verður í Bíó- höllinni í kvöld og hefst kl. 9. Málshefjendur eru Lúðvík Jós- epsson og Ingi R. Helgason. Engir sameiginlegir framboðs- fundir verða hjá stjórnmála- flokkunum á Akranesi og er hér með skorað á frambjóðendur hinna flokkanna að mæta á fundinum. Dalvík Kosningafundur verður í Sam- komuhúsinu næsta sunnudag og hefst kl. 1.30. Málshefjendur verða Björn Jónsson. Amór Sig- urjónsson og Hjalti Haraldsson. Raufarhöfn Kosningafundur verður næsta mánudagskvöld í Samkomuhús- inu. Málshefjendur eru Björn Jónsson, Arnór Sigurjónsson, Páll Kristjánsson og Hjalti Haralds- son. Lundur í Axarfirði Kosningafundur verður í sam- komuhúsinu að Lundi næsta þriðjudagskvöld og eru málshefj- endur þeir sömu i og á Raufar- höfn. Grafarnes Kosningafundur verður næsta sunnudag í Grafamesi og hefst kl. 8.30 í Samkomuhúsinu. Máls- hefjendur eru Ingi R. Helgason og Einar Olgeirsson. SUMARDVÖL BARNA Fyrirhugað er að Sjómannadagsráð beiti sér fyrir sumardvöl nokkurra bama í heimavistarskólanium að Laugalandi í Holtum, á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst. Aðeins verður tekið við bömum sem fædd eru á tímabilinu frá 15. júní 1956 til 15. júní 1959. Þau sjómannabörn munu njóta forgangsréttar, sem misst hafa föður eða móður, eða búa við sérstakar heimilisástæður. Gjald fyrir þessi börn verður það sama og hjá Rauðakrossi íslands. Umsóknir skulu berast skrifstofu Sjómannadagsráðs að Hrafnistu fyrir n.k. mánudagskvöld 20. maí. í um- sóknum skal taka fram nafn, heimili og fæðingardag barna, nöfn foreldra og framfærenda, stöðu föður, síma, fjölda barna í heimili og ef um sérstakar heim- ilisástæður er að ræða t.d. veikindi móður. Gjaldið ber að greiða fyrir 1. júlí. Þær umsóknir sem ekki verður svarað fyrir 6. þ.m. verða ekki teknar til greina. Stjóm Sjómannadagsráðs. AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka fslands h.f. verður haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík laugardaginai 25. maí n.k. kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum bankar.s. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í bankanium dagana 20. maí til 24. mai að báðum dögum meðtöldum. Reykjavík, 16. maí 1963 Sveinn B. Valfells form. bankaráðs. SIIIH PJDNUSIMI LAUGAVEGI 18® SIMI 19113 SELJENDUR ATHUGIÐ: Höíum kaupendur með miklar útborg- anir að íbúðum og einbýlishúsum. TIL SÖLU: 2 herb. nýleg íbúð við Rauðalæk. 2 herb. íbúð í smíðum 1 Selási. 3 herb. íbúð við Öðinsgötu 3 herb. íbúð við Engjaveg. 3 herb. góð kjallaraíbúð við Mávahlíð sér inngangur. 1. veðr. laus. 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg, sérinngang- ' ur. 3 herb. fbúð við Njarðar- götu. sér hitaveita. 1. veðr. laus. 3 herb. fbúð á Seltjamar- nesi. 3 her. hæð f timburhúsii Kópavogi. 1. veðr laus. 3—4 herb. íbúð f smíðum við Safamýri. 4 herb. hæð við Melgerði. 1. veðr. laus. 4 herb. kjallaríbúð við Ferjuvog. 1. veðr. Iaus. 4 herb. glæsileg hæð við Longholtsveg bílskúr. 1- veðr. laus. 5. herb. efri hæð, 140 ferm. við Mávahlíð. I. veðr. laus, útb. 300 þús. t SMÍÐTJM: Glæsilegt einbýlishús í Garðahreppi. selst tilbú- ið undir tréverk og málningu. Glæsilegar 130—140 ferm hæðir f Kópavogi. með alit sér. Höfum til sölu nokkrar litl- ar íbúðir og einbýlishús * borginni og í Kónavogi. út- horeanir 50 til 150 búsund. Lítið einbýlishús við Rreið- hoitsveg Otb 150 bús. Einbýlishús í Gerðunum. 4 herb. og eldhús. Arki- tekt Sigvaldi Thordarson. . Hús við Hitaveituveg. allt nýstandsett. stór lóð og stórt útihús. Timburhús við Heiðargerði. Raðhús í enda við Skeiða- vog. Timburhús við Suðurlands- braut. útb. 50 bús. Timburhús við Borgarholts- braut. útb. 100 bús. Hafið samband við okkur ef bér burfið að kaupa eða selja fasteianir. GERID BETRI KflUP EF ÞIÐ GETID 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.