Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.05.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞIÓÐVILJINN Föstudagurinn 17. mai 1963 Nýjar flíkur á börnin úr gamalli peysu af mömmu Allir vita að hægt er að nýta gamlar, handprjónaðar peysur, sem orðnar eru of litl- ar, með því að rekja þær upp og prjóna afiur úr garninu. En það er líka hægt að fá fal- leg föt á bcrmn úr gömlum vélpiiónuðum fullorðinspeys- um, sem eru líti'Ö slitnar, en ekki notaðar lengur, t.d. aí því að þær hafa hlaupið eða aflagazt í þvotti eða einfald- lega vegna þess að sniðið á þeim er eicki lengur í tízku. Bezt er að klippa gömlu peysurnar sundur á saumun- um og klippa burt stykki sem eru þæfð eða dálítið slitin, pressa síðan heilu stykkin og sniða þau eftir pappírssniðum sem ’oúin eru til fyrst. Reikna þarf með % cm saumfari. Flíkurnar eru síðan saumaðar sam;:.n eins og verið væri að sauma úr ofnu efni, en gæta þarf þess að ganga mjög vel frá saumum. Gengið er frá hálsmáli og ermum með því áð sauma á kantana ræmur úr prjónaefninu, þaninig að rétta snúi móti réttu — saumfarið á að vera 14 cm —, snúa síð- an við og tylla niður að inn- anverðu. Einnig er snoturt að nota allskonar bönd til að ganiga frá með og þá jafn- jafnframt til skrauts. Á teikningunni sést hvernig hægt er að fá laglegar krakkaflíkur úr gömlum full- orðinspeysum. Efst er erma- laus peysa með breiöu ullar- bandi í öðrum lit í hálsmáli og mitti. Drengurinn er í prjónablússu í rússneskum stíl, og er hún skreytt útsaumuð- um böndum, sem fást í verzl- unum. Stutterma jakkimn á stelpunni við hliðina er lífgað- ur upp með hvítum brydding- um, kraga og slaufu úr tafti, og á kjólnum á þeirri litlu er Mjólk í kaffið dregur ekki úr óhrifum þess Til skamms tíma hefur það verið haft fyrir satt að mjólk sem blandað væri í kaffi drægi úr koffein-áhrifum þess. Þýzki lyfjafræðingurinn Starkenstein taldi sig hafa fengið sannanir fyrir þessu fyrir þremur ára- tugum eða svo. Nú hefur landi hans, lífefnafræðingurinn K. Neumann, dósent við háskólann Ættarnöfnin framleidd í vél 1 Svíþjóð verður hægt áð fá nóg af fínum, nýjum ætt- amöfnum í framtíðinni og er það að þakka vél sem nýlega var tekin í notkun á aðal- skrifstofu ættarnafnanefndai' sænska rikisins. Vélin er raf- eindaheili og hefur hann þeg- ar fundð upp milli 800.000 og 900.000 ný nöfn, segir sænska fréttastofan, og mun nú ætf- amafnanefndin vinna úr til- lögum hans um 50 þúsund nöfn til að skreyta dyraskilti og simaskrár. Það sem afgangs verður eft- ir fyrstu flokkun, verður gejrmt í sex ár, og verður þ:’ gefinni út nýr listi með nöfr. um sem fólk getur tekið séí þegar fimmtíu þúsundin ei- uppurin. Lögunum um ættarnöfn i Svíþjóð var nýlega breytt þannig að þau eru miklu rýmri en áður var og geta nú flestir sem vilja tekið sér ný nöfn. Er þetta gert vegnr þess að sum nöfn, einkum þan sem enda á -son, eru o'röin svo aJgeng, að til vandræð-> horfir. Sviþjóð er fyrst« landið þar sem skipuð hefu verið sérstök nefnd til að búr til ættamöfn. í Köln, athugað þessa kenn- ingu nánar og komizt að þeirri niðurstöðu að hún sé alröng. Hann gaf rottum stóra skammta af koffeini, uppleystu í vatni. Sumir skammtarnir voru blandaðir mjólk, aðrir ekki. I fjölda tilrauna varð niðurstaðan sú að jafnan dóu jafnmörg tilraunadýranna hvort sem þau höfðu neytt skammta með mjólk eða ekki. Hefðu rottumar hins vegar verið sveltar fyrir tilraunina, kom í ljós að mjólkin jók fremur en hjtt á eiturverkanir koff- einsins. Þetta kemur reyndar heim við það sem „kaffikerlingarnar" hafa haldið fram: að þær ættu erfitt með svefn ef þær drykkju rjómakaffi undir háttinn. snúra úr gamí í öðrum lit dregin í mittið og settir dúsk- ar á endana. Ekki fingurna í brauðristina! Eftir rannsókn á rafmagns- brauðristum segir brezka neytendablaðið Consumer Bulletin að eftirfarandi eigin- leikar ristarinmar séu mikil- vægastir: Að brauðið ristist jafnt allsstaðar. 1 tegundum sem þeyta brauðinu upp eftir ristun eiga jafnvel smástykki að koma sjálfkrafa svo hátt að auð- velt sé að góma þau. Stillingin úr ,,ljósu“ í „dö‘kkt“ verður að vera auð- veld. Handföng og takkar mega ekki hitnia. Stundum hætir mjög nýju brauði til að festast í þráðum ristarinnar, og verður flestum þá fyrst fyrir að losa það með fingninum, en það ætti eng- inn að gera fyrr en straum- urinn hefur verið rofinn, segir Consumer Bulletin, þar sem þræðirnir geta leitt. ☆ ☆ ☆ Raunhæf eðlisfræiikennsla Oft er um það rætt að kennsla í eðlisfræði, náttúrufræði og fleiri skyldum fögum sé ekki nógu raunhæf, nemendur læra hlutina aðeins á bók, en kynn- ast þeim aldrei í reynd. Ekki þurfa þær að kvarta yfir slíku, stúlkurnar á myndinni, sem ganga í gagnfræðaskóla í Walk- den í Englandi, þar sem eðlis- fræðitímarnir hafa verið helg- aðir starfi fyrir heyrnarleys- ingja. Meðal þess sem stúlk- urnar hafa búið til eru dyra- bjalla og vekjaraklukka fyrir þá sem ekkj heyra. Klukk- una liafa þær tengt við raf- magnshárþurrku, sem er látin hanga yfir höfðalaginu á rúmi þess sem á að vekja. 1 stað hringingar blæs þurrkan lofti framan í hann. Hér sjást stúlk- urnar sýna uppfinningu sína í aðalstöðvum heyrnarhjálpar- innar í Manchcstcr. Háu hælarnir alls ekki hættulegir Áratugum saman hafa konur í hælaháum skóm orðið að þola krepptar tær, eymsli í vöðvum, and- styggileg hljóð á gangstétt- um og ámæli fótasérfræð- inga. Nærri því allir hafa viðurkennt þá staðreynd að háir hælar séu óhollur hégómi. En nærri því allir hafa á löngu að standa, eftir þvi sem fjórir lífeðlisfræðingar við Massachusetts Springfield College í Bandaríkjunum segja að lokinni rannsókn í þessu efni. Þeir halda því fram, þvert á móti því sem áður hefur verið álitið, að há- ir hælar séu einmitt heilsu- samlegir. Vísindamennirnár rannsök- uðu um fjögurra mánaða skeið 25 stúlkur sem gengu og hlupu í háhæluðum skóm. Vöðvar fóta og fótleggja voru mældir með sérstöku mæli- tæki, sem nefnist gomiometer. Niðurstaða rannsó'knarinnar var, að sá grunur fótasérfræð- inga, að háir hælar valdi hné- bogmun, sem aftur hafi ó- heppileg áhrif á mjóhrygginn, sé ekki á rökum reistur. Hvað fótunum viðkemur, reyndist hvelfing iljanna auk- ast um 10% þegar stúlkurnar voru í háhæluðum skóm. Munu því v'isindamennimir Goniometer á fæti og legg. næst snúa sér að því hvort háir hælar myndu ekki reyro- ast góð lækning við ilsigi í karlmönnum lika. Kannski við byrjum á kúrekunum, segja þeir, stígvélin þeirra eru háhæluð. Ekkert kemur í sfaðín’ fyrir móðurmjólkina Frá Brúðulandí. Nýlega var haldinn í ýmsum Evrópulöndum farandsýning á jap- önskum brúðum. Á sýmingunni voru 11 brúður sem sýndu öll stig japanskrar menningar og sjást hér á myndlnni, sem tekin var í Danmörku, tvær brúðanna á sýningunni. Sjálfsagt myndi mörg hnátan þiggja þær, þessas. Athugun sem gerð hefur ver- ið í enska háskólanum Nott- ingham leiddi í ljós að aðeins tíunda hver ung móðir hefur bam sitt á brjósti í sex mán- uði, en það var áður fyrr tal- inn ósköp hæfilegur tími. Nú hefur helmingur ungra mæðra börnin á brjósti aðeins í f.iór- ar vikur, en hinar í enr skemmri tíma. Tveir sálfræðingar sem tó! þátt í athuguninni bykjast hal komizt að raun um að það s orðið tízkuatriði að venja barn snemma a£ brjósti, Hitt getur h'ka haft nokkur áhrif að aukin velmegun gerir ýmsum mæðr- um kleift að kaupa sérstaklega „bætta“ mjólk, sem á að jafn- ast á við móðurmjólkina. En læknar hverfa ekki frá sinni gömlu kenningu: Móður- mjólkin er auðlind sem bamið nýtur góðs af alla ævina. Með lenni berast baminu ýms vam- refni gegn, sjúkdómum sem i.yndazt hafa í líkama móður- mar og verja bau þannig fyr- r þeim. Ekkert kemur í stað móðurmjólkuriimar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.