Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 19. maí 1963 — 28. árgangur — 112. tölublað. AÐALFUNDUR ÆFR Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 21. maí og hefst hann kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. "-. Kosningaundirbúningur. Kjartan Ölafsson hef- ur framsögu. i. Félagsmál. Félagar mætið vel og stundvíslega. ST.TÓRNIN. HELRYKIÐ berst á 32 mínútum til Reykjavíkur TRÚNAÐARSKÝRSLA UM AFLEIDINGAR HERNÁMSSTEFNUNNAR ¦ í skýrslu dr. Ágústs Valfells um afleiðingar hernámsstefnunnar er rakið sérstaklega hverjar afleiðingarnar yrðu af kjarnorkusprengingu á Keflavíkurflugvelli. Á át'tunda þúsund manns myndu farast á Suðurnesjum á svipstundu af völd- um höggs og hita. En geislavirkt úrfall sem berst með hálofíavindum myndi valda hinum ógurleg- asta háska. Ágúst Valfells segir um áhrifin í Reykjavík: „Heildargelslunln í Reykjavík yrði 27.000 röntgen f VSV átt með meðal háloftavindhraða. Við þessar aðstæður tæki 32 mín- útur fyrir úrfallið að berast (41 Reykjavíkur. Einni klukku- stund eftir væri geislastyrkleikinn þar 5.700 röntgen á klst. Eftir tvo sólarhringa væri hann kominn niður í 57 röntgen á klst. og eftir tvær vikur niður í 5,7 röntgen á klst". Agúst Valfells Hersteinn horf- inn f rá „Vísi" Frá því er skýrt í Vísi í gær, að Hersteinn Pálsson hafi nú lát- ið af störfum við blaðið, en hann hefur unnið við Vísi í nær 27 ár, þar af verið ritstjóri blaðsins í 21 ár. Fyrir hönd blaðstjórnar Vísis skýrir Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra frá þessú í blaðinu í gær og flytur Hersteini jafn- framt þakkir fyrir unnin störf. Klausu ráðherrans fylgja nokk- ur þakkarorð og árnaðaróskir frá fráfarandi ritstjóra. Gunnar G. Schram, er nú orðinn einn rit- stjóri Vísis. Til þess að skýra þessar tölur nánar segir Ágúst Valfells. „Margir veikjast, en fáir deyja, ef heildargeislunin á allan lík- amann er minni en 200 röntgen. Sé geislunin 450 röntgen, deyja ! u.þ.b. 50 prósent af þeim, sem fyrir þeirri geislun verða, og úr ^því að komið er upp í 600 rönt- gen farast hér um bil allir. Til samanburðar má geta þess, að geislaskammturinn, sem menn fá við lungnamyndatöku, er venjulega minni en 1 röntgen, og aðeins á brjóstkassann." „Úr því að komið er upp í 600 röntgen farast hér um bil allir", segir sérfræðingurinn, eftir að hann hefur skýrt frá því að eftir eina klukkustund yrði geislunarstyrkleíkinn í Reykja- vík 5.700 röntgen á klst. Með því að liggja á gólfinu Síðan ræðir Ágúst Valfells mjög ýtarlega ráðstafanir til þess að verjast geislun með „skýlingu", það er að fólk hafist við í sérstökum byrgjum, og hversu öfluga vörn byrgin þurfi að veita gegn geislun. Hann seg- ir um Reykjavik: „1 Reykjavík er heildargeislun fyrir 1 megatonna árás og með- alvindhraöa 27.000 röntgen. Fyrstu tvær vikurnar geislar úr- fallið frá sér 22.000 röntgenum. Hundraðföld skýling í þennan tíma myndi minnka geislunar- skammtinn, er menn yrðu fyrir, niður í 220 röntgen. Við þessa geislun deyja að vísu fáir, en u.þ.b. 50 prósent af fólkinu myndi veikjast. Því er þetta tæplega (!) nóg. 1 kjallarabyrgi, sem gefur að meðaltali 100-falda skýlingu, má reikna með, að skýlingin niður við gólf sé um það bil 150. Nú er geislunin fyrstu tvo sólarhring- ana 18.350 röntgen. Með því að liggja á gólfinu fyrstu tvo sólar- hringana, mætti því takmarka geislaskammtinn, sem fólk yrði fyrir, við 18.350/150 = 122 röntgen. Næstu 12 sólarhringana Framhald á 2. síðu. ÍYYYT nr G nriB m/. 009 OOÍ F oor A / y / / / / 1 / u i 1 / i i / f / í ot 02 oe Oft 05 09 OL 09 06 00T Líunrit sem sýnir áhrif geislunar á Iíkamann. Víð rúm 50 röntgen byrja menn að veikjast og eftir 400 röntgena geislun hafa allir veikzt. DauðsföII hefjast við 200 röntgena gcislun, og þegar geislun er komin upp í 750 röntgen hafa alir farizt. 1 skýrslu Ágústs Valfells er reiknað með að einni klukkustund eftir sprengingu á KefiavíkurfIugvell i yrði geislunin í Rcykjavík 5.700 röntgen — marg- faldlega banvæn fyrir alla ef engin skýling kæmi til. et > WJ'A ?'¦ V* --•->• " • V •• ** I: i ooo ooo o » «o co bo ^-'Sr-. Það fer eftír vindum f háloftunum hvernig helrykið berst. Þessi mynd úr trúnaðarskýrslu Agústg Valfells um áhrlf hernámsstefnunnar sýnir áhrif helrykisins í vest-suð-vestan átt. ! VÍSIR VERJANDI PERS0NUNJ0SNA Vísir leggur enn í gær svo til alla forsíðu sína undir það vonlausa verk / að fá menn til að trúa því að njósnaskýrslurnar sem Þjóðviljinn hefur verið /9*C*n*A*) ,- að birta undanfarið, sé pláss til að segja fréttina einungis „persónufræða- að ritstjóra Vísis í 21 grúsk!" Blaðið fær rétt ár, Herstejni Pálssyni, hafi nú verið endanlega sparkað. Jafnframt reynir Vísir að gera sér mat úr því að ritstjóri Þjóðviljans hafi neitað að skýra frá því bvernig njósnaplöggin hafi borizt til blaðsins, en á það leggur bandaríska sendiráðið ofurkapp að fá upplýst. Sjálfsagt veit ritstjóri Vísis að blaða- menn telja sér rétt og skylt að birta upplýsing- ar sem þeir telja miklu varða að fram komi, án þess að gefa upp heim- ildamenn. Er þess skemmst að minnast að það vakti heimsathygli og fordæmingu er tveir brezkir blaðamenn voru dæmdir til fangelsisvist- ar af þeim ásæðum. SkýrsSa um Þá kemur seinna; Þjóðviljinn vill í tilefni af þessari Vísisfroðu ein- ungis minna á tvö sér- kennileg atriði úr njósna- ai o^an pcxi vci.yd. niiivxu skýrslum þeim sem Ás- geir Magnússon segist hafa skrifað. Annað er, að ein skýrslan er sýnilega samin af því óvenjulega tilefni „persónufræða- grúsks" að hlutaðeigandi ungur maður hyggst fara tiltekinn dag í nám til Bandaríkjanna! Hitt er í skýrslunni um Gest Þor- grímsson, sem hér er aft- ur birt mynd af. Þar er minnzt á Egil Jónsson og Pál Bergþórsson og bætt við: „Skýrsla um pá Egil og Pál kemur seinna." Hvert átti sú skýrsla að koma? í blaðabúnka með ,,persónuf ræðagrúski"! Skyldu margir utan þeir sem nú eru eftir á rit- stjórn Vísis trúa því? ! !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.