Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.05.1963, Blaðsíða 4
>5 SfÐA HðÐVILJINN Sunnudagurinn 19. maí 1963 Útgelandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sóslalistaflokk unnn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kiartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjó*--’ ayeiýsingar. prentsmiðia: Skólavörðust. 19 Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 63 á mánuðL Kjörseðillinn j ræðu þeirri, sem Eðvarð Sigurðsson formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hélt nýlega á fundi félagsins, benti hann m.a. á þá hæ'ttulegu þróun, sem gerzt hefur hér á allra síðustu árum, að vinnutími verkamanna lengist jafnt og þét’f, og á síðasta ári var vinnuvika Dagsbrúnarmanna orð- in 70 stundir. Orsakir þessa eru fyrst og fremst sú óðaverðbólga, sem hin svokallaða viðreisnar- stefna núverandi stjórnarflokka hefur leitt yfir þjóðina. í fíð núverandi stjórnar hefur verðlag á brýnustu lífsnauðsynjum hækkað um nær 50% að meðaltali, en kaup verkamanna ekki nema um rétt rúm 25%, og er þá miðað við kaup Dagsbrún- armanna eins og það var eftir kauprún „Emils- stjófnarinpar“ árið 1959. j^aupmáttur launanna hefur því farið svo ört minnkandi þessi ár, að eina leiðin, sem vinn- andi fólk hefur haft til þess að reyna að vega upp á móti dýrtíðinni, hefur verið að leggja harðar að sér í lengdum vinnutíma. En þegar svo er komið, að vinnuvikan er orðin 70 stundir að jafnaði, og það nægir þó tæpast ’til lífsframfæris meðalfjöl- skyldu, hljóta allir að sjá inn á hvaða brautir er komið. Þar er um að ræða vinnuþrælkun, sem ekki þekkist nú lengur í nokkru siðmenntuðu landi. Sú spurning, sem formaður Dagsbrúnar varpaði fram í fyrrnefndri ræðu sinni, hvort ekki hlyti að vera eitthvað meira en lítið bogið við það þjóðfélag, sem þannig býr að þegnum sínum, var því vissulega tímabær og verð íhugunar. Jjað er nauðsynlegt fyrir allf vinnandi fólk, að gera sér sem gleggsta grein fyrir þessum stað- reyndum, ekki sízt í ljósi þeirra loforða, sem nú- verandi stjórnarflokkar gáfu fyrir síðustu kosning- ar. Þá át’ti það að vera „leiðin til bættra lífskjara“ að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, og Alþýðuflokkurinn hét því hátíðlega, að verðbólgan skyldi endanlega stöðvuð, ef áhrifa hans nyti áfram við á stjórn landsins. Nú hafa landsmenn fengið reynsluna af efndunum á kosningaloforðum þessara flokka. Og þegar þefta tvennt er borið saman mætti halda, að stjórnarflokkamir hafi litið á kosningaloforð 5Ín sem eintóm öfugmæli, svo algerlega hafa þau snúizt við í framkvæmdinni. J^aunastéttirnar hafa líka þegar gert sér grein fyrir þessum staðreyndum. Það kom m.a. fram á hinum glæsilega útifundi verkalýðsfélaganna í Reykjavík við Miðbæjarskólann 1. maí sl. Og hin víðtæka samsíaða vinstri manna, sem tókst með kosningasamvinnu Alþýðubandalagsins og Þjóð- vamarflokksins, sýnir bezt, að menn gera sér ljóst að með öflugri samstöðu er unnt að gera kjörseðilinn að áhrifamiklu vopni í baráttunni fyrir bæ'ttum kjörum og fullu sjálfstæði þjóðar- innar. — b. SKAiOAtTUR# RíTSTl SVIINN Sýnishorn af taflmennsku LASKERS Síðustu tvo skákbætti helg- uðum við skákferli snillings- ins Laskers, stíl hans og ein- kennum ýmsum. En með því að sjón er sögu ríkari, þá væri ekki úr vegi, áður en við tökum Lasker út af dagskrá, að birta sýnjs- horn af taflmennsku hans. Að vísu höfum við birt skákir eftir hann hér í þætt- inum áður, en vera má, að það sé fgrið að fyrnast yfir það í minningunni hjá sum- um og allavega teldi ég ekki óviðurkvæmilegt að ljúka hug- leiðingunum um Ihann með því að láta hans eigin verk tala. Skákin, sem ég hefi valið til þess, er tefld á stórmótinu í New York 1924. en þar vann Lasker eins og getið var í síðast" þætti, einhvem allra mes* káksigur lifs síns. Og ekki er andstæðingur hans af lakara taginu. rússn- eski meistarinn Aljechin, sem var heimsmeistari um 17 ára íkeið. Hvítt: Aljechin. Svart: Lasker Drottningarbragð 1. d4 d5, 2. c4 e6, 3. Rf3 (3. Rc3 er algengari leikur. en hvort hann er nokkuð betri er álitamál). 3. — Rf6, 4. Rc3 Rb-d7, 5. cxd5 (Þetta uppskiptaafbrigði þyk- ir oft gefa hvítum þægilégt tafl og áhættulítið). 5. — exd5, 6. Bf4 (Venjulegra er í svipuðum stöðum að leika Bg5. en A.lje- chin sýnist ekki vilja fara algengustu leiðir. Biskupinn stendur ekki illa á Í4, og átti Aljechin að tryggja stöðu hans með því að leika 7. h3). 6. — c6, 7. e3 Rh5, 8. Bd3 (Aljechin telur, að það muni fremur styrkja aðstöðu sína á miðborðinu, ef svartur drep- Ur á f4, Að vissu leyti er það raunar rétt, en þó reynist það þyngra á metunum, hve peða- staða hvíts veikist, auk miss- is biskupaparsins. 8. Be5 var réttari leikur). 8. — Rxf4, 9. exf4 Bd6, 10. g3 0—0, 11. 0—0 He8, 12. Dc2 Rf8 GERIÐ BETRIKAUP EF ÞIÐ GETID (Valdar peðið á h7 Qg rým- ir um |eið fyrir biskupnum). 13. Rdl 16, 14. Re3 (Þarna stendur riddarinn mætavel). 14. — Be6, 15. Rh4 (Þótt staða hvíts virðisf góð, þá eru athafnamöguleikar hans furðulega takmarkaðir. Staða svarts er traust og erf- itt að ráðast að henni). 15. — Bc7, 16. b4 Bb6, 17. Rfl Bf7 (Hótar — Bh5, sem hvítur yrði að svara með g4 og veikja þannig kóngsarm sinn. Aljechin isetur slag standa og tekur á sig veikingu, en betra var að leika 18. Hf-dl Bh5, 19. e2 o.s.frv.). 18. b5? (Of mikil bjartsýni ). 18. _ Bh5!, 19. g4 Bf7, 20. bxc6 Ha-c8!, 21. Db2 bxc6, 22. f5 (Þessum leik verður Aljechin að leika fyrr eða síðar, því peðið fær hann ekki varið á f4. En skuggahliðar leiksins koma fljótlega í ljós). 22. — Dd6, 23. Rg2 Bc7! (Þeir, sem vilja læra, hvern- ig á að undirbúa úrslitasókn, ættu að rannsaka þessa skák vel. Sjálfar aðgerðirnar byrj- ar Lasker ekki fyrr en and- stæðingurinn er raunveru- lega stöðulega sigraður). 24. Hf-el h5 (Rýmir h7-reitinn fyrir ridd- arann, en sá riddari héfur úr- slitaáhrií á viðureignina, þeg- ar hann kemur á vettvang). 25. h3 Rh7, 26. Hxe8t Hxe8, 27. Ha-el Hb8 (Mikil uppskipti mundu létti á hvítum). 28. Dcl Rg5! (Nú hrynur virki hvits. Eftir 29. Rxg5 Dh2t, 30. Kfl fxg5, 31. Re3 Dxh3t, 32. Ke2 hxg4 o.s.frv. væri tafl hvits gjöir- tapað. Aljechin gripur því til örvæntingarkenndra aðgerða, og er hugvitssemi hans á sinn hátt aðdáunarverð, en nægir þó eigi til björgunar). 29. Re5 fxe5. 30. Dxg5 e4, 31. f6 g6 (31. — Dxf6 var einnig ein- föld vinningsleið, en Lasker sér réttilega, að hvítur hefur engan grundvöll fil kórigssókh- ar). 32 f4 hxg4 (Einfaldast) 33. Be2 gxh3, 34. Bh5 Hb2!, 35. Rh4 Dxf4, 36. Dxf4 Bxf4, og Aljechin gafst upp. Rambler FRÁ HINUM NÝJU SAMSETNINGARVE RKSMIÐJUM A.M.C. í BELGÍU' RAMBLER CLASSIC 4ra DYRA SEDAN — MEÐ EFTIRFARANDI: 1. Aluminium-vél með tvöföldum blöndungi —17. 138 hestöfl. 18. 2. Varanlegur frostlögur. 19. 3. Weather Eye miðstöð og þýðari. 30. 4. Framrúðusprauta. 4. Stoppað mælaborð og sólhlifar — spegill 21. í hægri sólhlíf. 22. 6. Tvískipt bak og afturhallandi framsæti. 7. Púði í aftursæti „folding arm rest“. 23. 8. Svampgúmmí á. gormasætum framan og aftan. 24. 9. Vasar fyrii ' rt o. fl. innan á báðum framhurðum. 25. 10. Toppur hljóðeinangraður með trefjagleri. 26. 11. Þykk teppi á gólfum framan og aftan. 12. Rafmagnsklukka. 27. 13. Tvöfaldar öryggisbremsur og sjálfstillandi bremsur. 28. 14. Sérstakar „heavy duty“ bremsur gerðar 29. fyrir háan „Evrópu“ aksturshraða. 15. Styrkir gormar og demparar. 30. 16. Keramik-brynjaðir hljóðkútar og púströr. Heilir hjólhlemmar. Bakkljós. Framljósablikkari. 700x14 slöngulaus Rayon dekk með hvi.—j hringjum. Kvoðun og sérstök ryðvörn. Export verkfæri, stuðaratjakkur, felgu- lykill og varadekk. Motta i farangursgeymslu og hlíf fyrir varadekkið. Cigarettukveikjari og tveir öskubakkar að framan — 2 að aftan. Þykkara boddystá! en á öðrum bifreiðum. 3ja ára eða 54.000 km. akstur án smurn- ingar undirvagns. Verksmiðjuábyrgð í 12 mánuði eða 19.000 km. 6.000 km. akstur á olíu- og sigtisskiptingu. 2ja ára ábyrgð á hljóðkúti og púströri gegn ryðtæringu Ryk- og vatnsþéttur frá verksmiiðjunni með tvöföldum þéttiköntum. KLASSISKT, STÍLHREINT ÚTLIT, VANDAÐUR FRÁGANGUR, LÚXUS INN- ANKLÆÐNING, YFIRDRIFINN KRAFTUR MEÐ AÐEINS 12—13 1. BENZÍN- EYÐSLU. RAMBLER-ENDING ásamt 30 ofangreindum „standard“-atriðum, sem innifalin eru í verðinu HAFA SANNFÆRT ÞÁ VANDLÁTUSTU SEM HAFA EFNI Á GÓÐRI, AMERÍSKRI BIFREIÐ í RAMBLER VERÐFLOKKNUM. RAMBLER CLASSIC HEFUR VERIÐ VALIN „BIFREIÐ ÁRSINS 1963“ AF MOTOR TREND MAGAZINE, U-S.A. — vegna yfirburða Rambler yfir aðrar tegundir. BIÐJIÐ UM „X-RAY“ BÓKINA ER SÝNIR YFIRBURÐI RAMBLER Á Ó- HREKJANLEGAN HÁTT. ALLIR VARA HLUTIR AF LAGER EÐA BEINT FRÁ LONDON MEÐ NÆSTU FLUGVÉL. KYNNIZT RAMBLER. — PANTIÐ RAMLER — MJÖG FLJÓT AFGREIÐSLA. ATH.: AFGREIÐSLA FYRIR N. K. MÁ NAÐARMÓT. Nokkrir bílar til afgreiðslu strax af lager. RAMBLER UMBOÐIÐ: Jón Loftsson h.f. RAMBLER VERKSTÆÐIÐ: Hringbraut 121. — Sími 10-600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.