Þjóðviljinn - 22.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.05.1963, Blaðsíða 5
Miðvíkudagurmn 22. maS 1963 HðBviLinra SIBA E Eins og frá var sagf hér í blaðinu í gær urðu allmörg umferðarslys um síðustu helgi þótt meiðsli yrðu ekki teljandi á mönnum. Eitt slysið var rétt austan við Skíðaskálann í Hvcradölum. Fólks- biðreið sem var að koma að austan Ienti út í Iausamöl á vegarbeygjunni er ökumaðurinn var að hleypa öðrum bíl framúr. Missti hann við það vald á bifreiðinni og valt hún út af veginum og skcmmdist mikið eins og myndin sýnir Bifreiðin var svo til ný. — (Ljósm. Þ. H.). VALT HJÁ SKÍÐASKÁLANUM Ráð til að tryggja vinstri stefnu eftir kosningarnar Rætt við Guðmund Sigurðsson for- mann Verkalýðsfélags Borgarness „Það er aðeins eitt ráð fyrir vinstri Framsókn- armenn til þess að tryggja það, að Framsóknar- flokkurinn fylgi fram vinstri stefnu eftir kosn- ingar, en taki ekki upp hægri stefnu í aftur- haldsstjórn með íhaldinu, og það er að kjósa Alþýðubandalagið og gera það nægilega sterkt“. —• Er ekki Borgarnes alltaf að vaxa? spyrjum við Guð- mynd Sigurðsson formann Verkalýðsfélagsins í Borgar- nesi. — Jú, en Borgames vex á- káflega hægt. — Hvernig er með atvinnu og. afkomu verkamanna hér, hvaða atvinnu er hér einkum um að ræða? 1— Atvinnan er einkum í sambandi við verzlunina. aðal- lega kaupfélagið, mjólkur- vinnsluna, bíiaviðgerðir — og svo byggingarvinna á sumrin. Árin 1957—1959 var tölu- vert mikil vinna hér við bygg- ingar, því að byggingar höfðu þá legið svo lengi niðri, en eftir að viðreisn hófst tók að mestu fyrjr byggingar aftur, þangað til' í sumar að byrjað var á nokkrum húsum. — Er þá fjárhágur manna að batna aftur? — Nei, en það kemur allt- af aftur að því að óhjákvæmi- legt er að byggja vegna eðli- legrar fólksfjölgunar. — hitt er svo annað mál, hvemig gengur að kljúfa þær fram- kvæmdir. Annars hefur at- vinna verið með betra móti í vetur. Héðan fer alltaf margt fólk á vetrum til vinnu ann- arsstaðar, en það var með minna móti í vetur. — Er það ekki voittur þess að tekjur manna hafi aukizt hér og afkoman sé góð? — Hér í Borgamesi er ekki míkið um eftirvinnu verka- manna. Hér geta menn ekki hækkað tekjur sínar með löng- um vinnutíma eins og í sjáv- arþorpunum. Og það er vjtað mál að menn lifa ekki sóma- samlegu lífi af kaupi fyrir 8 stunda vinnudag. Um það eru allir sammála. — En eru menn ekki líka sammála, um það. að vinnu- dagurinn eigi helzt ekki að vera lengri? — Ju, en söluskattur, gífur- legar verðhækkanir og vaxta- okur, í einu orði sagt óðadýr- tíð hefur gert það að verkum . ^ð, ^ekjur,, ypjtk^rpanoft. fy.rjr 8 stunda vinnudag hrðkkva alls ekki fyrir sómasamlegu lifi verkamannafjölskyldu. Verð- lag á öllum nauðsynjum hef- ur hækkað svo gífurlega síð- ustu árin. að þær litlu kaup- hækkanir sem hafa orðið, hrökkva ekki til að vega upp á móti aukningu dýrtíðarinn- ar enda hafa þær alltaf verið teknar af verkamönnum aftur. og meira til. með síhækkuðu vöruverði. Hér í Borgarnesi hafa menn lágar tekjur vegna þess að vinnutíminn er ekki langur eins og i útgerðarbæjunum. En langur vinnutími er ekki lausnin á því vandamáli að láta launin nægja fyrir út- gjöldunum. Hinn langi vinnu- timi rænir einmitt lífsham- ingju manna, sviptir þá öllum tækifærum til félagslífs, hvíld- ar og tómstunda með fjöl- skyldu sinni og slítur þeim fyrir aldur fram. Verkalýðssamtökin þurfa þvi hvarvetna að vinna vel að því að kippa þessu í lag sem fyrst og hækka kaupið svo mikið, að hægt sé að lifa sæmilegu lífi fyrir 8 stunda vinnu. Engin ríkisstjórn hefur gert eins þjösnalegar ráð- stafanir ejns og sú er nú fer með völd, til þess ekki aðeins að taka hverja kaup- hækkun af verkamönnum aftur, hcldur miklu meira. svo kjörin hafa farið sí- „ versnandi al’an valdatima hennar. Hún hóf feril sinn með því að lögbjóða kaup- lækkun árið 1959, hefur síðan framkvæmt tvær gengislækkanir og hefur. með þvi að afnema visitölu- greiðslu á kaup lagt allar verðhækkanir á bök laun- þeganna. Afkoma verkamanna hefur ekki versnað vegna þess að þeir hafi verið atvinnulausir eða að atvinnuvegirnir hafi brugðizt. Þvert á móti. Kjörin hafa versnað vegna beinna að- gerða stjórnarvaldanna. þeirr- ar viðreisnarstefnu ríkisstjórn- arinnar að auka gróðamögu- leika hinna ríku- meir en nokkru sinni og þyngja álögur á verkamönnum og launþeg- um meir en nokkru sinni fyrr. Þess vegna heiti ég á allt vinnandi fólk að leggja nú frain lið sitt tii þess að horfið verði frá þessari ó- heil'astefnu og það verður 1 bezt gett með þvi að fylkja sér um Alþýðubandalagið í þessum kosningum. — En nú segist Framsókn einnig vera á móti þessari stefnu. — Já, en það ér nú svona með Framsóknina að róttækn- in hannar endist venjulega ekki lengi þar til hún verð- ur íhaldssöm aftur. Ég man eftir henni í gamla daga, hún var ekki alltaf róttæk þá. Þetta eru ekki fyrstu kosning- arnar, sem hún þykist vera róttæk. Framsókn hefur fyrr sagt aillri fjárplógsstarfsemi stríð á hendur — og efnd- irnar eftir kosningar orðið þveröfugar við það sem hún lofaði fyrir kosningar. — Róttækni hennar nú gæti fljótlega hjaðnað eftir kosn- ingarnar. Við, sem munum aftur í tímann vitum vel, að hún hef- ur talað róttækt fyrir kosn- ingar, — en myndað helminga- skiptaafturhaldsstjórn með i- haldinu eftir kosningar. Vegna þessarar reynslu af Framsókn er henni ekki treygtandi til að fylgja vinstri stefnu eftir kosningar, nema því aðeins að fylgi Alþýðubandalagsins auk- ist verulega Þess vegna er það eina ráð vinstri manna, og þá sérstaklega vinstri Fram- sóknarmanna, sem vjlja að flokkur þeirra fylgi fram vinstri stefnu eftir kosn- ingarnar, en taki ekki upp hægri stefnu í afturhalds- stjörn með íhaldinu, og það er að kjósa Alþýðubanda- lagið og gera það nægilega sterkt. J.B. 44 raunvísindastyrkir að upphæð 2,2 milljónir kr. Lokið er úthlutun styrkja ársins 1963 úr-Raunvísindadeild Vísindasjóðs. Þetta er sjötta út- hlutun frá stofnun sjóðsins. Deildarstjórn annast úthlutun og er skipuð til fjögurra ára í senn. Þessir menn skipa nú stjórn Raunvísindadeildar: Dr. Sigurður Þórarinsson for- maður, Sigurkarl Stefánsson, yfirkennari, varaformaður, pró- fessor Davið DaVíðsson, dr. Gunnar Böðvarsson, prófessor Ueifur Ásgeirsson og dr. Sturla Friðriksson. Sigurður Þórarinsson er í fyrirlestraför um Bandaríkin ög gat þvi eigi tekið þátt i störf- um að þessu sinni, en Sigurkarl Stefánsson skipaði sæti hans. Árlegt framlag til Vísindasjóðs var við stofnun hans 800 þús. kr., en var aukið mjög með lög- um um Seðlabankann og er nú rúmlega 3.5 millj. kr. Eftir- spumin eftir vísindastyrkjum hefur einnig vaxið mjög ört og er sýnilegt að sjóðurinn þarf að vaxa jafnt og þétt, ef hann á að fylgjast með vaxandi vís- índaáhuga og vísindaþörf lands- manna. Að þessu sinni bárust deildarstjóm 56 umsóknir, sum- ar margþættar, og var beðið um rúmlega 4 millj. kr. til vís- indarannsókna Veittir voru 44 styrkir að upphæð samtals 2.2 millj. kr. Styrkjunum má skipta í 3 aðalflokka. Stærsti flokkurinn er dvalar- styrkir til visindalegs sémáms og rannsókna. Styrkirnir eru ætlaðir ungum vísindamönnum. er lokið hafa háskólaprófi. Að þessu sinni voru veittir 18 slíkir styrkir, að upphæð 30 til 100 þús. kr. hver, samtals 935 þús. kr. Níu voru veittir í læknis- fræði, 4 í stærðfræði og eðlis- fræði, 2 i jarðskjálftafræði, 2 i náttúrufræði og 1 í búvis- indum. Allir þessir stýrkir eru notaðir erlendis. Annar flokkurinn er styrkir til félaga og stofnana. Eru styrk- ir þessir ætlaðir til einstakra rannsóknarverkefna og tækja- kaupa í sambandi við starfsemi, Kveðja til Guðmundar Guðjónssonar Ljótunnarstöðum Hver gengur heilli úr hávaða lífsins, en ljúfur lítill drengur. Sá er á sólvangi, situr, er myrkir skuggar skipast um skarðan mána. Veitul er vonin á vegleiðum bamsins, því bjartir blikv'ængir, söngs og sólskins svífa um hjarta. Æ á sá yndi sem engan grætir. Flytjast úr fjarlægð fagrar óskir, vísi þær veginn til vonarlanda. Þar bíður þroski þeirra, sem eiga gæfu og gleði góðra manna. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka. er sjóðurinn styrkir. Veittir voru 13 slíkir styrkir. 822 þús. kr. samtals. Þriðji flokkurinn er styrkir til einstaklinga, til einstakra ransóknarverkefna, sem unnið er að hérlendis eða erlendis. I þessum flokki voru einnig veittir 13 styrkir, 516 þús. kr. samtals. Tveir útlendingar eru í hópi styrkþega að þessu sinni: Brezkur jarðfræðingur, dr. Georg Walker, er nú hlýbur styrk í þriðja sinn til rann- sókna sjnna á Austfj.blágrýt- inu, og júgóslav.neskur náttúru- fræðingur, dr. Ivka Munda, sem ætlar að athuga þörunga við suðurströnd íslands. . Seytján styrkir voru veittir í læknisfræði og er það mesti fjöldi styrkja til einnar vísinda- greinar. Hæsti styrkur að þessu sinni nam 250 þús. kr. og er það jafnframt hæsti styrkur, er veittur hefur verið úr sjóðn- um frá upphafi. Þessi styrkur er veittur til norðurljósarann- sókna undir stjórn dr. Þorsteins Sæmundssonar, stjömufræð- ings. Norðurljósarannsóknimar eru hugsaðar sem þáttur í al- þjóðarannsóknum, en um næstu áramót hefst alþjóðlegt rann- sóknatímabil. svonefnt sól- kyrrðarár, og er eitt af við- fangsefnunum einmitt norður- ljósarannsóknir. Heildarkostn- aður íslenzku norðurljósarann- sóknanna er áætlaður um 1 millj. kr., en gert ráð fyrir að fá stuðning til þeirra annars- staðar að, m.a. tæki fyrir um 0.5 millj. kr. erlendis frá. Hér fer á eftir skrá um veitta styrki við sjöttu úthlutun Raun- vísindadeildar. I. dvalarstyrkir til visindalegs sérnáms og rannsókna. Eitt hundrað þúsund krónur hlutu tveir umsækjendur: Baldur Elíasson, verkfræðing- ur. til sémáms og rannsókna á útbreiðslu rafsegulaldna, eink- um hátíðnisaldna, og hagnýtri notkun þeirra (í Sviss). Haukur Kristinsson, efna- verkfræðingur, til sémáms og rannsókna í eðlisfræðilegri efnafræði (í Þýzkalandi) Sextiu þúsund krónur hlutu fimm nmsækjendur: Einar Vigfússon. fiL lic. til framhalds rannsókna sinna á frjóvgun æðri plantna og dýra (í Svfþjóð) Guðmundur Guðmundsson, verkfræðlngur, til náms i stók- astiskum prócessum (í Eng- landi). Gunnar Ölafsson, búfræð- ingur, til rannsókna á meltan- leika fóðurs (í Englandi). Ragnar Stefánsson. fil. kand.. til náms i jarðskjálftafræði (í Svíþjóð). Valdimar K. Jónsson, verk- fræðingur, til þess að Ijúka námi sínu i eðlisfræði og hag- nýtri stærðfræði (í Bandaríkj.). Fjörutíu og fimm þúsund kr. hlutu sjö umsækjendur: Hrafn Tulinius, læknir, til rannsókna í meinafræði (í Bandarikjunum). Jónas Hallgrimsson, læknir til rannsókna á kalkmyndun i hjartalokum (í Bandaríkjunum). Júlíus Sólnes, verkfræðingur. vegna dvalar í Japan við nám í byggingatækni á jarðskjálfta- svæðum. Ólafur Hallgrímsson, læknir. til rannsókna á Meniéres sjúk- dómi (í Þýskalandi). Sigrún Guðjónsdóttir, fil. kand. til náms og rannsókna i lífeðlisfræði plantna (í Sviþjóð) Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir, til rannsókna á kalk- efnaskiptum likamans (í Banda- ríkjunum). Sæmundur Kjartansson.lækn ir. til rannsókna á eggjahvítu- efnum i blóði í sambandi við húðsjúkdóma (í Bandaríkjun- um). Þjátíu þúsund krónur hlutu fjórir umsækjendur: Guðmundur Georgsson, lækn- ir, til náms og rannsókna í meinafræði (í Þýskalandi). Guðmundur Pétursson, læknir, til meinfrumurann- læknir, til meinafrumurann- sókna (í Bandaríkjunum). Þorgeir Þorgeirsson, lækn- ir, til náms og rannsókna í meinafræði (í Israel). Þorkell Jóhannesson, lækn- ir, til framhaldsrannsókna í farmakologi (í Danmörku). II. STYRKIR TIL STOFN- ANA OG FÉLAGA Til tækjakaupa og rannsókn- arverkefna. Atvinnudeild Háskólans, Búnaðardeild. Hálft andvirði tækis til frærannsókna (Labora- tory Cleaning Plant) 64.000.—kr. Sama stofnun til framhalds grundvallarathugana á nytja- gróðri og ræktunarsklyrðum á hálendi íslands. 50.000.— kr. Atvinnudeild Háskólans, Iðn- aðardeild (í samvinnu við Nátt- úrugripasafn) til jarðfræðirann- sókna í Dyngjufjöllum vegna síðasta öskjugoss. 50.000.—kr. Bændaskólinn á Hvanneyri til fóðurrannsókna. 50.000.—kr. Eðlisfræðistofnun Háskólans til undirbúnings nýrrar mæl- ingaaðferðar til aldursákvarð- ana á íslenzku bergi. 10.000 — k.r Sama stofnun til norður- ljósarannsókna undir stjóm dr. Þorsteins Sæmundssonar. 250.000.—kr Islenzka stærðfræðifélagið vegna kostnaðar við að senda sérfræðing utan til að kynna sér viðhald og smíði rafreikna. 40.000,—kr. Jöklarannsóknafélag Islands 'til þess að fylgjast með magni af brennisteinssamböndum í jökulvatni undan Mýrdals- og Skeiðarárjöklum. 18.000. — kr. Sama félag vegna veðurat- hugana og leysingamælinga á Tungnárjökli 30.000. — kr. Landsspítalinn, lyfja og bama- deild vegna kostnaðar við rann- sókn á meðfæddum hjarta- sjúkdómum 50.000. — kr. Landspítalinn, rannsókna- deild í meinafræði. Til þriggja rannsóknaverkefna: 75.000.—kr. 1) nýmarannsóknir. 2) rannsóknir á magni og dreifingu vefjavatns. 3) rannsóknir á áhrifum ým- issa þarategunda á kopamýt- inguí þörmum. Náttúrugripasafn, dýrafræði- deild, vegna þátttöku í brezk- íslenskum rannsóknum á grá- gæsum. 30.000.—kr. Sáfnritið ZOOLOGY O.F ICELAND, vegna undirbúnings að veðurfarshefti ritsins, úr- vinnslu tölfræðilegra gagna og gerð línurita og korta. 15.000—kr III. VERKEFNASTYRKIR Til einstaklinga. Eggert Jóhannsson. yfirlæknir til rannsókna á haptoglobin og transferrinvariöntum og öðrum proteinavariöntum i blóði íslendinga. 25.000.—kr. Elsa G Vilmundardóttir, fiL kand., til jarðfræðirannsókna á Tungnáröræfum. 30.000.—kr. Gunnlaugur Snædal, læknir, til þess að Ijúka rannsóknum sinum á krabbameini í brjósti. 80.000.—kr. Helgi Hallgrimsson og Hörður Kristinsson til rannsókna á fléttflóru hálendisins umhverfu- is Eyjafjörð. 30.000.—kr. Jens Pálsson, mannfræðingur vegna mannfræðirannsókna á tslandi 40.000.—kr. Dr. Jóhannes Björnsson, lækn- ir. til rannsókna á Colitis ulcer- osa á tslandi árír 1950-59. 35.000.—kr. Dr. Ivka Mundu. til rann- sókna á þörungum á svæðinu milli ölfusár og Þjórsár. v’rnmhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.