Þjóðviljinn - 22.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1963, Blaðsíða 10
Tekjujöfnun" viðreisnarinnar: Með gerðardómnum var rænt 20 milll. kr. afsjómönnum Eitt af því, sem Alþýðuflokk- urinn leggur hvað mesta áherzlu á f kosningaáróðri sínum — fyr- Sr hönd „viðreisnarflokkanna" beggja — er „tekjujöfnunin“, sem ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir og þá alveg sérstaklega fé- lagsmálaráðherra og formaður Alþýðufiokksins, Emil Jónsson. >að má vissulega finna mörg daemi um þá „tekjujöfnun“, sem -100% •75% -50% -25% Slðasti dagur 1 gær fórum við í 95%. Enn vantar okkur 25 þús. til þess að ná markinu sem við settum okkur að ná fyr ir morgundaginn, þ.e.a.s. 500 þús. kr. Það er að vísu stærri upphæð en við höf- um náð síðustu tvo daga, en ef allir Ieggjast á eitt í dag, þá ættu við að gcta náð því. Skrifstofan Þórs- götu X verður opin frá kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. All- ir eitt. Náum markinu! stjómarflokkamir hafa staðið fyrir á valdatáma sínum, en ljósasta dæmið er þó gerðar- dómslögin gegn sjómannastétt- inni í fyrra sumar. Og þar á Emil Jónsson vissulega sinn sér- staka þátt í þeirri laagsetningu. Með gerðardómnum var rænt af sjómönnum í heiid a.m.k. 20 milljónum króna og þeirri upp- hæð stungið beint í vasa út- gerðarmanna. Þessa „tekjujöfn- un“ framkvæmdi Emil Jónsson beint að fyrirmælum Sverris Júliussonar, forseta Llt), og með fyllsta samþykki Péturs Sigurðssonar, foringja íhaldsliðs- ins í sjómannasamtökunum. Allir þessir gerðardómsmenn skipa nú sæti á framboðslistum íhalds og krata í alþingskosn- ingunum 9. júní n.k. ★ Sjómenn hafa nú tækifæri til þess að senda gerðardómsflokk- unum áhrifarík mótmæli; mót- mæli sem þeir eru tilneyddir tii að taka meira mark á, en þeim orðsendjngum sem sjó- menn sendu gerðardómsráðherr- anum í fyrra sumar. Gerðar- dómsflokkamir þora ekki í nýjar árásir á sjómannakjörin nú fyrir kosningar, en þeir hafa lýst yfir að haldið verði áfram á sömu braut eftir kosningar, ef þeir haldj þingmeiri'hluta Sjómannadagurinn í ár átti að vera 9. júní. Einvígisfundur hélt áfram á Hofsósi Fund Alþýðubandalagsins á Hofsósi í fyrrakvöld sóttu um 100 manns og er það einhver fjölsóttasti fundur sem þar hef- ur verið haldinn. Ræðumenn af hálfu Alþýðubandalagsins voru Ragnar Amalds, Jónas Árnason og Haukur Hafstað, en fundar- stjóri var Valdimar Björnsson. Eins og sagt var frá í Þjóð- viljanum í gaer mætti Björn Pálsson, þingmaður Framsóknar, á fundinum með fríðu föru- neyti, enda taldi hann sig eiga sárra harma að hefna frá ein- vígisfundinum á Blönduósi. Tók Bjöm til máls á fundinum ásamt Magnúsi á Frostastöðum, og vakti það athygli hve Björn var orðljótur á fundinum og lagði sig eftir persónulegum svívirðingum um fomstumenn Alþýðubanda- lagsins. Einnig tóku menn eftir því að Björn var nú horfinn frá þeirri algeru hægristefnu sem hann boðaði á fundinum á Blönduósi. Ræðumenn Alþýðubandalags- Gunnar Eyj- ólfsson hlaut Silfurlampann 1 fyrrakvöld hélt Félag ís- lenzkra leikdómenda hóf í Þjóð- leikhúskjallaranum og fór þar fram veiting Silfurlampans sem veittur er fyrir mesta leikafrek á hverju leikári. Að þessu sinni hlaut Gunnar Eyjólfsson Silfur- lampann fyrir leik sinn í Pétri Gaut og Andorra og hlaut hann 875 stig af 900. Næst að stigum voru þau Regína Þórðardóttir (Eðlisfræðingamir) og Brynjólf- ur Jóhannesson (Hart 1 bak). Haraldur Bjömsson leikari hélt ræðu á hátíðinni og Oddur Bjömsson leikritahöfundur mælti fyrir minni Gunnars Eyjólfsson- ar en Sigurður A. Magnússon leiklistargagnrýnandi Morgun- blaðsins afhenti Gunnari verð- launin. ins fengu hinar beztu undirtekt- ir á fundinum á Hofsósi, og munu Framsóknarmenn aldrei fyrr hafa vitað gengi andstæð- inga sinna jafn mikið á þeim stað. Gamall gleði- og hestamað- ur í Skagafirði sat þennan fund og heyrðist tauta á útleið: „Nú blotnar Framsóknarmaddaman bæði til hægri og vinstri. O, — svei“. Sá dagur hefur verið ákveðinn kosningadag- ur, en með atkvæði sínu geta sjómenn gert dag- inn að áhrifamiklum sjómannadegi. Kjörseð- illinn er vopn gegn k j araskerðingarstefnu gerðardómsmanna. Miðvikudagur 22. maí 1963 — 28 árgangur — 114. tölublað. Árnesingar Selfossbúar Almennur kjósendafundur í Selfossbíó í kvöld Alþýðubandalagið boðar til fundar í kvöld kl. 8,30 í Selfossbíói. Málshefjendur eru Bergþór Finnbogason, Einar Olgeirsson, Gils Guðmunds- son og Karl Guðjónsson. Fundarstjóri verður Rögnvaldur Guðjónsson. Hneykslismá dómsmálaráðherra Þjóðviljinn hefur áður greint ýtarlega frá hinum sögulegu samskiptum Áka Jakobssonar og Gunnars Ásgeirssonar, en Áki hefur með furðu- legum og ólöglegum aðferðum sölsað undir sig sameiginlega eign og aðstöðu þeirra í Njarðvík. 4. marz s.l. óskuðu hæstarétt- lögmennirnir Haukur Jónsson og Þorvaldur Þórarinsson eftir því við saksóknara ríkisins að hann rannsakaði fyrir dómi tiltekin atriði úr viðskiptum þeirra Gunnars Ásgeirssonar og Áka Jakobssonar og þátt stjómar Landshafnar Keflavíkur og Njarðvíkur og starfsmanna stjómarráðsins í þeim skiptum. Saksóknari taldi þá ekki ástæðu Skemmtun Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi Aiþýðubandalagið í Reykjanes- til aðgerða af hálfu ákæruvalds- ins í málinu. Hæstaréttarlögmennimir sendu saksóknara nýtt bréf í apríl, töldu þessa sinjun saksóknara eigi á rökum reista og líklega til að skapa hættuleg fordæmi, og ítrekuðu kröfu sína með nýjum og mikilvægum upplýsingum. Engu að síður hélt saksóknari fast við fyrri afstöðu sína. Nú fyrir skömmu skrifuðu þeir Haukur Jónsson og Þorvaldur Þórarinsson dómsmálaráðherra bréf af þessu tilefni. bentu á að þeir teldu öll þau atriði sem um hefði verið rætt i kærunni gefa tilefni til opinberrar rannsóknar og fóru fram á að dómsmálaráð- herra krefði saksóknara skýrslna um málið og fyrirskipaði því- næst opinbera rannsókn. Bjargað úr brunanum Frá brunanum að Laugavegi 11 í gær. Dóti sem bjargað hefur verið úr hinu brcnnandi húsi hefur verið hlaðið upp á göt- una og stendur fólk þar hjá eig- um sínum. — (Ljósm. Þjóðv. G.O.). ðhapp í lendingu I gær vildi það óhapp til, er lítil æfingaflugvél frá flugskól- anum Þyt var að lenda á Rvík- urflugvelli, að hún lenti út af flugbraut og út í skurð. Engin slys urðu á mönnum, en flugvélin mun hafa skemmzt eitthvað. Vissi um ni&urstö^u dóms' ins fyrir uppkvaðninguna! Furðuiegt má það heita, hvað dómstólar og embættismenn, sem kjördæmi gengst fyrir skemmt- , ,íe"na siK viö 1ÖS og rétt eru | orðmr vikalipur verkfæri í un í Félagsheimili Kópavogs n.k. laugardag, 25. maí, kl. 20.30. — Nánar auglýst á morgun. Miðar afhentir í Þinghól, sími 36746 og á kosningaskrifstofunni í Hafn- arfirði, sími 50273. Kosningafundir Alþýðu- jandalagsins — Sjá síðu 2. höndum atvinnurekenda gegn verkalýðshreyfingunni í landinu eins og hefur nú komið skýrast í 1 jós í síldveiðideilunni í Sandgerði þessa daga. Guðmundur á Rafn- kelsstöðum fær að leika lausum hala og svíkja sjómenn sína um réttmætan hlut eftir gildandi síldveiðisamningum og nýtur til þess aðstoðar L.Í.Ú. og er einsk- is svifist með óvönduðum með- ðlum. Fyrst er sýslumannsembættið í Gullbringusýslu notað til skjalafalsana í þágu útgerðar- mannsins við skipsskráningu á einn bátanna og skjölum hagrætt á vegum embættisins eins og og nú síðast dómur Félagsdóms um ógildingu verkfallsins í Sand- gerði. Hér er um að ræða fyrirfram ákveðinn og pantaðan dóm í þágu útgerðarmannsins og vekur slíkt furðu. Lögfræðingi verkalýðsfélags- ins er tilkynntur þessi dómur rúmlega kl. 9 í fyrrakvöld og Styrkið kosningasjóð G-listans | setur hann sig þegar í samband ! við formann verkalýðsfélagsins , og hafa þá sjómennirnir á bát- unum fyrir nokkru hringt til hans og skýrt honum frá boðun í þeirra til skips frá hendi útgerð- i armannsins og virðist hann fyr- i irfram hafa vitað um úrslitin og 1 geta hagað sér samkvæmt því. Dómendur í Félagsdómi eru 5 og var dómurinn kveðinn upp með 4 atkvæðum. Ragnar Ölafs- ' son, hrl. skilaði séráliti og hljóð- ar það á þessa leið: „Með dómi Félagsdóms i mál- inu nr. 10/62: Verkalýðsfélag og sjómannafélag Miðneshrepps gegn Landssambandi íslenzkra útvergmanna, sem lcveðin var upp 18. jan. 1963, er dæmt. að samningur sjómannasamtakanna Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.