Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJðÐVILIINN Miðvikudagur 12. júní 1963 Dlrelandl: Sóslalistaflokk- Sameiningarflokkur altýOu urinn. — Bitstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð ur GuSmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Siguröur V. FriSbjófsson. Ritstir--- -*-i, aupiýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 63 á mánuði Kosninga- úrslitin ! BREFFRAVIK JJéildarbreytingarnar í Alþingiskosningunum urðu furðulega litlar, þegar þess er gætt hversu tíðindasamt hefur verið í stjórnmálunum á síð- asta kjörtímabili. Hlutföllin milli stjórnar og stjórnarandstöðu haldast að heita má óhögguð, þokast aðeins um 0,8% stjórnarflokkunum í vil. Innan þessara hópa verða tilfærslurnar nokkru meiri; Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt talsvert, en Alþýðuflokkurinn einn tapaði beinlínis atkvæð- um þrátt fyrir allmikla fjölgun kjósenda. Fram- sóknarflokkurinn bætti við sig rúml- þrjú þúsund a'tkvæðum og hækkaði hlutfallstölu sína um 2,5%; Alþýðubandalagið bætti við sig á sjöunda hundrað atkvæðum og hélt nákvæmlega óbreyttu hlutfalli frá því síðast; samvinnan við Þjóðvarnarflokkinn hefur þannig ekki tryggt þá viðbót sem menn gerðu sér vonir um. það hefur þannig mistekizt að hnekkja valdi stjórnarflokkanna. Engu að síður má vænta þess að úrslitin geri þá varkárari en þeir hafa ver- ið. Þinglið þeirra má ekki vajtara vera; eins at- kvæðis meirihluti í hvorri deild! Sérstaklega hljóta leiðtogar Alþýðuflokksins að vera mjög ugg- andi um sinn hag. Fylgistap hans er auðsjáanlega miklu meira en tölurnar gefa til kynna; með sam- anburði við bæjarstjórnarkosningarnar í fyrra má sjá að hann hefur fengið þúsundir atkvæða að láni frá íhaldinu vegna þess að flestir þingmenn flokksins voru taldir í fallhættu, og dugði samt ekki til: Birgir Finnsson féll fyrir Hannibal Valdimarssyni í hinu forna vígi Alþýðuflokksins, Vestfjörðum, og Friðjón Skarphéðinsson, forseti Sameinaðs þings, hverfur nú af þingi. Kosningarn- ar sanna að Alþýðuflokkurinn er ekki lengur sjálf- stætt afl í íslenzkum stjórnmálum, skilin milli hans og Sjálfstæðisflokksins eru engin orðin, og þingfylgið er að talsverðu leyti orðið náðarbrauð. Slík úrslit ættu að verða leiðtogunum ærið um- hugsunarefni, þótt Sjálfstæðisflokkurinn telji auð- sjáanlega að lánsatkvæðin hafi gert Alþýðuflokks- leiðtogana að algerum bandingjum; Morgunblaðið lýsir einhliða yfir því í gær að stjórnarsamvinnan muni halda áfram eins og ekkert hafi í skorizt! Með þessum úrslitum hafa kjósendur skorið úr um liðsskipanina í þeim átökum sem framund- an eru. Augljóst er að kjaramálin mun bera mjög hátt á næstunni og að launþegar munu einbeita sér að því verkefni að tryggja fullar árstekjur fyrir dagvinnu eina saman. Áformin um innlimun íslands í „stærri heild“ munu einnig verða ör- lagarík á því kjörtímabili sem nú er hafið. Þessi stórmál og önnur eru svo mikils háttar að Alþýðu- bandalagið hefði sannarlega þurft að fá bætta vígstöðu til baráttu sinnar, en fyrst svo varð ekki ber að bæta upp hið of stu'fta sverð með því að ganga feti framar. — m. i ! I Vik í júníbyrjun — Þegar snjóa leysir á vorin og jörð tekur að gróa byrja vorann- imar. Svo minnir mig að hafi staðið í íslandssögu Jónasar frá Hriflu, sem ég las á mín- um bamsárum. Það er svo enn bæði hér í Víkurkauptúni og annars staðar um dreifðar byggðir þessa lands, að vorannirnir byrja þegar jörð tekur að gróa. En okkar vetrarsnjór er nú orðinn svo merkilegur með sig að hann lætur vart sjá sig fyrr en á vorin. Óneitan- lega væri miklu betra að vet- urinn gæti haft sinn snjó og vorin sitt græna gras og fuglasöng. En við hér í Víkurkauptúni réðum lítið við frostið og snjóinn sem kom í vor og drap fyrir okkur gróðurinn sem kominn var eftir ein- dæma mildan vetur. Sem betur fer er nú jörð samt aftur tekin að gróa og sauðfé farið að hafa sæmi- legt gras, og mun ekki af veita, því að hjá mörgum bændum var hey til þurrðar gengið og aðrir ekki aflögu- færir eftir litla grassprettu á síðastliðnu ári og mjög vot- viðrasamt sumar. Áreiðanlega var það flest- um búandi mönnum þungur baggi að kaupa fóðurbæti í skepnur sínar og flestir gátu ekki keypt eins og þörfin krafði á þessum síðustu og verstu tímum, þrátt fyrir þessa marglofuðu „viðreisn" sem við sjáum hvergi nema í hækkuðu vöruverði og ár- lega minni kaupgetu, 1 Alþýðublaðinu, sem enn vogar sér að kalla sig mál- gagn alþýðunnar, (eða réttara sakt þykist vera) sýndu þeir þá röggsemi að tala við nokkra Reykjavíkurborgara. Ég las þar stóra fyrirsögn: „Aldrei betra að lifa en nú“. Dálítið var það nú táknrænt fyrir flokk alþýðunnar að enginn var þar verkamaður eða kona. Nej, það var spjall. að við kaupmenn og eina konu, sem gift er viðskipta- fræðingi. Það var gumað mest af því að allar verzlanir væru fullar af vörum. En hverju máli skiptir það fyrir okkur alþýðufólkið þegar engin efni eru á að kaupa vaminginn? Okkur á vist að nægja að hafa reykinn af réttunum, þegar þeir sem bet- ur mega síri geta keypt það sem hugurinn gimist. Það er yissúlega svo að þeir háu herrar og frúr sem guma mest af því hversu miklu betra sé að lifa nú en nokkru sinni fyrr, hafa ekki séð þau tár sem kona alþýðu- mannsins fellir í einrúmi yf- ir þvi að geta ekki fætt og klætt litlu bömin sín sóma- samlega. Þær sjá líka ávext- ina í búðargluggunum, en hafa ekki peninga til að stinga einni appelsínu upp í litla munna. En við ættum víst ekki að kvarta, blaðið sem kennir sig við alþýðuna nefnir lækkun á einni vöru- tegund. Það eru „súrar asíur“ svo að við ættum að vita hér eftir, hvað við eigum að kaupa í matinn svo litlir aur- ar dugi lengur. Hverju skipt- ir það. þó allt hafi hækkað um 30—75%, fyrst ,.asíumar“ hafa lækkað svo mjög? Það er hægt að fyrirgefa svo margt, ef menn vita ekki hvað þeir gera, en það VÍH verða dálítið erfiðara þegar maður veit að inenn ganga r 4 i I ! i n ekki að þvi gruflandi hvað þeir gera og halda áfram að slá ryki í augu almennings. Hér í Mýrdal eru nú tveir bændur að flosna upp af bú- | um sínum vegna þess að þeir ^ komast ekki hjá þvi að b hyggja upp gömul fjós og ™ treysta sér ekki til að standa straum af þeim lánum sem þeir ef til vill geta fengið. Báðir eru þessir bændur dug- andi menn með góð bú. Því verður það dálítið skop- legt fyrir okkur að lesa viðtöl við bændur hér i stjómar- blöðunum. Þegar þeir allt i einu fyrir kosningar guma svo af afkomu búskaparins að þeir gleyma uppkomnum bömum sínum, sem alltaf eru heima um mesta bjargræðis- tímann, og reikna þeim ekki svo mjkið sem tvær krónur með gati í vinnulaun. Ég hefði gaman af því að þeir sem fjálgast tala um kaupgetuna ynnu einn mánuð á verkamannalaunum, að sjá svo framan í það góða fólk, þegar auramir væru þrotnir löngu fyrir næstu útborgun. Ég er hrædd um að það færi að glamra í kvömunum. Kristín Loftsdóttir. * Erlendum rannsóknaleið- öngrum veitt starfsleyfi I fréttatilkynningu sem Þjóð- Frá Englandi: viljanum hefur borizt frá Rann- 1} Frá Du(31 Training sokna'rraði nkisins segir að eft- Jege koma 14 nemendur ; júH irtaldir erlendir rannsokna eið- __ágúst tiJ jarðfræði- angrar hafi feng^ð lejji til að rannsökna. Munu þeir aðallega koma hmgað til lands til starfa dveljast - nágrenni Akureyrar. a Þessu sumri: Leiðangursstjóri verður John ______________________________j,W. Gittins. 2) Hópur skáta frá Norfolk Boy Seouts Association kemur í byrjun ágúst til náttúrufræði- rannsókna. Munu þeir halda sig í nánd við Snæfellsjökul. Leið- angursstjóri vei-ður Hugh Whitaker. 3) Seinnipart júlí kemur hing- að til lands þekktur brezkur vísindamaður, Mr. R. E. Hug- hes, til þess að kynnast beiti- landarannsóknum og búfjár- haldi á Islandi. Mun hann ræða við íslenzka visindamenn á þeim sviðum. 4) Hópur nemenda og kenn- ara frá King Alfred’s School kemur til náttúru- og jarðfræði- legra rannsókna í nágrenni Mýrdalsjökuls, 5. til 26. ágúst Leiðangurastjóri verður D. J. Wilson. 5) 4—6 manma hópur frá Epsom Icelandic Expedition mun dvelja hér ágústmánuð til gróðurrannsókna í Hveradölum, Nauthaga og Hveravöllum. Leiðaiigursstjóri verður W. E. Radcliffe. 6) Til gróðurrannsókna við hverina í Hveragerði kemur Kathleen Simpkins í júlj. 7) Hópur nemenda og vís- indamanna frá háskólanum í Leeds kemur til jarðfræðilegra rannsókna í Hörgárdal í júlí og ágúst. Leiðangursstjóri verður John S. Best, B. Sc. 8) 12 skólapiltar, ásamt þremur kennurum, frá Surrey County Council, koma hingað 20. júlí í rannsóknar- og æf- ingaskyni. Munu þeir aðallega ferðast um Norðurland. Leið- angursstjóri verður H, Arnold, yfirkennari, 9) 2 nemendur frá Dover Grammar School koma í byrjun ágúst til náttúru- og jarðfræði- Skélavist fyrir verkfræðistúd- enta í Niðarósi Verkfræðiháskólinn í Niðarósi (Norges Tekniske Höjskole, Trondheim) mun væntanlega veita fáeinum íslenzkum stúd- entum skólavist á vetri komanda. Þeir, sem kynnu að vilja koma til greina, sendi menntamála- ráðuneytinu umsókn um það fyr- ir 25. júní n.k. Umsókn fylgi fæðingarvottorð staðfest afrit stúdentsprófsskírteinis og með- mæli, og skulu ölju gögnin vera þýdd á norsku, dönsku eða sænsku. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Stjóm arráðshúsinu við Lækjartorg. — Athygli skal vakin á því, að ein- ungis er um skólavist að ræða, en ekki styrkveitingu. (Frá menntamálaráðuneytinu) Nafó-styrkur til vísindamanna Atlanshafsbandalagið leggur ár- lega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn í aðildaríkj- unum til rannsóknastarfa eða framhaldsnáms erlendis. Fjár- hæð sú. sem á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga til ráð- stöfunar í framangreindu skyni, r.emur um 320 þúsund krónum, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandidatsprófi í einhverri grein raunvísinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar vís- indastofnanir, einkum í aðildar- ríkjum Atlantshafebandalagsins. Umsóknum um styrki af þessu fé — JSÍATO Science Fellow- Framhald á 2. síðu. rannsókna, aðallega í ná- grenni Mývatns, . ...... 10) 10 skólapiltar ásamt 2 kennurum frá Denstone College nuipu k,Qma.^ei.nnipart ágúst, í rannsóknar- og fræðsluskyni. Eru þetta jarðfræðinemendur og munu gera athuganir á jökla- og eldfjallamyndunum. Leiðangursstjóri er D. J. Hud- son. 11) Til grasa- og jarðfræði- rannsókna í Glerárdal kemur í ágúst Paul W. Sowan. Frá Skotlandi: 12) 24 skólapiltar undir leið- sögn 9 fullorðinna frá Duke of Edinburgh’s Award Seheme koma 28. júlí til 16. á.gúst til jökla-, grasa- og jarðfræði- rannsókna. Athuganirnar verða gerðar suðurvestur af Hofs- jökli. Leiðangursstjóri verður J. Radley. 13) 6 skozkir stúdentar koma 22. júní til 9 vikna dvalar til dýra-, grasa-, jarðfræði- og fuglafræðiranmsókna. Munu þeir hafa stöðvar sínar á fjöllum norð-vestur af Akureyri. Leið- ir ■ mr m — m m m \ angursstjóri verður N. Stebb- ing. Frá Kóren: 14) Hingað er kominn náms- maður frá Kóreu, Do-Jong Kim, til rannsókna á jarð- og loft- hita. Mun hann ferðast um landið og gera athuganir. Frá Þýzkalandi: 15) Dr. E. M. Todtmann kemur til áframhaldandi jökla- og jarðfræðilegra rannsókna við Vatnajökul. 16) Horst Noll frá háskólan- um í Köln kemur til gíga- og eldfjallarannsóknar við Græna- vatn, Kerið, Víti o. fl. 17) Um miðjan ágúst koma hingað 10 stúdentar frá Kiel til plöntusöfnunar og gróðurrann- sókna. Munu þeir dvelja í 2—3 vikur hérlendis. Leiðangurs- stjóri verður Dr. Rolf Wier- mann. Frá Póllandi: 18) Prófessor dr. R. Galon, ásamt 4—6 aðstoðarmönnum sínum, mun koma hingað til lands til jöklarannsókna og rannsókna á sandmyndunum. Munu þeir dveljast í nágrenini Skaftafellsjökuls. Frá Bandaríkjunum: 19) Frá liáskólanum í Micbi- gan kemur Fred Pessl til jarð- fræðirannsókna og athugana á myndun sjávarhryggja við strendur landcins Síldarstúlkur Síldin er komin og síidveiðar hafnar fyrír Norð- austurlandinu Vjl ráða fleiri síldarstúlkur til Raufarhafnar og Seyðisfjarðar. Miklir tekju- möguleikar vegna hagstæðrar legu söltunar- stöðvanna að síldarmiðunum og góðra vinnuskil- yrða. --- Kauptryggino og fríar ferðir. Nánari upplýsingar veita Hreiðar Valtýsson í síma 2444, Akureyri, og undirritaður að Hótel Borg herbergi 206. VALTÝR Þ0RSTEINSS0N.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.